Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994
49
Aad Groeneweg og Eyþór Sigmundsson með stórlax ór Miðfjarðará.
Betri spá um Miðfjarðará en búist var við
Góð heildarveiði
og fleiri stórlaxar
Dr. Tumi Tómasson fiskifræðingur útibús Veiðimálastofnunar á
Hólum í Hjaltadal telur að ekki þurfi að hafa áhyggjur af lakri lax-
gengd í Miðfjarðará á komandi sumri. Hann á von á verulegri aukn-
ingu á stórlaxaveiði og telur að gönguseiðaframleiðsla hafi ekki spillst
alvarlega í kuldunum í fyrra.
Þetta kemur fram í árlegri skýrslu
hans frá svæðinu, en hann hefur
; stundað umfangsmiklar rannsóknir á
Miðfjarðará og þverám hennar Aust-
urá, Núpsá og Vesturá um langt ára-
bil. Þessi niðurstaða kemur nokkuð á
óvart þar sem að vor- og sumarkuld-
ar síðasta sumar töfðu för gönguseiða
til hafs langt fram eftir sumri. Síð-
asta sumar veiddust 1.028 laxar í
Miðfjarðará og var það mun minna
heldur en vonir höfðu staðið til. Af
því voru 775 smálaxar og 253 stórlax-
ar og var það einkum fæð hinna síðar-
nefndu sem olli vonbrigðum.
Um horfumar segir Tumi í skýrslu
sinni: Þótt veiðin 1993 hafi valdið
vonbrigðum, einkum stórlaxaveiðin,
er ekki ástæða til að örvænta um
veiðina 1994. Smálaxaveiðin 1993
verður að teljast nokkuð góð, miðað
við tiltölulega kalt tíðarfar 1992 og
von er til að hlutfall stórlaxa úr
gönguseiðaárganginum 1992 verði
eðlilegt og hærra en úr 1991-árgang-
inum. Ég á því von á verulegri aukn-
ingu á stórlaxaveiðinni 1994.
Óvenju væn gönguseiði
Þótt sumarið 1993 hafi verið með
eindæmum kalt virðist gönguseiða-
framleiðslan ekki hafa orðið fyrir af-
gerandi áfalli, líklega vegna þess að
heildarþéttleiki seiða er nú minni en
áður vegna smárra árganga 1992 og
1993. Seiðin gengu hins vegar mjög
seint til sjávar, en á móti kom að þau
voru óvenju væn. Ekki verður annað
séð en að forsendur séu til að smá-
laxaveiði verði svipuð því sem var
1993, þótt í þeim efnum sé aldrei á
visan að róa. Ég geri mér því alveg
eins vonir um að heildarveiðin 1994
verði góð þegar upp verður staðið.
UR DAGBOK
LÖGREGLUIMNAR í REYKJAVÍK:
28.-31. janúar 1994
Talsvert var kvartað yfír akstri
vélsleða innan borgarmarkanna.
Að gefnu tilefni er rétt að minna
á að á síðasta ári var sett ákvæði
í umferðarlögin, sem kveður á um
að í þéttbýli megi ekki í heimildar-
leysi aka, stöðva eða leggja vélkn-
únu ökutæki utan vega á svæði
sem ekki er ætlað fyrir umferð
vélknúinna ökutækja. Þannig má
ekki aka vélsleða í þéttbýli innan
borgarmarkanna, nema það hafí
verið sérstaklega leyft af borgar-
yfirvöldum eða einstökum eigend-
um lóða. Undanþegin þessu
ákvæði er akstur vegna óhjá-
kvæmilegrar þjónustu, s.s. sjúkra-
flutninga eða annarrar sambæri-
legrar umferðar sem upp kann
að koma. Þess fyrir utan má ekki
aka vélsleða eða torfærutæki eftir
vegi nema skemmstu leið yfir veg,
eins og segir í umferðarlögunum.
Þá liggur fyrir samþykki borgar-
yfirvalda frá 6. júní 1985 er bann-
að akstur hvers konar vélknúinna
ökutækja utan vega í Elliðaár-
dainum. Þar sem um er að ræða
samspil umferðar hestamanna,
vélsleðamanna og gangandi fólks,
þar sem akstur vélsleða er leyfður
utan þéttbýlis, þarf hver um sig
að sýna varúð, forðast óþarfa
hávaða og gæta fyllstu tillits-
semi. Vélsleðamenn og aðrir eru
hvattir til að virða gildandi reglur.
Færð var érfið aðfaranótt laug-
ardags, snjókoma og skafrenning-
ur. Fátt fólk var á ferli utan dyra
í miðborginni og þeir fáu, sem
sáust þar eftir að vínveitingastöð-
um var lokað, flýttu sér í nálæg
ökutæki og af vettvangi. Þá nótt
þurfti lögreglan að hafa afskipti
af fjórum sendibifreiðastjórum og
síðan tveimur til viðbótar aðfara-
nótt sunnudags. Þeir viðurkenndu
að vera að flytja fólk gegn gjaldi,
en það er þeim sem og öðrum er
ekki hafa til þess sérstakt leyfi
með öllu óheimilt. Lögreglan vill
sem fyrr hvetja bifreiðastjóra,
hvort sem um er að ræða sendibíl-
stjóra eða leigubílstjóra, að virða
gildandi reglur er lúta að starfs-
sviði hvor annars. Hvað sem líður
áliti eða skoðun einstakra manna
á núverandi reglum eru þær sú
viðmiðun er ber að hafa í heiðri
þangað til eitthvað breytist í þeim
efnum.
Annríki er venjulega tengt lok-
un vínveitingastaðanna. Þá þyrp-
ast þúsundir manna út á götumar
í leit að leigubifreiðum. Breyting
sú er gerð var fyrir allnokkrum
árum þegar opnunartími staðanna
var lengdur og átti að verða allra
meina bót hefur ekki orðið til
þess að bæta ástandið. Það er
spurning hvort ekki væri ástæða
til, úr því sem komið er, að athug-
að verði sérstaklega hvort ótak-
markaður opnunartími veitinga-
staða geti ekki haft áhrif á þróun
þessara mála til hins betra.
Á laugardagsmorgun var til-
kynnt um innbrot í söluturna við
Kleppsveg við Lóuhóla, við Gnoð-
arvog, við Norðurbrún, við Lang-
holtsveg, við Hraunbæ og við
Bræðraborgarstíg. I öllum tilvik-
um voru spilakassar brotnir upp
og úr þeim stolið skiptimynd. Þá
var tilkynnt um að brotist hefði
verið inn í fatahreinsun og íbúðar-
hús við Njálsgötu. Alls var til-
kynnt um 22 innbrot um helgina,
6 minniháttar líkamsmeiðingar og
12 ökumenn eru grunaðir um ölv-
unarakstur. Þá var tilkynnt um
38 árekstra og 4 umferðarslys.
Á laugardagsmorgun var
vonskuveður, rok og ofankoma.
Fólk hringdi mikið í neyðarsímann
til að spyija um færð jafnt á göt-
um borgarinnar sem og norður á
Sauðárkrók. Á tímabili var mikið
ónæði vegna þessara hringinga,
en fólk virðist ekki átta sig á að
neyðarsími lögreglu er ekki ætlað-
ur til þess konar nota. Hins vegar
hefur lögreglan á að skipa sér-
stökum upplýsingasíma sem svar-
að er í allan sólarhringinn,
699020.
Fimmtán tíma beitar-
húsaferð í Hrafnkelsdal
Vaðbrekku, Jökuldal.
BEITARHÚSAFERÐ Kristrúnar Pálsdóttur, bónda á Aðalbóli, varð
lengri en hún reiknaði með síðastliðnn laugardag vegna óveðurs sem
skall á meðan hún var við gegningar á Faxahúsum sem eru sex kíló-
metrum innan við Aðalból í Hrafnkelsdal.
Kristrún lagði af stað á Faxahús
frá Aðalbóli klukkan eitt á laugardag
í sæmilegu veðri en þó var byrjað
að snjóa, en hún á snjósleða og gekk
ferðin inneftir vel sem og gegning-
arnar í húsunum.
Lagði hún af stað aftur áleiðis
heim þegar klukkan var rúmlega tvö
en þá hafði bætt veruléga í vind og
skyggni orðið mjög slæmt. Komst hún
þó nokkurn veginn klakklaust út fyr-
ir Laugarhús sem er rúmlega tveggja
kflómetra leið en þegar túngirðing-
unni utanvið Laugarhús sleppti og
Aðalbólsnesið tók við var ekki viðlit
að rata lengra vegna veðurs. ■
Eftir að hafa reynt að halda áfram
og hálf villst auk þess sem snjósleð-
inn gekk illa í kófinu sneri hún heim
að Laugarhúsum en þar eru ónotuð
fjárhús fjórum kílómetrum innan við
Áðalból, þangað var hún komin um
það bil' klukkan þrjú.
Á Laugarhúsum lét hún fyrirber-
ast þangað til klukkan fjögur aðfara-
nótt sunnudags eða í 13 klukkutíma.
Allan þann tíma var snarvitlaust
veður og ekki hundi út sigandi, en
þá var hennar vitjað af Sveini og
Gunnari frá Aðalbóli.
Hlóð byrgi úr heyböggum
Aðspurð sagði Kristrún vistina á
Laugarhúsum hafa verið þokkalega.
Þó hafði hún blotnað aðeins úti í
veðrinu og svitnað við að gefa fénu
svo hrollur hafi verið í sér til að
byija með, en þó varð henni ekki
kalt þar sem hún hafði verið vel
búin. Auk þess hlóð hún sér smá
byrgi úr heyböggum sem voru í hlöð-
unni á Laugarhúsum og hafðist hún
þar við á' milli þess sem hún gekk
um gólf sér til hressingar ásamt
hundinum Lappa sem var með henni
allan tímann.
Kristrún sagðist ekki hafa haft
neinar áhyggjur af tímanum sem hún
beið á Laugarhúsum nema ef þeir
heima færu að ganga út í veðrið
meðan það var enn vont til að leita
að henni.
Ekki vissi hún gjörla hvað tíman-
um leið því hún sá ekki á klukkuna
því kolsvarta myrkur var í hlöðunni,
kvaðst hún hafa dottað annað slagið
en ávallt hafa vaknað við það að
henni kóinaði.
Það var svo kíukkan fjögur eins
og áður sagði að Sveinn og Gunnar
komu á túttujeppa og fóru heim með
hana en þá hafði hún verið rúma
fimmtán klukkutíma að heiman, en
á venjulegum degi tekur beitarhúsa-
ferðin milli einn og tvo klukkutíma.
Vissu ekki hvar þeir voru
í samtali við fréttaritara sagði
Sveinn Pálsson bróðir Kristrúnar að
hann hafí reynt að fara á snjósleða
að líta eftir henni um fimm leytið á
laugardaginn en ekki komist nema
rétt innfyrir bæinn og orðið frá að
snúa vegna veðurs.
Það var síðan um klukkan sex sem
þeir lögðu af stað aftur, hann og
Gunnar Svavarsson systursonur hans
en nú á jeppa á stórum dekkjum.
Gekk sú ferð mjög hægt, þar sem
veðrið var svo vont og skyggni nán-
ast ekkert. Þó náðu þeir að paufast
rúman kílómetra á um þrem tímum
með því að ganga á undan bílnum
með vasaljós.
Eftir þessa þijá tíma stoppuðu
þeir, enda ekki alveg vissir hvar þeir
voru, og ekki má mikið útaf bera
þar sem volgrur eru víða meðfram
Hrafnkelu og annarstaðar í dalnum
sem éta af sér og vont er að lenda
ofaní. Létu þeir þar fyrirberast í bíln-
um frá því klukkan níu um kvöldið
þar til klukkan þijú um nóttina.
Sagði Sveinn ekki hafa væst um þá
í bílnum, þeim var hlýtt og með far-
síma og því í sambandi heim í Aðal-
ból. Klukkan þijú hafði veðrinu slot-
að svo mikið að þeir sáu hvar þeir
voru og gátu haldið áfram og fóru
alla leið inná Faxhús og þar sem
Kristrún var farin þaðan fóru þeir
útá Laugarhús og fundu hana eins
og áður sagði klukkan fjögur.
Aðspurður sagði Sveinn að þeir
heimamenn . á Aðalbóli hefðu ekki
haft mjög miklar áhyggjur af Kristr-
únu þar sem þeir reiknuðu með því
að hún léti fyrirberast á Faxahúsum
og ef hún hefði farið af stað þaðan
hefði hún alltaf komist heim á Laug-
arhús ef hún treysti sér ekki alla
leið heim, en áður hefur komið fyrir
að menn hafa verið veðurtepptir við
gegningar á þessum beitarhúsum.
- Sig. Að.
HOTEL BORG
Forréttir
Heimabakað hvítlauksbrauð kr. 29J
Blandað salat með avocado, grænmeti, stökkri svartrót og tóinatteningum kr. 490
Steiktir humarhalar með villihrísgrjónum, tómat, sveppunt og salati kr. 990
Ristuð hörpuskel með ratatouillc og ferskum lasagnahlöðum kr. 790
Karrýkókos-fiskisúpa með ffnt skomu grænmeti kr. 690
Hvítlauks pasta með krentsósu og fururhnetu pesto kr. 690
Kjúklinga „mille-feuille" nteð ólífum, graskeri og salati kr. 860
Grœnmetisréttir
Grænmetis lasagna með blönduðu salati, ólífum og parmcsan kr. 1250
Spínat og laukterta með kremttðum vinaigrette og grænmeti kr. 1150
Aöalréttir
Fiskur dagsins kr. 1390
Ofnbökuð laxasneið með hvítlauks-spínatmauki og fersku grænmeti kr. 1490
GriUuð sinnepsmarinemð kjúklingabringa
með hýðishrisgrjónum, spínati og hunangssoyasósu kr. 1590
Grilluð nautalund með steiktri steinseljurót, sveppum og rauðvínssósu kr. 2390
Lambahryggur hjúpaður kryddjurtaraspi með snjóbaunum og tómötum kr. 1790
Hunangssteikt pekingönd
nteð kartöllumauki, sterkum pecanhnetum og eplum kr. 2690
Tagliatelle með grillaðri kjúklingabringu og sinnepssösu kr. 1490
Rósmarin steiktur kálfahryggur nteð selleri, eplum og cidersósu kr. 1890
Prime rib nauta franthryggur
nteð kremuðum sveppum, kryddbökuðum shallotlauk og hvítlauk kr. 1990
NÝR MATSEÐILL
m
HÁRSNYRTI- VÖRURNAR
o
13010
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG
Fjörug bílaviðskipti
Vantar góða bfla á skrá
og á staðinn.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
V/Reykjanesbraut.
Kopavogi, sími
671800
Toyota 4Runner EFi ’85, rauður, 5 g., ek.
113 þ., sérskoðaður, 35“ dekk, 4:10 hlut-
Daihatsu Charade TS EFi 16v ’93, rauð-
ur, 1300 vél, bein innsp., 5 g., ek. aðeins
6 þ. km. Sem nýr. V. 860 þús.
Mazda 626 GLX Hastcack '88, hvítur,
sjólfsk., ek. 96 þ., rafm. í rúðum o.fl. V.
690 þús., sk. á ód.
Nissan Sunny SLX '91, 5 g., ek. 43 þ.,
rafm. í rúðum, central læs. V. 860 þús.,
sk. á ód.
Subaru Legacy 1800 '91, 5 g., ek. 55 þ.,
rafm. í rúðum, central læs. V. 1420 þús.,
sk. á ód.
MMC Pajero stuttur '83, Buick-vél (ný-
uppt.), upphækkaður, 35“ dekk o.fl.
Óvenju gott eintak. V. 670 þús.
Nissan Sunny SLX '91, hvítur, 4ra dyra,
5 g., ek. 43 þ., rafm. í rúðum, central
læs. V. 860 þús., sk. á ód.
Toyota Corolla XL Sedan '89, rauður, 4
g., ek. 73 þ. km. V. 620 þús., sk. á ód.
Skoda Favorit '91, 5 dyra, ek. 39 þ. km.
Tilboösverð kr. 290 þús.
Cherokee (langur) '83, 4 g., V-6. Gott
ástand. Tilboðsverð kr. 490 þús.
Daihatsu Applause 16v '90, vínrauður, 5
g., ek. 68 þ., vökvast., rafm. í rúðum o.fl.
V. 750 þús., sk. á ód.
MMC Pajero V-6 '91, grár/blár, sjálfsk.,
ek. 52 þ., sóllúga, álfelgur, rafm. í öllu
o.fl. V. 2.2 millj., sk. á ód.
Mikið breyttur Bronco '74, 4 g., 8 cyl.
(460 cc), 205 millikassi, Unimoc hásingar,
44“ dekk o.fl. V. 650 þús.
MMC Pajero langur T.D. m/lntercooler
92, grænn/tvílitur, sjálfsk., ek. 52 þ., sól-
lúga, álfelgur, rafm. í rúðum, central læs.,
spoiler, 31 “ dekk o.fl. V. 3,1 millj., sk. á ód.
Subaru Legacy Artlc '92, vínrauður,
sjálfsk., ek. 20 þ., rafm. í rúðum, álfelgur,
central læs. V. 1880 þús., sk. á ód.
Mazda 323 GLX '91, hvítur, 3ja dyra, 5
g., ek. 44 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 850
þús., sk. á dýrari eða ód.
MMC Colt GLX '89, rauður, sjálfsk. ek.
70 þ. V. 680 þús.
Honda Civic LSi '92, rauður, 3ja dyra, 5
g., ek. 18 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler,
central læsing o.fl. V. 1150 þús.
Toyota 4Runner V-6 '92, blár, 5 g., ek.
32 þ., 33“ dekk, sóllúga, brettakantar o.fl.
V. 2.750 þús.
Toyota Douple Cap diesel '92, rauður, 5
g., ek. 46 þ., upphækkaður, 33“ dekk,
lengd skúffa, brettakantar o.fl. Vsk-bíll.
V. 1890 þús.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á sídum Moggans! y
m