Morgunblaðið - 01.02.1994, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994
Rússneskur þjóðernissinni sigrar í seinni umferð forsetakosninganna á Krímskaga
Kveðst vilja nánari
tengsl við Rússland
Jöltu. Reuter.
RÚSSNESKI þjódernissinninn Júrí Meshkov vann yfirburðasigur í
síðari umferð forsetakosninganna á Krim um helgina og sagðist í
gær ætla að koma á nánari tengslum skagans við Rússland. Hann
sagði að Krímbúar myndu ekki segja skilið við Úkraínu strax og
kvaðst vona að ekki kæmi til hernaðarátaka á svæðinu.
Allir á móti Brutalis
NASHYRNINGURINN Brutalis hefur mjög verið í fréttum eftir að
stjórnendur danska dýragarðsins þar sem hann bjó ákváðu að flytja
hann til Namibíu í von um að hann þrifist betur þar. Móðir Brutalis
hafnaði honum strax í æsku og átti hann ávallt við mikinn hegðunar-
vanda að stríða og eins og sést á myndinni er helsta prýði nashyrn-
inga, sjálft hornið, snubbótt og hruflað eftir öll slagsmálin. Það kost-
aði sem svarar tveim milljónum íslenskra króna að flytja dýrið suður
á bóginn og nú heyrast gagnrýniraddir. „Það hefði átt að skjóta
Brutalis og veita féð í staðinn til baráttu gegn veiðiþjófum í Namib-
íu. Þannig hefði verið hægt að bjarga 20 nashyrningum," sagði þekkt-
ur veiðimaður, Natie Oelofse, sem eins og fleiri óttast að tegundinni
verði útrýmt. Asíumenn eru áfjáðir í duft sem malað er úr hornunum
og er sagt auka kynhvötina.
Meshkov fékk 72,92% akvæða
og andstæðingur hans Níkolaj Ba-
grov 23,35%. í upphafí kosninga-
baráttunnar krafðist Meshkov þess
að Krím yrði aftur hluti af Rúss-
landi en eftir fyrri umferð kosning-
anna, sem fram fór fyrir tveimur
vikum, dró hann nokkuð í land og
sagði að efna ætti til þjóðaratkvæð-
is í febrúar um framtíð skagans.
Meshkov sagði að Krímbúar
myndu ekki flýta sér að stofna
eigið ríki. „Kosningarnar sýna að
fólkið vill koma á tengslum við
Rússland að nýju en það vill ekki
afturhvarf til Sovétríkjanna. For-
gangsverkefni okkar er að ganga
frá hernaðar- og stjórnmálasátt-
mála við Rússland og stórbæta
samskiptin við Úkraínu . . .Við
stefnum ekki að því að Krím verði
sjálfstætt ríki með landamæri. Við
eigum fyrir höndum erfitt verkefni
- að halda velli í heimi sem er að
hrynja umhverfis okkur.“
Meshkov viðurkenndi að stórsig-
ur hans væri ekki til marks um
þjóðernisvakningu meðal Rússa,
heldur endurspeglaði sigurinn von-
ir kjósenda um efnahagsbata með
Reuter
Sigurvegarinn
RÚSSNESKI þjóðernissinninn
Júrí Meshkov, sem vann stórsig-
ur I forsetakosningunum á Krím
um helgina.
auknum viðskiptum við Rússa.
Framleiðsluhrun hefur orðið í
Úkraínu og verðbólgan er um 80%
á mánuði.
Krím var sérstakt lýðveldi innan
Sovétríkjanna frá 1921 til 1945
og var þá einkum byggt tartörum.
Stór hluti íbúanna var hrakinn á
brott þaðan árið 1945 vegna
meintrar samvinnu við Þjóðverja í
síðari heimsstyijöldinni. Krím
heyrði þá undir Rússland en árið
1954 varð skaginn hluti af Úkra-
ínu. Um 70% íbúanna, sem eru 2,7
milljónir, eru Rússar.
Zhírínovskíj vill bandalag við Þjóðverja
„Rússland og
Þýskaland g*eta
stjómað Evrópu“
Bonn. Reuter.
ÞÝSKA dagblaðið Die Welt birti í gær viðtal við rússneska þjóðernis-
sinnann Vladímír Zhírínovskíj þar sem hann spáði bandalagi milli
Rússlands, Þýskalands, og Indlands sem myndi drottna yfir Evrópu
og Asíu.
Zhírínovskíj sagði að Rússland
mýndi endurheimta öll fyrrverandi
lýðveldi Sovétríkjanna og að Þýska-
land fengi landsvæði í Póllandi, allt
Tékkland og Kalíníngrad við
Eystrasalt sem heyrir nú undir
Rússland.
„Stór-Þýskaland, nýtt Rússland
og Indland eiga eftir að mynda
bandalag," sagði hann. „Indland og
Rússland munu halda Kína í skefj-
um í Asíu. Og Rússland og Þýska-
land geta stjórnað Evrópu.“
Zhírínovskíj lýsti ennfremur
Rúmeníu sem „tilbúnu ríki ítalskra
M
GAMASTOÐVAR:
19.30
alla daga frá kl. 12.30 - 19.30
Að auki eru gámastöðvarnar á Sævarhöfða og í Ánanaustum
opnar alla virka morgna frá kl. 9.00.
Nánari upplýsingar í þjónustusímsvara: 676571
Upplýsingar um
SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs fdagbók Mbl.
Gufunesi, sími 67 66 77
og hjá Gulu línunni
sími 62 62 62
sígauna" og sagði að stór hluti
Norður-Rúmeníu ætti að sameinast
Ungveijalandi og suðurhlutinn
Búlgaríu, sem fengi einnig héraðið
Þrakíu í Norður-Grikklandi.
Zhírínovskíj vill að Austurríki fái
Slóveníu, fyrrverandi lýðveldi Júgó-
slavíu og að áhrifasvæði Austurrík-
is og Þýskalands nái til Adríahafs,
þannig að Þjóðveijar fái aðgang að
Miðjarðarhafl.
Þá vill hann að Slóvakía heyri
undir Rússland og að Pólland fái
landsvæði í Úkraínu fyrir að afsala
sér stóru svæði í vesturhlutanum.
Y ng’sti stór-
meistari
sögunnar
Wijk aan Zee. Reuter.
14 ARA gamall Ungverji, Peter
Leko, varð yngsti stórmeistari
sögunnar á sunnudag þegar hann
varð þriðji á öflugu skákmóti í
Wijk aan Zee í Ilollandi.
Peter Leko fæddist í september
1979 og sló met annars Ungveija,
Judit Polgar, sem var 14 mánuðum
eldri þegar hún varð stórmeistari.
Aðeins Polgar og Bobby Fischer hafa
orðið stórmeistarar 15 ára að aldri.
Tíu skákmenn tóku þátt í mótinu
í Wijk aan Zee og þeir voru allir stór-
meistarar nema Leko. Hann tapaði
aðeins einni skák, vann tvær og gerði
sex jafntefli. Bosníumaðurinn Pre-
drag Nikolie fór með sigur af hólmi
á mótinu.
Mótmæla
áritun
Adams
3IÓTMÆLENDUR á Norður-
írlandi og bresk stjórnvöld
reiddust mjög í gær er Gerry
Adams, leiðtoga Sinn Fein,
stjórnmálaarms írska lýðveldis-
hersins, var veitt tveggja sólar-
hringa áritun til Bandaríkj-
anna. Hélt Adams til New York
í gær, þar sem hann ávarpaði
Þjóðarnefnd um utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna. Áritun-
ina fékk hann eftir að hann
hafði gefið yfirlýsingu þar sem
hann dregur úr tengslum sínum
við lýðveldisherinn. Talið er að
ákvörðun stjórnar Bill Clintons
Bandaríkjaforseta um að leyfa
Adams að koma til landsins,
sé áfall fyrir John Major, for-
sætisráðherra Bretlands.
Varnarmála-
ráðherrann í
forsetastól
VARNARMÁLARÁÐHERRA
Alsír, Liamine Zeroual, sór
embættiseið sem forseti lands-
ins í gær. Sagðist hann með
þessu vera að svara óskum
þeirra sem leituðu friðar og
stöðugleika í hinu stríðshijáða
landi. Zeroual, sem er fyrrum
hershöfðingi, heldur varnar-
málaráðherraembættinu. Hann
tekur við af fímm manna stjórn
sem farið hefur með völd í land-
inu frá árinu 1992.
200.000 óska
hjálpar eftir
skjálfa
YFIR 200.000 manns hafa ósk-
að aðstoðar stjórnvalda vegna
tjóns sem jarðskjálftinn sem
reið yfir Los Angeles um miðjan
janúar, olli. Er talið fullvíst að
tjón íbúa muni nema töluvert
hærri upphæðum en þegar felli-
bylurinn Andrés gekk yfir
nokkur Suðurríkjanna árið
1992. Fleiri óskir um aðstoð
hafa borist á tveimur vikuin í
Los Angeles en á hálfu ári eft-
ir að Andrés gekk yfír.
Christopher
óttast ekki að
Rússar ílengist
WARREN Christopher, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
kvaðst í gær vera þess fullviss
að ekki liði á löngu þar til Rúss-
ar myndu kalla allan herafla
sinn heim frá Eystasaltsríkjun-
um. Sagðist hann ekki óttast
yfirlýsingar rússneskra emb-
ættismanna á síðustu dögum í
garð ríkjanna og sagði að Bor-
ís Jeltsín, Rússlandsforseti,
hefði gefið Bill Clinton, Banda-
ríkjaforseta, loforð um að her-
sveitir Rússa myndu halda
brott eins og áætlað væri.
Utanríksráðherra Lettlands er
í opinberri heimsókn í Banda-
ríkjunum og hvatti Christopher
Letta til þess að sýna Rússum
í Lettlandi, ekki hörku.
Bretar vilja
Lawson til
OECD
BRETAR tilnefndu í gær Nigel
Lawson, fyrrum fjármálaráð-
herra, í stöðu aðalritara Efn-
hags- óg samvinnustofnunar-
innar (OECD), sem hefur höf-
uðstöðvar í París. Lawson var
fjármálaráðherra í stjórn Marg-
aretar Thatcher í sex ár. Núver-
andi aðalritari OECD, Frakkinn
Jean-Claude Paye, hyggst láta
af embætti í september.