Morgunblaðið - 01.02.1994, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994
connections.
KNOW-HOW.
DCAIS.
1N NEWYORKS
fíNEST HOTEl
Hf AAAKES IT HAPPEN
FOR EVERYONE
EXCEPT HJMSEtF.
u UNTRNOW.
pV^lJMran
SOA/A/ AST
nappet
Jl Hr Imst \ b I
Tti Cmilmts nóú. , /WfPfKV/IW"
Irnsl tér nt Smer Irábær M.
.Mir ternr rliméla ilater oi ánæm ér éíé“ Daiens Hréeúer. 11
Sprenghlægileg grínmynd frá STEPHEN FREARS sem skrifaði handrit
og var framleiðandi THE COMMITWIENTS. Það veldur miklu uppnámi
í Curley fjölskyldunni þegar dóttirin Sharon tilkynnir að hún sé ólétt
en neitar jafnframt að gefa upp faðerni „krógans".
Sýnd kl. 7 og 11.
Braðskemmtileg gamanmynd um mottokustjórann Doug
(Michael J. Fox) sem vinnurá hóteli í Nevv York og reddar öllu
fyrir alla. Hann þarf að gera upp á milli framadrauma sinna
og stúlkunnar Andy(Gabrielle Anwar - „Scent of a Woman“).
YS OC ÞYS UT AF ENGU
★ ★
POST
★ ★
EMPIRE
★ ★ ★★★
Ri* 2 Mbl. .
Sýnd kl. 9 og
11.15. Bönnuð
innan 16 ára.
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð innan 12 ára.
Stórmynd með úrvals leikurum.
Hefur fengið frábæra dóma.
Sýndkl.5, 7.05, 9.05
og 11.15.
Frábær mynd um stúdenta sem hittast og rifja upp „gomlu goðu
dagana'1. Þeir sjá þennan tima i dýrðarljóma og minnast allra prakk-
arastrikanna. Þegar sýnd eru leiftur úr fortíðinni reynist raunveru-
leikinn svolitð öðruvísi. Margir máttu þola niðurlægingu sem kom fram
i allt of ströngum aga, einelti og ofurkappi foreldranna um að þeir
stæðusig. ★★★★★ B.T. + + + + + + E.B.
Sýndkl. 7.05, 9og 11.
Metsölublað ú hvetjum degi!
w*'-
Háskólabíó
STÆRSTA BIOIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
HASKOLABIO
SÍMI 22140
MOTTOKUSTJORINN
VANRÆKT vOR
AA I C H A E L J FOX
Formaður Félags löggiltra dómtúlka og skjalaþýðenda
Stofnanir HI í beinni
samkeppni við okkur
' „VIÐ GETUM ekki sætt okkur við að starfsmenn hins opinbera
nýti aðstöðu og tæki opinberrar stofnunar fyrir starfsemi, sem
er í beinni samkeppni við starfsemi á frjálsum markaði," sagði
Lars H. Andersen, formaður Félags löggiltra dómtúlka og skjala-
þýðenda, í samtali við Morgunblaðið. Lars sagði að þýðendur
væru mjög ósáttir við að Málvísindastofnun Háskólans og Stofn-
un HÍ í erlendum tungumálum tækju að sér þýðingar fyrir ein-
staklinga og fyrirtæki. Þá hefði viðskiptaskrifstofa utanríkis-
ráðuneytisins sent bréf til stofnana og félagasamtaka, þar sem
bent er á þann möguleika að leita til starfsmanna EB-þýðinga,
sem geti tekið að sér ýmis verkefni. Félagið leitaði til Samkeppn-
isstofnunar vegna starfsemi Málvísindastofnunar, en þaðan bár-
ust þau svör að ekki væri tilefni til frekari aðgerða.
Lars segir að Málvísindastofnun
hafí vakið athygli á starfsemi sinni
með dreifibréfi í september sl. Þar
segir m.a., að stofnunin taki að
sér þýðingar úr ensku og Norður-
landamálunum. Félag löggiltra
dómtúlka og skjalaþýðenda fór
þess þá á leit við Samkeppnisstofn-
un að hún hlutaðist til um að þess-
ari starfsemi yrði hætt. Sam-
keppnisstofnun óskaði eftir at-
hugasemdum Málvísindastofnunar
og í þeim segir m.a.: „Málvísinda-
stofnun annast hvorki skjalaþýð-
ingar né dómtúlkun og hefur því
ekki seilst inn á svið löggiltra dóm-
túlka og skjalaþýðenda með nein-
um hætti.“ Samkeppnisstofnun
sagði, í bréfi til Félags löggiltra
dómtúlka og skjalaþýðenda, að
hún teldi þetta svar fullnægjandi.
Hártogun
Lars var inntur eftir því hvers
vegna félagsmenn hans væru ekki
sáttir við þessar lyktir máia. Hann
svaraði því til, að þarna væri um
hártogun að ræða, því þótt félagið
bæri þetta nafn, þá færi því fjarri
að félagsmenn fengjust eingöngu
við dómtúlkun eða skjalaþýðingar.
„Stærstur hluti starfs okkar felst
í almennum þýðingum, en það er
einmitt inn á það svið sem Málvís-
indastofnun hefur seilst. Þá hefur
Stofnun Háskóla íslands í erlend-
um tungumálum hafið svokallaða
þýðingamiðlun, en í því felst að
þýðendur skrá sig hjá stofnuninni,
sem sér um að úthluta þeim verk-
efnum sem berast. Okkur finnst
iíka ekki saman að jafna, hvort
fólk getur leitað til þessara stofn-
ana, eða þær markaðssetja sig
með dreifibréfum.“
Lars sagði að félagið hefði sent
menntamálaráðherra og rektor HI
bréf í byijun desember vegna
málsins og farið fram á að þeir
beittu sér fyrir því að þessari starf-
semi stofnana Háskólans verði
hætt. Ekki hafa borist svör við
þeirri málaleitan. „Það er óþolandi
aðstöðumunur á þessum stofnun-
um og svo þýðendum, sem starfa
sjálfstætt og verða að byggja upp
alla sína starfsemi á eigin spýtur.
Við ætlum ekki að láta hér við
sitja, heldur skrifa Samkeppnis-
stofnun á ný og nú ekki aðeins
varðandi Málvísindastofnun, held-
ur og Stofnun Háskólans í erlend-
um tungumálum. Þá má benda á
að 1. febrúar rennur út umsóknar-
frestur um stöðu framkvæmda-
stjóra síðamefndu stofnunarinnar
og við viljum að félagsmenn okkar
geri sér grein fyrir hver afstaða
félagsins er til starfseminnar,“
sagði Lars H. Andersen, formaður
Félags löggiltra dómtúlka og
skjalaþýðenda.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Eigendur og starfsfólk Pizza 67 á Isafirði með þorrapizzurnar f.v.
Ólafur Ásberg Árnason, Július Pálsson, Árni B. Ólafsson og Drífa
Björk Þórarinsdóttir.
Boðið upp á þorra-
pizzu á Isafirði
Bolungarvík.
PIZZASTAÐURINN Pizza 67 á ísafirði hefur á boðstólum
þorrapizzu nú á þorranum og er slík pizzugerð ekki stunduð
annars staðar í heiminum svo kunnugt sé.
Pizza 67 hóf starfsemi sína á
ísafirði í desember sl. Það eru
þeir feðgar Árni B. Ólafsson og
sonur hans Ólafur Ásberg sem
eiga og reka staðinn með fram-
leiðsluleyfi Pizza 67 í Reykjavík.
Þorrapizzan samanstendur af
16“ pizzubotni sem hlaðinn er
hefðbundnum íslenskum þorra-
mat, sviðasultu, lundabagga,
bringukollum, súrum hrútspung-
um, hákarli, harðfiski, hangiketi
og slátri og auk þess er til staðar
rófustappa, flatkökur og smjer.
Þorrapizza sem þessi er talin
hæfilegur skammtur fyrir fjóra og
að sjálfsögðu er það einstaklings-
bundið hversu mikið menn borða
af þessari þjóðlegu fæðu. Það skal
fúslega vottað hér að pizzubotninn
bragðast bara vel með þorramatn-
um og hér fellur vel að hvort öðru
grunnur frá matargerðarlist ítala
og rammíslenskur matur sem á
sér langa hefð.
- Gunnar.