Morgunblaðið - 10.02.1994, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.02.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 9 HRAÐLfSTRARNÁMSKHÐ Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? Viltu margfalda afköst í námi um alla framtíð? Viltu lesa meira af góðum bókum? Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt við einhverri ofangreindra spurninga skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestrar- námskeið sem hefst fimmtudaginn 17. febrúar nk. Skráning í símum 642100 og 641091. HRAÐLESTRARSKÓUNN NILFISK GM200 NILFISKGM200 hefur nýjan 5-þrepa síunarbúnað og hreinni útblástur en nokkur önnur ryksuga (heldur eftir 99% rykagna stærri en 0,3/1000 mm). GM200 er líka hljóðlátari (58 desibel), kraftmeiri (1150W mótor) og endingarbetri (2000 tímar áður en skipta þarf um kol í mótor). ★ 7m inndregin rafmagnssnúra ★ Innbyggt sogstykkjahólf ★ Aflaukandi kónísk slanga ★ Þægileg sogaflsstilling ★ Rykmæiir lætur vita þegar skipta á um poka Á •k Létt (7,8 kg.) og lipur NÚ Á TILBOÐSVERÐI: Verðlistaverð kr. 24.200,- NÚ AÐEINS 21.050,- m/afb. 19.990,- STAÐGREITT /FOmx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 Þórarinn V. Þórarinsson Eru skattarnir hemill á vinnuframlag fólks? Hefur augljós og dulin skattheimta þau áhrif að fjöldi manna geti gengið út frá því sem vísu að halda aðeins eftir fjórð- ungi launa af hverri viðbótar vinnustund? Dregur skattheimta af þessu tagi úr vinnuframlagi, verðmætasköpun og þar með lífskjörum í landinu? Þórarinn V. Þórarinsson fjallar um þetta efni í forystu- grein „Af vettvangi", fréttablaðs Vinnu- veitendasambands íslands (1. tbl. 1994). Skatturinn gleypir helft launanna Þórarinn V. Þórarins- son fj.alLir fyrst — í for- ystugrein Fréttablaðs VSI — um þróun skatt- heimtunnar frá því stað- greiðslukerfi skatta var upp tekið. Hann segir: „Vilji maima til að vinna og afla tekna ræðst fyrst og fremst af því hvaða ávinningnr er af auknu erfiði. Skattlieimt- an hefur því mikil áhrif á viljami til að afla við- bótartekna, einkum liinn sýnilegi hluti skattheimt- unnar, sá sem sést á launaseðlum. Við upphaf stað- greiðslu skatta var skatt- hlutfallið 35,2% og per- sónuafsláttur miðað við núverandi verðlag kr. 25.889. Nú er skatthlut- fallið 41,84%, þar sem útsvar er miðað við lög- bundið láguiark og per- sónuafslátturinn kr. 23.915. Þar til viðbótar kemur sérstakt viðbótar- skattþrep, 5% á allar tekjur einstaklinga um- fram 200.000 á ntánuði. Greiðslur til lífeyrissjóðs eru lögbundnar og hafa þannig yfirbragð skatta. Að öllu samanlögðu er um eða yfir helmingur launa fyrir hverja viðbót- ar vinnustund hjá megm- þorra vinnandi fólks dreghm af á launaseðlin- um“. Dulin skatt- heimta tekur drjúga viðbót Síðan víkur Þórarinn máli sínu að því sem hann kallar dulda skattheimtu, nt.a. því formi skatt- heimtu sem kemur fram í tekjutengingu af marg- víslegum toga: „En meira kemur til því sífellt er aukið við tekj utengingu réttinda sem er aimað form skatt- heimtu. Bamabótaauki, vaxtabætur og fyrirgíe- iðsla í húsnæðismálum minnka með hækkandi tekjum. Námslán endur- greiðast í hlutfalli við tekjur og opinber þjón- usta af margvíslegum toga kostar mismikið, allt eftir tekjum þess sem þjónustuna fær. Þá eru bætur almannatrygg- ingakerfis í vaxandi mæli tekjutengdar og þeir sem lagt hafa fyrir í lífeyris- sjóði gjalda þess i formi lægra lífeyris almanna- tryggingakerfisins. Launabætur samkvæmt kjarasamningum em af sama toga, — þær lækka með hækkandi tekjum. Þetta er dulda skatt- heimtan, sú sem veldur því að stórir hópar fólks geta reiknað út með vissu að af hverri viðbótar vinnustund muni þeir aðeins fá í sinn hlut laun fyrir Ijórðung stundar eða þaðan af minna. Hluti fari í skattinn en annar hluti og oft miklu stærri eyðist upp í lækk- un bóta og hækkun gjalda af ýmsum toga.“ „Versta form skattheimt- unnar“ Undir lok greinar sinn- ar víkur Þórarinn að áhrifum skattheimtu af þvi tagi, sem hér við- gengst, á vinnuframlag fólks og þar með verð- mætasköpun í landinu: „Skattakerfið hefur þvi fleiri en eina vidd og þegar svo er komið að fjöldi fólks með miðl-. ungstekjur og lægri sér naumast ávinning af auk- inni tekjuöflun, þá er tímabært að staldra við. Tekjutengingarfárið er eitt versta form skatt- heimtu sem völ er á. Það hafa meðal annarra Svíar fullreynt og kosta nú kapps um að grisja skattaskóginn. Dulda skattheimtan fjötrar fólk í fátæktar- gildru, því ávinningur aukins erfiðis fellur öðr- um i skaut. Þegar svo er komið að skattkerfið, í öllum sinum myndum, kemur i veg fyrir að fólk geti umúð sig út úr vand- ræðum sínum, þá er end- urskoðunar sannarlega þörf. Þannig er staðan nú.“ Vilt þú versla ódýrt? Þá er Framtíðarmarkaðúrinn, Faxafeni 10, rétti staðurinn fyrir þig. Odýrar peysur Ódýrar blússur Ódýrar leggings Ódýrar gallabuxur Ódýrar ulpur og yfirhafnir Ódýr barnaföt trnakerrur Odyr blóm Ódýr gjafavara Ódýrir geisladiskar Ódýr verkfæri tnaður Opið atia daga vikunnar. Opið: Mánudaga-föstudaga kl. 13-18, laugardaga kl. 11-16 sunnudaga kt. 13-17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.