Morgunblaðið - 01.02.1994, Qupperneq 1
64 SIÐURB
25. tbl. 82. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins
*
Israelar og PLO
Vonir um
samninga
eftir viku
Amman. Davos í Sviss. Reuter.
STEFNT er að 'því að fsrael og
Frelsissamtök Palestínumanna
(PLO) undirriti samkomulag um
brotthvarf ísraelska hersins frá
hernumdu svæðunum eftir rúma
viku.
Said Kamal, sendiherra PI^O í
Kaíró, sagði í gær að beðið \iæri
samþykkis Yitzhak Rabins, forsæt-
isráðherra ísraels, við drögum að
samkomulagi, sem Shimon Peres,
utanríkisráðherra ísraels, og Yasser
Arafat, leiðtogi PLO, undirrituðu í
Davos í Sviss og í Kaíró. Hins veg-
ar sagði Yossi Beilin, aðstoðarutan-
ríkisráðherra ísraels, í gær að enn
væri ekki hægt að tala um sam-
komulag, heldur aðeins skref í átt
að samkomulagi.
Matur er
manns-
ins megin
London. Reuter.
BRESKU kvenfólki finnst góð
máltíð á veitingahúsi miklu
eftirsóknarverðari en ásta-
fundir með unnustanum eða
eiginmanninum að því er fram
kemur í könnun, sem birtist í
tímaritinu Good Housekeep-
ing.
Um helmingur 1.010 kvenna
sagði, að góður matur, helst á
veitingahúsi, freistaði þeirra
miklu meira en afmorsleikir og
helmingnum fannst einnig konf-
ekt mjög huggunarríkt snarl. Sá
útlendi matur, sem konunum lík-
aði best, var ítalskur, þá kín-
verskur og síðan franskur.
Reuter
Liceo varð eldi að bráð
LICEO-óperuhúsið í Barcelona, það frægasta á Spáni og eitt hið stærsta
í heimi, eyðilagðist í eldi í gær. Var verið að vinna með lóðlampa þegar
eldurinn í honum komst í leiktjöld og má segja, að húsið hafi orðið alelda
á samri stundu. í Liceo-óperunni hafa margir kunnustu söngvarar fyrr
og síðar komið fram og þar þreyttu til dæmis frumraun sína þau Jose
Carreras og Victoria de los Angeles. Þegar hefur verið ákveðið að endur-
byggja húsið, sem tók til starfa 1847.
Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna
Rósrautt útlit í
efnahagslmnu
Washington. Reuter, Daily Telegraph.
ALAN Greenspan, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, sagði í
gær, að langtímahorfur í bandarískum efnahagsmálum hefðu
ekki verið betri í tvo eða þrjá áratugi. Verðbólga væri lítil, þjóðar-
framleiðslan vaxandi og ástandið á vinnumarkaðinum batnaði
stöðugt. Þá svaraði hagvöxtur á síðasta fjórðungi liðins árs til
5,9% á heilu ári.
Greenspan sagði, að það, sem
hefði meðal annars stuðlað að lítilli
verðbólgu, myndi gera það áfram á
þessu ári. Fyrirtækin myndu til
dæmis halda launakostnaði í skefj-
um með aukinni framleiðni og sam-
keppnin við innflutta vöru myndi
halda verðhækkunum í skefjum.
Hann kvaðst hins vegar telja, að
vextir væru jafnvel orðnir „óeðlilega
lágir“ og því óhjákvæmilegt, að
þeir leituðu jafnvægis.
Bill Clinton forseti sagði í gær,
að lágir vextir væru forsenda áfram-
haldandi efnahagsbata en kvaðst
þó ekki mundu mótmæla einhverri
aðlögun skammtímavaxta. Hann
taldi aftur á móti enga ástæðu til
að hækka langtímavexti.
Greenspan sagði, að það, sem
héldi aftur af enn meiri hagvexti,
væru erfiðleikar í efnahagslífi helstu
viðskiptaríkjanna, Japans og Evr-
ópu, auk þess sem búast mætti við,
að jarðskjálftarnir í Kalifomíu og
miklir kuldar í Norðausturríkjunum
hefðu einhver skammtímaáhrif.
Mikill hagvöxtur
Hagvöxtur í Bandaríkjunum á
síðasta ársfjórðungi 1993 svarar til
5,9% á heilu ári og atvinnuleysi fer
minnkandi. Þá er líka þess að gæta,
að flestir þeirra, sem eru á atvinnu-
leysisskrá í Bandaríkjunum, eru
ýmist á milli starfa, í starfsþjálfun
eða að bíða eftir hentugu starfi.
Aðeins 6,5% atvinnulausra vestra
hafa verið þ_að í meira en ár en 40%
í Evrópu. í Bandaríkjunum hafa
orðið til 30 milljónir nýrra starfa á
síðustu 20 árum, að mestu í einka-
geiranum, en fimm milljónir í Evr-
ópu og að langmestu leyti hjá hinu
opinbera.
Serbar í Bosníu undir-
búa allsheijarherútboð
Zhírínovskíj segir að Rússar refsi NATO fyrir loftárásir á Serba
Reuter
BMWað
kaupa
Rover
London. Reuter.
ÞÝSKI bifreiðaframleiðand-
inn BMW hefur keypt Rover,
síðasta stórframleiðandann í
bifreiðaiðnaði í Bretlandi og
flaggskip Breta í þessari
grein um langan aldur. Er
kaupverðið 1,2 milljarðar
dollara. Kom tilkynningin
um söluna mjög á óvart, ekki
síst fyrir Honda-verksmiðj-
urnar japönsku, sem eiga
20% hlut í Rover.
Talsmaður British Aeros-
pace, aðaleiganda Rovers,
sagði í gær, að salan til BMW
myndi tryggja framtíð bílaverk-
smiðjanna en í nokkra mánuði
hefur verið orðrómur um, að
þær yrðu seldar og þá til
Honda. George Simpson,
stjórnarformaður Rovers og
stjórnarmaður í BAe, sagði hins
vegar að Honda hefði aðeins
viljað auka hlut sinn en ekki
kaupa alveg. Þess vegna hefði
tilboði BMW verið tekið.
Breskum einkennum
haldið
Rycljina, Bonn. Reuter.
SERBAR í Bosníu bjuggu sig undir allsherj-
arherútboð í gær og flest benti t.il þess að
stríðið í landinu yrði leitt til lykta á vígvellin-
um en ekki við samningaborðið. Rússneski
þjóðernisöfgamaðurinn Vladímír Zhír-
ínovskíj fór til vesturhluta Bosniu í gær og
sagði að Rússar myndu refsa Atlantshafs-
bandalaginu (NATO) ef gerðar yrðu loftárás-
ir á serbneskar hersveitir.
Yfirstjórn hers Serba í Bosníu tilkynnti að
gerðar hefðu verið ráðstafanir til að „kalla út
allan tiltækan mannafla sem gæti leitt stríðið
til lykta“. Þetta hefði verið gert vegna þess að
Sameinuðu þjóðirnar hefðu „ákveðið að styðja
múslima í stríðinu". Allir karlmenn, sem væru
færir um að gegna herþjónustu, yrðu kvaddir í
herinn og sérsveitir stofnaðar fyrir konur. Allt
atvinnulífið yrði við það miðað að stríðsástand
ríkti.
Tilk'ynning herstjórnarinnar er svar hennar
við umræðum á Vesturlöndum um hugsanlegar
loftárásir Atlantshafsbandalagsins í Bosníu svo
hægt verði að opna flugvöllinn í Tuzla og koma
friðargæsluliðum til Srebrenica. Serbar hafa
haldið uppi stórskotaárásum á þessar borgir.
Francois Leotard, varnarmálaráðherra Frakk-
lands, sagði að tilkynningin væri mikið áhyggju-
efni fyrir Vesturlönd.
Stríðsyfirlýsing á hendur Rússum
Zhírínovskíj fór í gær til Bijeljina í norðvestur-
hluta Bosníu til að ræða við leiðtoga Bosníu-
Serba, Radovan Karadzic. „Eg vil sannfæra
stjórnvöld nokkurra vestrænna ríkja um að vald-
beiting kemur þeim ekki að gagni,“ sagði Zhír-
ínovskíj á 2.000 manna fundi í Bijeljina. „Ef ein
einasta sprengja fellur á bæi í Bosníu jafngildir
það stríðsyfirlýsingu á hendur Rússum og við
refsum þeim fyrir það.“
Breska stjórnin fagnaði söl-
unni í gær og sagði að BMW
ábyrgðist, að verksmiðjurnar
yrðu áfram í Bretlandi og fram-
leiðslan hefði sitt sérbreska yf-
irbragð.
Rover hefur nú farið sömu
leiðina og margar aðrar, bresk-
ar bílaverksmiðjur. Jagúar,
Austin, Morris, Wolsey,
Triumph, MG, Aston Martin og
Lotus eru nú ýmist í erlendri
eigu eða heyra sögunni til.