Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 36
 36 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 ATVINNUAUGl YSINGAR Blaðberi óskast á Mávanes, Arnarnesi Upplýsingar hjá áskriftadeild Morgunblaðs- ins í síma 69 11 22. flÍtrðtttiMaMfe „Au pair“ Þýska fjölskyldu, rétt fyrir utan Frankfurt, vantar „au pair“ frá og með byrjun apríl ’94. Allar nánari upplýsingar gefur Harpa í síma 9049-618139170 eftir kl. 19.30 að íslenskum tíma. Matreiðslumaður Fullorðinn matreiðslumaður óskar eftir starfi. Hefur mikla reynslu af vinnu í mötuneyti. Margt annað kemur til greina. Algjörri reglusemi heitið. Upplýsingar í síma 71330. Atvinna óskast Ég er 35 ára kona með 11 ára víðtæka reynslu af gjaldkerstarfi hjá stóru fyrirtæki. Er með góða reynslu af IBM AS400 tölvu- kerfi og námskeið á PC tölvur. Upplýs. Helga, s. 33163, vs. 681555. Viðgerðarmaður Ég er að leita að starfi, helst við umsjón og viðhald eigna og tækja. Er rafvirkjameistari með vélskólamenntun. Áralöng reynsla af viðgerðum heimilistækja og kælitækja. Fæst við smíðar (járn og tré). Hef sótt tölvunám og unnið eftirlitsstörf. Guðmundur, sími 91-674355. KÓPAVOGSBÆR Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við leikskólann Efsta- hjalla v/Efstahjalla er laus til umsóknar. Efstihjalli er þriggja deilda leikskóli með blandaðan dvalartíma barna. Umsóknarfrest- ur er til 7. mars. Upplýsingar gefur leikskólafulltrúi, Sesselja Hauksdóttir, í síma 45700. Umsóknum skal skilað á eyðublöð sem liggja frammi í Fannborg 4, Kópavogi. Starfsmannastjóri. 488241 HRAFN Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast í hlutastörf á hjúkrunardeild. Um er að ræða kvöld- og helgarvaktir. Hvernig væri að líta inn og kynna sér þá margþættu starfsemi sem hér fer fram. Sjón er sögu ríkari. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 653000. Frá heilsugæslu- stöðinni á Höfn Afleysingalæknir vantar á heilsugæslustöð- ina á Höfn frá byrjun mars í nokkra mánuði. Upplýsingar á heilsugæslustöðinni, sími 97-81400. Blómaverslun Óskum að ráða vanan starfskraft í blóma- verslun, sem getur unnið sjálfstætt. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „B - 13787“, fyrir 2. mars. Starfskraftur FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi Tölvunarfræðingur - kerfisfræðingur Flugleiðir óska eftir að ráða kerfisfræðing til starfa við hugbúnaðargerð sem fyrst. Þekking og reynsla í NATURAL forritun og ADABAS gagnagrunni æskileg. Skriflegar umsóknir óskast sendar starfs- mannaþjónustu félagsins, aðalskrifstofu, Reykjavíkurflugvelli, fyrir 4. mars nk. LANDSPITALINN með mjög gott vald á íslensku (beygingar- fræði og textagerð) óskast tímabundið (í u.þ.b. 6 mánuði) til starfa hjá litlu hugbún- aðarfyrirtæki frá 1. apríl nk. Nokkur tölvuþekking (PC/MS-DOS) nauðsynleg. Umsóknir óskast sendar til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „S - 10578“, fyrir 8. mars nk. Söngfólk - hér er tækifærið! Kór Háteigskirkju óskar eftir ungu, upprenn- andi söngfólki (öllum röddum). Vinamlegast hafið samband við stjórnand- ann, Pavel Manasek, í síma 12407 eða heimasíma 19896. MÓMÓ Hafið þið tíma fyrir ykkur sjálf? Þeir sem hafa áhuga á því að leika, smíða, sauma, syngja eða bara taka þátt í einstakri sýningu Leikfélags Hafnarfjarðar sem frumsýnd verður í apríl, hafið samband við okkur strax! Lárus, sími 650353, Dóra, sími 656920. Allir velkomnir. ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAKOTI Röntgentæknir Röntgentæknir óskast á Röntgendeild Landakotsspítala. Upplýsingar veitir Soffía Sveinsdóttir, sími 604354. Leikskólinn Fagrabrekka, Lambastaðabraut 5, Seltjarnarnesi. Fóstrur Óskum eftir tveimur fóstrum. Á Fögrubrekku er sveigjanleg vistun barna á aldrinum 2ja-6 ára. Leikskólinn er einnar deildar með alls 43 börnum og byggist starfsemin á öflugu hóp- starfi. Vinsamlegast komið eða hringið til Dagrúnar Ársælsdóttur leikskólastjóra, v.s 611375 og h.s 612197. Reyklaus vinnustaður RONTGEN-OG MYNDGREININGARDEILD Stöður tveggja sérfræðinga í röntgen- og myndgreiningu eru lausar til umsóknar. Stöðurnar eru afleysingastöður og veitast til árs í senn. Umsækjendur skulu hafa yfirgrips- góða reynslu og þekkingu á sviðum læknis- fræðilegrar myndgreiningar. Ætlast er til þátttöku í rannsókna- og fræðslustarfi. Nánari upplýsingar veitir forstöðulæknir, Ásmundur Brekkan, prófessor, í síma 601000. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, með upplýsingar um starfsferil og vísindastörf, skal senda stjórnarnefnd Ríkisspítala fyrir 15. apríl 1994. BARNASPÍTALI HRINGSINS 1. aðstoðarlæknir Tvær stöður 1. aðstoðarlæknis (superkandi- dat) á Barnaspítala Hringsins eru lausar til umsóknar. Ráðið er til 1 árs, annars vegar frá 1. maí og hinsvegar frá 1. júlí nk. Auk venjubundinna starfa aðstoðarlæknis er ætl- ast til virkrar þátttöku í rannsóknastarfsemi deildarinnar. Þátttaka í bundnum vöktum skv. fyrirframgerðri áætlun. Starfsreynsla á barnadeild æskileg. 1. aðstoðarlækni eru falin ábyrgðarmeiri störf, eftirlit með yngri aðstoðarlæknum, þátttaka í kennslu lækna- nema og nemenda eða starfsfólks í öðrum heilbrigðisgreinum. Um getur verið að ræða námsstöðu í barnalækningum eða starfs- þjálfun í öðrum sérgreinum. Umsóknum skal skila á eyðublöðum lækna og senda forstöðulækni, Víkingi H. Arnórs- syni, prófessor, sem veitir nánari upplýsingar í síma 601050. Ljósrit af prófskírteini og upplýsingar um starfsferil, ásamt vottorðum frá yfirmönnum, fylgi. Umsóknarfrestur til 20. mars 1994. 2. aðstoðarlæknir Tvær stöður 2. aðstoðarlæknis á Barnaspít- ala Hringsins eru lausar til umsóknar. Ráðningartímabil er 1. júlí-31. désember 1994. Um er að ræða venjubundin störf að- stoðarlækna. Þátttaka í bundnum vöktum skv. fyrirframgerðri áætlun. Umsóknum skal skila á eyðublöðum lækna og senda forstöðulækni, Víkingi H. Arnórs- syni, prófessor, sem veitir nánari upplýsingar í síma 601050. Ljósrit af prófskírteini og upplýsingum um starfsferil, ásamt vottorð- um frá yfirmönnum, fylgi. Umsóknarfrestur til 20. mars 1994. RÍKISSPÍT ALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á Islandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, frœðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- 8emi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðlngu fyrir einstaklingnum. Starf8emi Rikisspítala er helguð þjónustu viö almenning og við höfum évallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.