Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 15

Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 15 Macintosh LC475 er tilvalin tölva hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Hún meira en tvöfalt öflugri en Macintosh LCIII og verðið á sér engan líka, aðeins 144.900,- stgr. Hún er með 14" hágæða litaskjá, hnappaborði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 80 Mb harðdiski. Vinnsluminnið má auka í allt að 36 Mb og með auknu skjáminni getur tölvan birt þúsundir lita. Nettenging er innbyggð og þannig má tengja hana við aðrar tölvur og á þann hátt samnýta t.d. prentara, senda upplýsingar á milli tölva og vinna í sameiginlegum gögnum. Svo er stýrikerfi Macintosh- tölvanna auðvitað allt á íslensku. Þeir sem kaupa Macintosh LC 475, eiga þess kost að kaupa Apple CD300-geisladrif á sérstöku tilboðsverði, aðeins 13.579,- kr. eða 12.900,- stgr. Almennt verð geisladrifsins er 20.947,- kr. Einnig bjóðum við mikið úrval CD-ROM- geisladiska fyrir Macintosh-tölvur með fjölbreyttu efni, s.s. alfræðisöfn, orðasöfn, kennslu- og fræðsluefni, leiki, klippimyndasöfn o.m.fl. Somanburbur ó vinnslugetu: Macintosh Clossic Macintosh Colour CÍassic Macintosh LC~ Macintosh ICÍIT Macintosh LC 47 5 Macintosh Quadra 700 Verð á Macintosh LC 475 er aðeins: 152.526,- kr. eða 144.900,- Framtalsaðstoð - Skatttrygging Get bætt við einstaklingum með og án reksturs. Innifalið í gjaldtöku, er svonefnd skatttrygging, en hún felst í því að framteljandi hefur með einu gjaldi í upphafi greitt fyrir: 1. Framtalsaðstoð. 2. Skattútreikning. 3. Svör við hverskonar fyrirspurnum frá skattyfir- völdum. 4. Kærur til skattstjóra og æðri yfirvalda. 5. Munnlegar upplýsingar um skattamál viðkomandi allt árið 1994. Upplýsingar, tímapantanir og frestbeiðnir veittar á skrifstofu minni kl. 9.00-17.00 alla virka daga. Notaðu tækifærið og tryggðu þér áratuga reynslu undirritaðs meðan færi gefst. Bergur Guðnason, hdl. - Skattþjónustan, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík. Sími 682828 - Fax 682808. TIL TÓNLIST- ARUNNENDA eftir Svein Einarsson Mikilli furðu má gegna, ef tón- listarunnendur flykkjast ekki til að sjá óperuna Évgení Ónegín, þegar nú loks gefst færi á því hér á landi. Menn hafa borið því við, að þeir þekki ekki nógu vel til tónlist- arinnar, - þekki ekki aríurnar. Satt er það, að öll góð tónlist þolir að oft sé hlustað og ánægjan vex við kynni. Mér er minnis- stætt, að Tjarnarbíó sýndi eitt sinn kvikmynd sem gerð var eftir óperu Verdis - Rigólettó. Þetta var um svipað leyti og Þjóðleik- húsið var að hefja óperustarfsemi sína og íslendingar ekki vanir að heyra óperutónlist nema á tón- leikum eða af hljómplötum. Bak við mig sátu hjón og áhugi hans var takmarkaður. Hún gerði sitt til að bóndinn mætti njóta sem best verksins og endursagði há- stöfum jafnóðum allt sem fram fór. Þegar svo kom að La donna e mobile gat hún gert gott betur, því nú kunni hún lagið, - og söng með! Og svei mér ef hýrnaði ekki yfir karli. íslensku óperunni hefur stundum verið legið á hálsi, og kannski með réttu, fyrir að fara of troðnar brautir og flytja of mikið sömu verkin og Þjóðleik- húsið var áður búið að kynna landsmönnum. Ágætar und- antekningar má þó benda á eins og stórvirkin Aida og Othello, og nú hefur Óperan rekið af sér slyðruorðið svo um munar með Luciu di Lammermoor í fyrra og Évgení Ónegín í ár. Þar hafa tvær - af fremstu og ágætustu söngkon- um okkar fengið verðug hlutverk við sitt hæfi og yngsta fólkið er á hraðri framrás við hlið þeirra. Ópera er fleira en Verdi og Puccini. Franskar óperur eru lítt þekktar hér, 20. aldar óperur eru nær óþekktar, að ekki sé talað um Monteverdi og aðra aldna meistara. Meira að segja Wagner hefur hér aðeins verið fluttur í konsertformi. En þegar að' því kemur að flytja hann á sviði fer best á því að verk meistarans séu flutt eins og þau eru sköpuð en ekki bútuð niður í „highlights“. En svo er rússneski óperuheimur- inn, sem er stór og heillandi. Hér er opnað á gátt inn í hann í fyrsta sinn, dyr sem lengi hafa staðið opnar í öðrum menningarlöndum. Vegna hagstæðra samninga við Apple, getum við nú boðið þessa öflugu tölvu á sérlega góðu verði! •: 'l ■ Þegar fyrst var fluttur grískur harmleikur í íslensku leikhúsi var lítil aðsókn að fyrstu sýningunum. Menn óttuðust það sem þeir þekktu ekki. Þá skáru menn upp herör í blöðum og dæmið snerist við, aðsókn varð mikil og góð. Það væri dapurlegt ef það sama gerðist ekki með Evgení Ónegín, því þá ristir tónlistar- og leiklist- aráhugi íslendinga grynnra en menningarþjóð sæmir. Apple-umboðið Skipholti 21, sími: (91) Sveinn Einarsson „Mikilli furðu má gegna, ef tónlistarunn- endur flykkjastekki til að sjá óperuna Evgení Ónegín, þegar nú loks gefst færi á því hérá landi.“ Umboðsmenn: Haftækni, Akureyri Póllinn, ísafnði Höfundur er leikstjóri og rithöfundur. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.