Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRUAR 1994 + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRUAR 1994 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Hagstæður við- skiptajöfnuður lamkvæmt nýjum upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun var við- slcíptajöfnuður þjóðarinnar hag- stæður á síðasta ári í fyrsta sinn frá árinu 1986. Viðskiptajöfnuður- inn var hagstæður um 300 milljón- ir króna samanborið við hvorki meira né minna en 12 milljarða halla á árinu 1992. Á almennu máli þýðir þetta, að erlendar skuld- ir þjóðarbúsins fara lækkandi. Ástæðan fyrir þessari hagstæðu þróun er annars vegar sú, að vöru- innflutningur var 14% minni á síð- asta ári en árið áður og hins veg- ar, að útflutningur sjávarafurða jókst um 6%. Þessi hagstæða þróun í viðskipt- um við útlönd er aðeins eitt af mörgum dæmum um þann árang- ur, sem þrátt fyrir kreppu og aðra erfiðleika er að nást í efnahags- og atvinnumálum okkar íslendinga — eða er þessi árangur kannski að nást vegna kreppunnar? Verðbólg- an er nánast í núlli, viðskiptajöfnuð- ur hagstæður, vextir hafa lækkað verulega og ættu að geta lækkað meira á næstu mánuðum. Allt er þetta verulegur árangur, sem ekki hefur verið nægilegur gaumur gef- inn í dægurþrasi stjómmálanna. Það skiptir öllu máli, að ekkert verði gert í efnahagsmálum okkar, sem dregur úr þeim mikilsverða árangri, sem náðst hefur á þessum þremur sviðum. Jafnhliða þarf ríkisstjómin að beita sér fyrir nýjum átökum til þess að draga úr hallarekstri ríkis- sjóðs. f nýju Samvinnubréfi Lands- banka íslands er því spáð, að opin- berar skuldir geti aukizt að óbreytt- um hallarekstri ríkissjóðs úr 56% af landsframleiðslu í 62%-74% af landsframleiðslu eftir því hver hag- vöxtur verður. Bent er á, að þetta skuldahlutfall nálgist óþægilega mikið 60%-markið, sem Evrópu- sambandið telji, að aðildarríkin þurfi að halda sig innan í framtíð- inni. Stjómarflokkar, sem ganga til þingkosninga að ári liðnu með þann árangur, að þeir hafi sigrast á verð- bólgunni eftir nær aldarfjórðungs baráttu þjóðarinnar við óðaverð- bólgu, skapað jöfnuð í viðskiptum við útlönd og lækkað erlendar skuldir þjóðarinnar, lækkað vexti verulega og náð tökum á halla- rekstri ríkissjóðs, hljóta að standa vel að vígi, af þeirri einföldu ástæðu, að engin ríkisstjóm í manna minnum hefur sýnt slíkan árangur. Auðvitað eru dekkri hliðar á þessari mynd og þar ber hæst at- vinnuleysið og erfiða afkomu al- mennings í landinu. En ríkisstjórnin ræður ekki við þorskgöngur og þáð er nánast fyrirsjáanlegt að afkoma fólks batnar ekki að ráði fyrr en þorskstofninn tekur við sér á nýjan leik. Hið sama má segja um at- vinnuleysið: Það verður verulegt, þar til nýtt góðæri skapast við sjáv- arsíðuna. Stundum er því haldið fram, að það skipti engu máli, hvaða stjóm- málaflokkar séu við völd. Þeir séu allir að verða eins. Þetta er rangt. Líkumar á því að vinstri stjóm myndi grípa til vanhugsaðra og ábyrgðarlausra aðgerða til þess að leysa um stundarsakir erfið vanda- mál era yfirgnæfandi. Þær fómir, sem þjóðin hefur fært á undanföm- um ámm til þess að ná þeim árangri, sem við blasir em svo mikl- ar að það er ekkert vit í að halda þannig á málum, að þær hafí að lokum verið færðar til einskis. 1 A { RITI MÍNU X Vf *um Jónas Hall- grímsson stendur þessi setning: „Það er skemmtilegt að sjá náttúruvísindamann á fyrra hluta 19. aldar... komast að þeirri niðurstöðu að guð hafi einungis getað skapað „þá beztu veröld af öllum sem skapaðar urðu“. Þetta var einnig áleitið umhugsunar- efni Einsteins sem spurði sig oft þeirrar spumingar hvort guð hafí nú skapað þá einu veröld sem möguleg var.“ Hér er Jónas auðvitað að vísa til þeirrar fullyrðingar þýzka heim- spekingsins og stærðfræðingsins G.W. Leibniz sem taldi að alheimur- inn væri bezti heimur sem mögulegt (ekki hugsanlegt) var að skapa þvíað skipan hans væri verk guðs. Jónas hefur eitthvað þekkt til Leibniz og kenninga hans því hann var 17. aldar maður, fæddur 1647 en lézt 1716. Voltaire, sem var einn helzti talsmað- ur skynsemistrúar upplýsingarmanna í Frakklandi, gagnrýndi þessa hug- mynd Leibniz, ekkisízt í Birtingi, og hann knýr lesendur sína til þess að horfast 'í augu við þá spumingu hversvegna skaparinn hafí ekki getað búið til betri veröld en raun ber vitni fyrst hann er algóður og almáttugur einsog okkur er sagt. En Leibniz gerði ráð fyrir góðum og illum þáttum tilverunnar enda væri fullkomin til- vera harla ófullkomin, eða jafneinhæf og skuggalaust málverk. Hið illa þjónaði einnig sínum tilgangi og leiddi til góðs. Sköpunarverkið væri með andstæðum sínum; og það væri sin- fónía guðs. Þegar Voltaire skrifaði Birting, eða Candide 1758, þá sextíu og fjögurra ára gamall, átti hann sér draum um þjóðfélag skynsemi og upplýsingar þarsem væru allsnægtir og ástæðulaust að leita til lögfræð- inga en trúin eðlilegur þáttur mann- lífsins, glæpir óþekktir, vísindi nytu virðingar og bræðralag og jafnrétti ríkti meðal þegnanna. Það er að þessu ímyndaða ríki sem hann leitar. J. Swift leitar þessa ríkis hamingjunnar á eyju í Suður-Atlantshafí en Birting- ur leitar þess í S-Ameríku. Það er a.m.k. ekki að fínna í „bjartsýnum" kenningum Leibniz sem voru ortar inní alþýðlegt umhverfí Popes í Essay on Man. Við megum þá ekki gleyma þyí að miklar náttúruhamfarir höfðu orðið í heiminum áðuren Voltaire HELGI spjall skrifaði Birting og má með sanni segja að þessi skáldsaga hans sé einskonar viðbrögð við þeim. Mestur hluti Lima eyðilagðist í land- skjálfta 1746 og níu árum síðar fórust 50 þúsund manns í Lissabon í enn skelfílegri land- skjálfta. Undanfari Birtings er ljóð sem Voltaire orti 1756 um harmleik- inn í Lissabon. Þá var engin bjart- sýni tengd þeim hörmungum og eng- in ástæða til að ætla að guð hafí skapað beztu mögulegu (ekki hugs- anlegu) veröldina þarsem allt var eins gott og unnt var. En hvað er þá bjartlsýni í raun og veru? Birtingur er spurður að því í XIX kafla sögunn- ar og hann svarar það sé ástríðan að halda því fram að allt sé í full- komnu lagi þegar allt er í klúðri. Það dugar ekki að allir menn séu fijálsir einsog segir í XVIII kafla þegar sköp- unarverkið sjálft er eintómt klúður. Þannig var afstaða skynsemistrúar- manna en þeir sem bám rómantíkina fram til sigurs litu öðruvísi á um- hverfið og gátu þá ekkisízt hrifízt af fegurð þess og sannfærandi inn- blæstri. nVOLTAIRE ER DEISTI. • Hann gerir ráð fyrir því að skaparinn hafí yfirgefið jörðina að verki loknu og stjómi henni ekki, að öðrum kosti beri hann ábyrgð á harm- leik einsog landskjálftanum í Lissa- bon. Slíkar náttúruhamfarir em að sjálfsögðu óskiljanleg sóun og þegar hugsað er um allt hið illa í heiminum á maðurinn ekki annars úrkosta en huga að sjálfum sér og rækta eigin garð, en það er boðskapur Birtings. Maðurinn verður að taka því sem að höndum ber án þess að örvænta and- spænis þvl sem aflaga fer í heimirium og án þess kenna guði um það enda sé hann víðsfjarri og beri enga ábyrgð á hörmungunum. Þessi trúarafstaða einkenndi marga fulltrúa upplýs- ingarstefnunnar en þó vom þeir tald- ir allvel kristnir þótt ekki tryðu þeir á þá sömu forsjón sem Jónas Hall- grímsson lofsyngur og trúði fastlega að stjómaði sköpunarverki sínu og fylgdist náið með því. Swift taldi skynsemistrú manna einsog Voltaires leiddi til deisma en þá væri guðleysi á næstu grösum. Því fylgdi endalok kristindóms. Því er þá ekkiheldur að neita að margir senj tóku upp merki Voltaires og Rousseaus og leiddu frönsku stjóm- arbyltinguna til lykta vom trúleys- ingjar og lögðu jafnvel eld að öðru eins listaverki og dómkirkjunni í Chartrésr En þeir vom ekkert að rækta garðinn sinn heldur þvinguðu þeir byltinguna uppá umhverfi sitt og reistu fallöxina á Coneorde þarsem dýrslegt eðli mannsins nærðist á dauðanum. Aftökumar þar mætti kalla dauðateygjur deismans því við gætum aðeins hugsað okkur svo grimmilegar fjöldaaftökur í guðlausu samfélagi en emm þó sífelldlega minnt á rannsóknarréttinn, galdra- brennur, gasklefa og gúlag. Það er ekkert einsdæmi að safnið verði við- skila við sinn góða hirði. Og menn geta svosem verið haldnir mannfyrir- litningu eða mannhatri og þó verið vel kristnir. Swift var ekki laus við það. Hann hefði þessvegna getað verið fullgild persóna í leikriti Moliers um mannhatarann. Þessu ofnæmi er lýst i ferðum Gúllívers í fjómm bók- um, en af þeim era ferðimar til Puta- lands og Risalands þekktastar. Þess- ar bækur vom svo sannarlega ekki skrifaðar fyrir böm, ekkifrekaren Robinson Krúsó, endaþótt þær séu nú einkum tengdar við bama- eða unglingasögur, en það er í raun og vem útí hött. Á sama hátt mætti segja að Dýrabær George Orwells hefði verið skrifuð fyrir unglinga! En þessar bækur Swifts em háðskar dæmisögur um samfélag mannsins og vísa til spillingar í samtíð höfund- ar, en hún er rauði þráðurinn í verk- inu öllu. Þannig eiga þessar bækur þá ekkisíður erindi við spillta samtíð okkar því það er maðurinn fyrstogsíð- ast, eða dýrið maðurinn, sem hefur komið óorði á sköpunarverk guðs. Hann hefur fært allt úr lagi og afbak- að allt, jafnvel skáldskap og heim- speki manna einsog Aristótelesar og Hómers og fá túlkendur þeirra svo sannarlega að heyra það í þessum ferðasögum Swifts. Hugurinn býr til vemleikann. Það er hægt að ímynda sér hvítan bjöm án þess að sjá hann. Hugsunin getur verið ferðalag til norðurpólsins. Þá er farartækið ímyndunarafl manns- ins. M (meira næsta sunnudag) \ \ V RIÐ 1837 KOM UPP kreppa á Bretlandseyj- um, sem stóð í nokkur ár. Fram að þeim tíma hafði atvinnuástand verið gott um langt skeið og lágt verð á nauðsynjavörum al- mennings. Léleg uppskera leiddi til verð- hækkunar á búvömm og eftirspurn eftir framleiðsluvömm iðnaðarins minnkaði mjög. Útflutningsmarkaðir Breta tóku ekki við umframframleiðslu iðnfyrirtækj- anna og í kjölfarið fylgdi mikið atvinnu- leysi. Á sama tíma varð mikil fólksfjölgun á Bretlandseyjum. Landsmönnum fjölgaði um þriðjung á fyrstu þremur áratugum síðustu aldar. Mesta fjölgunin varð í þétt- býli. Fátækt var mikil. Megn óánægja ríkti meðal almennings og ein helzta ástæða hennar var hátt verð á brauði, sem var undirstöðuþáttur í mat- aræði fólks í Bretlandi á þeim tíma. Hið háa brauðverð var afleiðing hinna svo- nefndu Komlaga, sem voru sett á árinu 1815 eftir að Napóleon hafði verið sigrað- ur. Komlögin voru sett í stað sérstaks stríðsskatts, sem hafði verið lagður á, þeg- ar átökin við Napóleon stóðu yfír. Sam- kvæmt þeim mátti ekki flytja inn hveiti fyrr en verð á innlendu hveiti hafði náð ákveðnu marki og þá vom jafnframt sett- ir háir tollar á hið innflutta hveiti. Á fímm ára tímabili frá 1837 til 1842 var hungursneyð í Bretlandi. Hún leiddi til þess, að andstaða magnaðist við Korn- Iögin. Miðstöð andófshreyfíngarinnar var í Manchester, þar sem mikil iðnaðarfram- leiðsla var. Þar komu saman í eina fylk- ingu aðilar úr ýmsum áttum. Þar vom á ferðinni kaupsýslumenn, sem fjármögnuðu hreyfínguna í eiginhagsmunaskyní, þar sem þeir töldu, að frelsi í viðskiptum mundi auka hagnað þeirra sjálfra. Þar vom á ferðinni umbótasinnar, sem vildu bæta kjör lágstéttanna. Þar komu við sögu frið- arsinnar, sem töldu að frelsi í viðskiptum þjóða í milli mundi auka líkur á friði í heiminum. Og þar komu einnig til róttæk- ir umbótasinnar, sem töldu viðskiptafrelsi aðeins einn af mörgum þáttum, sem þyrfti að koma á til umbóta í brezku þjóðfélagi. Öll er þessi saga rakin í mikilli bók, sem út kom á síðasta ári í tilefni þess, að 150 ár vom liðin frá því, að hið merka brezka vikurit The Economist hóf göngu sína. Gífurleg pólitísk átök stóðu í Bretlandi í nær áratug um afnám Komlaganna. Einn þeirra, sem barðist fyrir afnámi Komlag- anna var ungur maður að nafni James Wilson. Hann skrifaði bæklinga gegn Komlögunum, sem vöktu mikla athygli, en bæklingaútgáfa hefur lengi verið sterk hefð í brezkum stjómmálum. Upp úr þeirri útgáfu spratt vikuritið.The Economist. Það var stofnað m.a. í því skyni að beijast fyrir afnámi Komlaganna og fyrir frelsi í viðskiptum. Ef grannt er skoðað má sjá á skrifum blaðsins nú á tímum, að það hefur ekki gleymt uppruna sínum, en það er ein- mitt aðalsmerki blaða, sem skipta máli, að gleyma ekki upprana sínum. Framlag James Wilson til þessara um- ræðna í Bretlandi fyrir einni og hálfri öld var ekki sízt í því fólgið að sýna fram á, að deilurnar um Komlögin ættu ekki að snúast fyrst og fremst um það, að landeig- endur í Bretlandi þyrftu að veija hags- muni sína með því að koma í veg fyrir innflutning á ódým hveiti frá öðmm lönd- um. Þvert á móti lagði hann áherzlu á að sýna fram á, að afnám Kornlaganna og innflutningur á hveiti væri landeigendum í hag ekki síður en öðmm. Áhyggjur þeirra af því, að fijáls innflutningur á hveiti mundi leggja brezkan landbúnað í rúst, væra ekki á rökum byggðar. Grundvallar- atriðið í röksemdafærslu James WilSons vora þær kenningar Adams Smith, að sam- félagið í heild mundi hagnast á því, að samkeppni skapaðist um að bæta lífskjör fólks. Kornlögin voru afnumin árið 1846, þremur árum eftir að The Economist var stofnað. En nær 150 áram seinna var blað- ið enn að beijast fyrir sömu sjónarmiðum. Á árinu 1992 birtist leiðari í blaðinu þar sem sagði m.a.:„Engin ríkisstjórn hefur hreinan skjöld í viðskiptamálum. Af ástæð- um, sem stjórnmálafræðingar hafa skilið öldum saman, lætur nánast hver einasta ríkisstjórn undan þrýstingi frá sérhags- munahópum, sem krefjast verndar gegn erlendri samkeppni; tapið getur verið meira en hagnaðurinn en þeir sem hagnast era yfírleitt háværir, vel skipulagðir hópar en þeir sem tapa era það ekki. Röksemdir haftasinna ráða víða ferðinni. Bandaríkja- menn hafa staðið betur gegn þeim en flest- ir aðrir. Árum saman hafa Bandaríkja- menn barizt fyrir viðskiptafrelsi á vett- vangi GATT. Forysta Bandaríkjamanna í áratugi eftir 1945 varð til þess að opna markaði um heim allan. En ömurlegar andstæður má fínna í Evrópusambandinu, sem hefur fundið upp alveg nýjar aðferðir til þess að koma á höftum.“ Landbúnað- armálin og Kornlögin ÞÓTT FÁTT SÉ líkt með aðstæðum á íslandi í dag og á Bretlandseyjum fyrir 150 árum hafa viss grundvallar- sjónarmið þó ekki breytzt. Landeigendur í Bretlandi trúðu því, að inhflutningur á ódýra hveiti mundi leggja atvinnustarfsemi þeirra í rúst. Bændur á Islandi hafa þung- ar áhyggjur af því, að innflutningur á land- búnaðarvörum leggi innlenda landbúnað- arframleiðslu í rúst. Neytendur í Bretlandi fyrir 150 árum vildu ódýrt brauð. íslenzk- ir neytendur hafa kynnzt því undanfarnar vikur, hvað ódýrt kjöt getur ráðið miklu um lífskjör þeirra. Landeigendur í Bretlandi héldu uppi vömum fyrir Komlögin í áratugi áður en þeir urðu að láta undan síga fyrir pólitísk- um þrýstingi. Bændur á Islandi reka bezt skipulögðu hagsmunasamtök í landinu og hafa áhrif langt umfram fjölda þeirra eða þýðingu landbúnaðarins í þjóðarbúskapn- um. Umræður á íslandi hafa fallið í þann farveg, að menn séu með eða móti bænd- um, en það var einmitt úr slíkum farvegi, sem stofnandi The Economist reyndi að beina umræðunum um afnám Kornlag- anna í Bretlandi. Menn skiptust í flokka í Bretlandi með eða móti Komlögum. Framvinda mála á Alþingi undanfamar vikur sýnir, að stuðn- ingur við sjónarmið hagsmunasamtaka landbúnaðarins gengur þvert á flokka- skiptingu í þinginu. Það væri hægt að raða þingmönnum upp á nýtt og búa til býsna myndarlegan bændaflokk á Alþingi, eins og þingið er nú skipað. Kjarni málsins er þó sá, að enginn mælir því lengur í mót, að framundan séu þáttaskil í íslenzkum landbúnaði og gera megi ráð fyrir einhveijum innflutningi landbúnaðarvara á næstu árum og þar af leiðandi aukinni samkeppni við innlenda búvöruframleiðslu. Bæði Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra og Egill Jónssön, formaður landbúnaðamefndar Alþingis, tala á þann veg, að þeir vinni ekki gegn auknu frjálsræði í viðskiptum með búvöra. Jafnljóst er, að báðir eru að reyna að draga úr áhyggjum og kvíða bændastéttarinnar vegna þeirra tímamóta, sem framundan eru. Hinar pólitísku deilur er kannski hat- rammari en ella vegna þess, að breyting- arnar eru að verða á erfiðum tímum, þeg- ar þröngt er í búi hjá fólki, bæði hjá bænd- um sjálfum og neytendum í þéttbýli. Það er engu að síður athyglisvert, að þótt neyt- endur á þéttbýlissvæðum séu margfallt fjölmennari en bændur og þeir, sem at vinnu hafa af landbúnaðarframleiðslu með einum eða öðram hætti, hafa fáir alþingis- menn orðið til þess að taka upp jafn harða málsvöm fyrir sjónarmið neytenda eins og gert hefur verið vegna hagsmuna bænda. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur það fyrst og fremst verið Friðrik Sophusson, vara formaður flokksins og fjármálaráðherra, sem hefur slegið annan tón. Alþýðuflokk- RE YKJAVÍ KU RBRÉF Laugardagur 26. febrúar wmmsirmmi Klakamyndun í Jökulsá í Lóni. urinn hefur hins vegar fylgt hefðbundinni stefnu sinni, sem á sér áratugasögu. Talsmenn fqalsari viðskiptahátta með landbúnaðarvörur geta lært eitt grundvall- aratriði af James Wilson, stofnanda The Economist: það þýðir ekki að beijast fyrir auknu frelsi í viðskiptum með búvörur með því að gera þá baráttu að baráttu gegn bændum og hagsmunum þeirra. Þvert á móti þarf að sýna fram á hvem hag bændur sjálfír hafa af auknu frelsi í búvöruviðskiptum. Þegar horft verður til baka að nokkram áram liðnum, þegar eðlilegt jafnvægi verð- ur komið á í viðskiptum með landbúnaðar- afurðir, munu menn undrast þau átök, sem nú standa yfír. Við stöndum við upphaf nýrra tíma í íslenzkum landbúnaði. Átökin nú endurspegla að mörgu leyti dauðateygj- ur gamals kerfís, sem á sér fáa talsmenn. En að öðru leyti eru þau vísbending um nauðsyn þess að skapa þá öryggiskennd hjá bændum, sem gerir þeim kleift að tak- ast á við breyttar aðstæður af sjálfs- trausti og kjarki. HÉR AÐ FRAMAN var vitnað til for- ystugreinar í The Economist fyrir tæpum tveimur árum, þar sem blaðið fjallaði um hinar nýstárlegu aðferð- ir Evrópusambandsins til þess að koma á Haftakerfi Evrópusam- bandsins höftum. Við íslendingar erum að kynnast þeim aðferðum í Frakklandi um þessar mundir. Við stóðum í þeirri trú, að með samningunum um EES hefðum við samið um stóraukið frelsi í viðskiptum með sjáv- arafurðir á stærsta markaði heims, þ.e. sampiginlegum markaði ES-ríkja og EFTA-ríkja. Aðgerðir franskra stjómvalda til þess að veija hagsmuni franskra físki- manna sýna okkur þetta frelsi, sem við töldum okkur hafa samið um í alveg nýju ljósi. Þeim, sem hafa fylgzt með málefnum Evrópusambandsins á undanfömum áram, á hins vegar ekki að koma þetta á óvart. Frakkar era frægir fyrir vemdaraðgerðir af þessu tagi. Ef þeir geta ekki varið franska bílaframleiðslu með öðrum hætti tilkynna þeir, að japanska bfla megi ekki flytja inn í Frakkland nema um eina höfn í smábæ einhvers staðar í Frakklandi, sem annar því ekki nema á mjög löngum tíma að taka bflana í land og tollafgreiða þá! í raun og vera má segja, að Frakkar hafi þróað haftastarfsemi af þessu tagi upp á eitthvert æðra plan. Innflutningshöftin, á íslenzkan físk í Frakklandi sýna okkur í hnotskurn hve mikla hagsmuni við sjálfir höfum af því að tryggja frjáls viðskipti ríkja í milli. Þjóð sem lifír á útflutningi á í raun og veru allt undir því, að sem mest frelsi ríki í alþjóðaviðskiptuin. Þess vegna eigum við auðvitað að skipa okkur í hóp þeirra, sem berjast fyrir mestu frelsi í alþjóðaviðskipt- um. En þá megum við ekki heldur láta standa okkur að því að beita sömu aðferð- um og Frakkar era að beita. Franskar kartöflur skipta engu máli í efnahagslífí Kanadamanna. Þær skipta heldur engu máli í atvinnulífí okkar íslend- inga. En sú staðreynd, að franskar kartöfl- ur, sem fluttar hafa verið inn frá Kanada hafa verið tollaðar áram saman á þann veg, að viðurkennt hefur verið af talsmönn- um landbúnaðarráðuneytis að gekk gegn gildandi GATT-samningum, veikir málstað okkar í viðureigninni við Frakka og aðra þá sem áreiðanlega eiga eftir að valda okkur erfíðleikum með svipuðum vinnu- brögðum og Frakkar nú. Viðskiptafrelsi hefur áratugum saman verið baráttumál borgaralegra afla á ís- landi. Snemma á öldinni ríkti miklu meira frelsi í viðskiptum en síðar varð. Um mið- bik aldarinnar var atvinnulíf landsmanna reirt í viðjar hafta- og skömmtunarkerfis. Viðreisnarstjórnin fyrri afnam innflutn- ingshöft. Á undanförnum árum hafa marg- víslegar hömlur verið afnumdar í viðskipt- um með gjaldeyri og á ýmsum þjónustu- þáttum. Það er ekki langt í land með að algert frelsi ríki á ný í viðskipta- og at- vinnulífí landsmanna, ef kvótakerfíð er undanskilið, sem er auðvitað ekkert annað en haftakerfí, sem leiðir af sér spillingu. Algert frelsi í viðskiptum og atvinnulífí hlýtur nú sem fyrr að vera eitt helzta markmið borgaralegra afla í stjórnmála- baráttunni á Islandi. Morgunblaðið/RAX „Við stöndum við upphafnýrra tíma í íslenzkum landbúnaði. Átök- in nú endurspegla að mörgu leyti dauðateygjur gamals kerfis, sem á sér fáa tals- menn. En að öðru leyti eru þau vís- bending um nauð- sýn þess að skapa þá öryggiskennd hjá bændum, sem gerir þeim kleift að takast á við breyttar aðstæð- ur af sjálfstrausti og kjarki.“ + r i'á.é I fefexiJfc-liÉitÍ kKK&IÉÍ ifi iN J tœtnwi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.