Morgunblaðið - 01.02.1994, Side 16

Morgunblaðið - 01.02.1994, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Sinfóní uhlj óm- sveit æskunnar eftir Guðmund Hafsteinsson Eftir mjög vel heppnaða tónleika Sinfóníuhljómsveitar æskunnar (S.æ.) laugardaginn 15. janúar sl. átti ég ekki von á öðru en að þær raddir sem telja Paul Zukofsky einan færan um að veita hljómsveitinni for- ystu væru kveðnar í kútinn. En viti menn, í morgun, laugardaginn 22. janúar, birtist í Morgunblaðinu grein eftir Atla Heimi Sveinsson, einn helsta Zulíofskyista landsins, þar sem, eins og við var að búast, gert er lítið úr tónleikunum og aðstand- endum þeirra. Atli kemur víða við í grein sinni, en hvað viðvíkur S.æ. eru aðalatriðin eftirfarandi: a) tónleikar þessir hafi verið lakari en það sem gerðist og gekk undir stjóm Zukofskys; b) áheyrendur hafi ekki hrifist af leik sveitarinnar og ekki þakkað hlý- lega fyrir sig; c) Christopher Adey sé einfaldlega góður meðalmaður sem við höfum ekkert við að gera; d) án Zukofsky muni sveitin staðna, síðan koðna niður og, vel ef ekki, enda sem andhverfa sjálfrar sín. Ég er alfarið ósammála því sem frám kemur í liðum a) til d). Það er mikill afdalabragur á þessu máli öllu. Sjálfsögð mannaskipti í stöðu stjómanda æskulýðshljómsveit- ar em slíkir smámunir, að með ólík- indum er að það eitt skuli valda íjaðrafoki í helstu fjölmiðlum landsins svo mánuðum skiptir og lýsir betur gerð þjóðfélagsins heldur en það lýs- ir mikilvægi breytingarinnar fyrir tónlistarlífíð í landinu. Það er því að bera í bakkafullan lækinn að eyða fleiri orðum á mál sem búið er að fá opinbera umfjöliun umfram það er hæfir tilefninu. Ég get þó ekki orða bundist, því að bæði er að mér þykir Atli Heimir hagræða sann- leikanum til að þjóna sínum málstað og að þær greinar sem ég hef séð um mál S.æ. og Zukofskys, utan ein, hafa komið úr röðum þeirra er telja að Zukofsky ætti að fá einkaleyfi á að stjórna æskumannahljómsveit á íslandi um ókomna tíma, og hef ég þó sterkan grun að þeir séu í miklum minnihluta þeirra er láta sig málið varða. Á síðustu tónleikum sínum glímdi Sinfóníuhljómsveit æskunnar við tvö stór og vandasöm 20. aldar tónverk, svo ekki er hægt að segja að metnað hafi skort í verkefnavali. Fyrra verk- ið á efnisskránni, svítan Rómeó og Júlía eftir Prokofiev, er afar vand- meðfarið sakir fínleika og gegnsæis. í verkinu reynir mikið á hvern ein- stakan spilara því að allt heyrist og engu er hægt að leyna. Þrátt fyrir þetta kom hljómsveitin, sem nú er skipuð óvenju mörgum mjög ungum hljóðfæraleikurum, verkinu vel til skila og sýndi reyndar blæbrigðarík- ari leik en ég hef heyrt hjá henni áður. Það var þó í síðara verkinu, hinni rúmlega klukkustundar löngu 10. sinfóníu Shostakovitsj og gefur mikið tilefni til átaka, að hljómsveit- in, undir stjórn Christophers Adeys, sýndi svo ekki var um að villast, að það er einskis að sakna þótt Zukof- sky stjórni henni ekki. Verkið var flutt bæði af leikni og tilþrifum sem spönnuðu allan skalann frá kyrfð til ofsa. Ef hægt er að segja að sveit sem mestmegnis er skipuð ungling- um, og er best lætur leikur saman fáeinar vikur á ári, spili glæsilega, þá má hafa þau orð yfír um flutning S.æ. á þessu erfiða verki. Flutningur- inn gaf hvergi eftir því sem ég hef heyrt hljómsveitina gera best áður, en hafði það umfram að vera fjöl- breytilegri í allri mótun og lit og laus við þann einstrengingshátt og flatn- eskju sem meðferð Zukofskys á til að bera og mundi nú vart ruglað saman við ferska listræna sýn ann- arsstaðar en á menningarlegu annesi eins og því sem við byggjum. Hljómsveitin náði þessum prýði- lega árangri undir stjórn hins breska Adeys. Christopher Adey á að baki heilmikinn stjórnandaferil. Hefur hann stjórnað öllum bestu hljómsveit- um Bretlands, flestum helstu hljóm- sveitum Vestur-Evrópu og mörgum fremstu hljómsveitum Bandaríkj- anna. Hann hefur sérhæft sig nokkuð við að stjóma unglingahljómsveitum. Héðan fór hann beint að stjórna stór- um tónleikum í Royal Academy of Music í London. Vegna anna gat Adey ekki æft nema eina viku með S.æ. fyrir tónleikana 15. janúar, eða helmingi skemur en Zukofsky er van- ur að gera. Hann náði hinum góða árangri samt. Þeir hijóðfæraleikarar úr S.æ. sem ég hef rætt við, ljúka upp einum munni um að mjög gaman og örvandi hafi verið að æfa með Adey; hann hafi unnið hratt og af öiyggi, verið bráðskarpur og haft auk þess þægilegt viðmót. Enginn nær svo iangt sem Adey hefur gert á ein- tómri meðalmennsku, hversu góð sem hún kann að vera. í veröld þar sem hörð samkeppni ríkir um að fá að stjórna bestu hljómsveitunum öði- ast enginn slíkan frama óverðskuld- að; verður margur hæfileikamaður að sætta sig við minna brautargengi. í lok tónleika þökkuðu áheyrendur flytjendum með hlýju lófataki og hylltu þá með því að rísa úr sætum. Við slíkar viðtökur er engu að bæta. Það verður því ekki annað séð en að stjórn S.æ. hafi haidið vel á málum þrátt fyrir stöðugan ófrið um störf hennar, enda sitja þar góðir og vand- aðir menn. Formaður stjómar S.æ., Halldór Haraldsson, á að baki langan feril sem einn af okkar bestu hljóð- færaleikurum. Hann hefur starfað -ötullega að málefnum tónlistarmanna og verið einn ailra vinsælasti, virt- asti og afkastamesti tónlistarkennari þjóðarinnar. í öllu þessu hefur hann gefið ótæpilega af sjálfum sér og án eigingirni til þess að bæta tónlistarlíf og tónlistarmenningu okkar íslend- inga. Hví skyldi listinni stafa meiri hætta af stjórn S.æ. undir hans for- mennsku heldur en af fyrirhuguðu einræði Zúkofskys? Vert er að minnast eins sem alger- lega hefur gleymst er athyglin hefur beinst hvað mest að Zukofsky í þann mund sem S.æ. námskeið hafa verið haldin. Þá hefur verið látið að því liggja að þar væri á ferð einskonar töframaður sem gæti fengið kunn- áttulitla unglinga til að spila nánast hvað sem væri og hefði reyndar kennt þeim flest sem til þyrfti. Þá hefur þess hvergi verið getið, sem mest er um vert, að í landinu fer fram mikil tónlistarkennsla þar sem ótal menn og konur ala upp, árið um kring, hljóðfæraleikara sem síðan sitja í S.æ.; án þeirrar starfsemi væri S.æ. gersamlega óhugsandi. Einnig hefur gleymst að valinkunnir íslenskir tón- listarmenn hafa undirbúið hljómsveit- ina í hendur Zukofskys með því að séræfa hveija rödd og hveija hljóð- færafjölskyldu áður en hann hefur tekið við; þeir eiga því nokkurn hlut að máii. Vegna þessa, og annars sem síðar verður vikið að, er út í hött að eigna Zukofsky allan heiðurinn af því að vel hefur tekist til með Sinfón- íuhijómsveit æskunnar. Ástæða er til að rifja upp í ör- stuttu máli hvernig S.æ. varð til. Árið 1977 var haldin í Reykjavík í fyrsta skipti svonefnd Ung nordisk musik festival, árleg hátíð ungra norrænna tónskálda og hljóðfæra- leikara. Paul Zukofsky var af því til- efni boðið hingað til að halda nám- skeið í flutningi 20. aldar tónlistar fyrir strengjahljóðfæri, en á því sviði er hann sérfræðingur. Námskeiðið tókst Vel. Kom þá upp sú hugmynd hjá Íslendingum, að gagnlegt væri að halda hér árlega námskeið í flutn- ingi samtímatónlistar vegna þess hversu lítil rækt væri lögð við þetta tímaskeið í hefðbundnu tónlistamá- mi. Var þessi hugmynd borin upp við Zukofsky og sýndi hann henni þegar mikinn áhuga. Ákveðið var að efna til námskeiðahalds. Skyldu námskeið- in bera nafn Zukofskys, bæði til að gera fyrirtækið áhugaverðara fyrir hann sjálfan, og einnig í þeirri von, að það léði námskeiðunum alþjóðleg- an blæ og drægi e.t.v. einhveija er- lenda tónlistarnemendur af sjálfsdáð- um á þau, sem þó varð ekki raunin. Fyrsta Zukofsky-námskeiðið var haldið strax síðsumars 1977, en árleg námskeið er báru nafn hans voru haldin fram til 1984. Það voru því íslendingar sem áttu frumkvæðið ^að námskeiðum þessum, það voru Is- lendingar sem skipulögðu þau að mestum hluta, og það voru íslending- ar sem báru þann kostnað sem af þeim hlaust. íslenskir tónlistarmenn Guðmundur Hafsteinsson „Paul Zukofsky átti hvorki frumkvæðið að stofnun Zukofsky- nám- skeiðsins né Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar. Frumkvæðið var hjá Islendingum og fram- kvæmdin einnig, fyrir utan sjálfa hljómsveit- arstjórnina.“ lögðu allt þetta ekki á sig af ein- berri umhyggjusemi fyrir hæfileikum Pauls Zukofskys, heldur af því að þeir báru tónlistina á íslandi fyrir bijósti og áttu þá einlægu ósk að hér yrði blómberandi tónlistarmenning eins og best gerist á nútímavísu. Er hér var komið sögu fengust ekki íjármunir frá íslenskum stjórn- völdum til að styrkja námskeið er virtist snúast meira um persónu eins manns en þótti góðu hófi gegna. Að frumkvæði íslendinga var umgjörð námskeiðsins breytt. Hér skyldi setja á fót æskulýðshljómsveit sem tengdi saman alla tónlistarskóla landsins og nýtti nemendur hvaðanæva að stæð- ust þeir ákveðnar lágmarkskröfur. Við þessar hugmyndir fékkst stuðn- ingur stjómvaida, enda alþjóðiegt ár æskunnar, 1985. Sinfóníuhljómsveit æskunnar var stofnuð og um leið stjórn er hafa skyldi umsjón með rekstri hennar. í stjórn eiga sæti fulltrúi Tónlistarskólans í Reykjavík sem jafnframt er formaður, fulltrúi hinna tónlistarskójanna, fulltnii Sin- fóníuhljómsveitar íslands, fulltrúi for- eldra hinna ungu hljóðfæraleikara, og fulltrúi hinna ungu hljóðfæraleik- ara sjálfra. Paul Zukofsky gat því haldið áfram að stjórna ungmenna- hljómsveit á íslandi. Við endurvakinn og aukinn stuðning stjórnvalda, breyttan og breiðari grundvöll, var hægt að færast meira í fang; hljóm- sveitin stækkaði og verkefnin urðu viðameiri og erfíðari. Hljómsveitar- stjórinn réði miklu um framvindu mála og margt gott lagði hann til, á því leikur enginn vafi. Þó var eitt og annað í rekstri sveitarinnar sem í gegnum tíðina þótti ekki þjóna hags- munum tóniistarnema sem best. Á þessu ætlaði núverandi stjórn að taka, en þá sauð uppúr. Við tók langt samningaþóf sem endanlega rofnaði er Zukofsky setti stjórninni úrslita- kosti sem voru gersamlega óaðgengi- legir. Samkomulagið hnaut um eftir- farandi skilyrði Zukofsky: a) engir gestastjórnendur skyldu stjóma S.æ.; b) gerður skyldi ráðningarsamning- ur við Zukofsky til minnst 5 ára (þrátt fyrir að stjórnarmenn teldu þetta skilyrði ganga of langt voru þeir búnir að samþykkja það); c) fengjust ekki styrkir frá stjórn- völdum skyldi stjórn S.æ. samt ábyrgjast greiðslur til Zukofsky til samningsloka; d) auk listræns forræðis, sem stjórn S.æ. hafði samþykkt, skyidi'Zukofsky hafa óskorað vald í öllum öðrum málum. Stjórnin gat af augljósum ástæðum ekki gengið að hinu stranga skilyrði c) án þess að hver stjórnar- maður gengi í persónulega ábyrgð langt umfram það sem eðlilegt verð- ur að teljast. Þá er sú staðreynd að Zukofsky vildi ekki að neinn annar en hann kæmi nálægt S.æ., ekki merki styrkleika af hans hálfu. Ekki var farið fram á meira en það að annar stjórnandi stjórnaði einu nám- skeiði annað hvert ár til þess að hin- ir ungu spilarar kynntust aðferðum fleiri en eins manns. Þessari eðlilegu ósk hafnaði Zukofsky afdráttarlaust með skilyrði a). Hefði skilyrði d) ver- ið samþykkt hefði stjórnin gert sjálfa sig óþarfa og falið Zukofsky einræði í málum Sinfóníuhljómsveitar æsk- unnar. Slíkt á ekki heima í okkar stjómarfari. Því fór sem fór. Zuk- ofsky dæmdi sjálfan sig úr leik með frekju, óbilgirni og ósveigjanleik. Mér er til efs að nokkur hafi viljað að svo færi, hvorki stjómarmenn né aðrir. Svo er guði fyrir að þakka að ver- öldin er uppfull af hæfileikafólki, fólki sem þá fyrst sýnir hvað í því býr er það kemst í aðstæður þar sem hæfi- leikar þess fá að njóta sín. í heimin- um er urmull af afbragðsgóðum stjórnendum sem hafa lítið sem ekk- ert að gera og mundu telja að þeir hefðu himinn höndum tekið að kom- ast í þær aðstæður sem stjórnanda S.æ. em búnar, setja hæsta metnað í starfið. Einnig eru heilmargir fram- eftir Hólmfríði Þóroddsdóttur Það hefur aldrei áður gerst að ég hafi tekið mér penna í hönd til þess að svara blaðagrein, en eftir að hafa lesið grein eftir virt ís- lenskt tónskáld sem birt var í Morg- unblaðinu 22. þessa mánaðar fæ ég ekki orða bundist. Greinin fjall- aði um Sínfóníuhljómsveit æskunn- ar, síðustu tónleika hennar og stjórnandaskipti. Ég hef spilað mjög oft með SÆ, fyrst í mörg ár sem nemandi og nú undanfarin tvö ár sem aðstoðar- maður, þ.e. fylli upp í þær raddir sem nemendur vantar í og tel mig því hafa kynnst hljómsveitinni og starfsemi hennar mjög vel. Ég var til dæmis að spila á nýafstöðnum tónleikum hljómsveitarinnar, sem voru tímamótatónleikar á vissan hátt, því nýr stjórnandi var mættur til leiks, Christopher Adey. Breyt- ingin var mikil, því það andrúms- loft sem honum tókst að skapa bæði á æfingatímanum og tónleik- unum sjálfum var nýtt fyrir mér í „Á tónleikunum leið krökkunum vel og- þeir og tónlist þeirra voru í aðalhlutverki.“ SÆ. Allt í einu Ieið öllum vel, jafnt nemendum sem öðrum meðlimum. Stjórnandinn var laus við „príma- donnu-stæIa“, hann talaði sem jafn- ingi jafnt við nemendur sem aðra, hann talaði eins við alla, reynda og nýliða og sýndi öllum fyllstu kurt- eisi. Það er í raun fáránlegt að tala um þetta sem eitthvað merkilegt, því hvað ætti að vera sjálfsagðara en einmitt þetta í nemendahljóm- sveit? En þessu hafði ég því miður ekki kynnst áður hjá stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar æskunnar. Og árangurinn lét ekki á sér standa, því á tónleikunum leið krökkunum vel og þeir og tónlist þeirra voru í aðalhlutverki. Þeir fengu að blómstra frjáls í tónlist- inni og þeir áttu tónleikana. Tón- leikarnir voru fyrir tónlist þeirra og ánægjan við að spila var sú að > ► í Sinfóníuhlj óms veit æskunnar og Adey flytja tónlistina, en ekki að reyna að þóknast herranum með prikið. Ef þetta er ekki takmark hvaða hljómsveitar sem er, þá held ég að hlutirnir séu á rangri leið, því ein- ungis þannig næst árangur og sönn ánægja, sem er einmitt það sem tónlistarmenn eru alltaf að leita að. Þarna náðist bæði árangur og ánægja. Fyrrnefnt tónskáld var einmitt á þessum tónleikum, ég sá hann sjálf sitja úti í sal, þar sem ég sat á sviðinu. Hann talar um miðlungs- mennsku, skort á ferskleika og þokkalega tónleika í grein sinni og „moðvolgar" undirtektir áheyrenda. Éf ég vissi ekki betur hefði ég hald- ið að hann hefði alls ekki verið við- staddur, því í fyrsta lagi voru tón- leikarnir góðir og í öðru lagi ætlaði lófatakinu aldrei að linna í lokin og allir áheyrendur stóðu upp til að hylla tónlistarmennina. Sá áheyr- andi sem ég sá standa upp fyrst og klappa mikið var einmitt þetta sama tónskáld. Ég var nú svo græn að álíta að það væri gert af ánægju og þakklæti, en eftir grein hans að dæma var það greinilega misskiln-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.