Morgunblaðið - 10.02.1994, Side 15

Morgunblaðið - 10.02.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 15 Hrafn fari í mál við sjálfan sig eftir Einar Karl Haraldsson Ekki fallast framkvæmdastjóra sjónvarpsins orð. Nýverið hefur hann á opinberum vettvangi kallað þingmann „rógtækni" og virtan menningarfrömuð „kerlingar- tusku“. Og nú heldur hann því fram gegn betri vitund að hann hafi ver- ið kallaður „saurriðill". Þessi orðvari embættismaður má ekki vamm sitt vita og stendur nú í málaferlum við Vikublaðið vegna ummæla sem hann telur ærumeið- andi í sinn garð. Hildur Jónsdóttir ritstjóri blaðsins hefur beðist afsök- unar á nokkrum ummælum sem birtust í kersknisdálkum blaðsins og flokkast gætu undir kjafthátt og uppásnúninga eins og svo al- gengir eru í íslenskum blöðum. Slíkt heyrir til ákveðnum augnablikum og andrúmi í umræðu og væri sumt að því betur óskrifað. Ekki bara í Vikublaðinu heldur almennt í ís- lenskum blöðum. í fangelsi fyrir skoðanir? Ritstjóri Vikublaðsins er hins vegar reiðubúin að fara í fangelsi vegna skrifa sem snerta túlkun á skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisfærslu Hrafns Gunnlaugs- sonar og brúkún hans á opinberum sjóðum. Þar er um að ræða réttinn til þess að hafa skoðanir, túlka og ræða opinber málefni. Sá réttur verður nú sem fýrr varinn af sér- hverjum ærukærum ritstjóra enda þótt veifað sé refsivendi og fangels- ishótunum. Þegar Vikublaðið leyfði sér að impra á málum framkvæmdastjóra sjónvarps höfðu á þriðja hundrað greinar, með vömmum og skömm- um, birst í fjölmiðlum út af lands- þekktu áðstöðusukki Hrafns Gunn- laugssonar. Lokapunkturinn á árinu var svo áramótaskaup sjónvarpsins þar sem gengið var mun lengra í Burton bretti 6.1 Kr. 29.890,- Freestyle bindingar kr. 11.950,- T I L B O Ð Burton Elite 130 sm með bindingum kr. 13.900,- Burton Elite 150 sm með bindingum kr. 19.900,- w úriLíFmm GUESIBÆ • SÍMI 812922 lýsingum á eðliskostum fram- kvæmdastjóra heldur en nokkurn tíma í Vikublaðinu. Hrafn hefur ekki haft manndóm í sér til þess að stefna þeim fjölmiðli, sem hann stjómar, fyrir æmmeiðingar í sinn garð, en lætur nægja að hnippa í forsætisráðherra. Hann ræðst svo á garðinn þar sem hann er hæstur, og stefnir Vikublaðinu. Meiðandi nýyrði í fréttum Stöðvar 2 þriðja febr- úar var rætt við Hrafn þar sem hann sagði orðrétt: „... ég var kallaður saurriðill á síðum Þjóðvilj- ans nýlega. Ég veit ekki hvaðan það orð er komið eða hvaða leyni- höfundur lá á bak við það orð ...“ „Orðið „saurriðiH“ er nýyrði Hrafns og eng- inn leynihöfundur að því. Honum væri sæmst að fara í mál við sjálfan sig út af því að bera þetta ljóta orð á opin- beran embættismann.“ (Leturbr. höf.) Hér hefur Hrafn tapað þræðinum og látið sér fipast. Þjóðviljinn hefur ekkert sagt nýver- ið vegna þess að hann er löngu dauður og eigi framkvæmdastjórinn við Vikublaðið þá dró blaðið þá ályktun af þáttunum „Þjóð í hlekkj- um hugarfarsins“ að hann og Bald- ur Hermannsson væm „áhugamenn um sauðariðla" og hefur beðist vel- virðingar á þeim svigurmælum. Orðið „saurriðilT' er nýyrði Hrafns og enginn leynihöfundur að því. Honum væri sæmst að fara í mál við sjálfan sig út af því að bera þetta ljóta orð á opinberan embættismann. Sannleikurinn er sá- að hann á fyrst og fremst í stríði við sjálfan sig og sín eigin hugar- fóstur. Höfundur er framkvæmdasijóri Alþýðubandalagsins sem er útgefandi Vikublaðsins. Einar Karl Haraldsson Hllky u i Jng til keriJiafa Tilbobsmarkabur í Austurstræti 8 opnar á morgun. íþróttaskór (Puma, Adidas, Hi Tec o.fl.), leikföng o.m.fl. Ötrúlegt verö! BKI ^ Reyndu kaffiö! FFFsrm Kaffikynning á laugardag ^ t ogsunnudag. erb-kibesta kaffi á íslandi? Kynningarafsláttur. □ Nýir korthafar! Verslun F&A er opin öllum landsmönnum 16 ára og eldri. Ný kort eru gefin úr endurgjaldslaust. Viö erum sunnan viö Ölgeröarhús Egils og noröan viö Osta- og smjörsöluna. Vorum að fá fullt af nýjum vörum. Birgðaverslun F&A Fosshálsi 27, 110 Reykjavík, sími 683211, fax 683501 Opið alla virka daga frá kl. 12.00-19.00. Laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 13-18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.