Morgunblaðið - 10.02.1994, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.02.1994, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 Er eðlilegt að 10.000 króna skór þurfi 3.500 króna viðgerð eftir tvo mánuði? Bónus Tilboðið gildir í dag og á morg- un. 150gNestléCrunch.......99 kr. 10 frosnir hamborgarar ..299 kr. 6 negrakossar frá Opal.89 kr. bolluvendir...........119 kr. MSbeyglur..............99 kr. 8 rúllur wc pappír....129 kr. 0,51 Bónus cola........29 kr. F&A Tilboðið gildir af staðgreiðslu fram á miðvikudag. Ducroskrydd.....50% afsláttur 10x25 cmJuwel-kerti...174 kr. 6x0,331 Coke í dósum..248 kr. 750gAlpanmusli........266 kr. svínakjöt.......20% afsláttur Fjarðarkaup Tilboðið gildir í dag og á morg- un. Icebergsalat.........125 kr. kg blómkál...............99 kr. kg unghænuríkössum.,.190 kr. kg 400 g hindb./sólb.sulta.98 kr. 400 gblábeijasulta.....148 kr. 400 gjarðarbeijasulta ....119 kr. folaldakjöt..........335 kr. kg Ryvita hrökkbrauð........49 kr. 20 stk,-bollumix........195 kr. 20 stk. Góu prins......498 kr. Garðakauþ Tilboðið gildir fram á laugar- dag. svínasnitzel.........979 kr. kg Fisléttnautapanna....899 kr. kg nautainnlæri........1335 kr. kg 400 g Orkidé jarðarbeijasulta .........................55 kr. 3 Kit Kat í pakka......145 kr. Burton karamellukex.....95 kr. 39 kr. kg Hagkaup Tilboðið gildir fram á miðviku- dag. vínarpylsur..........399 kr. kg pylsubrauð...............39 kr. kínakál..............169 kr.kg 200 g steiktur laukur....69 kr. 45 ml. Hreins húðsápa ....229 kr. húðsápufylling..........199 kr. KEA Nettó Tilboðið gildir fram á sunnu- dag. Bayone-skinka........765 kr. kg hamborgari og brauð.....59 kr. frystir kjúklingahlutar ....473 kr. spænskar appels......39 kr. kg. 21. skafís..............298 kr. Kjöt & fiskur Tilboðið gildir fram á sunnu- dag. nautagullash.........849 kr. kg nautapiparsteik....1189 kr. kg svínasíða...........395 kr. kg 400gSúpersultur..........79 kr. 2 kg Súper hveiti........59 kr. 20málpappír..............49 kr. heilhveitibrauð..........85 kr. Nóatún Tilboðið gildir fram á miðviku- dag. unghænur...............199 kr. kg 300gpizzur..............99 kr. kg Tisaltkex...............39 kr. pk. Mcvite’s tekex......45 kr. pk. Shop Rite hrísgijón.....69 pk. Revlon sjampó og næringl99 kr. Pampers.ble.yjur.__999 pr. pk. blómkál.................86 kr. kg kínakál................109 kr. kg HELGARTILBOÐIN stonn rói’ur Fagfólk sem sker úr um hvort um galla er að ræða segja Neytendasamtökin UM mánaðarmótin októ- ber/nóvember keypti Steinunn Halldórsdóttir skó á unglinginn á heimilinu. Skórnir sem eru breskir og merktir „Shelleys" kostuðu um tíu þúsund krónur. Tveimur mánuðum seinna gat pilturinn ekki lengur gengið í skónum, hællinn var brotinn og sólinn ónýtur. Er eðlilegt að skór þurfi nokkurra þúsund króna viðgerð eftir tveggja mánaða notkun? „Hælar eiga ekki að fara í sund- ur. Umræddir hælar eru úr mason- ít-pappa, illa eða ónegldir. Hæl- amir þola enga bleytu, þá bólgnar pappinn út og hælamir losna í sundur," segir Lárus Gunnsteins- son skósmiður við Dunhaga. Hann segir hinsvegar að efnið í sólunum sé þykkt og slitþol þess eins og gengur og gerist. „Það er einstaklingsbundið hversu lengi fólk er að slíta sólum, sumir eru einn mánuð að því á meðan aðrir em í ár. Efni sem við skósmiðir notum í sólun er hinsvegar miklu sterk- ara en það sem algengt er að skó- framleiðendur noti. Ég er með til- tekna skó í viðgerð og ætla að sóla þá upp á nýtt með Wibram sóla. Viðgerðin nemur 3.500 krón- um dg við tökum tveggja ára ábyrgð á sóluninni." Lárus segir að í fyrstu líti út fyrir að sólarnir séu randsaumaðir á skóm Stein- unnar en þegar betur er að gáð er slitsólinn einungis með plat- saum. „Þegar starfsmaður Neytenda- samtakanna kom til okkar og spurði álits um tiltekna skó var álit mitt í fljótu bragði að þetta væri ekki stór viðgerð að gera við hælinn lausan því hann var í tvennu lagi. Um galla var þó að ræða. Að negla hæl kostar 300 krónur“, segir Gunnsteinn Lárus- son skósmiður. „Þegar við fórum að skoða skóna betur þurfti að negla báða hæl. Plöturnar þarf þá að losa og hælamir eru negldir bæði utan og innanfrá og kostar sú viðgerð milli 600 og 900 krónur", segir Lárus skósmiður, sonur Gunnsteins. Skórnir ekki gallaðir? Þetta er niðurstaða skósmiðsins eftir að Steinunn fór með skóna á ný til skósmiðsins á Dunhaga sem skoðaði þá gaumgæfilega. Sam- kvæmt upplýsingum Neytenda- samtakanna hefur verslunin nú greitt viðgerðina að fullu. Steinunn byijaði hinsvegar á því að fara í verslunina Sautján en þar voru skórnir keyptir. Hún skildi skóna eftir í nokkra daga en þegar hún kom til baka var henni sagt að samkvæmt mati skósmiðs væri um illa meðferð að ræða og skórnir ekki gallaðir. Svava Johansen hjá Sautján segir að þegar viðskiptavinur komi með vöru til baka og telji hana gallaða sé hún ávallt tekin inn í athugun og leitað svara hjá utanaðkomandi fagfólki. „í þessu tilfelli fórum við með skóna í athugun til skósmiðs- ins á Háaleitisbraut sem taldi ekki um galla að ræða. Verði ágreining- ur um úrskurð okkar fagfólks vís- um við viðskiptavinum okkar á Neytendasamtökin og hlýtum við ávallt þeirra dómi. Komist Neyt- endasamtökin að þeirri niðurstöðu að varan sé gölluð þá er viðgerðin greidd eða kaupin ganga til baka.“ Steinunn leitaði til Neytenda- samtakanna. Þar var henni tjáð að búast ekki við miklu ef ekki væri um galla að ræða. Skórnir voru skildir eftir og þegar Stein- unn kom til baka að sækja skótau- ið var henni tjáð að ekki væri um galla að ræða, heldur eðlilegt slit, gúmmíið væri ágætt og það kost- aði um 300 krónur að gera við hælinn. Hvenær er hlutur gallaður? Spurningin sem vaknaði hjá Steinunni við þessi svör er hvaða þættir eru lagðir til grundvallar þegar galli er metinn? Hún segir að í þessu tilfelli hafi verið ein- blínt á það hvort hællinn væri laus eða ekki laus. Samkvæmt almenn- um reglum um galla er hlutur gallaður ef hann hefur ekki það notagildi sem sambærilegir hlutir hafa. „Mér fannst algjörlega litið framhjá þessu,“ segir Steinunn. Steinunn segist viss um, vegna fyrri reynslu af Neytendasamtök- unum, að viðgerðin hefði ekki ver- ið borguð að fullu nema vegna íhlutunar blaðamanns. „Verslunareigendur eiga að vera vissir um að skór skili þeirri endingu sem hægt er að búast við fyrir það verð sem þeir selja skóna á. Margir verslunareigendur láta fagmenn yfirfara sýnishorn áður en pantanir eru gerðar og eða láta yfirfara skó áður en þeir fara í sölu“, segir Lárus Gunnsteinsson skósmiður að lokum. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Drekkum meira vatn segja tannfræðingar ÁRIÐ 1990 drakk hver íslend- ingur að meðaltali rúma 140 lítra af gosdrykkjum. í einni dós af gosi er sama magn af sykri og í 15 sykurmolum. Ein dós á dag í mánuð jafngildir 450 syk- urmolum. Takk fyrir. Sam- kvæmt upplýsingum frá Tann- verndarráði þarf fólk að trimma í að minnsta kosti hálfa klukkustund til að nýta sykur- inn úr einni gosdós. Um það bil 60% af þyngd líkam- ans er vatn og vatnið hjálpar til við að fytja næringarefni um líkamann og losa okkur við úr- gangsefni. Við getum lifað lengur „Við erum með starfandi kvört- unarnefnd vegna kaupa á vöru og þjónustu. Ejnnig erum við með aðra nefnd sem starfar á vegum félags Efnalaugaeiganda og Neytenda- samtakanna", segir Sesselja Ás- geirsdóttir starfsmaður Neytenda- samtakanna. „Þessar nefndir koma til starfa ef að málin leysast ekki hjá sérfræðingum okkar sem meta galla. Það sem gallað er má laga og ef það tekst ekki þá á að láta aðra ógallaða vöru í staðinn. Síðan má greiða vöruna út í peningum ef annað gengur ekki. Persónulega skoða ég ekki skó sem leitað er með án matar en vatns. Þó að fólk reyni ekki sérstak- lega á sig eða svitni mikið losum við okkur við um einn til þijá lítra af vatni á dag í gegnum húð, með andardrætti og með þvagfærum. Drekki fólk daglega um einn lítra af gosdrykkjum þá kostar það um 30.000 krónur á dag að svala þorstanum. Vatnið er ókeypis. til okkar“, segir Sesselja „Við fáum sérfræðinga til að skoða hlutina. í þessu tilfelli fór skósmiðurinn við Dunhaga yfir skóna. Þegar í ljós kom að ekki var um meiri galla að ræða en viðgerð upp á 300 krónur tók konan skóna og sætti sig ekki við slíka niðurstöðu. Þegar við síðar fengum niður- stöðu skósmiðsins upp á 900 krónur fyrir hælana og að auki sólun upp á 2,600 krónur fengum við alla upphæðina greidda frá Sautján. Versluninni bar þó ekki skylda til að greiða 2.600 krónur fyrir sólun. 30% auka- afsláttur af útsöluverði hjá Hagkaup SÍÐASTLIÐINN þriðjudag hófst hjá Hagkaup rým- ingarsala. Veittur er 30% aukaafsláttur af útsöluverði við kassa. Blússur sem upphaflega voru á 3.695 lækkuðu í 1.495 og nú er veittur 30% aukaaf- sláttur sem þýðir að blússurnar kosta rúmlega þúsund krónur. Útsalan er í verslunum Hag- kaups í Skeifunni, Kringlunni, Njarðvík og á Akureyri og stendur fram að helgi. ■ HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 K K K Utskurður 14. feb. - 14. mars. ' kl. 19.30-22.30. Kennari: Bjarni Kristjánsson. Knipl 2.mars-20. april kl. 19.30-22.30. Kennari: Anna Sigurðardóttir. Baldýring 1. mars - 5. apríl kl. 19.30-22.30. Kennari: Elínbjört Jónsdóttir. Helgarnámskeið Fatasaumur Prjóntœkni 1 námskeið 1 námskeið tekur 2 helgar tekur 2 helgar 19. og 20. feb., 26. og 19. og 20. feb. og 27. feb., kennt þessa 26. og 27. feb., daga kl. 10 - 13.45. kennt þessa daga Kennari: kl. 10 - 13.45. Herdís Kristjánsdóttir. Almennur vefnaður Kennari: Ragna Þórhallsdóttir. 1 námskeið Ásaumur í vél tekur 2 helgar (applikerlny) 19. og 20. feb., 1 námskeiö tekur 26. og 27. feb., 2 helgar kennt þessa daga 12. og 13. mars, kl. 10 - 13.45. 26. og 27. mars, Kennari: kennt þessa daga Herborg Sigtryggsdóttir. kl. 10 - 13.45. Kennari: Hanne Hinze. Til að fá frekari upplýsingar vinsamlegast hringið á skrifstofu skólans í síma 17800. y I A Öll kennsla fer fram í húsi Heimilisiðnaðarfélags íslands 6 Laufásvegi 2. || L>

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.