Morgunblaðið - 01.02.1994, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Eldur í hlöðu
ELDUR kom upp í hlöðu við bæinn Lón skammt utan Akureyrar á
laugardag, en litlar skemmdir urðu af hans völdum. Slökkvilið átti
í nokkrum erfiðleikum með að komast á staðinn í vonskuveðri.
Eldur í hlöðu
við bæinn Lón
ELDUR kom upp í hlöðu við bæinn
Lón í Glæsibæjarhreppi á laugar-
dag. Vonskuveður var og lenti
slökkvilið í nokkrum vandræðum
vegna ófærðar.
Slökkvilið Akureyrar var kallað
út kl. 18.20 á laugardag. Búið var
að fjarlægja heybagga úr hlöðunni
þegar að var komið og einnig voru
hestar sem voru í hesthúsi áföstu
hlöðunni settir út. Ekki var mikill
eldur á staðnum en nokkuð mikill
reykur.
Viðar Þorleifsson varðstjóri
slökkviliðsins sagði að eldur hefði
kviknað út frá ljósaperu sem lá niður
við einn heybaggann. Litlar skemmd-
ir urðu á hlöðunni, að sögn Viðars.
Vonskuveður var þegar eldurinn
kom upp, blinda og þungfært þannig
að nokkuð erfiðlega gekk að komast
á staðinn, en einn af þremur slökkvi-
bílum sem sendir voru á staðinn lenti
utan vegar og sat þar fastur um tífna.
Aflaverðmæti togara
ÚA 1.560 milljónir kr.
Togarar UA 1993
Heildarafii
3.446
3.305
2.767
2.580 2.561
2.318
co i ro 1 co I CO
5 > -5 2 2
§1!
B 2 I to | 2
1 ! I I
a: | | w I to
491 ____JU
Aflaverðmæti
H Aflaverðmæti, þús. kr. hvert tonn -j
IFl 126 52 50 54 56 54
292
€12
si?
W 1 W
AFLAVERÐMÆTI togara Út-
gerðarfélags Akureyringa var á
síðasta ári rúmlega 1.560 milljón-
ir króna og jókst á milli ára um
100 milljónir króna, en ef miðað
er við árið 1991 var verðmæti
aflans tæpum 20 milljónum
minna í fyrra en það ár. Afli á
hvern úthaldsdag hefur minnk-
að.
Kaldbakur EA veiddi rúm 3.300
tonn á liðnu ári að verðmæti um
173 milljónir króna. Svalbakur kom
með tæplega 2.600 tonn að landi
og var verðmæti aflans um 138
milljónir, fyrir tveimur árum árið
1991 var afli Svalbaks rúm 4.000
tonn. Harðbakur fiskaði um 3.500
tonn á liðnu ári, eða um 1.000 tonn-
um minna en fyrir tveimur árum
og var ‘verðmæti aflans um 173
milljónir króna. •
Hrímbakur kom með tæplega
2.800 tonn að landi á síðasta ári
að verðmæti tæplega 150 milljónir
króna. Árbakur veiddi tæp 2.600
tonn að verðmæti 144 milljónir
króna.
Sléttbakur, amiar af tveimur
frystitogurum félagsins, veiddi um
3.800 tonn og var verðmæti aflans
rúmar 490 milljónir króna. Sólbak-
ur kom með rúm 2.300 tonn að
landi að verðmæti rúm 292 milljón-
ir króna. Samtals var verðmæti um
6.100 tonna afla frystitoganna
rúmar 797 milljónir króna. Isfisk-
togararnir fimm veiddu samtlas tæp
14.700 tonn að verðmæti 777,5
milljónir króna.
Minni afli á úthaldsdag
Afli á hvern úthaldsdag hefur
farið minnkandi, hann var á síðasta
ári 10,6 tonn, árið á undan 11,2
tonn og árið 1991 veiddust að með-
altali 12,9 tonn hvern úthaldsdag.
Hráefni sem unnið var í frystihús-
inu var tæp 17.800 tonn og var
framleiðslan 7.769 tonn að verð-
mæti rúmlega 2 milljarðar króna.
Tæp 2 þúsund tonn af hausum voru
verkaðir hjá ÚA sem er tölvuvert
meira en var árið á undan þegar
um 1.200 tonn af hausum voru verk-
aðir. Verðmæti framleiðslunnar nam
rúmum 57 milljónum og jókst um
24 milljónir króna milli árá.
Framkvæmdir við gatna-
gerð kosta 115 milljónir
UM 115 milljónum króna verður varið til nýframkvæmda á sviði
gatnagerðar á Akureyri á þessu ári, en það er nokkru lægri fjárhæð
en fóru til nýframkvæmda í fyrra. Mörg fjárfrek verkefni eru á
biðlista, en stærstu framkvæmdirnar í ár eru við fráveitu og nýbygg-
ingu gatna.
Guðmundur Guðlaugsson yfir-
verkfræðingur hjá Akureyrarbæ
sagði að vissulega væri hægt að
nota meira fé til nýframkvæmda,
mörg dýr verkefni væru á lista, en
yrðu að bíða betri tíma. Nefndi
■ KYRRÐARSTUND yerður í
Glerárkirkju í hádeginu á morg-
un, miðvikudag, frá kl. 12-13.
Orgelleikur, helgistund, altaris-
sakramenti og léttur málsverður.
Allir eru velkomnir. Annað kvöld
verður síðan systrakvöld haldið í
kirkjunni og hefst það kl. 20.30.
hann í þvi sambandi gerð Dals-
brautar og Borgarbrautar, lagfær-
ingar húsagötu við Strandgötu og
bílastæðagerð og fleira á svæðinu
norðan Ráðhúst.orgs.
Alls fara 20,5 milljónir króna í
endurbyggingu gatna, hæsta upp-
hæðin fer í endurbætur á Hafnar-
stræti sunnanverðu. Til nýbyggingar
gatna verður varið 22,5 milljónum
króna, en framkvæmdir verða aðal-
lega í Giljahverfi. Til fráveitufram-
kvæmda fara 42 milljónir þar af
fara 19 milljónir í byggingu yfírfalls
og dælustöðvar og þá verða lagðar
lagnir, m.a. við Fiskihöfn, Hafnar-
stræti og á Oddeyri fyrir 22 milljónir.
Áætlað er að verja 4,2 milljónum
króna til malbikunar gatna, en m.a.
á að malbika á Skíðastaðavegi og
Réttarhvammi. Gangstéttir og stíg-
ar verða gerðir fyrir 9,2 milljónir
króna, en m.a. verður Kaupvangs-
stræti að norðan hellulagt, gang-
stétt verður lögð meðfram Hlíðar-
braut að hluta og einnig við Kiða-
gil auk ýmissa smærri verkefna.
Reiðvegur
Til ýmissa verkefna er áætlað
að verja 6 milljónum króna, m.a.
verður lagður reiðvegur fyrir 2,8
milljónir. Þá á eftir að skipta milli
verkefna á sviði umferðarmála 4,5
milljónum og ekki er búið að ráð-
stafa um 6 milljónum króna af
heildarfjárhæðinni.
Morgunblaðið/Sverrir
Sameinast um stofnun
Fræðslumiðstöðvar bílgreina
Fræðslumiðstöð bílgreina var stofnuð fyrir skömmu með sér-
stökum samningi milli menntamálaráðuneytisins, Bílgreina-
sambandsins, Endurmenntunarnefndar bílgreina og Bíliðnað-
arfélagsins. Hlutverk fræðslumiðstöðvarinnar er að veita
menntun og starfsþjálfun á sviði löggiltra starfa í bílgreinum,
svo og undirbúning til annarra starfa á sama sviði, svo sem
varahlutaafgreiðslu og hjólbarða- og smurvinnu. Myndin er
tekin af undirritun samninga um fræðslumiðstöðina. Frá
vinstri eru Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, Sigfús
Sigfússon formaður Bílgreinasambandsins, Björn Ómar Jóns-
son formaður endurmenntunarnefndar bílgreina og Guðmund-
ur Hilmarsson formaður Bíliðnaðarfélagsins.
Jón Haukur Bald-
vinsson látinn
JÓN Haukur Baldvinsson, loft-
skeytamaður, er látinn sjötugur
að aldri. Jón fæddist í Reykja-
vík 13. mars árið 1923. Foreldr-
ar hans voru Baldvin Halldórs-
son, útgerðarmaður og skip-
stjóri í Hafnarfirði, og Helga
Jónsdóttir, húsmóðir.
Jón lauk prófí frá Lofskeyta-
skólanum 1944. Hann stundaði
sjómennsku en hóf síðan störf hjá
Veðurstofu íslands 1944 og starf-
aði þar í yfir tvo áratugi. Frá ár-
inu 1965 stundaði Jón margskonar
verslunarstörf, rak meðal annars
fasteignasöluna Skip og fasteignir
sem jafnframt byggði talsverðan
fjölda íbúða á höfuðborgarsvæð-
inu. Eftirlifandi eiginkona Jóns er
Þóra Margrét Jónsdóttir og eign-
uðust þau fimm börn sem öll eru
á lífi. Jón andaðist á Borgarspítal-
anum að morgni 30. janúar sl.
Ingigerður Sigur-
brandsdóttir látin
NÝLÁTIN er á Dvalarheimilinu í
Stykkishólmi aldursforseti eða
einn af þeim, frú Ingigerður Sig-
urbrandsdóttir frá Skáleyjum á
Breiðafirði, fædd 21. ágúst 1901
á 93. aldursári.
Ingigerður var eyjakona í orðsins
fyllstu merkingu. Hún var gift Valde-
mar Sigurðssyni en hann var fæddur
í júlí 1898 og látinn fyrir nokkrum
árum. Valdemar var sonur Helgu
Þórðardóttur og Sigurðar Óla Sig-
urðssonar en þau voru frá Súðavík.
Þau bjuggu meðal annars í Rúfeyjum
frá 1928 til 1944 og víðar. Ingigerð-
ur eignaðist 15 böm og oft hlýtur
að hafa verið þröngt í búi' á þeim
bæ en ekki minnist fréttaritari að
hún hafi verið kvartandi yfir kjörum
sínum og hin ernasta fram á sein-
u$tu stundu.
Þeim fer nú fækkandi sem settu
svip á Breiðafjarðareyjar enda fækk-
ar eyjamönnum sí og æ.
- Árni.