Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1994 Kiwanishreyfing- in á Islandi 30 ára eftir Bjarna B. Ásgeirsson og Þorbjörn Karlsson Kiwanishreyfingin, ein af stærstu þjónustuhreyfíngum heimsins í dag, telst vera stofnuð hinn 21. janúar 1915, þegar fyrsti Kiwanisklúbbur- inn var stofnaður í Detroit, Michigan í Bandaríkjunum. Hreyfingin á því 79 ára afmæli um þessar mundir. Heimildir telja nafn hreyfingarinn- ar fengið úr indíánamállýsku, og hafi það í upphafí verið þrjú orð: Nunc-Kee-wanis. Fyrsta orðið Nunc hafí síðan verið fellt niður, og hin tvö, Kee-wanis, svo dregin saman í eitt orð eins og við þekkjum það í dag, Kiwanis. Hafa miklar vanga- veltur verið um merkingu orðsins, en upphaflega skýringin var sú, að það þýddi við eigum viðskipti, sem í byijun var kannski í anda félags- skaparins, því að margir voru félag- arnir úr viðskiptaheiminum. Síðari athuganir hafa hins vegar leitt í ljós, að upphafleg merking orðanna væri í raun við höfum hátt eða við látum illa, en það hefur brautryðjendum líklega ekki þótt viðeigandi skýring á nafni svo virðulegs félagsskapar. Orðabækur í dag fara jafnvel í kring- um þessa merkingu nafnsins og segja það þýða að láta vita af sér, sem má til sanns vegar færa, því að vissu- lega láta menn vita af sér með því að hafa hátt. Kiwanishreyfingin breiddist hratt út - fyrst um Bandaríkin, aðallega norðausturhlutann, og á fyrsta árs- þingi klúbbanna í Cleveland, Ohio, árið 1916 var stofnað Landssamband Kiwanisklúbba („National Kiwanis Clubs“). Ekki leið á löngu, að Kanada bættist í hópinn, sem varð á síðari hluta ársins 1916. Þegar kom að öðru ársþingi hreyfingarinnar í Detroit 1917 voru kanadísku klúb- barnir orðnir fjórir, og var nafninu þá breytt i Kiwanis International, sem hreyfingin heitir enn í dag. Það var þó ekki fyrr en á ársþingi hreyf- ingarinnar í Toronto í Kanada árið 1961, að hreyfingin varð í raun al- þjóðleg. Þar var sem sé samþykkt að vinna að stofnun nýrra klúbba utan Bandaríkjanna og Kanada. Fyrstu nýju Kiwanislöndin voru Mex- íkó og Bahamaeyjar, sem bættust í hópinn 1962. Til Evrópu barst hreyf- ingin með stofnun fyrsta klúbbsins í Vínarborg 25. febrúar 1963. A því ári voru stofnaðir 7 klúbbar í Evrópu- löndum, þar af 4 í Sviss, og í Aust- urríki, Þýskalandi og Belgíu einn í hveiju landi. Á næsta ári, 1964, koma svo fyrstu Norðurlandaklúbb- amir, í Ósló 10. janúar og Hekla í Reykjavík 14. janúar 1964. Má með sanni segja, að Kiwanis- hreyfingin sé alþjóðleg. Félagafjöld- inn er um 325.000 í 9.000 klúbbum í öllum heimsálfum. í Evrópu erú um 26.500 félagar í 900 Kiwanis- klúbbum, sem starfa í 8 umdæmum. Á síðustu árum hafa Austur-Evrópu- löndin opnast og eru starfandi klúb- bar í Ungveijalandi, Tékkóslóvakíu, Rússlandi og Rúmeníu. Upphaf Kiwanis á íslandi Til íslands barst Kiwanishreyfing- in frá borginni Tallahassee í Flórída, en þar var búsettur íslendingur að nafni Hilmar Skagfield, sem var virk- ur félagi í Kiwanisklúbbi borgarinn- ar. Þegar útbreiðsla hreyfingarinnar hófst í Evrópu árið 1963 ákvað hann að athuga möguleika á stofnun Kiwanisklúbbs á íslandi. Leitaði Hilmar til Einars A. Jónssonar, að- alféhirðis Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, sem þegar fékk mikinn áhuga á málinu og hóf undirbúning að stofnun klúbbs í Reykjavík. Fékk hanm' lið með sér nokkra félaga sína, sem stunduðu gufuböð í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Fóru fyrstu undirbúningsfundimir fram í gufu- baðsklefum íþróttahússins við Lind- argötu haustið 1963, og má segja að þar sé vagga Kiwanishreyfingar- innar á íslandi. Formlegur stofnfundur var hald- inn 14. janúar 1964 og hlaut klúbb- urinn nafnið Kiwanisklúbburinn Hekla. Frá þeim degi hefur klúbbur- inn verið fullgildur Kiwanisklúbbur samkvæmt reglum Kiwanishreyfing- arinnar, hinn níundi í röð evrópskra Kiwanisklúbba. Klúbburinn óx hratt í byijun og voru félagar orðnir um 50 í maí 1964 og um 75 í október sama ár. Og með vaxandi ásókn manna um inngöngu í klúbbinn gerðu menn sér grein fyrir því, að full þörf væri fyrir annan Kiwanisklúbb - nokkuð, sem engan óraði fyrir í byij- un, þegar undirbúningur hófst að stofnun Heklu. Vöxtur Kiwanis á íslandi Hinn 13. nóvember 1965 var hald- inn fyrsti undirbúningsfundur að stofnun klúbbs nr. 2 á Islandi, Kiw- anisklúbbsins Kötlu í Reykjavík, rétt- um tveim árum eftir að fyrsti fundur- inn í Heklu hafði verið haldinn. Form- legur stofnfundur Kötlu var svo hald- inn 31. mars 1966 og er klúbburinn hinn 25. í Evrópu, sem þýðir, að á þeim tveim árum, sem liðin voru frá stofnun Heklu höfðu 15 Kiwanis- klúbbar bæst í hópinn í Evrópu. Með stofnun Kötlu hófst líklega mesta vaxtarskeið í sögu Kiwanis á nokkrum stað í heiminum. Hér eru nú 48 klúbbar með um 1.320 félögum eða um 1 félagi á hveija 200 íbúa. í Vestur-Evrópu, þar sem íbúafjöld- inn er um 350 milljónir, er 1 félagi á hveija 13.000 íbúa. íslenskir Kiw- Launagr eiðendur! Launamiðum ber að skila í síðasta lagi 21. janúar Allir sem greitt hafa laun á árinu 1993 eiga að skila launamiðum ásamt launaframtali á þartil gerðum eyðublöðum til skattstjóra. mmm mmm vmmm wmmm mamm. mmm ATH! Þeir sem fengu tímabundna endurgreiðslu trygginga- gjalds á síðastliðnu ári þurfa að endurgreiða þá fjárhæð ásamt dráttarvöxtum skili þeir ekki launaframtali og launamiðum á réttum tíma. Skilafrestur rennur út 21. janúar RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI Einar A. Jónsson aðalhvatamað- ur að stofnun Kiwanishreyfing- arinnar á Islandi og fyrsti for- seti Kiwanisklúbbsins Heklu. „Kiwanishreyfingin er þjónustuhreyfing, sem hefur að markmiði að þjóna því samfélagi, sem við búum í og að rétta hjálparhönd þeim, sem minna mega sín og hjálpar eru þurfi.“ anismenn eru sem sé um 75 sinnum fleiri en í Vestur-Evrópu sem heild samkvæmt höfðatölureglunni, sem svíkur ekki hér fremur en endranær. Og ef litið er til Bandaríkjanna, hei- malands Kiwanishreyfingarinnar, með um 260.000 Kiwanisféiaga og 260 milljónir íþúa, er 1 félagi á hveija 1.000 íbúa. Islenskir Kiwanismenn eru því hlutfallslega fimmfalt fleiri en bandarískir! Þjónustu- og líknarverkefni íslenskra Kiwanisklúbba Kiwanishreyfmgin er þjónustu- hreyfing, sem hefur að markmiði að þjóna því samfélagi, sem við búum í og að rétta hjálparhönd þeim, sem minna mega sín og hjálpar eru þurfi. Allstór hluti af starfi klúbbanna bein- ist að því að vinna að þessu markm- iði, og er það gert með ýmsu móti. Hafa íslenskir Kiwanismenn unnið margvísleg hjálparstörf, ýmist með beinum peningagjöfum, tækjagjöfum til sjúkrahúsa, heilsugæsiustöðva og stofnana og alls konar vinnu og að- stoð. Fjár til framangreindra verkefna afia kiúbbarnir á ýmsan hátt. Má þar nefna sölu jólatijáa, flugelda, sælgætis, fisks, harðfisks o.fl. Sums staðar hafa þeir tekið að sér sérstök verkefni, svo sem sorphirðu í sínu bæjarfélagi, niðurrif og hreinsun mótatimburs, o.s.frv. Eitt verkefni er enn ótalið, sem vakið hefur óskipta athygli, bæði hérlendis og ekki síður meðal Kiw- anismanna erlendis. Þetta er svokall- aður K-dagur, sem haldinn hefur verið einn laugardag í október þriðja hvert ár allt frá árinu 1974. Þennan dag sameinast allir Kiwanismenn í landinu um fjáröflun með sölu K-lyk- ilsins til sameiginlegs verkefnis, sem samkvæmt reglum um K-dag skal ákveðið sérstaklega hveiju sinni. Hins vegar hafa málin þróast þann- ig, að verkefnið hefur verið hið sama á öllum þeim sjö K-dögum, sem hing- að til hafa verið haldnir, enda þörfin brýn. Verkefnið hefur verið unnið undir kjörorðinu „Gleymum ekki geð- sjúkum“, sem þarfnast ekki nánari skýringar. Heildarupphæð þess fjár, sem safnast hefur á K-degi fram til þessa að frádregnum kostnaði, nem- ur um 170 milljónum króna á nú- virði, og hefur það fé runnið óskert til styrktar ýmsum framkvæmdum í þágu geðsjúkra, ýmist í Reykjavík eða á Akureyri. Skipulag Kiwanis- hreyfingarinnar Samkvæmt lögum Kiwanishreyf- ingarinnar er uppbygging hennar þannig, að klúbbar, þrír til tíu, mynda saman svokölluð svæði („divisions"), sem stjórnað er af svæðisstjóra („lie- utenant governor"). Svæðin, a.m.k. þijú, oftast fleiri, mynda síðan saman umdæmi, sem stjórnað er af umdæ- misstjóra. Umdæmisstjóri hefur sér til aðstoðar umdæmisritara og um- dæmisféhirði, en þeir ásamt svæðis- stjórum, fráfarandi umdæmisstjóra og verðandi umdæmisstjóra mynda umdæmisstjórn. Umdæmin, sem í dag eru 46 að tölu, dreifð um allan heim, heyra undir heimsstjórn Kiw- anis. Aðalskrifstofur hreyfingarinnar eru í Indianapolis í Indiana, Banda- ríkjunum, og þar hittist heimsstjóm Kiwanis til funda þrisvar á ári. Heimsstjórnin er skipuð heimsfor- seta, fráfarandi heimsforseta, verð- andi heimsforseta, féhirði, tveimur varaforsetum og 12 meðstjómend- um, alls 18 manns. Æðsta vald í málefnum Kiwanis- hreyfingarinnar er í höndum Heims- þings Kiwanis, sem haldið er í júní/júlí ár hvert, og er þingstaður breytilegur. Oftast er þingið haldið í Norður-Ameríku, en tvisvar hefur það verið haldið í Evrópu: í Vínar- borg í Austurríki 1983 og í Nice í Suður-Frakklandi 1993. Hver klúbb- ur á rétt á að senda tvo fulltrúa til heimsþings, en auk þess eiga heims- stjórnarmenn, fyrrverandi heimsfor- setar, umdæmisstjórnarmenn og fyrrverandi umdæmisstjórar rétt til setu á þinginu. Heimsstjórn kemur saman til fundar í sambandi við heimsþingið, og eru stjórnarfundir þannig íjórum sinnum á ári. Evrópa varð sjálfstæð eining innan Kiwanishreyfingarinnar árið 1968 með sérstaka stjórn og skrifstofu, sem staðsett'er í Sviss. Fyrir stjórn- inni fer Evrópuforseti, kosinn til eins árs á Evrópuþingi Kiwanis. íslenska umdæmið og erlent samstarf ísland varð sérstakt umdæmi árið 1971 og eru nú starfandi í landinu 48 klúbbar á 6 svæðum. Færeyjar urðu hluti af umdæminu 1981 með stofnun fyrsta Kiwanisklúbbsins þar, en nú eru starfandi þar tveir klúb- bar. Umdæmisstjóri Kiwanisum- dæmisins Ísland-Færeyjar í dag er Sæmundur Sæmundsson. Fram til þessa hafa fjórir Evrópu- forsetar verið úr röðum íslenskra Kiwanismanna, og á yfirstandandi starfsári er kjörforsetinn úr röðum íslendinga. Verður Evrópuforseti því íslendingur á næsta starfsári, 1994- 1995. Evrópa hefur síðan 1976 átt einn fulltrúa í heimsstjórninni. Frá 1988 hefur þessi fulltrúi verið Islendingur, Eyjólfur Sigurðsson úr Heklu. Á heimsþinginu í Nice í Frakklandi á síðasta ári náði Eyjólfur kjöri sem féhirðir heimsstjórnar fyrir yfir- standandi starfsár, og er hann þar með kominn hærra í metorðastiga hreyfingarinnar er nokkur Evrópu- maður hefur náð hingað til. Sam- kvæmt hefð gengur féhirðir upp í embætti kjörforseta heimsstjórnar næsta starfsár og síðan í embætti heimsforseta, sem Eyjólfur mun þá að öllu óbreyttu gegna á starfsárinu 1995-1996. Konur í Kiwanis Kiwanishreyfingin var upphaflega karlahreyfmg eða bræðrafélagsskap- ur, lokaður konum. Á heimsþingi Kiwanis árið 1987 var hins vegar lögum hreyfingarinnar breytt á þann veg, að hreyfingin er nú opin konum jafnt sem körlum. Síðan hafa konur látið talsvert til sín taka innan hreyf- ingarinnar bæði í blönduðum klúbb- um og í hreinum kvennaklúbbum. Hér á landi eru nú starfandi þrír kvennaklúbbar og auk þess eru fjór- ir blandaðir klúbbar. Af klúbbunum tveimur í Færeyjum er annar klúbb- urinn kvennaklúbbur. Eftirmáli Hér að framan hefur saga Kiw- anishreyfingarinnar og íslenska um- dæmisins verið rakin í örstuttu máli. Ljóst er, að íslenskir Kiwanismenn hafa staðið sig með mikilli prýði í starfinu heima fyrir, og í alþjóða- starfinu hafa þeir ekki síður skilað mjög góðum árangri. Engin ástæða er til að ætla annað en að hér verði framhald á, því að meðal íslenskra Kiwanismanna er að finna einvalalið dugmikilla og áhugasamra ungra manna og kvenna, sem hafa alla burði til að bera merki Kiwanis hátt og láta að sér kveða í starfinu, bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Við, sem þessar línur höfum ritað, viljum nota tækifærið og færa ís- lenskum Kiwanismönnum hamingju- óskir á 30 ára afmælinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.