Morgunblaðið - 01.02.1994, Side 40

Morgunblaðið - 01.02.1994, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Guðmundur Gísla- son — Minning Fæddur 3. júní 1952 Dáinn 22. janúar 1994 Ég get ekki látið hjá líða að stinga niður penna nú þegar elskulegur mágur minn, Guðmundur Gíslason, eða Gummi eins og við kölluðum hann alltaf, er látinn. Hann lést í Borgarspítálanum aðfaranótt laug- ardagsins 22. janúar, eftir stutta en erfiða sjúkudómslegu. Gummi var ynstur þriggja sona þeirra hjóna Margrétar Sigurðar- dóttur og Gísla Þorsteinssonar. Eldri '“^bræður hans eru Sigurður og Þor- steinn. Gummi lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1973. Lengst af vann hann hjá Heimilistækjum hf. eða til 11. janúar er hann veikt- ist skyndilega. Hinn 3. júlí árið 1982 gekk Gummi að eiga eftirlifandi eiginkonu sína Sigurlaugu Berglindi Gröndal (Sillu) og eignuðust þau dótturina Valgerði Grétu hinn 28. ágúst 1981 og soninn Gísla Bjarka hinn 31. mars 1984. Fyrir átti Silla soninn Pál Inga Hauksson. Kynni okkar Gumma hófust árið 1968 þegar ég fór að venja komur mínar með tilvonandi eiginmanni mínum, Sigga, inn á heimili þeirra bræðra. Mér var mjög vel tekið á því heimili og urðum við Gummi fljótlega hinir bestu vinir og hefur sú vinátta haldist síðan. Gummi var hress og skemmtileg- ur strákur og átti gott með að um- gangast fólk. Hann var mjög bón- góður og þægilegur og alltaf var sjálfsagt að hjálpa ef við þurftum einhvers með. „Get ég eitthvað gert, Fanney mín,“ heyrðist oft í símann þegar Siggi var fjarverandi langtím- 'um saman og ég var í einhveijum vandræðum. Barngóður var hann með eindæmum og fengu dætur okkar Sigga að njóta þess ríkulega. Aldraðri móður sinni sinnti hann einstaklega vel og er sárt fyrir hana að sjá á bak sonar langt um aldur fram. Sorg hennar er mikil en hún ber harm sinn í hljóði. Heimili Gumma og Sillu var hlý- legt og notalegt. Þangað var gott að koma enda hjartahlýja og mann- gæska mikil. Silla stóð þétt við hlið eiginmanns síns. í veikindum hans vék hún vart frá sjúkrarúminu nema rétt til að blunda sjálf og sinna börnunum. Elsku Silla, við í Holtsbúðinni * _ vottum þér og börnunum okkar inni- legustu samúð. Elsku mamma, amma, tengdamamma, þú átt alla okkar samúð. Megi Guð vera með ykkur öllum og styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Gummi minn, far þú í friði. Takk fyrir allt og allt. Fanney. Kæri mágur og svili, kæri vinur. Okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Við þökkum þér samfylgdina sem var alltof stutt. Margar gleðistundir koma upp í hugann og þá sérstaklega samveran í Vatnaskógi sl. sumar. Þar fundum við einna best hvað það er gott að eiga góða íjölskyldu og góða vini. Þarna áttum við saman dásamlegar stundir og hétum því að koma aftur að ári. Ekki grunaði okkur þá að þú ættir ekki eftir að sjá „Skóginn" aftur. Við vissum ekki að þér hefði verið ætlaður svo stuttur tími á meðal okkar og að senn værir þú á förum. Þegar við hittumst, þá minnumst við þess hve vel þú naust þín í ná- vist barna og bauðst þeim að „koma til afa“ og það skein út úr andlitum þeirra trúnaðartraust til þín. Þeim sem til þín leituðu reyndist þú hjálp- samur, sannur vinur í raun. Við minnumst þín með hlýhug og þakklæti fyrir liðnar stundir og vin- áttu. Eisku Silla, Valgerður, Gísli og Palli, Guð veri með ykkur og veiti ykkur styrk. Kristinn, Sigríður, Kristín og Atli. Okkur bárust þær hörmulegu fregnir hingað til Svíþjóðar að Guð- mundur Gíslason hefði látist aðfara- nótt 22. janúar síðastliðinn. Kynni okkar af Guðmundi hófust þegar hann og Silla hófu búskap, en upp frá því varð hann fósturpabbi Palla, sonar míns. Kunningsskapur okkar var eðli- lega aldrei mjög náinn, en frá okkar bæjardyrum séð mjög einlægur og opinn. Okkur var alltaf tekið opnum örmum á heimili Guðmundar, en slík er því miður ekki alltaf raunin á hjá öllum í svipaðri aðstöðu. Guðmundur var alltaf mjög jákvæður og raunsær í samskiptum sínum við okkur, en það lýsir best hans persónuleika. Hann kom okkur fyrir sjónir sem mjög einlægur og skoðanafastur maður, fullur af húmor og glaðværð. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við Guðmund og við munum alla tíð virða hann fyrir allt það sem hann gerði fyrir Palla. Elsku Silla, Palli, Valgerður og Gísli Bjarki. Við sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og Guð veri með ykkur. Haukur, Gunnhildur og Linda Rún. Mikið brá okkur þegar við fréttum um lát Guðmundar Gíslasonar, en hann Iést aðfaranótt 22. janúar sl. Við vissum að vísu að hann væri mikið veikur, en maður vonar alltaf og trúir að allt fari vel en því miður varð ekki svo að þessu sinni. Það er varla hægt að trúa því að ungur maður á besta aldri sé kallaður í burtu frá konu og ungum börnum. Það er of sárt til þess að það geti verið satt. Kynni okkar af Guðmundi hófust þegar hann og Sigurlaug hófu bú- skap saman, en sonur okkar, Hauk- ur, var trúlofaður henni og átti með henni eitt barn, soninn Pál Inga. Það kom því í hlut Guðmundar að ala önn fyrir drengnum með konu sinni og gerði hann það af miklum sóma því hann reyndist drengnum sem besti faðir, en slíkt ber ætíð fagurt ErMrykkjur Glæsileg kaííi- hlaðborð (iiilegir saliroginjög góð |)jönusta. Upplýsingíir ísúna22322 FLUGLEIÐIR HOTEL LOFTLEIDIR vitni um góðan mann. Og nú þegar hann er látinn sækja minningarnar á hug okkar hver af annarri og er okkur þá efst í huga þakklæti fyrir allt það hlýja og góða viðmót sem hann ætíð sýndi okkur, ömmu og afa hans Palla. Það var alveg sama hvernig á stóð, alltaf mætti manni bjarta og fallega brosið hans Guðmundar, en hann hafði svo einlægt og fallegt bros. Hann hafði líka alltaf tíma til að spjalla við mann með sínum ein- stæða hressileika sem gerði það að verkum að það var alltaf gaman að hitta hann. Þá skipti það ekki máli hvort það var á Laugarnesveginum þar sem þau byijuðu sinn fyrsta búskap, hann og Silla, eða í Flúðasel- inu en þá voru börnin orðin tvö auk Palla, þau Valgerður og Gísli, og nú síðast í Engjaselinu þar sem þau voru búin að koma sér svo vel fyrir. Allt þetta jákvæða viðmót Guð- mundar til okkar, ömmu og afa hans Palla, gerði það mögulegt að sam- skipti, sem oft geta verið mjög flók- in og erfið, voru mjög auðveld góð. Og ber það að þakka af heilum hug. Elsku Silla, Valgerður, Gísli og Palli, þið eigið alla okkar samúð því sorg ykkar er mikil, en í Spámannin- um segir að þegar fólk er sorgmætt eigi það að skoða aftur huga sinn og þá muni það sjá að það gráti vegna þess sem var gleði þess. Bless- uð sé minning Guðmundar og megi minningin um góðan dreng ætíð ylja ykkur. Ingibjörg og Ingi. Nú er kvaddur einn minn besti vinur. Vinskapur okkar hefur varað í um aldarfjórðung og segja má að aldrei hafi skugga borið þar á. Oft höfðum við þó ólíkar skoðanir á málum en vinátta okkar var yfir það hafína að það skipti okkur nokkru. Þegar góður vinur eins og Guðmund- ur hverfur svo snögglega á braut er erfítt tungu að hræra. Guðmundur Gíslason var fæddur 3. júní 1952. Foreldrar hans voru Gísli Þorsteinsson, f. 9. ágúst 1914, d. 3. febrúar 1992, útgerðarmaður frá Stykkishólmi, og Margrét Sig- urðardóttir frá Hjallanesi í Lands- sveit, f. 10. október 1917. Hún lifir nú son sinn. Auk Guðmundar eign- uðust Gísli og Margrét tvo sonu: Sigurð Inga, f. 16. febrúar 1947, og Þorstein, f. 6. júlí 1950. Guðmundur (Gummi eins og ég kallaði hann) var borinn og barn- fæddur í Reykjavík. Sem barn bjó hann meðal annars í Hvassaleitinu og á Framnesveginum. Hann gekk í barnaskóla í Hlíðaskólanum og síð- ar gekk hann í Verslunarskóla ís- lands og lauk þaðan stúdentsprófí vorið 1973. A sumrum og eitthvað með náminu vann Gummi í Bæjarút- gerð Reykjavíkur í mörg ár og hóf þar fulla vinnu skömmu eftir út- skrift úr Verslunarskólanum. Þar starfaði hann svo þar til í maí 1978 er hann réðst til starfa hjá Heimilis- tækjum hf. og starfaði þar síðan. Hinn 3. júlí 1982 var mikill gæfu- dagur í lífí Gumma, en þá kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Sig- urlaugu B. Gröndal (Siliu), f. 26. maí 1960. Gummi og Silla eignuðust tvö börn; Valgerði Grétu, f. 28. ág- úst 1981, og Gísla Bjarka, f. 31. mars 1984. Fyrir hjónaband átti Sig- urlaug einn son; Pál Inga Haúksson, f. 12. janúar 1978, og er hann alinn upp hjá þeim. Kynni okkar Gumma tókust er við vorum í Verslunarskólanum en þar sátum við í sex ár til stúdents- prófs eins og þá var. I huganum eru þessi ár sveipuð þeim ljóma sem ein- kennir æskuna og oft riijuðum við upp þá gömlu góðu daga. Þar mynd- aðist mikil vinátta á milli okkar nokkurra skólafélaga og segja má að frístundum okkar eyddum við öllum saman um nokkurra ára skeið. Lífsmottó okkar var: einn fyrir alla og allir fyrir einn. Að standa þannig saman á þeim árum sem maður mótast sem mest er ekki lítils virði. Eftir stöndum við nú hnípnir, en minningarnar munu lifa áfram með okkur. Aldrei liðu margir dagar svo að við Gummi hefðum ekki samband okkar á milli og ávallt fylgdumst við vel með því sem var að gerast hvor hjá öðrum. Fólkinu hans kynntist ég mjög vel og eru fjölskyldur okkar samtvinnaðar og mikill samgangur þeirra á milli. Við tókum þátt í gleði og sorg hvor annars. Á tyllidögum var Gummi aidrei langt undan og föðurmissir okkar beggja varð til þess að tengja okkur enn nánari böndum. Þannig man ég Gumma sem traustan vin sem ávallt var hægt að leita til í lífinu. Hann hafði mikið dálæti á blóm- um. Þegar við vorum að fara að heimsækja einhvern og vildum færa viðkomandi eitthvað, vildi Gummi kaupa blóm. Þú segir ekki eins mik- ið með því að gefa hlut eins og með blómum, sagði hann. Engin blóm jöfnuðust á við rauðar rósir í hans huga. Því fannst mér táknrænt nú, þegar Gummi varð svo skyndilega veikur sem raun bar vitni, færði ég honum blóm. Þessi blóm lifðu hann. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hugur okkar Siggu og barnanna okkar er nú hjá fólkinu hans Gumma, hjá Margréti móður hans, bræðrum hans og þeirra fjölskyldum og ekki síst hjá ykkur, elsku Silla mín, Palli, Vaigerður og Gísli Bjarki. Megið þið öðlast styrk til að stand- ast þau áföll sem þessari sorgar- stundu fylgja. Gumma þökkum við allt og allt. Minning hans mun lifa. Megi hann í friði hvíla. Gunnar Guðnason. Allir sem voru samtíða Guðmundi Gíslasyni muna eftir honum vegna hressilegrar framkomu hans ásamt eldrauða hárinu. Ekki hefur verið auðvelt að vera bæði rauðhærður og með þykk gleraugu þegar lítill drengur var að alast upp í Hvassa- leitinu fyrir rúmum þrjátíu árum. Hins vegar hefur það að öllum líkind- um haft áhrif á hvað hann var ætíð fljótur til svars og opinn persónu- leiki. Hann tók þann pól í hæðina að taka lífínu með jákvæðu hugar- fari í stað þess að láta annað fólk pirra sig. Hann var einkar hreinskil- inn og sagði það sem honum bjó í bijósti svo blátt áfram og af svo mikilli einlægni að viðmælendur gátu ekki annað en tekið því vel, þótt stundum kæmi hann við við- kvæman blett. Við kynntumst Gumma í Verslun- arskólanum og var hann heimagang- ur á Hólatorginu fyrstu árin meðan Bjarni bjó í foreldrahúsum. Þótti systkinunum átta alltaf gaman þeg- ar hann lét sjá sig því þá var yfir- leitt fjör á ferðum og oft rifjaðar upp sögur af mönnum sem tengdust sjónum, enda feður beggja útgerðar- menn. Einnig rifjaði Gummi upp sögur af konunum í Bæjarútgerð- inni, þar sem hann hafði unnið á sumrin. Nokkur Hólatorgs-systkin- anna höfðu einnig unnið þar í fiski, þannig að flestir könnuðust við per- sónurnar, sem um var rætt. Var auðheyrt að þrátt fyrir að krakkarn- ir gerðu í því að stríða eldri kynslóð- inni var það allt í góðu og fór ætíð vel á með starfskonunum og Gumma. Þegar við stofnuðum heimili í Hrafnhólum var hann tíður gestur í kvöldkaffi, því sjálfur bjó hann í Blikahólum og stutt var að fara. Alltaf fylgdi honum sami hressileik- inn og hávaðinn, enda lá honum ekki beinlínis lágt rómur og hann hló alltaf mikið og hátt. Stundum furðaði hann sig á uppeldi elsta son- ar okkar og lá ekkert á skoðunum sínum þegar honum fannst drengur- inn of fyrirferðarmikill. Hann var þó fyrstur manna til að viðurkenna þegar hann eignaðist fyrsta barn sitt að auðveldara væri að ala upp annarra manna börn, einkum þegar maður ætti ekkert sjálfur. Þó minningarnar séu aðallega tengdar góðum og gleðilegum stund- um átti Gummi að sjálfsögðu sínar alvarlegu hliðar. Kæmu upp vand- mál var hann ekkert að tvínóna við hlutina heldur leitaði lausna hið fyrsta. Hann var vinur vina sinna og brást þeim ekki. Vantaði góð ráð t.d. viðvíkjandi starfinu var auðvelt að hringja í vinnuna til hans og leita álits. Hann bar einnig ætíð mikla umhyggju fyrir foreldrum sínum, Margréti Sigurðardóttur og Gísla Þorsteinssyni. Var hann þeim mikill styrkur í veikindum þeirra, en faðir hans lést fyrir örfáum árum. Móðir hans horfir hins vegar á eftir yngsta syni sínum. Gummi talaði alltaf um föður sinn sem „kallinn“, en það fékk aldrei niðrandi merkingu, því aðdáunin og virðingin leyndu sér ekki. Einnig voru systkinabörnin honum ofarlega í huga og bar hann velgengni þeirra mjög fyrir bijósti. Minnumst við þess hversu gleði hans var mikil þegar þeim gekk vel og hvað hann langaði til að hjálpa þeim þegar erfiðleikar steðjuðu að. Guðmundur kvæntist Sigurlaugu Gröndal eða Sillu 3. júlí 1982. Þau eignuðust tvö börn, Valgerði Grétu, f. 28. ágúst 1981 og- Gísla Bjarka, f. 31. mars 1984. Fyrir átti hún einn son, Pál Inga Hauksson, f. 12. jan- úar 1978, sem Guðmundur gekk í föðurstað og leit alla tíð á sem eitt af sínum börnum. Þegar börnin komu til sögunnar fækkaði samverustundunum, en Guðmundur var þó mun duglegri áð heimsækja okkur en við hann. Er það enn eitt dæmið um hversu mik- ill vinur hann var. Ekki stóð á því að í nærri hveiju jólakorti voru hvatn- ingarorð á báða bóga um að láta nú verða af því að hittast oftar. Ekki grunaði neitt okkar um síðustu jól að svo yrði ekki og að leiðir okk- ar skildu eins snögglega og raun ber vitni. Viljum við votta Sillu, börnunum, móður, bræðrum og öðrum sem eiga um sárt að binda okkar dýpstu sam- úð. Guð blessi ykkur öll. Bjarni og Hildur. í dag verður góður vinur minn borinn til grafar. Þegar gamli skóla- bróðir okkar og vinur, Gunnar, hringdi í mig um daginn og sagði mér frá alvarlegum veikindum Guð- mundar, varð mér ónotalega brugð- ið. Enn brá mér og fylltist söknuði morguninn eftir, þegar Gunnar sagði mér að Guðmundur hefði andast þá um_ nóttina. Ég kynntist Guðmundi, þegar við hófum nám við Verzlunarskóla ís- lands fyrir rúmum aldarfjórðungi. Við urðum strax mjög góðir vinir og hélst sú vinátta áfram, þó tæki- færum til að hittast fækkaði. Marg- ar góðar minningar frá skólaárun- um, ferðalögum og öðrum stundum sækja á hugann og sé ég Guðmund alltaf fyrir mér brosandi og í góðu skapi. Guðmundur átti góða og sam- heldna íjölskyldu og votta ég Sillu, börnunum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Guðmundar varður sárt saknað. Blessuð sé minn- ing hans. Friðrik Þór. j Hversu dapurlegt er ekki það, að fá fregnir um að kær vinur og sam- starfsmaður sé nú horfinn úr tölu lifenda? Maður eins og Guðmundur Gíslason sem fyrir örfáum dögum lifði og hrærðist meðal okkar hinna,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.