Morgunblaðið - 01.02.1994, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1994
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra við setningu málþings á ári fjölskyldunnar
Umboðsmaður
barna á að tryggja
bættan hag þeirra
FRUMVARP um stofnun Umboðsmanns barna verður væntanlega
lagt fyrir Alþingi á næstu dögum. Hér er um mikið hagsmuna-
mál barna að ræða, en tilgangur þess er að tryggja bættan hag
barna í þjóðfélaginu. Umboðsmaður barna á að vinna að því að
stjórnsýsluhafar, einstaklingar, félög og samtök einstaklinga taki
fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna. Þetta kom m.a.
fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, við setn-
ingu málþings, sem fram fór í gær í tilefni af ári fjölskyldunnar.
Jóhanna lagði áherslu á að hún
myndi leggja áherslu á að mörkuð
yrði skýr stefna hér á landi í
málefnum fjölskyldunnar á árinu
sem tæki mið af breyttu þjóðfé-
lagi og þeirri staðreynd að hin
harða lífsbarátta margra heimila
í landinu fyrir framfærslunni hefði
leitt af sér ýmis vandamál sem
ekki síst hafa bitnað á börnum.
„Mikilvægt er að gera sér grein
fyrir að börnin dafna ekki og fá
ekki notið eðlilegs þroska án at-
lætis fjölskyldunnar. Ég tel að
víða skorti opinbera fjölskyldu-
stefnu. Hornsteinn slíkrar stefnu
lýtur að rétti allra til þess að eiga
heimili og innihaldsríkt líf í sam-
neyti við aðra. Þannig þarf að
marka opinbera fjölskyldustefnu,
sem miðar að því að styrkja inn-
viði fjölskyldunnar og heimilanna.
Hún verður að taka mið af þörfum
allra fjölskyldumeðlima, kvenna
jafnt sem karla og barna jafnt sem
aldraðra. Þörfum þeirra sem fatl-
aðir eru eða sjúkir og þarfnast
sérstaks stuðnings til heimilislífs,
eða aðstandenda þeirra, má ekki
gleyma. Nútíma fjölskyldustefna
tekur mið af ábyrgð fjölskyldulífs-
ins annars vegar og tekjuöflun
og kröfum atvinnulífsins hinsveg-
ar, sem oft er tilefni stöðugrar
spennu innan fjölskyldunnar og
getur ógnað tilvist hennar. Hún
tekur jafnframt til þeirra atriða
annarra, sem geta ógnað farsæld
fjölskyldunnar, svo sem ofneyslu
áfengis og annarra vímugjafa eða
ofbeldis á heimilum. Opinber fjöl-
skyldustefna viðurkennir íjöl-
skylduna sem vettvang tilfinn-
ingalegra tengsla og gagnkvæmr-
ar ábyrgðar og leitar jafnvægis á
milli þess að mæta þörfum hennar
fyrir þjónustu annars vegar og
hinsvegar að varðveita hlutverk
hennar og mikilvægi. Hún hvetur
og styður einkaaðila, félagasam-
tök og aðila vinnumarkaðarins til
að gaumgæfa mikilvægi fjöl-
skyldulífs og taka mið af því í
störfum sínurn."
Ráðherra sagði að á árinu
þyrfti að svara því hvort stjórnar-
stefnan á hveijum tíma og þau
stjómtæki sem stjómvöld hafa
yflr að ráða hafi tekið nægilegt
mið af breyttum þjóðfélagsháttum
og hvort þær breytingar sem orð-
ið hafa á þjóðfélaginu á síðustu
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Bragi Guðbrandsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, Jóhanna Slgurðardóttir félagsmálaráð-
herra, Ingibjörg Broddadóttir starfsmaður landsnefndar um ár fjölskyldunnar og Jón Björnsson
félagsmálastjóri á Akureyri.
Hátt í helmingi fleiri komu á málþing um málefni fjölskyldunnar, sem haldið var á Hótel Sögu í gær,
en menn höfðu gert ráð fyrir.
áratugum hafí orðið til þess að
styrkja fjölskylduna og efla vel-
ferð í landinu.
Velferðarkerfið
í máli ráðherra kom einnig
fram að íslendingar veija minni
fjárhæðum til félagsmála en hin
Norðurlöndin og mörg OECD-
landanna. Að hluta ætti þessi
munur sér eðlilegar skýringar svo
sem vegna minna atvinnuleysis
og hagstæðari aldursdreifingar
hér á landi. í öðrum tilfellum
væri einfaldlega um minni félags-
lega aðstoð og þjónustu að ræða
en í samanburðarlöndunum. „Ég
tel brýnt að stórauka allt forvarn-
arstarf í velferðarkerfinu og allt
fýrirbyggjandi starf á ýmsum
sviðum, sérstaklega á sviði barna-
verndar, slysavarna og vímuefna-
varna og félagslega aðstoð til að
mynda á vettvangi sveitarfélaga
til að styðja betur við bakið á og
hafa fjölþættari þjónustuúrræði
handa þeim sem standa höllum
fæti. í málefnum aldraðra og fatl-
aðra þarf að auka alla liðveislu
og heimaþjónustu þannig að hægt
sé að hverfa eins mikið frá stofn-
anaþjónustu og hægt er.“
Sigrún Hansdóttir var hætt komin þegar snjóflóð í Búlandshöfða hreif bíl með sér tæpa 100 metra
Greinilega ekki kom-
inn tími á mann ennþá
„ÉG HLJÓP upp brekkuna því ég ætlaði ekki að láta þetta
enda svona og þegar við komum upp á veginn þá vorum við
hrædd um að það kæmi annað snjófíóð. Tíminn sem við biðum
eftir hjálp var lengi að líða og ég þorði ekki inn í vöruflutninga-
bílinn sem þarna var því ég ætlaði ekki niður aftur, en það
er greinilega ekki kominn tími á mann ennþá,“ sagði Sigrún
Hansdóttir í samtali við Morgunblaðið, en hún var ein fjög-
urra sem voru í bíl Rafmagnsveitna ríkisins sem snjóflóð í
Búlandshöfða hreif með sér á sunnudagskvöldið. Flóðið bar
bílinn með sér hátt í hundrað metra vegalengd niður eftir
fjallshlíðinni og sluppu þau sem í honum voru með skrámur
og minniháttar meiðsl. Bíllinn var sóttur á slysstaðinn í gær
og fluttur til Ólafsvíkur, en hann er talinn gjörónýtur.
Sigrún var ásamt Valdísi Brynj-
ólfsdóttur vinkonu sinni á leiðinni
frá Reykjavík til Ólafsvíkur síðdeg-
is á sunnudaginn þegar þær urðu
að stöðva fyrir neðan brekku upp
á Búlandshöfða vegna hálku sem
var á veginum. Þær höfðu beðið í
tvo og hálfan tíma í bilnum þegar
bíll Rafmagnsveitna ríkisins kom
að þeim, en í honum voru þeir Gunn-.
ar Hauksson og Sigþór Guðbrands-
son sem voru á leið til Ólafsvíkur
að lokinni viðgerð á rafmagnsbilun
sem varð i Eyrarsveit.
„Við stoppuðum þarna um sjö-
leytið og biðum i tvo og hálfan tíma,
en þá kom rafveitubíllinn þarna að
og keyrðu þeir bílinn okkar niður
að nærliggjandi bæ þar sem við
geymdum hann. Við fórum svo
áfram með rafveitubílnum og þegar
við komum fyrir beygjuna að höfð-
anum þá var komið snarvitlaust
veður og reyndar var veðrið búið
að versna um allan helming á með-
an við biðum í bílnum," sagði Sig-
nin.
Skall á með miklu höggi
Þegar rafveitubíllinn var kominn
áleiðis til Ólafsvíkur festist hann í
snjóskafli og skömmu síðar kom
vöruflutningabíll á staðinn sem ætl-
aði að draga bílinn úr skaflinum.
Þeir Gunnar og Sigþór fóru því út
úr bílnum, sem er yfirbyggður pall-
bíll, en þær Valdís og Sigrún urðu
eftir inni í bílnum. Þeir félagar fóru
aftur í verkfærageymslu bílsins til
að undirbúa að ná honum úr skaflin-
um og þá skall snjóflóðið skyndilega
á bílnum með miklu höggi og þeytt-
ist hann þá fram af vegarbrúninni
og fór margar veltur niður hlíðina.
„Við gerðum okkur ekki grein
fyrir að þeir voru aftan í bílnum, en
á leiðinni köstuðust þeir út rétt áður
en bíllinn stöðvaðist. Við vorum því
hissa á hve fljótir þeir voru að koma
til okkar, en þeir aðgættu hvort allt
væri í lagi með okkur og síðan
reyndum við að drífa okkur út úr
bílnum. Annar maðurinn leiddi mig
upp og þau hin komu síðan á eftir.
Þegar við komum svo upp á veg-
inn var enginn maður sjáanlegur.
Án þess að við vissum hafði komið
jeppi fyrir aftan vöruflutningabíl-
inn, en bílstjóri flutningabílsins
hafði séð flóðið og bakkað til að
forða bílnum undan því. Síðan stökk
bílstjórinn út og fór hann með öku-
manni jeppans til að sækja hjálp
að bænum þar sem okkar bíll var.
Við biðum svo bara þarna uppi
þangað til björgunarsveitarbíll frá
Hellissandi kom hinum megin við
flóðið, en við vorum lengi að fá
upplýsingar um hvaða bíll þetta
var. Þeir komu svo yfir að ná í
okkur og var endirinn sá að við
þurftum að labba yfir flóðið í vit-
lausu veðri til móts við þá,“ sagði
Sigrún. Björgunarsveitarmennimir
óku rakleiðis með fólkið til Ólafsvík-
ur á heilsugæslustöðina þar sem
læknar og hjúkrunarfólk veittu því
þá aðhlynningu sem það þurfti á
að halda eftir hrakningarnar, en
þangað var komið með þau um kl.
1 um nóttina.
Vandlega undirbúin ferð
Sigrún sagði að þær Valdís hefðu
undirbúið ferð sína vestur vandlega
og leitað upplýsinga hjá Vegagerð
ríkisins um færð, en þær voru með
farsíma í bílnum og könnuðu ástand-
ið margsinnis á leiðinni vestur.
„Við hringdum í símsvara Vega-
gerðarinnar sem sagði að leiðin
væri fær. Um fimmleytið þegar við
vorum á Vegamótum þá hringdum
við aftur og fengum sömu upplýs-
ingar á símsvaranum. Við keyrðum
því upp Kerlingaskarðið sem átti
að vera fært og komumst hjálpar-
laust yfir það á þessum litla bíl.
Þar spurðumst við svo fyrir um leið-
ina áfram og var okkur sagt að við
myndum komast. í Grundarfirði
spurðum við lögregluna og þeir
sögðu að tveir bílar væru þegar
farnir og kannski væru smáskaflar
á tveimur stöðum, en þeir sáu bílinn
okkar og sögðu þetta eiga að vera
í lagi. Þannig að við vorum aldrei
varaðar við, eða sagt að hætta við
þar sem þetta væri tvísýnt. Við
vorum því ekki að ana út í neina
vitleysu," sagði Sigrún. Þær Valdís
sluppu með mar og skrámur utan
þess að Sigrún fékk skurð á ennið
sem sauma varð á heilsgæslustöð-
inni og á Valdísi blæddi inn á vöðva.
Þær báðu fyrir sérstakar þakkir til
björgunarsveitarmannanna frá
Hellissandi sem Sigrún sagði að
hefðu lagt sig í lífshættu við að ná
í þau fjögur yfir snjóflóðið á vegin-
um.
Stúlkurnar stóðu sig vel
Sigþór Guðbrandsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að þeir
Gunnar hefðu verið aftur í verk-
færageysmlunni um það bil tvo
þriðju af leiðinni niður hlíðina, en
þá hefðu þeir einhvernveginn henst
út. Þeir hefðu sloppið óskaddaðir
að mestu, en hlotið mar og skrámur
þegar mikið af járnarusli og verk-
færum hefði flogið til í verkfæra-
geymslunni við velturnar. „Eitthvað
hefur það lent í okkur sitt á hvað
en ekkert þannig að það skaðaði
okkur að ráði, smá rispur og nokkr-
ir saumar á hinum og þessum stöð-
um,“ sagði hann.
Sigþór sagði að þegar þeir Gunn-
ar hefðu verið komnir út úr bílnum
hefðu þeir synt um í snjóflóðinu og
reynt að halda sér ofanjarðar. Þeir
hefðu fljótlega komið auga hvor á
annan og skipst á orðum um að
þeir væru nokkurn veginn í heilu
lagi.
„Þá fórum við að huga að stúlk-
unum sem voru í bílnum, en þær
komu fljótlega út úr honum og töldu
báðar að þær væru heilar og gætu
hreyft sig. Við fylgdum hvor sinni
upp að ógleymdum hundinum sem
þær voru með, 4 mánaða hvolp sem
líka var heill. Þetta voru svona 50
til 80 metrar sem við þurftum að
príla upp og var það svolítið bratt
og erfitt yfirferðar, en það gekk
hins vegar alveg ljómandi vel og
stóðu stúlkurnar sig einstaklega vel
við þessar erfiðu aðstæður. Þegar
upp var komið þá komumst við í
síma í flutningabílnum til að láta
vita að allir væru heilir, en það var
búið að láta vita að því að við hefð-
um horfið. Það leið síðan góður
klukkutími frá því að við skreidd-
umst upp á veginn og þar til björg-
unarsveitarmennirnir komu,“ sagði
Sigþór.