Morgunblaðið - 10.02.1994, Page 12

Morgunblaðið - 10.02.1994, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1994 Frummaðurinn í Evrópu 20. aldar __________Bækur_______________ Pétur Pétursson SIGMUND Freud: Blekking trú- arinnar. Þýðandi Sigurjón Björnsson. Utgefandi: Hið ís- lenska bókmenntafélag 1993,110 bls. Sigmund Freud er einn af þeim rithöfundum og vísindamönnum sem skiptu sköpum í menningar- sögu Vesturlanda. Fjöimargir menntamenn, listamenn og skáld sóttu í smiðju hans þegar þeir voru að reyna að gera sér nýjar hug- myndir um það hvað maðurinn í raun og veru er eftir að kristindóm- urinn var afskrifaður. Freud varð því eins konar spámaður hinnar nýju vísindamenningar og sem slík- ur hefur hann lifað lengur en marg- ur aldamótaspekingurinn. Tvær heimsstyijaldir sem áttu sér upptok í hjarta Evrópu hafa sett stórt spurningamerki svo ekki sé meira sagt við þann mannskilning sem fæddist í hinni upplýstu Evrópu og nærðist á vísinda- og tækniframför- um 19. aldarinnar. Freud var merki- legt afsprengi þessarar vísindatrú- ar, en hann var samt sem áður fleinn í holdi hennar og e.t.v. þess vegna hefur hann lifað lengur en margir fremstu spámenn Evrópu frá því fyrir fyrra stríð. Freud var læknir að mennt og sérfræðingur í taugalífeðlisfræði. Hann var kominn af gyðingafjöl- skyldu og bjó lengst af í Vínarborg þar sem hann helgaði sig vísinda- og ritstörfum. Eins og flestir vita var hann upphafsmaður sálgrein- ingarinnar sem hefur haft mikil áhrif á sálfræði og geðlæknisfræði nútímans þó svo að meginkenningar hans séu nú allt annað en einu sann- indin í þeim herbúðum. En Freud kom víðar við í skrifum sínum og fjallaði um margvísleg svið sem nú mundu falla undir félagsfræði og mannfræði þó svo að útgangs- punktur hans væri jafnan sá sami og sálgreiningarinnar - sem er sá ’ að maðurinn er ekki allur þar sem hann er séður. Undir yfirborði menningar og siðfágunar krauma ókræsilegar hvatir og kenndir frum- mannsins sem skjóta upp kollinum, ef ekki í sínu hráu og forkastanlegu frummyndum þá í dulargerfum. Það voru einmitt þessi dulargerfi sem Freud vildi svipta hulunni af. Hann vildi afhjúpa blekkingarnar. Það var eina leiðin til þess að lækna taugaveiklun og sjúklegar þrá- hyggjuhugmyndir. Slíkar hug- myndir koma í veg fyrir að viðkom- andi geti lagað sig að umhverfi sinu og viðhaldið eðlilegum samskiptum við annað fólk. Lykillinn að bata - lykillinn að því að maðurinn kæm- ist í raunverulegt samband við sjálf- an sig - var að komast að hvaða duldir lægju að baki sjúkiegri begð- an. Þetta varð síðan stóri sannleik- ur fyrir Freud og hann beitti sömu aðferðafræði á félagsleg og menn- ingarleg fyrirbæri eins og hann tók fyrir í Blekkingu trúarinnar. Skrif hans á þessu sviði einkennast af sama sannfæringarkraftinum og skrif hans um eiginlega sálsýkis- fræði. Snilligáfan og röksemda- færslan er næstum yfirþyrmandi í þessum verkum, enda átti hann og á sér áhangendur sem hafa gert fræði hans og lífsviðhorf að trúar- brögðum. í meðförum þeirra er hægt að beita þeim á nánast öll birtingarform mannlegs veruleika og skýra þau út í hörgul. Það sem sést, kemur upp á yfirborðið, er merki um hin ómeðvituðu lögmál sem meistarinn fann og útskýrði. Þeir sem mótmæla eru á valdi blekkingarinnar og því enn ein sönnunin fyrir sannleiksgildi kenn- ingarinnar. I þessari bók eru samankomnar tvær eða réttara sagt þijá ritgerð- ir. Fyrri ritgerðin í bókinni er ein- mitt Blekking trúarinnar eða á frummálinu Die Zukunft einer 111- usion, sem kom út fyrst árið 1927, sem sérstakt rit. Sú ritgerð er eigin- lega undanfari annars rits um sama efni sem Freud skrifaði þremur árum seinna og heitir Das Unbe- hagen /n der Kultur. Sú bók kom út hjá HÍB árið 1990 einnig í þýð- ingu Siguijóns Björnssonar prófess- ors og ber hún titilinn Undir oki siðmenningar. Seinni ritgerðin í þessari bók, Á líðandi stund; um stríð og dauða, Zeitgemásses iiber Krieg und Tod, birtist upphaflega í tveimur köflum í tímaritinu Imago árið 1915, en það tímarit var helg- að sálgreiningunni. Annar kaflinn er um stríð og hinn um dauðann, en ritgerðin var einmitt skrifuð hálfu ári eftir að fyrri heimstyijöld- in skall á og því var hér um að ræða viðfangsefni sem leitaði á marga, bæði almenning og lærða menn. Hér var tekið á grundvallar spurningum um eðli mannsins og tilgang. Ritgerðir þessar fjalla allar á sinn hátt um blekkingar sem maðurinn í siðuðu samfélagi hefur komið sér upp til þess að gera sér lífið bæri- legra. Það eru í fyrsta lagi trúar- brögðin sem telja honum trú um að siðferðisleg gildi og félagslegt taumhald séu bundin tilvist og valdi guðs almáttugs. í öðru lagi sú blekking að stríð, og þá einkanlega stríð siðaðra menningarþjóða, sé eitthvað óttalegt og algerlega óvænt fyribæri. Það mátti búast við því - segir Freud - vegna þess að menningin og samfélagið þarf á hverjum tíma að takast. á við villi- manninn í hveijum einstaklingi og aldrei verður algerlega gert út af við hann vegna þess að hann lifir áfram í undirmeðvitundinni og stjórnar gerðum jafnvel hins göfug- asta manns. Þriðja blekkingin sem Freud aflijúpar hér eru hugmyndir rord námskeíð Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuskóli Halidórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 Sigmund Freud manna um ódauðleikann, eða líf eftir dauðann. Þetta er merkileg grein og e.t.v. sú sem best hefur staðist tímans tönn af þeim þremur sem hér um ræðir. Ekkert var frummanninum (og því frumstæðasta í okkur sjálfum) eðlilegra en dauðinn og fyrir honum var það fullkomlega eðlilegt að óvinir hans og þeir sem stóðu í veginum fyrir honum ættu að deyja. Það var þvert á móti eðlilegur fram- gangsmáti og frummaðurinn hjálp- aði gjarnan til í því efni og það gerir frummaðurinn í okkur hveij- um og einum í huganum, segir Freud, daglega og meir en það. Þetta er alveg samkvæmt lögmáli þaðsins (Das Id) sem getur ekki gert ráð fyrir neinni biðlund varð- andi fullnægju hvata. Hugmyndir um anda og líf eftir dauðann eiga sér annars vegar upptök í sektar- kennd mannsins yfir morðum sem hann hefur framið og hins vegar í vanmætti hans til að skilja veruleika eigin dauða og dauða sinna ná- komnu, en þeir eru hluti af hans eigin sjálfi vegna þess að þeir eiga þátt í fullnægju hvata hans og vel- líðan. Umræða Freuds um hug- myndir manna um dauðann eru náskyldar umijöllun hans um trúar- brögðin, en um þau skrifaði hann töluvert á seinni hluta starfsævi sinnar þó svo að hann væri yfirlýst- ur guðleysingi. Freud leit á trúarbrögðin sem barnslega blekkingu mannskepn- unnar sem í ófullkomleika sínum og vanmætti bregður fyrir sig ósk- hyggju gagnvart ógnaröflum nátt- úrunnar sem vilja tortíma henni. Maðurinn gerir öfl náttúrunnar að persónu, guði, sem hann reynir að blíðka með fórnum sínum og með því að afneita sjálfum sér. Athyglis- vert er að hér svipar náttúruöflun- Nýr Lada Sport kostar flré 798.000 iltiiir jeppar kosta yflr 2.000.000 Miinamawrliaia er ktilt Negld vetrardekk og sumardekk eru innifalin í verði út þorrann! um og eyðingarmætti þeirra til hinna blindu afla undirmeðvitund- arinnar sein Freud íjallaði um í fyrri ritum sínum og eru kjarninn í kerfi hans um sálarlíf mannsins sem hann skipti niður í þaðið, sjálf- ið og yfírsjálfið. Með því að einfalda framsetningu Freuds má segja að með þessu móti verði maðurinn fé- lagsvera. Trúin verður forsenda þess að hann lætur ekki frumþarf- irnar stjórna sér. Til að vinna bug á barnslegri trú mannsins sem til lengdar þrúgar hann og bælir legg- ur Freud áherslu á gildi vísinda. Hann trúir því að vísindin, ekki síst sálgreiningin, sem hann telur drottningu mannvísinda, leysi manninn úr fjötrum vanþekkingar og blekkingar og geri hann í stakk búinn til að horfast í augu við raun- veruleikann með reisn og æðruleysi. Freud taldi að trúarbrögð væru grundvöllur þess að sauðsvartur almúginn fylgdi grundvallarreglum siðaðs samfélags og það vottar fyr- ir nokkrum ótta hjá honum sjálfum við tilhugsunina um afleiðingar uppgötvunar sinnar um að þau séu blekking. Það er eins og honum finnist að hann þurfi að réttlæta innsæi sitt fyrir öðrum vísinda- mönnum. Hann skrifar: „Meðan þeir (hinn mikli múgur ómenntaðra og undirokaðra manna) vita ekki að fólk trúir -ekki lengur á guð er allt í góðu gengi. En þeir hljóta að komast að því jafnvel þó að þessi ritlingur minn verði ekki gefinn út. Og þeir eru reiðubúnir til að fallast á niðurstöður vísindalegrar hugsun- ar en án þess að breyting hafi orð- ið hjá þeim sem vísindaleg hugsun veldur hjá fólki.“ Ótti Freuds er skiljanlegur, en 20. öldin hefur sýnt það að hann var ástæðulaus. Rit Freuds um trúarbrögðin bera vitni um fijóa hugsun fræðimanns- ins, en þau eru einnig augljós vitnis- burður um að hann var barn síns tíma. Algild kenning um trúarbrögð eru þau ekki og þaðan af síðui' kristna trú, en ýmislegt má af þeim læra um sjúklegt og vanþroskað trúarlíf og hugmyndir. Það má merkilegt heita að kenningar Freuds eiga þrátt fyrir allt ýmislegt sameiginlegt með mannskilningi kristindómsins. Freud .hefur eins og kristindómurinn grundvallarkenn- ingu um eðli mannsins og eins og kristindómurinn boðar hann það að maðurinn þurfi að frelsast úr viðjum eigin ranghugmynda um sjálfan sig. Freud talaði um hvatalíf frum- mannsins en kristindómurinn um erfðasyndna og syndafallið. Hvoru- tveggja kemur í veg fyrir það að mannskepnan deyi af hrifningu yfir eigin ágæti. 'Siguijón Bjömsson hefur unnið íslenskum bókmenntum mikið þarfaverk með þýðingum sínum á ritum Freuds. Þýðingarnar eru einkar liprar og lesandinn fær það jafnvel á tilfinninguna að Freud hafi sjálfur getað tjáð sig átaka- laust á íslenskri tungu. Full ástæða er til að fleiri rit hans um mann- fræði og trúarbragðafræði verði einnig þýdd. ■»-»..♦ ■ Efnislykill að íslenskum tíma- ritum Iítur nú dagsins Ijós j fyrsta sinn og hefur fengið nafnið íslensk- ur tímaritalykill. í þessu fyrsta tilraunahefti eru efnistekin 120 ís- lensk tímarit útgefin á árinu 1991. Ritstjóri verksins er Ásgerður Kjartansdóttir lektor, en lyklunin unnin að mestu leyti af 'Rögnu G. Ragnarsdóttur bókasafnsfræð- ingi. I kynningu segir: „Með útgáfu þessari er brotið blað í aðgengi að islenskri þekkingu. Efni allra helstu tímarita opnast þeim sem vilja afla sér þekkingar úr þeim mikilvægu miðlum sem tímaritin eru. Nú þegar er hafin lyklun á tímaritum áranna 1992 og 1993 og ef þessi tilraunaút- gáfa gengur vel er þess vænst að næstu hefti komi út í maí 1994.“ Það er fyrirtækið Lindin hf., útgáfa og dreifing, sem gefur út íslenskan tímaritalykil með aðstoð frá íslenskum tímaritaút- gefendum og Atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar. íslenskur tímaritalykill 1991 kostar 2.500 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.