Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 EFNI Lánasjóður náms- manna Aukin lán vegna árs- námskeiða STJÓRN Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur samþykkt að veita 100% námslán að loknu haustmisseri til námsmanna á heilsársnámskeiðum, sem ekki taka próf að loknu haustmisseri, liggi fyrir ástundunarvottorð frá skóla. í fréttatilkynningu frá Stúdenta- ráði Háskóla íslands segir að með samþykktinni sé komið til móts við þá um það bil 350 námsmenn við Háskóla íslands sem fengið hafi 75% lán fyrir síðastliðið haustmiss- eri en þeir fái nú afgreitt allt að 25% viðbótarlán fyrir síðastliðið haustmisseri framvísi þeir ástund- unarvottorði. Hingað til hafa stúdentar á heils- ársnámskeiðum fengið 75% lán fyr- ir áramót en 125% á vormisseri ef þeir ná tilsettum námsárangri, seg- ir í fréttatilkynningu Stúdentaráðs sem fagnar breytingunni fyrir hönd stúdenta. Morgunblaðið/Rúnar Þór i Siglufjarðarhöfn SIGLIR, úthafsveiðiskip Siglfírðings hf., kom til Sigluflarð- ar útgerðir hafa keypt á Nýfundnalandi. Myndin var tek- ar í gærmorgun. Skipið var níu sólarhringa á leiðinni frá in á Siglufírði í gærmorgun og sést stærðarmunurinn á Halifax. Siglir er stærsta fískiskip í eigu íslendinga, 81 Sigli, sem liggur við Ingvarsbryggju, og togurunum Amar- metri að lengd og 2.500 rúmlestir, og kemur fyrst til nesi, Siglfírðingi, sem er í eigu sömu útgerðar og Siglir, landsins af hinum svokölluðu Kanadatogurum sem íslensk- og Stálvík, en þeir liggja við togarabryggjuna. Siglir * Ný umdæmaskipting sendiráða Islands verður gefin út fljótlega Ný lönd í umsjá sendiráða FYRIRHUGUÐ umdæmaskipting fyrir sendiráð íslands er- lendis er nú í undirbúningi, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, en seinasta skipting er frá 1990. Búið er að kynna skiptinguna i utanríkismálanefnd og verður nýr úrskurður væntanlega gefinn út á næstunni, en það er forseti íslands sem gefur hann út. Sendiráð íslands eru í Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, London, París, Moskvu, Bonn, Brussel og Washington, og auk þess eru fastanefndir í Brussel, Genf og New York. Um nokkra breytingu er að ræða varðandi þau lönd sem heyra undir íslensk sendiráð, aðallega í þá veru að fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna ásamt ríkjum fyirum Júgó- slavíu koma inn og þess í stað falla út ríki sem íslendingar eiga nú litlum hagsmunum að gæta í. Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdasljóri Álítum færanleg hús ekki fasteignir EIMSKIP kom á óvart umræða í bygginganefnd Reykjavíkur um að greiða þyrfti fasteigna- gjöld af færanlegum smáhýsum og stálgrindaskemmum á at- hafnasvæði félagsins í Sunda- höfn, að sögn Þorkels Sigur- laugssonar framkvæmdastjóra þróunarsviðs félagsins. Hann segir að félagið skoríst ekki undan að greiða þau gjöld sem réttilega eru á það lögð, „en það er ekkert til hjá borginni sem heitir umsókn um að greiða fasteignagjöld." Þorkell segir Eimskip gjalda borginni um 40 milljónir á ári í lóðaleigu fyrir svæðið í Sundahöfn, auk þess sem tilskilin gjöld séu greidd af skráðum fasteignum fé- lagsins. Húsin sem hér um ræðir séu færanleg og sum hver vinnu- skúrar sem oft eru fluttir til. „Það var talað við byggingarfulltrúa á sínum tíma um þessi hús og þá ekki talin ástæða til að leggja málið fyrir bygginganefnd, því voru aldrei gefin út fokheldisvott- orð. Það er ekki hlutverk húseig- andans að skrá eign á fasteigna- skrá, heldur er það borgin sem á frumkvæði að því,“ sagði Þorkell. Hann sagði að aldrei hafi verið gerðar athugasemdir af hálfu borgarstofnana við þessi hús, til dæmis þegar þau hafa verið tengd veitukerfum. Þorkell tók það fram að Eim- skip hefði alltaf átt mjög gott sam- starf við hafnarstjóm og borgina. Þetta mál yrði skoðað eftir helgi með borgaryfirvöldum. Ef reglur kveða á um að greiða skuli fasteig- nagjöld af húsunum, þá verði þau að sjálfsögðu greidd. A seinasta ári hækkuðu rekstrar- útgjöld heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins um 550 milljónir kr. milli ára, eða um 3,2% að raungildi, en það er 260 millj. kr. umfram það sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Ástæð- umar eru aðallega umframgreiðslur til sjúkarhúsa, en Landakotsspítali fékk 100 millj. kr. aukafjárveitingu Undir íslensku sendiráðin níu munu heyra um 60 lönd sem er nærri því sem verið hefur, en Island hefur stjórnmálasamband við mun fleiri, eða um 80 lönd. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er stefnt að eftirfarandi umdæma- skiptingu: Undir sendiráðið í Kaup- mannahöfn heyri auk Ðanmerkur löndin Ítalía, Tfyrkland, ísrael, Lit- háen, Japan og Vatíkanríkið. Undir sendiráðið í Osló heyri auk Noregs löndin Pólland, Króatía, Kýpur, Sló- vakía, Makedónía og Suður-Kórea. Undir sendiráðið í Stokkhólmi heyri auk Svíþjóðar löndin Finnland, Eist- land, Lettland, Slóvenía, AÍbanía og Namibía. Undir London auk Bretlands heyri írland, Grikkland, Holland, Indland og Nígería. Undir sendiráðið í París auk Frakklands heyri löndin Spánn, Portúgal og Grænhöfðaeyjar, og auk þess er forstöðumaður sendiráðsins fasta- fulltrúi íslands hjá OECD, Evrópu- ráðinu og UNESCO, Menningar- málastofnun SÞ. Undir sendiráðið í Moskvu heyri auk Rússlands ríkin Hvíta-Rússland, Úkraína, Geðrgía, Moldóva, Armenía, Kasakstan, Rúmenía og Búlgaría. Undir sendi- ráðið í Bonn heyri auk Þýskalands, löndin Austuríki, Sviss, Ungveija- land, Tékkland og Serbía-Svart- fjallaland, auk þess sem forstöðu- maður sendiráðsins er fastafulltrúi íslands hjá RÖSE, Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu. Und- ir sendiráðið í Brussel heyri auk Belgíu löndin Luxemburg og á árinu vegna hallareksturs frá árinu 1992. Útgjöld vegna málefna heilsu- gæslu hækkuðu um 100 millj. kr. eða 6,3% að raungildi. Rekstur sjúk- arhúsa á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 130 millj. kr. á sein- asta ári og rekstur annarra sjúkra- stofnana um 120 millj. kr. Hlutfalls- lega jukust útgjöld til sjúkrahúsa í Lichtenstein, auk þess sem for- stöðumaður sendiráðsins er jafn- framt sendiherra Islands hjá Evr- ópusambandinu. í Brussel er fasta- nefnd og er forstöðumaður hennar fastafulltrúi hjá NATO og Vestur- Evrópusambandinu. Undir sendi- ráðið í Washington heyri auk Bandaríkjanna löndin Kanada, Mexíkó, Brasilía, Argentína, Chile, Perú, Kolombía, Úrúgvæ og Venesúela. Forstöðumaður fasta- nefndarinnar í Genf er fastafulltrúi hjá EFTA, Evrópuskrifstofu SÞ og þeim fjölmörgu alþjóðastofnunum öðrum sem aðsetur hafa í Genf, þ.á m. er GATT, Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin, Alþjóða vinnumála- stofnunin o.fl., auk þess að vera sendiherra íslands í Egyptalandi. í New York er fastafulltrúi íslands Ajá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna. Sendiherra Kína með aðsetur í Reykjavík Utanríkisráðherra hefur haft heimild til þess að sendiherra í utan- ríkisþjónustunni með búsetu í Reykjavík sé sendiherra í fjarlæg- um löndum, og er meiningin sam- kvæmt heimildum blaðsins að nýta þessa heimild þegar fyrirhuguð umdæmaskipting verður gefin út á þann hátt að Ingvi S. Ingvarsson, fráfarandi sendiherra í Kaup- mannahöfn, verði áfram sendiherra Kína en með staðsetningu í ráðu- neyti utanríkismála. Reylq'avík því minna en til annarra sjúkrastofnana. Áætluð 640 millj. kr. lækkun útgjalda sjúkratrygginga gengu eftir á seinasta ári. Þannig lækkaði kostnaður við hjálpartæki og út- gjöld vegna 39. greinar almanna- tryggingalaga (tannréttingar o.fl.) um 120 millj. kr. milli ára. Greiðsl- ur vegna lyija iækkuðu um rúmar 200 millj. og tannlæknakostnaður um tæpar 300 millj. Aftur á móti fóru daggjaldagreiðslur og læknis- kostnaður fram úr áætlun fjárlaga. Rekstrargjöld sjúkrahúsanna í Reykjavík frá 1991 Lækkað um 400 milljónir kr. REKSTRARÚTGJÖLD qúkrahúsanna í Reykjavík hafa lækkað um rúmar 400 milljónir króna að raungildi frá árinu 1991, eða um 4,1%. á sama tíma hafa útgjöld sjúkrahúsa á landbyggðinni lækkað um rúm- ar 20 millj. kr., eða um 0,5%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um ríkisfjármáláárinu 1993. mttsmbíabfol Moldvarpa í fyrirtæk- inu ►Njósnir Ames-hjónanna hafa valdið CLA miklum skaða og talið er að svik þeirra hafí kostað 10 manns, hið minnsta, lífíð./lO Ríkið í megrun ►Fulltrúar atvinnulífsins leggja til nýja hugsun, stefnumótun og tiltekt á toppnum./14 Að búa til orð ►Tvisvar í viku kemur hópur byggingaverkfræðinga saman á vinnufundi til íðorðasmíða í þessu tæknifagi. Þessi fræði verða ekki hluti af menningu okkar nema við getum talað um efnið og skrifað á íslensku, segir prófessor Einar B. Pálsson, sem þar er í for- ystu./16 Verkfræðingar í vinnu- gölium ►Gunnlaugur Friðbjamarson efnaverkfræðingur og Kjartan Garðarsson, véla- og rekstrarverk- fræðingur, veita forystu Kraftlýsi hf. á E)júpavogi./20 B ► 1-32 Góði hirðirinn á Krossi ►Högni Albertsson, bóndi og há- karlabani, býr ásamt móður sinni, Margréti Höskuldsdóttur, á föður- leifð sinni, Krossi við Berufjörð. Með árunum hefur fækkað hákörl- unum sem Högni sækir í hafdjúpin út við Bjamarsker. Hins vegar flölgar jafnt og þétt í kindahjörð- inni á Krossi./l Denis Healey ►Þriðji hluti greinaflokks þar sem Jakob F. Ásgeirsson ræðir við breska stjómmálamenn./6 Ég kann ekki við róleg- heit ►Undanfarin fjögur ár héfur Dóra Stefánsdóttir stjómað verkefni Þróunarsamvinnustofnunar ís- lands í Namibíu, en nú er förinni heitið til Grænhöfðaeyja./14 c BILAR ► l-4 Golf-langbakur ►Reynsluakstur á þessum nýja valkosti, sem fæst með tveimur vélarstærðum./4 Fjölnotabílar ►Sérfræðingar spá því að mikill vöxtur verði í sölu á þessari gerð bfla á næstu árum./2 FASTIR ÞÆTTIR Kvikmyndahús Leiðari Helgispjall Reykjavikurbréf 24 Minningar Iþróttir Útvarp/sjónv; Gárur Mannlífsstr. Kvikmyndir INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-4 /bak Dægurtónlist 13b 22 F6lk í frétttim 16b 24 Myndasögur 18b 24 Brids 18b 24 Stjömuspá 18b 26 Skák 18b 42 Bíó/dans 19b 44 Bréf til blaðsins 24b 47 Velvakandi 24b 8b 12b Samsafnið 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.