Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 43
■ BARCELONA ætti að eiga náðugan dag þegar liðið leikur í átta liða úrslitum spænsku bikar- keppninnar því liðið dróst á móti Betis sem leikur i 2. deildinni. Hin- ir leikimir eru Tenerife-Feal Madrid, Zaragoza-Sevilla og Ovi- edo-Celta. ■ FRANKFURTARAR sektuðu á dögunum Anthony Yeboah frá Ghana um rúmar 200 þúsund krón- ur fyrir að koma of seint til æfinga eftír að hann hafði brugðið sér tíl heimalands síns. ■ KAZUYOSHI Miura var kjör- inn besti leikmaður japönsku deild- arinnar í knattspymu, en leikmenn og þjálfarar stóðu að kjörinu. ■ MIURA, sem er 26 ára, var markakóngur deildarinnar með 20 mörk og fyrirliði Kawasaki Verdy, sem tryggði sér meistaratitílinn um helgina. ■ ZICO sem er 40 ára, hefur til- kynnt að hann ætli að hætta S knatt- spymunni í vor og fara þá aftur heim til Brasilíu, en hann leikur með Kashima Antlers, sem varð í 2. sæti deildarinncir. ■ ZICO lagði fyrst skóna á hilluna 1990, en lék 89 landsleiki, m.a. í HM 1978, 1982 og 1986, og gerði 66 mörk fyrir Brasilíu. ■ ROD Wallace hefur samþykkt að gera nýjan fjögurra ára samning við Leeds. ■ LEEDS er með versta völlinn í ensku úrvalsdeildinni að matí Keiths Hacketts, dómara, sem dæmdi á Elland Road um helgina. Leslie Silver, formaður félagsins, segir þetta mikið áhyggjuefni og unnið verði að því að minnka álag- ið með því að finna rugbyliðinu Hunslet annan heimavöll. ÚRSLIT Knattspyrna Esnka bikarkeppnin, 3. umferð: Luton - Southend--------------1:0 Telfer (50.) 7.953. Bath-Stoke____________________1:4 Chenoweth (90.) — Regis 2 (5., 57.) Cran- son (38.), Orlygsson (83.). 6-213. Cariisle - Sunderland-_____---0:1 - Howey (101.). 13.200. Ipswich - Swindon-------------2:1 Stockwell (44.), Marshall (107.) — íj'örtoft (75.). 12.796. Port Vale - Southampton-------1:0 Slaven (18.). 12.042. Körfuknattleikur UMFG-KR 46:35 Iþróttahúsið í Grindavík, undanúrsiit bika- keppni KKÍ i körfuknattleik kvenna þriðju- daginn 18. janúar 1994. Gangur leiksins: 0:4, 6:8, 10:10, 10:16, 20:17, 24:21, 32:21, 38:26, 40:32, 46:35. Stig UMFG: Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 14, Hafdís Hafberg 14, Stefania Jónsdóttir 6, Svanhildur Káradóttir 4, Kristjana Jóns- dóttir 4, Maria Jónsdóttir 2 og Sandra Guðlaugsdóttir 2. Stig KR: Guðbjörg Norfjörð 14, Eva Havlivkova 8, Guðrún Gústafedóttir 5, Anna Gunnarsdóttir 3, Maria Guðmundsdóttir 3 og Híldur Þorkelsdóttir 2. Dómarar: Leifúr Garðarsson og Þorgeir Jón Júlíusson sem dæmdu mjög veL , Áhorfendur: Um 200. SKOTFIMI ísland vann Luxemborg ÆT Islenska landsliðið í skammbyssu- skotfími sigraði lið Luxemborg í mótum í loftskammbyssu sem fram fór í Luxemborg í síðustu viku. ísland vann fyrri daginn með 1669 stigum gegn 1662 og síðari daginn með 1677 stigum gegn 1668. Olafur Jakobsson náði bestum árangri okkar manna, náði best 14. sæti í eínu mótinu með 567 stig. Hinir sem kepptu voru Hannes Tóm- asson, best 561 stíg, og Jónas Haf- steinsson sem náði best 560 stigum. MORGUNBLADIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994 43 GOLF Ragnar ráðinn einvaldur John Gamer áfram landsliðskennari RAGNAR Óiafsson, marg- reyndur kytflngur úr GoHklúbbi Reykjavikur, hefur verið ráðinn landsliðseinvaldur í golfi karla og tekur hann við starfmu af Jóhanni R. Benediktssyni sem verið hefur einvaldur síðustu sex árin. Gengið var frá samningum við Ragnar í gærkvöldi og sagði Hannes Guðmundsson, forseti Golf- sambandsins, að samningurinn væri til eins árs, en að það væri jafii- framt ljóst að menn leggðu ekki af stað í svona lagað til eins árs. „Það hefur verið rætt um það við mig nokkur undanfarin ár hvort ég ætlaði ekki að fara að hætta í golfinu og taka að mér einvaldinn. Eg tók það nú aldrei þannig að ég væri svo iélegur í golfinu og ætti að hætta þess vegna. Ég hækkaði reyndar í forgjöf í sumar úr 0,7 í 2,7 og það er stóra málið; ég hef ekki tíma tíl að æfa eins og til þarf, en vona að kraftar mínir nýtíst í þessu starfi," sagði Ragnar í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Ég held að þetta sé ágæt hring- rás, byrja í golfinu og leika í því í nokkur ár og snúa sér síðan að störfum fyrir sambandið. Arið í ár verður frekar rólegt ár hjá landslið- inu en á móti kemur að Eisenhower- keppnin, heimsmeistaramót ein- staklinga, verður í Frakklandi í haust." Áttu von á einhveijum breyting- um eftir að þú tekur við? „Það er auðvitað aldrei að vita uppá hveiju maður tekur. Eins og þetta er núna er ein regla, þeir sem eru efstir á stigamótunum fara sjálfkrafa í landsliðið og einvaldur- inn velur síðan helminginn af lið- inu. Ég verða auðvitað að seija aðra reglu og hún er að allir sem ætla að komast í landsliðið verða að vinna einvaldinn á golfvellinum," segir Ragnar óg hlær. „Annars vil ég breyta fyrirkomulaginu þannig að ég verði bæði fyrirliði og þjálf- ari og þá myndi ég vinna mikið í samráði við kennarana hjá klúbbun- um,“ sagði Ragnar. Hinn nýji einvaldur hefur verið lengi í golfinu. Hann var fyrst val- inn í landslið árið 1974 og hefur einna mestu reynslu kylfinga sem enn eru á fullu í íþróttinni. „Ég þekki Jóa [Jóhann Benediktsson], tengdafaðir minn sem var einvaldur og KLP [Kjartan L. Pálsson] og til þessara manna veit ég að ég get leitað vanti mig ráðleggingar," sagði Ragnar. Golfsambandið hefur framlengt samningi sínum við John Garner sem landsliðskennara. Starf hans verður þó með nokkuð öðru sniði en undanfarin ár að sögn Ilannesar Guðmundssonar forseta GSÍ. Árið sem nú er nýhafíð er tiltölulega rólegt golfár hjá meistaraflokkun- um því Norðurlandamótið verður ekki haldið eins og það hefði átt að vera, því verið er að breyta fyrir- Ragnar Ólafsson mun hafa vakandi augu með þvi sem er að gerast á golf- völlunum, sem landsliðseinvaldur. komulagi þess. Á hinn bóginn verða mikil verkefni hjá unglingalandslið- um okkar og mun John Gamer meðal annars vera meira með þeim liðum en undanfarin ár. Einnig munu allir golfkennarar á landinu koma á einhvem hátt nálægt þessu í samvinnu við Gamer. KNATTSPYRNA Skagatvíburarnir hjá Feyenoord í Hoílandi: Amar og Bjarki til- búnir að breyta til Hafa rætt við menn hjá félagi atvinnuknattspymumanna í Hollandi Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir hafa lítið verið á ferðinni með Feyenoord síðustu mánuðina. Bjarki hefur verið meiddur, en Amar ekki leikið í þijá mánuði. TVÍBURARNiR Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir frá Akranesi, sem hafa verið i herbúðum Feyenoord í tæplega eitt og hálft ár, eru byrjaðir að hugsa sér til hreyfings. „Ég hef átt við meiðsli að stríða meira og minna síðan ég kom til Rotter- dam, en Arnar hefur æft á fullu, en hann hefur ekki fengið tæki- færi tll að leika í þrjá mánuði,“ sagði Bjarki íviðtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. „Samn- ingarokkar við Feyenoord renna út í sumar. Við erum byrjaðir að hugsa okkur til hreyfings." Einn af þeim moguleikum sem við höfum, er að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Fey- enoord — ekki þó að vera áfram hjá félaginu, heldur lánaðir til ann- ars úrvalsdeildarfélags hér í Hol- landi, eða jafnvel í Belgíu í eitt ár. Koma síðan reynslunni ríkari aftur til Feyenoord. Nokkrir leikmenn sem leika nú með félaginu hafa farið þessa leið og með góðum árangri," sagði Bjarki. Þess má geta að blökkumennim- ir snjöllu Regi Blinker, 25 ára, og Gastam Taument, 24 ára, sem eru lykilmenn í sóknarieik Feyenoord, stóðu í sömu sporum og tvíburamir fyrir nokkrum árum, eða þegar þeir vom jafn gamlir og þeir. Þá var Blinker lánaður tíl BW Den Bosch og Taument til Excelsior, þar sem þeir léku á fullum krafti og öðluðust reynslu, sem kom þeim til góða þegar þeir snéru til Feyenoord. „Nei, við erum ekki á heimleið. Við ætlum ekki að gefast upp þó að blásið hafi á mótí hér. Ég hef verið óheppinn með meiðsli. Áttí við nárameiðsli að stríða í níu mán- uði, síðan meiddist ég á hné og var frá í einn mánuð og nú er ég meidd- ur á tá. Þetta hefur verið svekkj- andi,“ sagði Bjarki. Þeir bræður ræddu við menn hjá félagi atvinnuknattspymumanna I Hollandi í sl. viku, til að ræða um þá möguleika að vera lánaðir frá Feyenoord. „Það verður síðan rætt við forráðamenn Feyennord og þá kemur í ljós hvort að félagið sé til- búið að lána okkur, eða þá selja. Við munum reyna ýmsa möguleika, enda emm við staðráðnir að vera áfram í atvinnuknattspymunni. Við emm á besta aldri, en árin á milli tvítugs og tuttugu og fjögurra ára eru best til að öðlast þekkingu og reynslu sem knattspymumaður," sagði Bjarki. Það verður ekki ljóst fyrr en í febrúar eða mars, hvaða stefnu mál þeirra bræðra tekur hjá Feyenoord. Þorvaldur Öriygsson. Þorvaldur í sviðsljósinu orvaldur Örlygsson knattspyru- maður hjá Stoke var í miklu stuði í gærkvöldi er lið hans sigraði utandeildarliðið Bath, 4:1, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Hann lagði upp þijú fyrstu mörkin og skoraði það fjórða sjálfur og var besti leik- maður vallarins. Tvö fyrstu mörkin komu eftír hom- spymur sem Þorvaldur tók. Það fyrra gerði Dave Regis á 5. min. og síðan Ian Granson á 36. mínútu. Regis bættí þriðja markinu við á 58. mín: og Þorvaldur setti síðan fjórða mark- ið sjálfur á 81. mínútu. Hann hefur gert niu mörk fyrir Stoke það sem af er keppnistimabilinu. Þetta var í fyrsta sinn í 23 ár sem Stoke sigrar í ensku bikarkeppninni á útivelli. Láðið hafði gert 9 jafntefli og tapað 15 leikjum í bikarkeppninni frá því árið 1971. Stoke mætir Old- ham í 4. umferð keppninnar á útívelli. Pele fær vel borgað, Knattspymugoðinu Pele voru á dögunum dæmdar um 200 milljónir króna i. bætur frá brasilíska knattspymusambandinu. Aðdrag- andi málsins er að þegar Brasiliumenn urðu heimsmeistarar árið 1970 lét knattspymusambandið þar í landi útfoúa myndir með heimsmeistum- um. Myndimar voru síðan seldar um víða veröld, en forráðamenn knattspymusambandsins „gieymdu" að greiða leikmönnum umsamin hluta þeirra af hagnaðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.