Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 * ___ I¥\ \ /"''er sunnudagur 27. febrúar, sem er 58. dag- i/llVJ Ur ársins 1994. 2. sd. í föstu. Stórstreymi 4,55 m. Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 7.14 og síðdegisflóð kl. 19.35. Fjara er kl. 1.06 og kl. 13.29. Sólarupprás í Rvík er kl. 8.43 og sólarlag kl. 18.39. Myrkur kl. 18.39. Sól er í hádegisstað kl. 13.40 ogtunglið í suðri kl. 2.27. (Almanak Háskóla íslands.) Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver annan, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefur upp- fyllt lögmálið. (Rómv. 13,8.) ÁRNAÐ HEILLA {\f"|ára afmæli. Á morgun, í/U mánudaginn 28. febrúar, verður níræð Guð- rún Magnúsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Tryggvi Ólafsson, taka á móti gestum í dag sunnudag kl. 17 á Grandavegi 47, 10. hæð. ^/\ára afmæli. Miðviku- | vf daginn 2. mars nk. verður sjötug Guðrún Jós- epsdóttir, Stóragerði 10, fyrrum húsfreyja á Tann- staðabakka í Hrútafirði. Hún og eiginmaður hennar, Einar Jónsson, taka á móti gestum í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, i dag, 27. febr- úar, á milli kl. 15 og 17. /\ára afmæli. Á morgun, Ovl 28. febrúar, verður sextugur Sverrir Siguijóns- son, Reylgabraut 19, Þor- lákshöfn. Eiginkona hans er Álfhildur Steinbjörnsdótt- ir. Þau hjónin eru að heiman. fT/\ára afmæli. Á morgun UU 28. febrúar, verður fimmtug frú Eygló Einars- dóttir, Hrauntúni 63, Vest- mannaeyjum. Hún er stödd hjá dóttur sinni í Svíþjóð. pT/\ára afmæli. Á morgun t)U 28. febrúar, verður fimmtugur Ragnar Aust- mar, bifvélavirkjameistari, Fjarðarseli 24, Reykjavík. Eiginkona hans er Mary Bjarnadóttir, frá Bíldudal. Þau hjónin taka á móti gest- um í sal Múrarafélagsins, Síðumúla 25, 2. hæð frá kl. 20 á morgun, afmælisdaginn. _ REYKJAVÍKURHÖFN: í dag er Ottó N. Þorláksson væntanlegur til hafnar. KROSSGATAN LÁRÉTT: 1 naddur, 5 sjúka, 8 úldin, 9 óttaslegið, 11 verkfæri, 14 spil,15 ganga, 16 skerðir, 17 veiðar- færi, 19 elska, 21 líffæris, 22 dugleg, 25 málmur, 26 hljómi, 27 bardaga. LÓÐRÉTT: 2 skepna, 3 blóm, 4 nagdýrið, 5 vægast, 6 flana, 7 spil, 9 feitt, 10 áformið, 12 örvasa, 13 rugg- aði, 18 beltum, 20 nafnhátt- armerki, 21 dýrahljóð, 23 hest, 24 tónn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 auðug, 5 óttan, 8 gráða, 9 fluga, 11 aurar, 14 nál, 15 lúgan, 16 ilmur, 17 arð, 19 iðan, 21 Ásta, 22 undrast, 25 uns, 26 átu, 27 iði. LÓÐRÉTT: 2 ull, 3 ugg, 4 granna, 5 óðalið, 6 tau, 7 ala, 9 fellinu, 10 ugglaus, 12 rúmasti, 13 rýmaði, 18 rýrt, 20 nn, 21 ás, 23 dá, 24 au. Nei, oj barasta. Ég ætla heldur að sækja um á „I^izza 67“. Mér finnst blýantar svo ógeðslega vondir ... FRÉTTIR/MANNAMÓT EDDUKONUR eru með fé- lagsvist í dag í Hamraborg 1, 3. hæð, kl. 15.30 og er hún öllum opin. KVENFÉLAG Háteigs- sóknar heldur fund þriðju- daginn 1. mars kl. 20.30 á kirkjuloftinu. Spiluð verður félagsvist og kaffi drukkið. KVENFÉLAG Garðabæjar heldur fund nk. þriðjudag sem hefst með samverustund í Garðakirkju kl. 20.15. Sr. Bragi Friðriksson vígir nýja félagsfánann. Gestir fundar- ins verða konur úr Kvenfélagi Grindavíkur. SKAFTFELLINGAFÉ- LAGIÐ I Reykjavík er með félagsvist í dag kl. 14 í Skaft- fellingabúð. Miðar á árshátíð seldir sama dag frá kl. 13-18 á Laugavegi 178. HANA NÚ, Kópavogi, verð- ur með kleinukvöld í Gjá- bakka kl. 20 á mánudags- kvöldið. Kaffi, kleinur og myndband frá starfinu. FÉLAGSSTARF aldraðra, Sléttuvegi 11-13. Spiluð verður félagsvist á morgun, mánudag, kl. 14. Strætisvagn nr. 7 gengur að húsinu. FÉLAGSSTARF aldraðra, Norðurbrún 1. Á morgun, mánudag, kl. 13.30 söng- stund. Kl. 14.30 eftirmið- dagsskemmtun. Leiklestur úr „Seið skugganna". Kaffíveit- ingar. FÉLAG eldri borgara í Rvík og nágrenni. Brids- keppni og félagsvist falla nið- ur í Risinu í dag vegna aðal- fundar. Dansað í Goðheimum í kvöld kl. 20. Mánudagur: Opið hús í Risinu kl. 13-17. Söngvaka kl. 20.30 undir stjóm Eiríks Sigfússonar. Undirleikari Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Leshópur um Sturlungu í Risinu kl. 17. BANDALAG kvenna í Reykjavík heldur þing á Hót- el Loftleiðum laugardaginn 3. mars nk. sem hefst kl. 9 f.h. HIÐ ÍSLENSKA Náttúru- fræðifélag er með fræðslu- fund á morgun, mánudag, í stofu 101, Odda. Ámi G. Pét- ursson, fyrrv. ráðunautur Búnaðarfélags íslands, held- ur erindi sem hann nefnir: „Uppeldi æðamnga á Vatn- senda og Oddsstöðum á Mel- rakkasléttu 1980-93. Fund- urinn er öllum opinn. KIWANISKLÚBBURINN Góa heldur fund á morgun, mánudag, kl. 20.30 á Smiðju- vegi 13a Kópavogi. KVENFÉLAG Fríkirkjunn- ar í Rvík. heldur fund fímmtudaginn 3. mars nk. kl. 20.30 í safnaðarheimilinu Laufásvegi 13. Konur í kven- félagi Langholtssóknar koma í heimsókn. FÉLAGSSTARF aldraðra, Gerðubergi. Á morgun hár- greiðsla og fótsnyrting. Þriðjudag kl. 8.20 sund í Breiðholtssundlaug. Fimmtu- dag kl. 13 byrjar páskafönd- ur. JUNIOR Chamber Suður- nes heidur opinn kynningar- fund á starfsemi félagsins í JC-húsinu Holtsgötu 52, Njarðvík á morgun mánudag kl. 20.30. Uppl. veitir Ágústa í s. 92-14940. KVENFÉLAG Neskirkju heldur aðalfund sinn á morg- un mánudag kl. 20.30. KVELDÚLFSKÓRINN í Borgarnesi heldur tíu ára afmælistónleika í Borgames- kirkju í kvöld kl. 21. FÉLAGS- og þjónustumið- stöðin Hvassaleiti 56-58. Góufagnaður þriðjudaginn 1. mars kl. 15. Tískusýning á vorfatnaði. Hjónin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Ámadóttir skemmta með söng og gítarleik. KRISTNIBOÐSSAM- BANDIÐ er með samveru fyrir aldraða í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 56-58 á morgun, mánudag, kl. 14-17. Unnið fyrir kristni- boðið. ITC-DEILDIN Kvistur held- ur fund á morgun, mánudag, í Litlu-Brekku, Bankastræti, kl. 20 stundvíslega og er hann öllum opinn. KVENFÉLAGIÐ Fjallkon- umar halda aðalfund sinn nk. þriðjudag kl. 20.30 í safn- aðarheimili Fella- og Hóla- kirkju. Bögglauppboð, kaffí- veitingar. ALNÆMISSAMTÖKIN halda aðalfund sinn á morg- un, mánudag, kl. 20 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Kaffí- veitingar. AFLAGRANDI 40, félags- og þjónustumiðstöð 67 ára og eldri. Félagsvist kl. 14 á morgun, mánudag. Uppl. í s. 622571. SAMBAND dýraverndarfé- laga er með flóamarkað í Hafnarstræti 17, kjallara, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. DÓMKIRKJUSÓKN. Kirkjunefnd kvenna er með vinnufund á morgun, mánu- dag, kl. 20 í safnaðarheimil- inu. KIRKJA HÁTEIGSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. Sjá síðu 41. ORÐABOKIN Gauka í nóvember sl. mátti lesa eftirfarandi í DV: „Könnunin sýnir líka, að viljinn fær ekki útrás, ef smáflokkarnir gauka áfram hver í sínu homi.“ Hér hnaut ég um so. að gauka í þessu sambandi. Fyrst datt mér í hug, að um prentvillu væri að ræða, en ekki er samt víst, að svo sé. Hér hafði ég notað so. að bauka; smá- flokkamir bauka hver í sínu homi, því að bauka í merkingunni að dunda eða dútla er til og einmitt í sams konar sambandi og hér mátti lesa. í OM stendur þetta: þeir bauk- uðu hver í sínu homi. So. að gauka er vitaskuld til í ýmsum merkingum. í OM eru fimm merkingar og getur ein þeirra e.t.v. átt hér við, þ.e. gaufa, dunda, þótt ekki verði so. -bauka að gauka samt fundin í ofangreindu sambandi, þ.e. að gauka hver í sínu horni, heldur so. að bauka. Aðrar merkingar so. að gauka koma tæp- lega til greina á ofan- greindum stað, nema ef vera skyldi að kvaka eins og gaukur. Þó er heldur ólíklegt, að sá, sem þetta skrifaði, hafi átt við það. Algeng merking er hins vegar í samb. að gauka e-u að e-m, sem höfð er um það að gefa e-m vís- bendingu um e-ð á laun eða fá e-m e-ð án þess mikið beri á. Um hana eru mörg dæmi úr rituðu máli í OH. Þá þekkist einnig að gauka með e-ð um það að gefa e-ð í skyn. Bezt fer á að greina hér vel á milli. J.AJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.