Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 53

Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1994 53 Skrautfjaðrir annarra Frá Hjalta Skaftasyni: Sveinn Andri Sveinsson hefur nýlega birt afrekaskrá síðasta kjör- tímabils ásamt mynd, laglegur piltur og greindarlegur á svip. En það er afrekaskráin sem ég hnaut um því ég er starfsmaður hjá fyrirtæki sem hann hefur nánast lagt í rúst, a.m.k. hvað móral og starfsanda snertir. Því nýlega er búið að pakka því inn í gjafapappír einkavæðingar eða einkavinavæðingar eftir því frá hvorri hlið er horft á þennan ósóma þeirra sem hafa með frekju og yfir- gangi yfirtekið traust og gott fyrir- tæki í eigu borgarinnar. 200 milljóna betri afkoma SVR er fyrsta skraut- fjöður hans. En gleymdist ekkert þarna? Hinn 9. október 1990 bar hann fram tillögu í stjórn SVR um 8,2% hækkun á fargjöldum, og 28. maí 1991 aðra tillögu um að fækka ferðum vagnanna úr 15 mínútna Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu verður framvegis varð- veitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. tíðni í 20 mínútna tíðni. Einnig að draga úr akstri á kvöldin og um helgar, sem skerti þjónustuna veru- lega og dró úr kostnaði fyrirtækisins um leið. Þess má geta að þegar honum var troðið inn í stjórn SVR, með aðferð- um sem eiga lítið skylt við lýðræði, höfðu þeir sem þar voru við völd samið um kaup á 70 nýjum strætis- vögnum af fullkomnustu gerð, sem allir hafa verið teknir í notkun á síðustu tíu árum, utan tveir. Það hafði í för með sér að viðhald og tíðni bilana stórminnkaði og kostn- aður um leið. Næsta skrautfjöður er Græna kortið og næturakstur. Mánaðarkort í vagna SVR eru árag- amlar hugmyndir sem oft hafa verið ræddar. Hinn 14. mars 1989 bar Hallur Magnússon fram tillögu þar að lútandi í stjórn SVR. Það er því ljóst að Sveinn Andri fann hvorki Græna kortið né hjólið upp. Hvað varðar akstur strætisvagnanna um nætur get ég upplýst að það var, held ég, Kvennalistinn sem bar upp tillöguna um næturakstur og þótti hún ekki merkileg þá. Man ég að Sveinn Björnsson, núverandi for- stjóri SVR, sem er að eðlisfari dag- farsprúður maður, fór geyst í blaða- grein 8 ágúst 1983 og talaði um náttblindu hjá þeim sem fluttu þessa fáránlegu tillögu og sagði meðal annars: „Kjarni málsins er, að við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildum ekki stuðla að því, að böm og unglingar yrðu nánast hvattir til að hángsa fram á nætur í miðborg- inni.“ En ef stjórnendur borgarinnar ætla að flytja vandamál miðborg- arinnar í vagna SVR, þá hlýt ég að spyrja: „Hvort er betra, náttblinda eða siðblinda?" Um skrautfjöður þrjú og fjögur vil ég segja að ég fagna því ef vel hefur tekist til. Það að takmarka umferð vinnuvéla í þéttbýii er ára- tuga gamalt og heldur léleg kosn- ingabeita. Um það síðasta á lista afrekanna vil ég benda á að það hlýtur einhver að muna eftir samn- ingabrölti hans þegar hann með vinstri hendi var að þenja borgina upp í Ilvalfjarðarbotn en með þeirri hægri að rústa samgöngum í borg- inni og minni ég þar á afskipti hans af leigubílum og strætisvögnum. Það er því ljóst að Sveinn Andri skreytir sig fullmikið með skrautfjöðrum annarra. Þess má geta í sambandi við SVR að sú ánægjulega þróun hefur orðið að farþegum hefur fjölgað með til- komu Græna kortsins og líklega slæmt árferði og versnandi efnahag- ur þar með verkandi. Eg get ekki fallist á að Sveinn Andri eigi sök á slæmu árferði, en hann ásamt borgarstjóra bera alla ábyrgð á hvernig komið er fyrir SVR og þeirri orustu sem þar geisar nú og ekki sér fyrir endann á. Eins ber hann mikla ábyrgð á þeim tilvistar- vanda sem borgarstjórnarmeirihlut- inn á í núna. Það er því líklegt að sjálfstæðismenn eigi eftir að hrasa um þá staðreynd að vera hans í stjórn SVR hafi verið stór mistök og að pólitískir framagosar sem fót- um troða lýðræði og skoðanir ann- arra séu úrelt fyrirbæri. Þó þá varði ekki um fólk, þá er það fólkið sem skiptir máli. Það voru framsýnir menn sem færðu Reykvíkingum strætisvagn- ana lýðveldisárið 1944. Vil ég skora á þá er taka við borginni í vor að nota fimmtíu ára lýðveldisafmælið í ár og taka gjafapappírinn utan af SVR og færa okkur það aftur því fólkið í Reykjavík á SVR. Svo vona ég að SVR vaxi og dafni eftir þetta tímabil niðurlægingar og ofbeldis sem starfsmenn SVR hafa mátt þola síðustu mánuði. Einnig að ráðamenn borgarinnar vandi val sitt á þeim er þeir setja í stjórn fyrirtækisins því síðasta kjörtímabil er tími sem allir vilja gleyma. HJALTI SKAFTASON, vagnstjóri SVR. LEIÐRÉTTING Menntun varð að skemmtun í frétt á blaðsíðu B9 í Morgun- blaðinu á sunnudag varð meinleg prentvilla í frétt frá Fóstrufélagi Islands. Orðið menntun varð að skemmtun í niðurlagi fréttarinnar, sem átti að hljóða svo: „Stjórn Fóstrufélags íslands harmar að yf- irvöld Reykjavíkurborgar skuli ekki virða rétt barna til menningar og menntunar." Vinningstölur 29. ian. 1994 I ^^(29) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5ai5 0 5.531.463 A. 4af5'5 |Ti 568.737 3. 4aí5 148 6.628 4. 3ai5 4.667 490 , Heildarvinningsupphæðþessaviku: 9.367.974 kr. M > upplvsingar.sImsvari91-681511 lukkulIna991002 VELVAKANDI HUGSIÐ DÆMIÐ TIL ENDA FÉLÍTIL kona hringdi og vildi mótmæla undirskriftum þess efnis að rugla útsendingar Rík- issjónvarpsins. Ef Ríkissjón- varpið verður ruglað fylgir þá ekki Ríkisútvarpið með í pakk- anum? Henni finnst það ósenni- legt að RÚV muni lækka ið- gjöldin þó þeir tækju sjónvarpið út úr pakkanum og fólk borgaði fýrir sjónvarpsútseridingu sér- staklega. Hún telur að þetta muni koma illa niður á efna- minna fólki. REYKINGAR OG ASMI UNG stúlka hringdi tii Velvak- anda og kvartaði undan reyk- ingafólki. Hún er asmaveik og segir að hún geti hvergi staldrað við án þess að reykt sé í kringum hana. Sérstaklega tiltók hún þá sem bíða í strætisvagnabiðskýli og kom með þá tillögu að reyk- ingafólk stæði ekki inni í skýlun- um meðan það reykti, heldur utan við þau. MANNLEGUR KOSTUR HUGSANLEGT framboð Al- berts Guðmundssonar í borgar- stjórnarkosningunum hefur vakið mikla athygli. Eins og málin standa núna verður hatrömm barátta milli sjálfstæð-. ismanna og sameiningarmanna. Framboð Alberts væri til þess að draga úr spennunni í borg- inni og samtímis bjóða fólkinu mannlegri kost. Að lokum segi ég þetta: Gefið oss fjögur ár. • Vilhjálmur Alfreðs- son, 121132-6569. TAPAÐ/FUNDIÐ Lyklar fundust LYKLAR, sem merktir eru „Litli salur" fundust í Tjarnargötu í 'sl. viku. Upplýsingar í síma 622266. Skjalataska fannst ÓMERKT vínrauð skjalataska 3. árs nema í lögfræði fannst sl. vor. Kannist einhver við tösk- una má hann hafa samband í síma 622266. Silkisjal tapaðist MARGLITT silkisjal, svart, blátt, dumbrautt og appelsínu- gult, tapaðist á bílastæðinu við Oddfellow-húsið laugardaginn 8. janúar. Sjalið er eigandanum mjög dýrmætt. Hafi einhver fundið sjalið er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 679479 eða 680820. Fundarlaun. Zippo-kveikjari NYLEGUR merktur Zippo- kveikjari fannst við áramóta- brennu á Gylfaflöt í Grafarvogi. Upplýsingar í síma 688106. Lyklar töpuðust ÞRÍR lyklar á „Heklu-kippu“, einn húslykill, einn Volkswagen- lykill og einn lítill lykill, töpuð- ust líklega á leiðinni frá Mið- bænum og að Meiunum laugar- daginn 22. janúar. Finnandi vin- samlega hringi í síina 19438. 16268. GÆLUDÝR Týndur köttur BLÁMANN, sem er grár að lit, hvarf frá heimili sínu, Reynimel 56, þann 26. janúar sl. Þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir eru beðnir að hringja í síma Hinn 5. febrúar 1994 hefst nýstárlegt fræðslu- og þjálfunarnámskeið sem stendur í 12 vikur. Námskeiðið fræðir okkur um samspil hreyfingar, mataræðis, heilsu og vellíðunar. Aukin þekking leggur grunn að nýjum lífsstíl sem bætir heilsu og eykur vellíðan. Njótið lífsins og verið í góðu formi, án þess að hlaða upp aukakílóum. Námskeiðið er fyrir konur og karla á öllum aldri. Tilhögun æfinga miðast við getu hvers og eins. A. Fæðsluhlutinn er m.a. sem hér segir: Fyrirlestrar með umræðum og fyrirspurnum á eftir: Dr. Gísli Einarsson, læknir: Áhrif hreyfingar á vöðva og heilbrigði líkamans. Endurhæfing og uppbygging þreks og þols. Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næríngarráðgjafi: Skynsamlegt mataræði. Gunnar Páll Jóakimsson, MA í íþróttafræðum: Þjálfun,'§kokk og ganga. Dr.Gunnar Sigurðsson yfiriæknir: Áhrif líkamsræktar/kyrrsetu á hjarta- og æðasjúkdóma. Ingólfur Sveinsson, geðlæknir: Llkamsrækt og andleg líðan. Ragnar Tómasson: Heilsurækt sem þáttur I nýjum lífsstfl. Sigurður Bjömsson, yfiríæknin Samspil mataræðis, hreyfingar og krabbameins. Fjölmörg önnur umræðuefni tekin fyrir og rædd, svo sem um klæðnað, meiðsli, skyndihjálp, matarupp- skríftir, teygjuæfingar o.fl. Farið yfir lesefni í bókinni „Hristu af þér slenið“. Fyríríestrar eru 12 alls og verða á laugardögum og sunnudögumkl. 10-12 og 13-15 í Gerðubergi, Reykjavík, þrjár helgar í röð, í fyrsta sinn laugar- daginn 5. febrúar 1994. (hádegi á milli fyrirlestra verður boðið upp á létt-an og hollan mat. B. Verklegi hlutinn, undir umsjón íþróttaþjálfara, er sem hér segir: I byrjun eru þátttakendur vigtaðir, fitumældir, blóðþrýstingur tekinn, kólesteról-magn í blóði mælt og gengist undir þolpróf. Þrek- og þolæfingar eru þrisvar í viku í llkamsræk- tarstöðinni World Class, Skeifunni 19, Reykjavík. Æfingar gerðar skv. töflum sem útbúnar eru fyrir hvem þátttakanda. Æft þá daga og þann tíma dagsins sem þátttakendum hentar best. Byggt er á einföldum grunn- æfingum sem miðast við að þátttakendur geti haldið áfram þjálfun á eigin vegum, óháðir æfingastöðvum. Engar harðar eða erfiðar æfingar sem fólk þarf að kvíða. Það er aðeins tekið á að því marki sem hver og einn ræður vel við. C. Símaráðgjöf - eínkaviðtöl. Læknir, næringafræðingur og þjálfari, auk stjómanda veita persónubundna ráðgjöf á námskeiðstímanum. D. Kynntar áhugaverðar gönguleiðir í Reykjavík og nágrenni í fylgd leiðsögumanna. Sætagjald ef fariö er út úr borginni með hópferðabifreið. Námskeiðsgjald er kr. 28.000 og má greiða með rað- greiðslum (Dreifist á 3-6 mánuði. Veittur er 10% stað- greiösluafsláttur og 5% afsláttur með greiðslukorti.) Innifalið í námskeiðsgjaldi er, auk þess sem áður er nefnt: Aðgangskort að World Class í þrjá mánuði. Dagbók til að færa inn æfingar, vigt o.fl. Heilsuræktarbókin „Hristu af þér slenið“. Afsláttarskírteini við kaup á sportvörum. Athugið: Hægt er að kaupa aðgang að fyríríestrunum einum (sbr. lið A) fyrir kr. 18.000. Stjórnandi námskeiðanna verður Ragnar Tómasson höfundur bókarinnar Hrístu af þér slenið. Skráningar í World Class I símum 30000 og 35000 og hjá Ragnari kl. 11-14 virka daga í síma 682500 og I síma 672621 kvöld og helgar. Fjölda þátttakenda getur þurft að takmarka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.