Morgunblaðið - 10.02.1994, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994
veióum á mánudag
Loðnukvótinn í ár er 975
þús. tonn. Búið er að
veiða 552 þús tonn eða
56,6 %. Eftir eru óveidd
423 þús tonn.
Hugsanlegt útflutnings-
verðmæti loðnuaflans
170 þús. tonnafmjöli 6 ma. kr.
70-80 þús. tonn af lýsi 2 ma. kr.
10 þús. tonn af heilfrystri loðnu 1 ma. kr.
5 þús. tonn af loðnuhrognum 1 ma. kr.
m
Samtals 10 milljarðar kr.
Dæmi af loðnuskipi með 20 þús.
tonna kvóta Tonn Kr./tonn
í bræðslu 12.800 4.000 51,2 m. kr.
Heilfryst loðna 800 22.000 17,6 m. kr.
Loðnuhrogn 280 40.000 11,2 m.kr.
Úrkast í bræðslu 6.120 2.000 12,2 m. kr.
Samtals: 20.000 92,2 milljónirkr.
Hásetahlutur á þessu skipi yrði 1,6
1 millj. kr. og hlutur skipstjórans 4,8
m. kr. Hafa ber í huga að það getur f tekið frá tveim og upp í átta mánuði
að ná kvótanum.
552
Bilanir í togurum rakt-
ar til lélegra varahluta
TALIÐ er að nokkur dæmi séu um að bilanir í togurum hér við
land megi rekja til varahluta sem ekki hafi staðist kröfur fram-
leiðenda eða flokkunarfélaga. Guðfinnur Johnsen, tæknifræðing-
ur tyá LÍÚ, segir að nokkur dæmi séu um það að útgerðir hafi
orðið fyrir tjóni sem talið ké að megi rekja, a.m.k. að hluta, til
þessa.
Fjölmörg fyrirtæki í landinu
selja varahluti í vélar og búnað
fyrir fískiskip og eru þar á meðal
hlutir af hinum svonefnda gráa
markaði, þ.e.a.s sem ekki eru
framleiddir á vegum framleiðenda
eða seldir í gegnum umboðsmenn
þeirra og njóta ekki viðurkenning-
ar framleiðendanna eða flokkunar-
félaga sem taka út gæði hluta af
þessu tagi.
Að sögn Guðfinns Johnsens er
oft erfitt að fullyrða fyrirfram um
gæði varahlutar sem ekki nýtur
slíkrar viðurkenningar því þar get-
ur jafnvel verið um að ræða hlut
sem framleiddur er af undirverk-
taka vélarframleiðandans og er
ekki frábrugðinn þeim sem viður-
kenndur er að öðru leyti en því að
umbúðir eftirlíkingarinnar eru ekki
með auðkenni framleiðandans.
Á hinn bóginn séu til dæmi þess
að í ljós komi að varahlutir stand-
ist engar kröfur og því hafi menn
ekki spamað af því að kaupa þá
eins og ætlunin hafi verið heldur
aukinn kostnað. Guðfinnur sagði
að margar úterðir litu til þess að
kaupa varahluti sem ódýrast en
sagði að þegar um væri að ræða
hluti eins og legur eða stimpil-
hringi í vél gæti sá sparnaður orð-
ið mönnum dýr þegar upp er stað-
ið því standist þeir ekki kröfúr
kalli það á tímafrekar viðgerðir.
Minni áhætta sé tekin með ýmsan
annan búnað í skipum.
Guðfinnur lét þess getið að oft
væru bilanir raktar til nokkurra
samverkandi þátta og erfitt væri
að nefna ákveðin dæmi um bilun
í skipi sem með óyggjandi hætti
mætti rekja til gallaðs varahlutar
Kippur kominn í atvinnulífið víðast þar sem loðnufrysting er hafin
Verulega hefur dregið úr at-
vinnuleysi víða á Austfjörðum
VERULEGA hefur dregið úr atvinnuleysi víðast hvar á Aust-
fjörðum eftir að loðnufrysting hófst þar fyrir um hálfum mán-
uði, og gætir aukinnar bjartsýni hjá fólki með vaxandi atvinnu
þrátt fyrir að aðeins sé um tímabundið ástand að ræða. Á
Suðurnesjum hafa um 200 manns fengið atvinnu við loðnu-
vinnslu og frystingu, en Kristján Gunnarsson formaður Verka-
lýðs- og sjómannafélags Kefíavíkur segir að þrátt fyrir það
sé atvinnuástandið þar hroðalegt og vinnan við loðnuna aðeins
plástur á svöðusár.
Sigfínnur Karlsson formaður
Verkalýðsfélags Norðfirðinga
sagði að í endaðan janúar hefði
131 verið skráður atvinnulaus á
Neskaupstað, en hins vegar fá 54
greiddar atvinnuleysisbætur á
morgun. Sagði hann að um 15
af þeim hefðu þegar fengið vinnu,
þannig að um 40 yrðu á atvinnu-
leysisskrá eftir helgina, og væri
það nær eingöngu fískvinnslufólk.
Eiríkur Stefánsson hjá Verkalýðs-
og sjómannafélagi Fáskrúðsfjarð-
ar sagði atvinnuástandið á staðn-
um vera lélegt og síðastliðinn
fostudag hefðu 53 verið skráðir
atvinnulausir. Hann sagði loðnu-
frystinguna ekki leysa nein vanda-
mál, en hluti af fólkinu fengi þó
vinnu í um hálfan mánuð og síðan
færi allt í sama farið aftur. „Goða-
borg hf. er byijað að frysta loðnu,
en síðan er rækjutogarinn Klara
Sveinsdóttir að koma hér að
bryggju. Þeir ætla að liggja hér
í tíu daga og frysta loðnu um
borð, og eru þeir að fá fyrsta
farminn á bflum frá Eskifirði. Það
verður bara áhöfnin um borð sem
sér um það þannig að það eykur
ekki vinnu þeirra sem eru í landi,“
sagði hann.
Yfirfyótandi af loðnu
Gyða Vigfúsdóttir hjá Verka-
lýðsfélagi Fljótsdalshéraðs sagði
að þegar mest hefði verið hefðu
83 fengið greiddar atvinnuleysis-
bætur hjá félaginu, en í þessari
viku fengju 68 greiddar bætur og
væri atvinnuleysi ívið minna en á
sama tíma í fyrra. Það hefur birt
yfir atvinnulífinu á Seyðisfirði sem
annars staðar á Austfjörðum eftir
að loðnan kom, og í síðustu viku
voru 30 skráðir atvinnulausir, en
samkvæmt upplýsingum frá bæj-
arskrifstofunni hefur þeim fækk-
að enn frekar síðan. Áður en
loðnufrystingin hófst fyrir um
hálfum mánuði voru um 100
skráðir atvinnulausir, en auk
heimamanna starfa nú um 15
aðkomumenn við frystinguna.
Að sögn Hrafnkels A. Jónsson-
ar formanns Verkalýðsfélagsins
Árvakurs á Eskifirði hefur at-
vinnulífíð á staðnum verið mjög
að glæðast undanfarið, en auk
loðnufrystingarinnar er að skap-
ast atvinna við fullvinnslu á síld
hjá Friðþjófí hf. „Þá á ég von á
því að það verði farið að fækka
verulega á skránni hjá okkur, en
í gær fengu 26 greiddar atvinnu-
leysisbætur og var þá eitthvað af
því fólki komið í vinnu. Þegar
mest var voru hins vegar um 100
manns á skrá hjá Verkamannafé-
af gráa markaðinum. Sjaldan væri
farið svo ofan í kjölinn á orsökum
bilana að benda mætti á einhlíta
skýringu.
laginu, og stóð það fram yfir 20.
janúar. Það er yfirfljótandi af
loðnu hérna eins og er og er mað-
ur að gera sér vonir um að það
verði áfram eitthvað á næstunni,"
sagði hann.
Neisti í atvinnulífið
á Suðurnesjum
Kristján Gunnarsson formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur sagði að neisti hefði
komið í atvinnulífið á Suðurnesj-
um samfara loðnufrystingunni.
„Hún heggur aðeins á þetta í ein-
hverja daga eða vikur á meðan
hún er, en annars er engin önnur
breyting á atvinnuástandinu. Það
eru sennilega yfir 200 manns sem
hafa fengið vinnu með einum eða
öðrum hætti við loðnufrystinguna,
en þegar mest var voru 487 á
atvinnuleysisskrá héma. Ástandið
er því enn alveg hroðalegt hérna,
og sum frystihúsin hafa ekkert
farið í gang eftir áramótin. Þetta
er því aðeins plástur á svöðusár-
ið,“ sagði Kristján.
Sjá bls. 26: „Um að gera . . .
Björk í Japan
Erfitt að
gleyma þess-
ari stúlku
Tókýó. Frá Benedikt Stefánssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
„ARÍGATÓ.“ Með þessu jap-
anska þakkaryrði kvaddi
Björk Guðmundsdóttir áhorf-
endur á fjórðu og síðustu tón-
leikum hennar í Tókýó á mið-
vikudagskvöld. Breiðskífa
hennar, Debut, var nýlega
endurútgefin í Japan að við-
bættum lögunum Play Dead
og Atlantic.
í dómi Kentaro Takahashi,
tónlistargagnrýnanda dagblaðs-
ins Asahi Shimbun, um tónleika
Bjarkar á laugardag segir að hún
nái fullkomnu valdi á áheyrend-
um sínum með sterkri og áhrifa-
mikilli sviðsframkomu. „Björk
hefur tekist að skapa einstaka
tónlistarstefnu . . . Utlit hennar,
sem minnir á litla stúlku, hæfir
þessari tónlist einkar vel. Hún
kemur því fyrir sjónir eins og
Lísa í Undralandi á þessari tölvu-
öld tónlistarinnar." Þá segir
Takahashi: „Þessari furðulegu
og dásamlegu dansandi stúlku
verður þó erfitt að gleyma. Síð-
asta lag tónleika hennar sem
sungið var án undirleiks hverfur
ekki úr hjarta mér í bráð.“ Asahi
Shimbun (Morgunsólarblaðið) er
annað útbreiddasta dagblað Jap-
ans, gefið út í um 13 milljónum
eintaka.
Flug til New
York feilt
niður vegna
snjókomu
MIKIL snjókoma í New York olli
töfum í flugsamgöngum til og frá
borginni á þriðjudag og varð að
fella niður flug Flugleiða vegna
veðursins.
Flugvél Flugleiða sem átti að
fljúga tii New York seinni part
þriðjudags féll niður. Vélin átti síðan
að snúa til baka á þriðjudagskvöld
og lenda hér á landi snemma í gær-
morgun. Að sögn Einars Sigurðsson-
ar blaðafulltrúa Flugleiða raskaði
veðrið ferðum tæplega 170 manna
sem áttu pantað far með flugvél fé-
lagsins.
í dag
Hæstaréttarhús________________
Dómsmálaráðherra segir að ekki
verði aftur snúið með stacsetningu
nýs Hæstaréttarhúss 17
Búið i Flatey
Tvær fjölskyldur dveljast nú í Flat-
ey á Breiðafirði allt árið um kring
19
Skaöabótalögin________________
Skipuð verður nefnd til að skoða
ákveðin atriði í nýju skaðabótalög-
unum 27
Leiðari
íheldnin íJJllehammer 26
Viðskipti/A tvinnulíf
► Mikil eftirspum eftir fjárfest-
ingarlánum — Kreditkort ætlar
að auka lánveitingar — VÍB með
30 milljóna króna hagnað fyrir
skatta
Dagskm
► Mótmæli í Bretlandi vegna
frumsýningar á kvikmynd —
Beverly Hills gagnfræðaskól-
inni — Jlljómgæði í heimabíói
— Óður til hafsins
Islensk söl seld til
Bandaríkjanna
NOKKUR hundruð kíló af þurrkuðum sölum hafa verið flutt til Banda-
ríkjanna frá síðasta hausti. Fyrir hvert kíló greiðir bandarískur heild-
sali 7-800 krónur, en ekki er ljóst hvert endanlegt skilaverð verður til
þeirra bænda og landeigenda, sem hafa verkað söl.
Árni Snæbjörnsson, hlunninda-
ráðunautur hjá Búnaðarfélagi ís-
lands, segir að nokkrir bændur og
landeigendur við Vesturland og aust-
ur undir Þjórsá safni sölunum, en þau
verður að handtína á fjörum. „Sölin
eru sólþurrkuð, hreinsuð og afvötnuð
lítillega, ef þörf er á. Þá eru þau
geymd undir fargi á köldum stað í
1-3 mánuði. Við sendum sölin með
skipi til Bandaríkjanna, en þar er
þeim pakkað í 50-100 gramma neyt-
endapakkningar. Bandaríkjamenn
borða þau mest sem snarifæði, líkt
og við harðfiskinn."
Árni segir að þessi fyrsta tilraun
til útflutnings á sölum hafí tekist
vel. Ekki sé hins vegar tímabært að
huga að markaðssetningu undir ís-
lensku vörumerki, því á meðan fram-
boðið sé lítið og ójafnt þá verði slíkar
hugleiðingar að bíða. Hins vegar
hljóti slík markaðssetning að verða
markmiðið, þó síðar verði.