Morgunblaðið - 10.02.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994
35
• •
Olvir Karlsson, fv.
oddviti, Þjórsártúni
Fæddur 1. febrúar 1915
Dáinn 24. september 1991
Snemma sumars 1943 var norð-
lenskur maðurí búferlahugleiðing-
um að skoða jarðir hér sunnan-
lands. Hann kom að Þjórsártúni.
Þegar hann hafði staðið um stund
þar sem tröppurnar eru á núver-
andi íbúðarhúsi og virt fyrir sér
fjallabogann vestan frá Ingólfsfjalli
og norður til fjallanna ofan byggð-
ar í Árnesþingi mælti hann: „Ég
þarf ekki að leita lengur. Hér vil
ég eiga heima. Hér ætla ég að lifa
og starfa.“ Þessi maður var Ölvir
Karlsson fv. mjólkurbílstjóri á Þela-
mörk í Eyjafirði.
Það var svo um miðjan ágúst
þetta sama sumar að hann flutti
ásamt fjölskyldu sinni að Þjórsár-
túni. Þá hafði jörðin verið í eyði
um skeið og öli hús staðið mann-
laus. Aðkoman var því ekki uppör-
vandi: Þakið var fokið af íjóshlöð-
unni, þegar íbúðarhúsið var opnað
voru rottur hlaupandi þar um öll
gólf og í fyrstu rigningunni lak
þakið hvetjum dropa. Neysluvatnið
varð að sækja í skjólum dtjúgan
spöl. Það var því ekkert undarlegt
þótt flestir teldu að „þetta nýja
fólk“, „yrði aldrei lengi“ í Þjórsárt-
úni. Mörgum konum hefðu fallist
hendur við slíka aðkomu en frúin
hún Kristbjörg var nægjusöm.
Þar kom að öll hús voru endur-
byggð í Þjórsártúni. Glæsilegt íbúð-
arhúsið sem blasir við þegar komið
er austur að Þjórsá ber miklum
stórhug vitni. Ræktun var aukin
og búskapurinn blómgaðist. Og það
var ekki síður að þakka henni Krist-
björgu. Það mætti ætla að það
væri meira en nóg verk að starfa
innanhúss þar sem níu manns voru
í heimili þegar mest var. En Krist-
björg var slíkur dugnaðarforkur,
að hún gekk í mörg störf utan-
húss. Mjög mæddi á henni í þessum
efnum þegar bóndi hennar var
langtímum fjarverandi vegna hinna
ýmsu félagsmálastarfa. Börnin
urðu og snemma liðtæk við heimil-
isstörfin.
Ölvir var kjörinn í hreppsnefnd
Ásahrepps árið 1954 og oddviti
fjórum árum síðar. Því starfi
gegndi hann í 32 ár. Í hreppsnefnd-
inni varð mönnum ljóst að Ölvir
var á réttum „vígvelli". Hann var
mikill félagsmálamaður, greindi vel
meginatriði hvers máls frá aukaatr-
iðum, var gætinn í ákvarðanatöku
en stefndi hins vegar fast að settu
marki þegar ákvarðanir höfðu verið
teknar. Honum voru sífellt falin
fleiri og ábyrgðarmeiri trúnaðar-
störf. Hann sat í stjórn eftirtalinna
félaga og stofnana: fræðsluráði
Suðurlands, Jarðefnaiðnaði hf.,
Eldbergi hf, Iðnþróunarsjóði
Suðurlands, skólanefnd Skálholts-
skóla, Lánasjóði sveitarfélaga, fisk-
eldisstöðinni í Fellsmúla, Veiðifé-
lagi Þjórsár, Veiðifélagi Holta-
mannaafréttar, Kaupfélagi
Rangæinga, Mjólkurbúi Flóa-
manna, Samtökum sunnlenskra
sveitarfélaga (um árabil sem for-
maður) og í Sambandi íslenskra
sveitarfélaga. Auk þess sat hann í
ijölda nefnda á vegum sveitarfé-
laga og ríkis.
Hann var í skólanefnd Lauga-
landsskóla. Árið 1972 réðst ég að
Laugalandi sem skólastjóri. Frá
þeim tíma og um átta ára skeið
áttum við gott og náið samstarf
um málefni skólans. Fljótlega átt-
aði ég mig á því hversu mikill yfir-
burðamaður Ölvir var: Hann gjör-
þekkti öll lög skólamálanna út í
hörgul og tilheyrandi reglugerðir
enda hafði hann sjálfur tekið þátt
í að semja lögin og reglugerðirnar.
Hann var afskaplega hreinskiptinn
maður og aldrei heyrði ég hann
baktala nokkurn mann. Ef honum
þótti eitthvað miður fara, þá sagði
hann það fyrir „opnum tjöldum“
og á „tungumáli" sem skildist. Það
þurfti engan túlk til að útskýra
hvað hann átti við.
Hann lét sig miklu varða málefni
skólans og strax haustið 1972 hafði
hann uppi hugmyndir um fram-
kvæmdir á Laugalandi. Ekki voru
allir ginnkeyptir fyrir því í upphafi
og allt þarf sinn tíma. Fyrst voru
málin rædd óformlega, — síðar á
fundum, — arkitekt var ráðinn, —
teikningar lagðar fram, — málin
enn rædd, — teikningum breytt.
Og þannig þokuðust málin áfram.
Ég man að Ölvir varð glaður þegar
endanlegar teikningar höfðu verið
samþykktar og framkvæmdir
ákveðnar. Svo var það hann, sem
gjörþekkti „kerfið“ og vissi ná-
kvæmlega hvaða leiðir ætti að fara
til þess að fá þetta mannvirki sam-
þykkt á æðri stöðum. Sumir telja
að þær miklu byggingar sem nú
eru á Laugalandi („Menningarmið-
stöðin“) væru betur komnar annars
staðar, svo þær gætu þjónað stærra
svæði. Ekki legg ég dóm á slíkt.
En vegir atburðakeðjunnar eru
margslungnir: Hefði Ölvir Karlsson
ekki sest að í skólahéraði Lauga-
Björn Ellertsson var kennari okk-
ar þýskunema í málfræði og málvís-
indum við háskólann. Framkoma
hans var frá byijun látlaus og
kumpánleg, en þó gneistaði af hon-
um þegar hann lagði fram niður-
stöður fyrsta skyndiprófs haustið
1979, var það þeim mun áhrifarík-
ara að við fundum að þar fóru sam-
an varnaðarorð, hvatning og um-
hyggja í okkar garð. Stemmningin
varð rafmögnuð meðan farið var í
gegn um hinar óhjákvæmilegu
fyrstu síur námsins og margir helt-
ust úr lestinni eins og gengur. En
fljótt varð hópurinn samrýndur og
Björn var hrókur alls fagnaðar í
góðra vina hópi.
í kaffihléum var gjarnan rætt
vítt og breitt um ijölbreytileg efni,
jafnt um sanskrít og samanburðar-
málfræði, sem um stefnur og
strauma í málvísindum, og alltaf
var Björn náma af fróðleik, opinn
og áhugasamur. Ekki tók hann
annað í mál en að borga fyrir allan
hópinn þegar setið hafði verið á
kaffihúsi. Þegar vorpróf nálguðust
bauð hann okkur eins marga auka-
tíma í námsaðstöðu okkar í þýska
bókasafninu og við nenntum að
sitja, en það var ekki nóg, því hann
kom líka með veitingar; þannig var
Björn.
Kennsluna kryddaði hann gjarn-
an með léttri kímni um leið og hann
dró fram mismunandi hugmyndir
og sjónarmið, vildi láta okkur vega
og meta sjálfstætt í stað þess að
mata okkur. Hann sýndi okkur fram
á að umijöllunarefnið væri í deiglu
frekar en fullmótað, víða væru laus-
ir endar í fræðunum og spennandi
verkefni fyrir okkur, þarna væri
áhugavert verkefni til BA-prófs, en
þarna annað viðameira, sem eitt-
hvert okkar ætti ef til vill eftir að
líta á síðar. Það var eins og hann
vildi hefja okkur upp um leið og
hann reyndi að taka fræðin ofan
af stalli og færa þau nær okkur,
svo við gætum ódeig fengist við
þau. Þetta fór saman við virðingu
og væntumþykju gagnvárt okkur
nemendum og var því ekki að sök-
um að spyija að áhuginn glæddist.
Það er dýrmætt að hafa kynnst
Birni, hann var umfram allt góður
maður. Blessuð sé minning hans.
Gamlir nemendur.
Bjöm Ellertsson
- Minningarorð
Björns Ellertssonar verður lengi
minnst fyrir mannkosti. Hann var
hæfileikaríkur drengskaparmaður,
hlýr og óeigingjarn og mun verða
sárt saknað.
Kunningsskapur okkar hófst í
Los Angeles árið 1989 og snerist
upp í vináttu sem ég met mikils og
þakka. Margt hafði ég heyrt um
Bjöm, manninn sem gæti töfrað
fram heilar orðabækur á tölvu og
lægi flest í augum uppi. Þetta voru
goðsagnir nánast því að fæstir vissu
fyrir víst hvað Björn var að gera
enda kom í ljós við kynni að hann
var manna hógværastur og lítillát-
astur. En orðabók samdi hann, ís-
lensk-þýska, sem núna er komin
fyrir augu almennings og hitt var
líka rétt, honum virtist liggja flest
í augum uppi.
Við Bjöm dvöldumst samtímis í
Los Angeles á fyrri hluta síðastlið-
ins árs og ég naut gestrisni hans
og greiðvikni sem hvorag átti sér
nein takmörk. Aldrei þreyttist hann
á að aka mér um þvera og endi-
langa borgina til að sýna mér eitt-
hvað forvitnilegt, venjulega utan
ferðamannaslóða. Bandarískir ís-
landsvinir sögðu að Björn þekkti
þessa borg flestum betur og væri
manna best að sér um bandarískt
þjóðlíf og menningu. Björn neitaði
þessu þegar og hló sínum hvella
og smitandi hlátri, sagðist ekki
þekkja neina Bandaríkjamenn, að-
eins útlendinga í Los Angeles. Þetta
voru dæmigerð viðbrögð Björns.
Allt vildi Bjöm fyrir mig gera
og öll vandamál leysa, fyrirhyggja
hans og natni voru einstök. Mér
fannst liann hugsa meira um minn
hag en eigin hag og hef sjaldan
kynnst öðru eins. Eg umgekkst líka
stórvinkonur hans, Siggu og Haf-
dísi, sem voru mér afar elskulegar
af því að þeim fannst svo undur-
vænt um Bjössa.
Björn var ekki aðeins örlátur að
sýna mér Los Angeles, hann fór
líka með mig til Mexíkó, hafði dval-
ist við spænskunám þar í landi,
enda fengið áhuga á mexíkósku
þjóðlífi. Nú vildi hann deila þessu
áhugamáli með mér. Ég spurði
hvort ekki væri ráð að koma við í
bandarísku borginni San Diego í
leiðinni, væri víst svo fallegt þar.
Björn sagði að það væri svo sem
sjálfsagt en bætti við um borgina:
„Hún er svona eins og Hótel Saga.“
Mér fannst þá ekki mikil ástæða
til að fara þangað og það var ekki
rætt frekar.
Mexíkó var furðuleg og fram-
andi, á örfáum mínútum hurfum
við frá Bandaríkjunum inn í þriðja
heiminn. Björn var lærimeistari
minn í mexíkósku þjóðlífi og
spænskri tungu. Hann lét mig m.a.
spreyta mig á að skilja texta skilta,
t.d. leiðbeiningar til ökumanna og
örnefni. Ég greip til takmarkaðrar
latínukunnáttu og Björn beindi mér
inn á réttar brautir þegar skilning-
urinn vaknaði seint. í þessari
skemmtun hans birtust hinn næmi
málamaður og natni kennari. Á
kvöldin sátum við á mexíkóskum
veitingastöðum og fróðleiksfús og
lífsþyrstur heimsborgari kynnti fyr-
ir mér þarlenda rétti og drykki.
Þegar leið á kvöld spjölluðum við
mest um íslenska tungu, kannski
skrýtnar beygingar og þversagnir,
uppruna orða og skemmtilegar
skýringar. Aldrei töluðum við um
að hann æfti ekki langt eftir ólifað
og aldrei sýndi hann nein merki
þess að hann væri að ferðast um
sína kæru Mexíkó í síðasta sinn.
Slíkur var styrkur hans og æðru-
leysi.
Björn sóttist hvorki eftir virðing-
um né jarðneskum eigum. Honum
var margt ríkulega gefið og hann
naut hæfileika sinna. Hann var
vinnusamur og kappsamur í því sem
hann tók sér fyrir hendur, sökkti
sér niður í fræðileg viðfangsefni af
ástríðu. Margþætt áhugamál hans,
líka utan fræðanna, sýna að það
var enginn lífsflótti, hann lifði auð-
ugu lífí.
Ollum aðstandendum Björns
sendi ég hugheilar samúðarkveðjur.
Helgi Þorláksson.
lands, þá hefðu þar engar fram-
kvæmdir hafíst vorið 1981. Hann
einn átti hugmyndina og hann náði
að vinna þeim hugmyndum fylgi
þeirra sem til þurfti. Þó eru ekki
enn allar hugmyndir hans þar orðn-
ar að veruleika, því fyrir 21 ári
talaði hann um nýja sundlaug og
sánaböð.
Þegar Ölvir flytur að Þjórsártúni
hafði hann skipað sér í raðir Fram-
sóknarflokksins. Það vekur furðu
mína það dómgreindarleysi for-
ystumanna framsóknar í Suður-
landskjördæmi að þeir skyldu aldr-
ei velja hann til að skipa eitthvert
af tveimur - þremur efstu sætum
listans í kjördæminu. Hann var
þannig staðsettur að Árnesingar
ekki síður en Rangæingar hefðu
litið á hann sem sinn þingmann.
Ég þekki fólk bæði í uppsveitum
Árnessýslu og þéttbýli Þorláks-
hafnar sem hefði fylgt Ölvi per-
sónulega í kosningum, þótt það
hafi að öðru leyti fremur talið sig
til annarra stjórnmálaflokka. Ég
held að þarna hafi framsóknar-
menn verið sjálfum sér verstir hvað
kosningafylgi snertir og öðrum
slæmir líka, því Ölvir hefði orðið
afskaplega notadijúgur þingmað-
ur, ekki aðeins fyrir dreifbýlið held-
ur líka fyrir fólkið í þéttbýli Árnes-
sýslu. Ég minnist þess hvernig
þessi stillti maður hækkaði röddina
og fór að tala örar þegar hann
ræddi um væntanlega framtíðar-
þróun byggðakjarnanna vestast í
Árnessýslu.
Ölvir var fæddur á Tyrfingsstöð-
um í Akrahreppi í Skagafirði. Hann
stundaði nám í tvo vetur við héraðs-
skólann á Laugum og síðan einn
vetur við Lýðháskólann í Askov í
Danmörku. Um sumarið vann hann
svo á dönskum búgarði. Þetta nám
og starf nýttist honum vel, síðar á
lífsleiðinni. Ölvir var sonur Karls
Júlíusar b. að Vöglum, Eyjafírði,
f. 1890, Hallgrímssonar í Siglufírði
og b. á Minna-Hofi á Höfðaströnd
f. 1861, Jónssonar á Nausti f. 1819,
Hallgrímssonar b. víða í Skagafírði
f. 1787, Jónssonar á Lómatjörn f.
1737, Sigurðssonar á Ljótsstöðum
S-Þing. Guðbrandssonar, Jónsson-
ar.
Kristbjörg kona Ölvis var fædd
10. september 1917 að Ábæ í Aust-
urdal í Skagafirði. Faðir hennar
Hrólfur b. að Ábæ f. 1886 var son-
ur Þorsteins Lárusar b. á Skata-
stöðum f. 1860, Sigurðssonar í
Gilhagaseli f. 1819, Sigurðssonar -
i Laxárdal, Hún. f. 1790, Þorleifs-
sonar b. Stóru-Mörk, Hún. f. 1760,
Þorleifssonar. Móðir Hrólfs í Ábæ
var Ingibjörg Guðríður f. 1859,
dóttir Guðmundar á Hömrum í
Skagafirði. Móðir Guðmundar á
Hömrum var Ingibjörg dóttir Hrólfs
að Grófargili f. 1734, Þorsteinsson-
ar á Álfgeirsvöllum f. 1701, Hrólfs-
sonar b. sst. f. 1654, Þorsteinsson-
ar lögréttumanns sst. f. 1616,
Bjarnasonar b. sst. f. 1566, Hrólfs-
sonar hins sterka sem kunnur er
úr þjóðsögum.
Börn Ölvis og Kristbjargar era
sem hér segir: 1) Valgerður starfs-
maður hjá Glettingi og húsfr. Þor-
lákshöfn. M: Gunnar H. Snorrason
frá Vogsósum. 2) Lilja b. Grafar-
bakka, Hrun. M: Emil Rafn Kristó-
fersson. 3) Kristjana Ingibjörg
starfsm. á bæjarskrifstofu Seltjarn-
arness. M: Jón Ármann Sigurðsson
starfsmaður hjá Plasos. 4) Karl b.
Þjórsártúni. M: Jóhanna B. Hilm-
arsdóttir. 5) Guðrún Gyða hjúkrun-
arfræðingur á Blönduósi. M 1:
Geir Þórðarson, bankamaður. M
2: Guðmundur Unnar Agnarsson
meinatæknir. 6) Hrólfur fv. fram- ’
kvæmdastjóri Tímans, Rvík. M:
Irma Sjöfn Óskarsdóttir aðstoðar-
prestur í Seljasókn.
Hina síðustu mánuði fyrir andlát
sitt var Ölvir veikur maður. Ég kom
þá að Þjórsártúni. Kannske sá ég
þá fyrst hvað hún Kristbjörg er
mikil manneskja. Þegar Ölvir —
vegna veikinda sinna — fór með
rangt mál, svaraði hún aðeins:
„Heldurðu það, Ölvir minn, sagði
hann Jónas okkur ekki í gær
að ...“ Og þegar hann hélt áfram •
sinni skoðun voru engar þrætur frá
hennar hendi, því þarna umgekkst
hún veikan maka sinn með mildi
og nærgætni.
Ölvir var meðalmaður á hæð og
fremur þrekvaxinn. Eftir því var
tekið hversu snyrtilega hann var
klæddur og vel til fara. Hann var
alvarlegur í yfirbragði, stilltur og
yfirvegaður. Þó gat hann gefið
mönnum þunga „ráðningu" ef hon-
um var misboðið. Hann var athug-
ull, glöggur og bjó yfir góðri dóm-
greind. Hann var mjög fær og
hæfur embættismaður og hafði
glögga sýn yfir þá málaflokka sem
hann hafði til umfjöllunar. Hann
vildi mönnum vel og lagði sig fram '
um að mál leystust farsællega. Þó
var hann mikill málafylgjumaður
fyrir sveit sína og hagsmuni stéttar
sinnar.
Þessi síðbúnu eftirmæli eru
þakklæti fyrir samstarfið og fyrir
það sem ég tel mig hafa af Ölvi
lært.
Gunnar Guðmundsson
frá Heiðarbrún.
T
auglýsingar
St. St. 5994021019 VII
I.O.O.F. 11 = 17502108V2 =
B.K.
I.O.O.F. 5 = 1752108'/z = F.R.
Brlds
Hvítasunnukirkjan
Völvufeli
Almenn samkoma kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjuitrati 2
kvöld kl. 20.30: Lofgjörðar-
samkoma. Major Liv Gundersen
frá Noregi talar.
Verið velkomin á Her.
□ HLÍN 5994021019 IV/V 2
Miðilsfundir
Iris Hall verður með einkafundi
til 15. febrúar.
Upplýsingar í síma 811073.
Silfurkrossinn.
z,
MAt Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Fundur i kvöld kl. 20.30 i umsjá
Bjarna Guðleifssonar, náttúru-
fræðings. Allir karlarvelkomnir.
Orð lífsins,
Grensásvegi8
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Allir hjartanlega velkomn-
ir! Ath! Námskeið annað kvöld
um sigrandi bænalíf með Ake
Karlsson frá Livets Ord.