Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1994
29
EGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGANNA
Atkvæði greidd
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
ATKVÆÐI greidd í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Njarðvík. Ingólfur Aðaisteinsson kjörstjórnarmaður situr
við borðið.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akranesi
Gunnar Sigurðsson
kosinn í efsta sætið
Akranesi.
GUNNAR Sigurðsson, framkvæmdastjóri og formaður Knattspyrnu-
félags ÍA, varð ótvíræður sigurvegari í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins á Akranesi um helgina. Pétur Ottesen, verslunarmaður, varð í
öðru sæti og Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskverkakona í því þriðja.
Alls tóku 768 manns þátt í prófkjörinu. Auðir seðlar voru tveir og
ógildir fjórir. Arið 1990 fékk flokkurinn í sveitarstjórnarkosningum
795 atkvæði.
Gunnar fékk 602 atkvæði alls
og 449 atkvæði í fyrsta sæti eða
58,8% allra atkvæða. Pétur Ottesen
varð í öðru sæti og fékk hann alls
635 atkvæði þar af 209 atkvæði í
fyrsta og annað sæti. Elínbjörg
fékk alls 489 atkvæði alls þar af
273 atkvæði í fyrstu þijú sætin.
Sigríður Guðmundsdóttir fékk 535
atkvæði alls þar af 340 atkvæði í
fyrstu fjögur sætin. Þórður Þórðar-
son fékk alls 465 atkvæði þar af
338 atkvæði í fyrstu fímm sætin.
„Síðustu prófkjör okkar hafa
gefið ákveðna vísbendingu og má
nefna að í sameiginlegu prófkjöri
flokkanna á Akranesi 1982 greiddu
570 Sjálfstæðisflokknum atkvæði
sitt en í kosningum það ár fékk
flokkurinn 1.110 atkvæði. Ef okkur
tekst að vinna vel fram til kosninga
er von á góðri útkomu," sagið Þórð-
ur að lokum.
Aðeins byrjunin á erfiðu starfi
Gunnar Sigurðsson var að vonum
?ndur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði en síðast
ivæðum munaði á
ur efstu mönnum
'sson í 1. sæti og Jóhann G. Bergþórsson í 2. sæti
AKRANES
Niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins
Atkvæði
1. 1.-2. 1.-3. 1.-4.
1. Gunnar Sigurðsson
2. PéturOttesen
3. Eh'nbjörg Magnúsdóttir
4. Sigríður Guðmundsdóttir
5. Þórður Þórðarson
6. Bjarki Jóhannesson
7. Jóhannes F. Halldórsson
Aðrir þátttakendur: Guðjón Georgsson, Guðmundur Guðjónsson, Gunnar
Ólafsson, Hjörtur Gunnarsson.
.1. 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6. 1.-7. AIis
449 602
22 209 635
36 174 273 489
28 120 235 340 535
19 70 151 238 338 465
2 31 89 221 333 368 435
53 116 176 248 312 342 367 409
væði í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
>r um helgina. Jóhann G. Bergþórs-
Illert Borgar Þorvaldsson, í 4. sæti
5. sæti varð Þorgils Óttar Mathies-
íu og eru það 1.360 fleiri þátttakend-
ánsdóttir í 10. sæti, Gunnar Beinteins-
son í 11. sæti og Kristinn Arnar Jó-
hannesson í 12. sæti. Samkomulag
er um að gefa ekki upp röð þeirra
ljórtán frambjóðenda sem eru neðar
á listanum.
Náði því sem að var stefnt
„Þetta leggst vel í mig,“ sagði
Magnús Gunnarsson sem varð í 1.
sæti í prófkjörinu. „Eg sóttist eftir
þessu sæti og stend uppi með að lenda
þar sem ég stefndi á. Ég hlýt því að
vera nokkuð ánægður." Sagði hann
að framundan væru stór verkefni sem
biðu Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði,
sem væru kosningarnar í vor og allt
snérist um. Kjörnefnd ætti eftir að
koma saman til að ganga frá listan-
um, endanleg röð væri því ekki ákveð-
in þar sem 50% atkvæða í sæti þarf
til að kosning sé bindandi. Magnús
sagðist vilja þakka öllum sem studdu
hann í prófkjörinu og einnig starfs-
mönnum flokksins sem stóðu sig mjög
vel miðað við að þátttaka fór framúr
björtustu vonum. Við síðasta prófkjör
kusu 2.136 en 3.496 að þessu sinni.
„Þetta er því geysileg aukning sem
ég gleðst yfir og vildi koma á fram-
færi þakklæti til fólksins áem stóð í
eldlínunni," sagði hann.
Ánægður með stöðuna
„Ég er mjög ánægður með mína
stöðu," sagði Jóhann G. Bergþórsson,
sem varð í 2. sæti. „Mér þykir per-
sónulega þetta vera góður árangur í
Ijósi þess andróðurs sem ég hef búið
við undanfarið. Þessi 34 atkvæði til
eða frá segja ekki stórt. Þetta er 0,1%
af þátttakendum en það hefði verið
sætara að hafa þessi 34 atkvæði ég
neita því ekki.“ Jóhann sagðist ekki
eiga von á að listanum yrði breytt en
sjálfsagt ættu menn eftir að velta
vöngum yfir niðurstöðunni. „Þar eru
mestu tíðindin þessi skilaboð til Matt-
híasar, sem eru ekki óþekkt í íslensk-
um stjórnmálum að menn vilja ekki
að sæti erfist,“ sagði hann. „Flokkur-
inn má hins vegar vera ánægður með
þessa miklu þátttöku, sem er reyndar
tvíþætt. Annars vegar vegna upp-
sveiflu í framhaldi af þessum æfingum
hjá Guðmundi Árna. Síðan var mikil
smölun og þá fyrst og fremst af and-
stæðingum mínum. Ég hef yfirleitt
aldrei lyft litlafingri í þessum prófkjör-
um þó ég hafi aðeins snúist til varnar
á þessum síðustu dögum.“
Ágætlega sáttur
„Miðað við allar forsendur þá finnst
mér að við þeir tveir bæjarfulltrúar
sem vorum í þessum slag getum borið
höfuðið hátt að undanskildu þó því
að það vekur óneitanlega nokkra at-
hygli sú niðurstaða sem Þorgils Óttar
fær,“ sagði Ellert Borgar Þorvaldsson,
sem varð í 3. sæti. „Fyrir mig persónu-
lega þá tel ég að ég geti verið ágæt-
lega sáttur með þessa niðurstöðu mið-
að við þessar aðstæður. Vitaskuld er
komin niðurstaða úr prófkjörinu en
það á eftir að koma niðurstaða í starf
flokksins fram til bæjarstjórnarkosn-
inga og svo bíða menn eftir stóru nið-
urstöðunni i framhaldi af því.“ Sagði
hann að kjörsókn hafi verið mikil og
að greinilega hafi verið um skipulagt
útkall að ræða. Vel mætti vera að þar
hefðu breyttar prófkjörsreglur ráðið
nokkru um auk þess sem svo virtist
sem ein af meginforsendum prófkjörs-
ins^ hjá einstaka frambjóðendum hafi
verið að ýta við forystunni. Athygli
vekti að rétt rúmlega 30 atkvæði
greindu sundur fyrsta og annan mann
á listanum eða 34 atkvæði milli Magn-
úsar Gunnarssonar í 1. sæti og Jó-
hanns G. Bergþórssonar í 2. sæti.
„Það er nánast minnsti munur þegar
á heildina er litið,“ sagði Ellert. „Mið-
að við öll þau spjótalög sem á honum
stóðu þá finnst mér þetta frábær út-
koma hjá honum.“
Viljað sjá fleiri konur
„Ég er mjög ánægð fyrir mitt leyti
en ég hefði viljað sjá hlut kvenna mun
sterkari þarna inni,“ sagði Valgerður
Sigurðardóttir sem varð í 4. sæti.
„Það hefði verið gaman ef tvær konur
hefðu komist inn í bæjarstjórn en það
virðist vera erfítt fyrir okkur konurnar
að ná árangri í prófkjöri. Næsta kona
er í 6. sæti og sú þriðja í 10. sæti.
Áður vorum við fjórar niður í 9. sæti.
Ég get ekki verið annað en ánægð
sjálf þar sem ég er með mesta at-
kvæðamagn allra að baki en ég hefði
viljað sjá hlut kvenna sterkari."
Það sem fólk vill
„Þetta er greinilega það sem fólkið
vill,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen,
sem varð í 5. sæti. „Maður tekur þess-
ari niðurstöðu og er ekkert við því að
segja. Auðvitað eru þetta ákveðin von-
brigði. Kjömefnd á eftir að fjalla um
niðurstöðumar en ég geri ráð fyrir að
taka þetta sæti ef mér býðst það.“
Á Akranesi hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn átt tvo bæjarfulltrúa á
yfírstandandi kjörtímabili og voru
hvorugir þeirra meðal þátttakenda
í prófkjörinu að þessu sinni. I próf-
kjörinu nú voru ellefu þátttakendur
og margir þeirra hafa ekki fyrr
verið í starfi flokksins og, a.m.k.
ijórir þeirra sem hlutu bindandi
kosningu eru nýliðar. Kosninga-
þátttaka var mjög góð og kusu alls
768 manns. í síðasta prófkjöri hjá
flokknum sem fram fór fyrir kosn-
ingarnar 1986 kusu alls 320 manns.
Skýr skilaboð fyrir komandi
kosningar
Þórður Björgvinsson, formaður
kjörstjórnar, sagðist vera ánægður
með alla framkvæmd prófkjörsins
og þátttökuna. Það væri ánægju-
legt til þess að vita hve margir
hafi komið og vonandi væru þetta
skýr skilaboð fyrir komandi kosn-
ingar. Þórður sagði að næsta verk-
efni kjörstjórnarinnar væri að ræða
við alla frambjóðendurna og síðan
að leggja tillögu um framboðslista
fyrir fulltrúaráð flokksins. Það ligg-
ur fyrir að sjö efstu í kjörinu fengu
bindandi kosningu. Þórður sagði
kjörsókn hafa verið mun betri en
hann hafi þorað að vona.
ánægður með úrslit prófkjörsins
þegar rætt var við hann.
„Mér er efst í huga þakklæti til
allra þeirra sem studdu mig í þess-
ari baráttu. Ég er fullviss að við
verðum með sterkan lista í kom-
andi kosningum. Þetta prófkjör er
aðeins byrjunin á því verki sem við
þurfum að vinna til þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn nái glæsilega
kosningu í vor. Verkin verða að fá
að tala og það þarf örugglega að
bretta upp ermarnar“, sagði Gunn-
ar.
Aðspurður um hvort tengsl hans
við knattspyrnuna hafi hjálpað til
í prófkjörinu sagði Gunnar: „Ég
vona að svo hafi verið, annnað
væri óeðlilegt, en stuðningshópur
minn var mjög breiður. Mér þótti
sérstaklega vænt um öfiugan
stuðning frá smábátasjómönnum
en framboð mitt höfðaði greinilega
til þeirra“, sagði Gunnar Sigurðsson
að lokum.
Kunnuglegt nafn
Pétur Ottesen sem varð í öðru
sæti í prófkjörinu ber kunnuglegt
nafn úr íslenskum stjórnmálum.
Afi hans og alnafni, Pétur Ottesen
á Ytra-Hólmi, var alþingismaður
Borgfirðinga samfellt í 43 ár.
„Ég er mjög ánægður með minn
hlut í þessu prófkjöri," sagði Pétur.
„Þessi niðurstaða kom mér
skemmtilega á óvart og fór fram
úr mínum björtustu vonum. Ég og
Bjarki sem erum yngstir þeirra sem
tóku þátt í prófkjörinu ákváðum
að vinna saman og höfðuðum að
nokkru leyti til unga fólksins. Það
sýnir sig að starfið í ungliðahreyf-
ingunni hefur skilað sér og við not-
ið góðs af því.“
Pétur sagði að eftir prófkjörið
stæði hin geysigóða þátttaka uppúr
og hlyti hún að gefa sjálfstæðis-
mönnum á Akranesi byr í seglin.
„Ég hef mikla trú á að væntanleg-
ur framboðslisti okkar eigi eftir að
fleyta okkur yfir margar hindranir
og vera sigurstranglegur í kosning-
unum í vor,“ sagði Pétur og vildi
færa stuðningsmönnum sínum
bestu þakkir fyrir veittan stuðning.
- J.G.
HAFNARFJÖRÐUR
Niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins
Alls
1. 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6. 1.-7. 1.-8. 1.-9.
1. Magnús Gunnarsson 1221 2296
2. Jóhann G. Bergþórsson 1187 1410 1784
3. Ellert Borgar Þorvaldsson 63 1316 1477 1980
4. Valgerður Sigurðardóttir 10 282 1256 1710 2431
5. Þorgils Óttar Mathiesen 719 1033 1154 1287 1412 1647
6. Ragnheiður Kristjánsdóttir 12 179 667 972 1235 1479 1768
7. Árni Sverrisson 26 221 654 919 1151 1350 1441 1566
8. Magnús Kjartansson ' 19 61 149 637 880 1119 1294 1402 1484
9. Gissur Guðmundsson 7 71 157 344 794 1033 1182 1308 1390
10. Helga R. Stefánsdóttir 2 34 95 456 641 803 918 1027 1101
11. Gunnar Beinteinsson 3 46 77 141 240 603 731 835 919
12. Kristinn Arnar Jóhannesson 42 111 421 538 636 731 801 864 907
Aðrir þátttakendur: Skarphéðinn Orri Björnsson, Trausti H. Jónasson, Örn Tryggvi Johnsen, Jón
Gestur Viggósson, Gunnar Magnússon, Bergur G. Olafsson, Ásdís Konráðsdóttir, Olafur Þór Gunn-
arsson, Sigurður Einarsson, Björk Pétursdóttir, Þórunn Sigþórsdóttir, Ágúst Sindri Karlsson, Ólafur
Torfason og Þórður Rafn Stefánsson.