Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994 * Ast er... kk . .. að hafa mynd af hon- um á skrifborðinu og ást til hans í hjartanu. TM Reg. U.S Pat Otf,—all rights reserved ® 1994 Los Angeles Times Syndicate Áður en við byrjum skuluð þið slá þann sem stendur við hliðina á ykkur hressilega. Jú, við höfum haft bíla í þess- um verðflokki, en við seldum þann síðasta árið 1951. HÖGNI HREKKVlSI „ hakik) hagnadist i/e~L 'A SCMBAUHASA /HNIMG MUM BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Skrifað til Víkverja Frá Eiríki Sigurðssyni: Undirritaður hefur að staðaldri eins og fjölmargir landsmenn fylgst með skrifum Víkverja í Morgunblaðinu. Mesta athygli mína hafa þó eðlilega vakið þættir er fjalla hafa um mál- efni neytenda, þar sem ég á hags- muna og jafnframt skyldum að gæta sem ábyrgðarmaður 10—11 verslan- anna. Það er skoðun mín að öll umfjöllun þar sem athygli er vakin á ólíkum málefnum og tekið á málum út frá sjónarmiðum og forsendum hins al- menna borgara eða neytenda gerist æ nauðsynlegri, eftir því sem hið daglega líf okkar og umhverfi verður vélrænna. Ég vil því sérstaklega þakka um- fjöllun um rangt verð á kartöflum í 10-11 verslun í Mbl. 4. janúar sl. Hér vekur Víkjyeiji nefnilega athygli á þörfu máli. Ég leyfi mér af þessu tilefni að fjalla hér örlítið um þetta efni, enda varðar það hag neytenda verulega, eins og Víkveiji bendir á. Þeir sem til þekkja, vita að strika- merkingar eru notaðar til verðmerk- inga í 10-11 verslunum og víðar. Þær hafa ýmsa kosti eins og menn vita; öryggi í meðferð talna, t.d. við inn- stimplun (þrátt fyrir alltí), vinnslu- hraða, hagkvæmni í birgðahaldi, pantanagerð, beintengingu við móð- urtölvu o.s.frv. Sem dæmi má nefna að án strikamerkinganna hefði verið ómögulegt að koma því við að opna 10-11 verslanir kl. 17. hinn 2. janúar eftir vörutalningu og virðisaukaskatt- breytingar þegar ýmsar aðrar versl- anir opnuðu ekki fyrr en 3. eða 4. janúar. En því miður er ekki öll sag- an sögð. Strikamerkingakerfinu fylgja líka nefnilega ókostir. Dæmið um kartöfl- urnar sýnir einn þeirra. Til að skýra það skal upplýst að 10-11 verslanirn- ar buðu 3 tegundir af kartöflum nú um jólin; jólakartöflur (stærri) á 348 kr. kg, venjulegar kartöflur á 298 kr. og ódýrari flokk á 199 kr. Mistökin í þessu tilviki felast í rangri staðsetn- ingu, þ.e. vara með strikamerki sem táknar 348 kr. er sett við verðskilti 298 kr. kartaflna. Vélræni þátturinn stendur sig, en bér bregst mannlegi þátturinn. Því miður er þetta þekkt vandamál þar sem strikamerkingar eru notaðar. En sem betur fer upp- götvast þessi mistök fljótt eftir ábend- ingu viðskiptavinar. Meginástæða vandans er að varan sjálf sýnir ekki verð, heldur tákn. Verðið er neytandanum ætlað að lesa af vöruhillum og við staðsetningu vörunnar. Það kynni að virðast auð- velt að bæta úr þessu með því að verðmerkja sjálfa vöruna, en svo er þó ekki. Verslanir eins og 10-11 sem hafa lágverðstefnu og eru því í harðri sam- keppni hvað varðar vöruverð, inn- kaupaumhverfi og aðra þjónustu, þurfa að fylgjast mjög nákvæmlega með verði keppinautanna á hveijum degi, jafnvel oft á dag. Þær verða þvi að hafa tæknilegt svigrúm til að bregðast strax við, lækka vöruverð ef svo ber undir, til að standa sig í samkeppninni. Vöruverð myndast ekki lengur eingöngu með því að leggja tiltekna álagningu á heildsölu- verð, heldur hefur samkeppnin veru- lega mótandi áhrif. Hagkvæm inn- kaup og rekstur hafa að sjálfsögðu einnig mikið að segja. Auðvitað er tilgangurinn sá að neytandinn sjái sér í hag að gera sín innkaup þar sem verðið er lægst, slíkt er fijáls sam- keppni í sinni bestu mynd. Ofanritað er alls ekki skrifað til að bera blak af þeim mistökum sem hér að ofan eru nefnd. Það er skylda mín að biðjast afsökunar á þeim og er það gert hér með. Þegar hafa ver- ið gerðar ráðstafanir til að slíkt endur- taki sig ekki og öryggiskerfið aukið. Sem lokaorð standa eftir þessi mik- ilvægu sannindi, þegar til lengri tíma er litið, að mati undirritaðs: Neyt- andi, meðvitaður um vöruverð hefur mótandi áhrif. Jafnt í aðhaldi sínu og með því að gera heimilisinnkaup sín þar sem hann telur hag sínum best borgið. Enginn kaupmaður hefur hag af þvi að selja vöru sína á röngu verði. Góður kaupmaður hefur hag af því að selja hana á sem lægstu verði! EIRÍKUR SIGURÐSSON, 10-11/Vöruveltan hf. Es. Eftir að framanritað var sett saman hefur athygli mín borist að grein Víkveija í Mbl. 11. janúar 1994. Ég leyfi mér að nota tækifærið og gera vinsamlega athugasemd: í grein Víkveija er settur fram samanburður og vangaveitur um þjónustu, vöruval og ekki síst vöru- verð hjá Hagkaupsverslunum ann- arsvegar og 10-11 verslunum hins- vegar. Allir sjá að hugtök eins og þjónusta og vöruval eru afstæð og jafnvel persónubundin hvetju sinni og sjálfsagt að velta slíkum málum fram og til baka. Öðru máli gegnir um vöruverð. Vöruverð er ekki afstætt, þar tala tölurnar einar. í þessu ljósi vekur fulljTðingin ... Verðlag í 10-11 verslunum er hærra en í Hagkaups- verslunum enda 10-11 verslanir opnar lengur o.s.frv." undrun mína. Nú er það svo að það er mikilvægur hluti af starfi mínu að fylgjast með verðlagi í helstu samkeppnisverslun- um, en engin launung er að þær eru helst Hagkaupsverslanir ásamt Bón- usverslunum í sumum tilvikum (vöru- flokkum). Tilgangurinn er auðvitað að reyna að standa sig vel í verðsam- keppni við þessar verslanir. Sam- kvæmt síðustu verðkönnun Neyt- endasamtakanna í matvöruverslun- um, sem að vísu var framkvæmd sl. haust er að sjá að bærilega hafi til tekist, en þar mælist 10-11 verslun- in Glæsibæ með lægra vöruverð en Hagkaupsverslanir. Daglegur sam- anburður minn á vöruverði matvöru- verslana segir mér að svo sé enn, svo ekki sé meira sagt. Þess vegna varð ég hissa við ofan- greinda fullyrðingu og vil því spyija: Hvaða upplýsingar eru hér að baki? Er það eigin verðsamanburður, verð- tilfinning Víkverja (sem enginn skyldi gera lítið úr)? Eru það aðrar verðkannanir? Vill Víkveiji nú ekki í fullri vinsemd upplýsa þá sem fylgj- ast vilja grannt með þessum málum, hvemig hann kemst að svona niður- stöðu? Þetta tilskrif er orðið ölu lengra en til stóð í upphafi og er beðist velvirðingar á því. Lokaorðin í fyrra bréfi mínu eiga einnig við þetta bréf að því viðbættu að rétt verðvitund neytandans verður aðeins vakin með réttum upplýsingum. Hér sinnir Vík- veiji mikilvægu hlutverki, sem ber að þakka. Með bestu þökkum fyrir athyglina. Yíkverji skrifar að er undarlegt til þess að vita, hversu stjórnmálamenn virðast oft bráðir til þess að afskrifa það sem sagt er um þá og þá umræðu sem greint er frá í fjölmiðlum að fari fram innan stjórnmálaflokkanna, sem eitt- hvað sem sé „algjörlega úr lausu lofti gripið", eða sem „kaffihúsa- snakk“, svo vitnað sé orðrétt í um- mæli Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra, í viðtali við Ingva Hrafn Jóns- son á Stöð 2 sl. sunnudag. Raunar virtist Víkveija sem hvorki Davíð né Ingvi Hrafn hefðu í raun lesið þá grein í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins undir fyrirsögninni Haustkosn- ingar?, sem þeir þó afgreiddu í sam- einingu með ofangreindum hætti. Ingvi Hrafn sagði orðrétt við forsæt- isráðherra: „Kannski ekki úr vegi Davíð, að spyija þig í framhaldi af þessari frétt, ein af þessum lærðu greinum Morgunblaðsins, um að þú sért farinn að hugleiða að bjóða til, boða til haustkosninga. Er eitthvað til í þessu?" Forsætisráðherra svar- aði: „Ekki svo mér sé kunnugt, að ég sé farinn að hugleiða þetta og reyndar er nú margt í þessari grein þess eðlis, að ef það er satt, þá ætti ég að vita það. Það er nú þannig að þingrofsheimildin iiggur hjá mér, hvílir hjá mér, en ég hef ekki neinar slíkar vangaveltur. En reyndar sá ég í þessari grein líka að hugsanlega væri ég að hugsa um að efna til þing- kosninga fyrir borgarstjórnar- og sveitarstjórnakosningar, þá núna í apríl. Þetta er allt úr lausu lofti grip- ið og engin slík hugleiðing komið inn í minn koll og ég hef hvergi rætt slíka hluti, þannig að þetta er svona kaffihúsasnakk, því miður.“ „Kaffi- húsasnakk," endurtók fréttastjóri Stöðvar 2 og sneri sér að næstu spurningu. XXX Vel má vera, að umræður helstu forystumanna stjómarflokk- anna um það hvort flýta beri næstu alþingiskosningum flokkist í huga forsætisráðherrans sem „kaffihúsa- snakk“, en það breytir engu um það, að slík samtöl forystumanna beggja stjórnarflokka hafa farið fram að undanförnu. Um það er forsætisráðherra sem öðrum for- ystumönnum stjórnarflokkanna full- kunnugt. Eins hlýtur honum að vera kunnugd: um það, að hvergi nokkurs staðar í áðurnefndri grein er minnst einu orði á að hann væri „hugsan- lega að hugsa um að efna til þing- kosninga í vor“, né heldur er minnst á það í áðurnefndri grein að hann sé að hugleiða að efna til haustkosn- inga. Það er yfirhöfuð ekki vikið einu orði að því hvað forsætisráð- herra kann að vera að hugleiða, en hins vegar eru skoðanir og raddir ákveðinna sjálfstæðismanna og.al- þýðuflokksmanna endurspeglaðar í greininni og mismunandi viðhorfum lýst til tímasetningar næstu þing- kosninga. Spurning fréttastjórans og svör forsætisráðherra byggðust því á röngum grunni. xxx Raunar er einungis ein afdráttar- laus ályktun dregin í grein- inni, en hún er sú, að þótt sumir sjálf- stæðismenn telji, að Davíð Oddsson, sem einn hefur þingrofsheimildina, ætti að nýta sér hana hið fyrsta, og efna til kosninga fyrir borgarstjórn- arkosningar, þá sé afar ólíklegt að sú verði niðurstaðan, þar sem aðrir sjálfstæðismenn telji að „hefndar- þorsti“ í garð krata, vegna samstarfs þeirra við minnihlutaflokkana fyrir borgarstjórnarkosningar, sé ekki nægileg ástæða til þingrofs. Auk þessa voru rakin þau atriði sem þykja mæla með haustkosningum, jafn- framt því sem rakin voru þau atriði sem þykja mæla með að kosið verði á þeim tíma, sem reglulegar kosning- ar eiga að fara fram, vorið 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.