Morgunblaðið - 01.02.1994, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994
35
Fjármál
Hægtaðná 10-14% ávöxt-
un án mikillar áhættu
- segir Jon Burnham, forstjóri og stjórnarformaður Bumham Securiti-
es og Burnham Asset Management í New York
MEÐAL fulltrúa þeirra erlendu
verðbréfafyrirtækja sem heim-
sótt hafa ísland að undanförnu
var forstjóri og sljórnarfor-
maður Burnham Securities og
Burnham Asset Management í
New York, Jon Burnham. Hann
kynnti fyrir forsvarsmönnum
íslenskra lífeyrissjóða þá þjón-
ustu sem fyrirtækið hefur í
boði. Með Burnham í för hér á
landi var m.a. Guðmundur
. Franklín Jónsson, löggiltur
verðbréfasali í Bandaríkjunum,
sem nýlega hefur hafið störf
hjá fyrirtækinu en hann starf-
i aði um þriggja ára skeið hjá
verðbréfafyrirtækinu Oppen-
I heimer. Burnham fyrirtækin
' hafa umsjón með ávöxtun fjár-
muna sem eru jafnvirði 70 millj-
arðar íslenskra króna.
„Við komum hingað fyrir til-
stuðlan Guðmundar Franklíns
Jónssonar en hann er einn af fáum
íslenskum verðbréfasölum sem
hafa heimild til að kaupa og selja
verðbréf í Bandaríkjunum,“ sagði
Jon Burnham í samtali við Morg-
unblaðið. „Þegar Guðmundur hóf
störf hjá okkur lá ljóst fyrir að
Islendingum yrði frá og með 1.
janúar heimilt að fjárfesta í erlend-
um verðbréfum. Mér fannst það
því góð hugmynd að koma hingað
og hitta að máli forsvarsmenn líf-
eyrissjóða pg annarra fjármála-
stofnana. Eg tel að við séum í
góðri aðstöðu til að aðstoða íslend-
inga við erlend viðskipti þar sem
Guðmundur þekkir þarfir og
markmið íslenskra fjárfesta. Þeir
þurfa á einhverjum að halda í
Bandaríkjunum sem þeir geta
treyst. Mér hefur skilist að lífeyris-
sjóðirnir vilji fara mjög varlega í
fjárfestingar í erlendum verðbréf-
Iðnaður
um og þeir hljóta þá að fjárfesta
í skuldabréfum og hlutabréfum í
vel þekktum fyrirtækjum. Það
verður vandlega fylgst með fjár-
festingum lífeyrissjóðanna og þeir
vilja umfram allt forðast mistök.
Ég tel Burnham Securities og
Bumham Asset Management eigi
hlutverki að gegna við fjárvörslu
fyrir íslensku lífeyrissjóðina."
Burnham var spurður hvaða
ávöxtunar lífeyrissjóðir gætu
vænst ef þeir fjárfestu í verðbréf-
um í Bandaríkjunum. „Það fer
eftir því hvaða fjárfestingar-
markmið þeir hafa. Mér hefur skil-
ist að lífeyrissjóðir vilji ekki taka
mikla áhættu og þá held ég að
það ætti að vera hægt að ná
10-14% ávöxtun. Líkurnar á því
að þeir tapi sínum fjármunum eru
hverfandi litlar. Ég er sannfærður
um að við munum eiga umtalsverð
viðskipti við Islendinga. Þar yrði
um að ræða fjárvörslu þar sem
fj árfest yrði bæði í skuldabréfum
og hlutabréfum.“‘
Kanna einnig
fjárfestingarkosti hér á landi
Guðmundur Franklín Jónsson
sagði að það væri lykilatriði fyrir
íslenska fjárfesta að skipta við
trausta aðila. Burnham Seeurities
hefur ekki aðeins áhuga á að selja
Islendingum verðbréf heldur hefur
fyrirtækið jafnframt kannað
nokkra fjárfestingarkosti hér á
landi sem þykja fýsilegir. Hefur
fyrirtækið m.a. unnið fyrir veit-
ingahúsakeðjuna Arthur Treach-
ers sem notar eingöngu íslenskan
þorsk. Þessar athuganir eru í
höndum Bruce Galloway, eins af
framkvæmdastjórum Burnham, en
hann kom hingað til lands ásamt
þeim Jon Burnhaift og Guðmundi
Franklín.
Skipulag mótað hjá
ÚTSALAN
hófst í morgun
opið frá kl. 9 -18 •
1/sími 615077.
Markaðsfólk
Norrænir DM dagar verða
haldnir í Osló 9. og 10. feb.
Lokafrestur
Næstkqmandi fimmtudag rennur út frestur
til að tilkynna þátttöku.
Ráðstefnan fjailar um mikilvægustu atriði
beinnar markaðssóknar; kynningar og sölu.
Keppinautamir verða að öllum líkindum
í Ósló 9. og 10 nk. og koma þaðan heim
hlaðnir skæðum söluhugmyndum!
Hvar verður þú þann 9. og 10. febrúar?
Rástefnan er skipulögð af póststjómum
Norðurlandanna fimm
og nánari upplýsingar fást hjá
Jónasi Skúlasyni markaðsfulltrúa
í síma 636 000;
ennfremur í Osló í síma
90-47 22 55 00 11
(fax: 90-47 22 55 23 05),
en þar er jafnframt
tekið við þátttökutilkynningum.
NORRÆNIR DM - DAGAR.
Arrangeres
av postverkene i de fem
nordiske land.
Samtökum iðnaðarins
I
INNAN Samtaka iðnaðarins
| hefur að undanförnu hefur ver-
’ ið unnið að stefnumótun og
innra skipulagi en samtökin
| tóku sem kunnugt er til starfa
1 um áramótin. Þjónustu samtak-
anna verður skipt í þijú svið
þ.e. svið innri þjónustu, iðnþró-
unarsvið og svið tengt starfs-
skilyrðum iðnaðar.
Starfsmenn Samtaka iðnaðar-
ins eru 19 og hafa flestir þeirra
unnið hjá stofnsamtökum þeirra.
Sveinn hannesson hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri og Þórarinn
Gunnarsson skrifstofustjóri. Innan
samtakanna eru starfsmenn sem
hafa sérhæfða þekkingu á ólíkum
sviðum. Þórleifur Jónsson sér um
starfsgreinahópa og tréiðnað,
| Ólafur Kjartansson um orku- og
umhverfismál og plastiðnað, Guð-
mundur Ásmundsson um tækni,
j framleiðslu og málmiðnað og Guð-
mundur Guðmundsson um verk-
taka- og byggingastarfsemi.
| Ragnheiður Héðinsdóttir annast
svið matvæla- og fóðuriðnaðar,
Davíð Lúðvíksson sér um nýsköp-
un, þróun og gæðastjórnun og
Ingi Bogi Bogason um fræðslumál
og almannatengsl.
Þá sér Iina Guðlaug Atladóttir
sér um markaðs- og kynningarmál
og Andrés Magnússon um al-
menna lögfræðiþjónustu. Þor-
steinn M. Jónsson hefur verið ráð-
inn hagfræðingur samtakanna og
Jón Steindór Valdimarsson mun
fylgjast með alþjóðlegum við-
skiptasamningum.
Orðsending
til Einkareiknings- og tékkareikningshafa
Frá og með 1. febrúar n.k. verður tekið 45 kr. útskriftargjald fyrir
hverja útskrift Einkareiknings- og tékkareikningsyfírlita. Framvegis verða yfirlit send
áður en skuldfærsla vegna þjónustugjalda verður framkvæmd. Áramótayfirlit verður sent án
gjaldtöku. f dag eru flestar útskriftir sendar þegar blaðið er fullt, þ.e. eftir 45 færslur. Fleiri
niQguleikar eru á tíðni útskrifta s.s.:
• Mánaðarleg
• Þriðja hvem mánuð
• í árslok - gjaldfrítt
í Þjónustusímanum (91) 62 44 44, Grænt númer 99 64 44, getur þú fengið
upplýsingar um 20 síðustu færslur og stöðu reikningsins, allan sólarhringinn.
Þeim viðsklptavinum sem óska eftir breytingu á tíðni útskrifta er bent á að hafa
samband við tékkareikningsdeild.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna