Morgunblaðið - 01.02.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1994
17
úrskarandi hljómsveitarstjórar og
nóg hafa að gera sem myndu telja
sig fullsæmda af að láta S.æ. njóta
krafta sinna. Það er því ótrúlegur
molbúaháttur að einblína á einn
mann líkt og án hans blasi við auðn
og myrkur, og allsendis furðulegt að
menn skulu haldnir slíkri nærsýni.
Af málflutningi Zukofskyista má
draga þá ályktun að geri einhver eitt-
hvað vel, skuli umsvifalaust fá þeim
hinum sama sérleyfí til þess sem
honum er leikið um aldur og ævi.
Það liggur í augum uppi hversu hratt
allri íjölbreytni væri útiýmt og hversu
hratt allt mannlífið mundi steinrenna
ef þessi heimspeki væri gegnfærð
þótt ekki væri nema í litlum mæli.
Ekki liggur vegur listarinnar ofan í
slíka prísund, svo mikið er víst.
Nú stendur fyrir dyrum að und-
irbúa næsta námskeið S.æ. sem ráð-
gert er að halda í júní næstkomandi.
Líkt og áður veltur allt á því að-stuðn-
ingur fáist frá ríki og borg. Stjórn-
völd mega ekki láta úlfúð sem risið
hefur út af einum manni spilla því
er svo margir hafa lagt á sig að
byggja upp til heilla fyrir íslenska
tónlistaræsku og reyndar tónlistarlíf-
ið allt er til langs tíma lætur. Fyrir
daga S.æ. fékkst ekki fjárhagslegur
stuðningur frá opinberum yfirvöldum
við námskeið sem bar nafn Zukof-
sky. Það má ekki líðast, að nú sé
nafn hans notað til að grafa undan
trausti á stjórn S.æ. og fjárhagsleg-
um stuðningi stjórnvalda við hljóm-
sveitina.
Ég ítreka:
1. Paul Zukofsky átti hvorki frum-
kvæðið að stofnun Zukofsky-nám-
skeiðsins né Sinfóníuhljómsveitar
æskunnar. Frumkvæðið var hjá Is-
lendingum og framkvæmdin einnig,
fyrir utan sjálfa hljómsveitarstjórn-
ina.
2. Því fer fjarri að Zukofsky eigi
allan heiðurinn af velgengni Sinfón-
íuhljómsveitar æskunnar. Þar eiga
þeir mörgu hlut að máli sem hlúð
hafa að íslenskri tónlistaræsku og
skapað hljómsveitinni aðstæður tii
að ná góðum árangri.
3. Til er fjöldinn allur af fyrirtaks
hljómsveitarstjórum sem munu ná
góðum árangri engu síður en Zuk-
ofsky, jafnvel enn betri, fái þeir tæki-
færi til þess. Síðustu tónleikar S.æ.
eru sönnun þessa.
4. Stjórn S.æ. hefur reynt að koma
rekstri hljómsveitarinnar á heilbrigð-
ari grundvöll en verið hefur án þess
að gefa nokkuð eftir í metnaðarfullu
verkefnavali. Því er hún fyllsta
trausts verð!
Höfundur er tónskáld og
tónlistarkennari.
Hólmfríður Þóroddsdóttir
ingur.
Ég skora eindregið á stjórn
hljómsveitarinnar að halda áfram á
sömu braut. Þá meina ég að halda
hljómsveitinni opinni fyrir nýjum
stjórnendum, svo nemendur fái að
kynnast mismunandi kennurum og
hugsunarhætti, því annars er ein-
mitt hætta á þeirri stöðnun sem
tónskáldið varar við í grein sinni.
Stjórnendur eru eins misjafnir og
þeir eru margir (sem betur fer) og
eins mjög mishæfir kennarar, en
hugtakið kennari hlýtur að þurfa
að vera stór hluti af stjórnenda
nemendahljómsveitar. Mér fannst
valið á Christopher Adey mjög gott
og vonast til að SÆ beri gæfu til
að spila með honum aftur.
RLR barst 81 kæra um kynferðisafbrot 1992
Fjórðungí mála lauk með dómí
ALLS barst 81 kæra til Rannsóknarlögreglu ríkisins um kynferðis-
afbrot árið 1992 og var það 10 málum færra en barst árið 1991.
Árið 1992 sendi RLR 51 kynferðisafbrotamál til ríkissaksóknara,
en 19 mál voru geymd, fjögur voru lögð upp, sex voru lögð upp
vegna afturköllunar kæru og eitt mál var sent Félagsmálastofnun
Reykjavíkur. Á árinu 1992 bárust ríkissaksóknara samtals 54 mál
vegna kynferðisafbrota. Ákært var í 18 þeirra, og voru dómar
felldir í 17 málum. Sættir náðust í þrem málum og 33 mál voru
felld niður, en í 14 þeirra var ástæðan sú að sakfelling þótti ekki
líkleg. Þessar upplýsingar komu fram í svari Þorsteins Pálssonar
dómsmálaráðherra við fyrirspurn Önnu Olafsdóttur Björnsson
þingmanns Kvennalista á Alþingi.
í svari dómsmálaráðherra kom
m.a. fram að á árinu 1992 bárust
RLR 15 kærur um nauðgun, 25
vegna blygðunarsemisbrota og 16
kærur bárust vegna annarra skír-
lífisbrota. Hvað varðar tengsl
grunaðs og brotaþola var í 44
málanna um að ræða óskylda að-
ila, í 11 tilfellum var um kunn-
ingja að ræða og í sjö tilfellum
var um stjúpa viðkomandi að
ræða. í 64 málum af þeim 81 sem
bárust RLR árið 1992 féll grunur
á ákveðinn mann, og var 51 af
þeim málum sent ríkissaksóknara.
Þijú málanna voru lögð upp og
fjögur voru lögð upp vegna aftur-
köllunar, en eitt mál var sent Fé-
lagsmálastofnun Reykjavíkur.
Af þeim 54 málum sem send
voru ríkissaksóknara árið 1992
vegna kynferðisafbrota voru þrjú
nauðgunarmál felld niður þar sem
ekki þótti nægileg ástæða til sak-
fellingar. Ástæður niðurfellingar
annarra kynferðisafbrotamála
voru þær að í 20 tilfellum þótti
sakfelling ekki líkleg, ein kæra var
afturkölluð, eitt mál var fellt niður
á grundvelli fyrirliggjandi gagna,
í einu tilfelli var minnt á lögregluá-
minningu og í tveim tilfellum var
ástæða niðurfellingar ekki til-
greind. Fimm sifskaparbrotmál
voru felld niður á árinu og í þrem
tilfellum var það gert vegna þess
að framkomin gögn þóttu ekki
nægileg eða líkleg til sakfellis, í
einu tilfelli var kæra afturkölluð
og eitt mál var fellt niður af ótil-
greindri ástæðu.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
\S
1. febrúar 1994 verða gefnir út tveir nýir flokkar verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs. Útgáfan er byggð á heimild í lánsfjárlögum
fyrir árið 1994 og lögum um lánsfjáröflun ríkissjóðs innanlands, nr. 79
frá 28. desember 1983. Um er að ræða eftirfarandi flokka spariskírteina:
Flokkur Lánstími Gjalddagi Nafnvextir Raunávöxtun* Útboösfjárhæð
á ári
1994 1. fl. D 5 ár 10. feb. 1999 4,5% Innan ramma
1994 1. fl. D 10 ár 10. apr. 2004 4,5% sjá lið b framangreindra laga
Kjör þessara flokka eru í meginatriðum þessi:
a) Nafnvextir eru 4,5% á ári og reiknast frá og með 1. febrúar 1994.
Grunnvísitala er lánskjaravísitala febrúarmánaðar 1994, þ.e. 3340.
*b) Framangreindir flokkar eru seldir í mánaðarlegum útboðum með
tilboðsfyrirkomulagi samkvæmt ákvörðun fjármálaráðherra hverju sinni, en
raunávöxtun til áskrifenda er ákveðin með hliðsjón af þeim útboðum.
)
c) Spariskírteinin eru gefin út í eftirfarandi verðgildum: 5.000, 10.000, 50.000,
100.000, 1.000.000 og 10.000.000 krónur.
Spariskírteini ríkissjóðs eru almennt skráð á Verðbréfaþingi íslands og gerir það
eigendum þeirra kleift að selja þau fyrir gjalddaga með milligöngu aðila að
Verðbréfaþinginu. Seðlabanki íslands er viðskiptavaki fyrir spariskírteini ríkissjóðs
sem eru skráð á þinginu.
Samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignarskatt kemur ekki til skattlagningar
á vaxta- og verðbótatekjur af spariskírteinum hjá fólki utan atvinnurekstrar.
Séu þessar eignir ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi manna,
er heimilt ab draga þær aftur að fullu frá eignum. Spariskírteinin skulu skráb
á nafn og eru þau framtalsskyld.
Höfundur er óbóleikari.