Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 I I I i I I 3 I I 4 4 4 4 4ir KNATTSPYRNA Rússar hafa „sfoliðM bestu leikmönnum Úkraínu Sextán af bestu leikmönnum Rússlands hafa neitað að leika undir stjórn þjálfarans Pawel Sadyrin í HM í Bandaríkjunum Andrel Kanc- helskis, útherji Manchester Un- ited, er einn af Úkraníumönnun- um, sem lelka með landsliði Rússlands og verða í sviðsljós- inu í HM. FOLK ■ JAPANIR ætla að fá tvo er- lenda knattspyrnudómara til að dæma í deildinni næsta keppnis- tímbail. Þetta eru þeir Zoran Petrovic og Daninn Bengt Borjes- son. ■ BODO Illgner hefur endunýjað samning sinn við Köln og fær jafn- virði 34 milljóna króna á ári í þau Bú ár sem samningurinn tekur yfír. ÞAÐ ætti að lögsækja þá sem sjá um almenningssamgöngur í Lillehammer á meðan á Ólympíu- leikunum stendur, sagði í forystu- grein í Dagningen, dagblaði í Lille- hammer á föstudag. Fólk hefu'r þurft að bíða tímunum saman eftir strætisvögnum og sumir hafa tekið leigubíla og sent reikningin til skipuleggjenda leikanna. íbúar eru aðeins 24.000 en talið er að um 160.000 gestir hafi komið til Lille- hammer þegar mest var einn dag- inn. ■ BÆJARSTJÓRINN í Lille- hammer mun afhenda borgartjóra Nagano í Japan nýjan Ólympíu- fána við lokahátíðina í dag en næstu leikar verða í Nagano. ■ GAMLI fáninn er frá árinú 1952 og hefur farið um allan heim þannig að hann er orðinn slitinn. Hann var fyrst notaður á leikunum í Osló árið 1952 og það er norskt fyrirtæki sem hefur gert nýjan fána sem er alveg eins. Sá gamli fer lík- lega á hið nýja Ólympíusafn í Lausanne i Sviss, en Norðmenn- hafa þó fullan hug á að koma hon- um fyrir á einhveiju safni í Noregi. ikov, formaður knattspymusambands Úkraínu. Þjálfarar í Úkraínu reyna nú með öllum ráðum- að spyma við fótunum — til að halda bestu leikmönnum landsins saman og tefla þeim fram í Evrópukeppni landsliða, sem hefst í september. í gegnum árin hafa leik- menn frá Úkraínu verið kjölfestan í landsliði Sovétríkjanna, eða allt frá 1970. Sovéska landsiiðið sem lék í HM í Mexíkó 1986 var nær eingöngu skipað leikmönnum frá Dynamo Kive, undir stjórn þjálfara liðsins Valery Lobanovsky, sem var einnig þjálfari sovéska landsliðsins. Margir neita að leika Rússar eru byijaðir að undirbúa sig fyrir heimsmeistarakeppnina í Bandaríkjunum og á dögunum fóru þeir með landslið sitt til að leika vin- áttuleiki gegn Bandaríkjunum, 1:1, og Mexíkó, 2:0. Sextán mjög sterkir leikmenn — flestir atvinnumenn með liðum á Ítalíu og Þýskalandi, voru ekki með í för. Leikmennimir hafa óskað eftir þvi að þjálfarinn Pawel Sadyrin verði látinn hætta og við starfínu taki Anatoli Byschowetz, sem stjómaði Samveldisliðinu í Evrópu- keppni landsliða í Svíþjóð 1992. I hópi þeirra leikmanna sem hafa tilkynnt að þeir leiki ekki með lands- liði Rússa í HM — undir stjóm Sadyr- in, em: Sergej Kiijakow, leikmaður með Karlsruhe, Schalimow, Inter Milanó og Koliwanow, Foggia. Leikmennirnir sextán vom boðaðir til Moskvu í æfíngabúðir áður en landslið Rússlands hélt til Bandaríkj- anna á dögunum, en mættu ekki. Eftir leikina vestan hafs var Sadyrin ánægður og sagði, að leikmennimir sem hefðu leikið þar væm tilbúnir að leggja hart að sér fyrir heimsmeist- arakeppnina í Bandaríkjunum. „Á þessum Iqama mun ég byggja lið mitt á. Það þekkist hvergi að það séu leikmenn sem ráða landsliðsþjálfara og stjómi honum. Það em þjálfaram- ir sem velja þá leikmenn, sem þeir telja besta hveiju sinni — leikmenn sem tilbúnir em að leggja hart að sér til að ná árangri," sagði Sadyrin og það ar greinilegt að hann var að senda leikmönnunum sextán, sem neita að leika undir hans stjóm, tóninn — um að þeir ættu að halda sig á mottunni. Knattspymusamband Rússlands styður Sadyrin og hefur sambandið gefíð út þá yfirlýsingu, að vonast væri eftir að leikmönnunum sextán snúist hugur fyrir lokaundirbúning HM í Bandaríkjunum. Rússar vilja mæta með alla sína sterkustu leik- menn í HM-slaginn. stöðu, þegar hann tók við liðinu af Terry Venables í fyrra. Þá voru það fjármálin, sem settu strik í reikning- inn, en nú er það barátta um tilveru- rétt í deildinni. „Formaðurinn hefur stutt vel við bakið á okkur, en hver leikur út tímabilið verður sem bikar- úrslitaleikur fyrir okkur,“ sagði Ardiles. Tottenham á 12 leiki eftir. Félag- ið átti að mæta nágrönnum sínum í Chelsea í gær, og var þá vonast til að hægt yrði að stilla upp sterk- asta liði. Gary Mabbutt, fyrirliði, átti að vera tilbúinn eftir langa íjar- veru vegna meiðsla, en auk hans hafa Erik Thorstvedt, markvörður, Jason Dozzell og Micky Hazard misst úr leiki að undanförnu. Teddy Sheringham gerði 10 mörk í 13 leikjum í haust, en meiddist í októ- ber og hefur ekki leikið síðan. Án hans hefur Spurs aðeins sigrað í tveimur deildarleikjum. „Þetta er erfíðasta tímabil, sem ég hef geng- ið í gegnum," sagði Ardiles, sem leggur áherslu á gott og öruggt spil. „Það er ekki hægt að segja að lið leiki vel ef það tapar stöð- ugt.“ Það verður spennandi að sjá hvort þetta fornfræga félag nær að rétta úr kútnum. ÚKRAINUMENN vanda Rússum ekki kveðjuna þegar þeir saka þá um að þeir séu að „stela" bestu leikmönnum þeirra, en margir snjallir leikmenn frá Úkra- fnu léku með landsliði Rússa í undankeppni heimsmeistara- keppninnar — m.a. gegn íslend- ingum í Moskvu og á Laugardals- vellinum. „Þetta er knattspyrnu- glæpastarfssemi," segir Oleg Bazylevich, þjálfari landslið Úkraínu. |^Rjálfari úkraníska liðsins Dnepr Dnepropetrovsk, Mykola Pavlov, sagði frá því að þjálfari Ólympíuliðs Rússa, Yevgeny, hafí reynt að fá miðheija sinn Dmitry Mykhailenko til að leika fyrir Rússa. „Mykhailenko sagði: nei,“ sagði Pavlov. Eftir að landslið Samveldisins, fyrr- um Sovétríkjanna, lék í Evrópukeppni landsliða í Svíþjóð 1992, ákvað al- þjóða knattspymusambandið, FIFA, að Rússar léku í undankeppni HM — fyrir hönd fyrrum Sovétríkjanna. Það varð til þess að Rússar gátu lokkað marga bestu leikmenn Úkraínu til liðs við sig. Margar fyrrum stjömur Dyn- amo Kiev, frægasta félagslið Úkraínu og fyrrum Sovétríkjanna, leika nú fyrir Rússland. Það em leikmenn eins Sergei Jur- an, miðheiji Benfica, Oleg Salenku, miðheiji Logorones, Andrei Kanc- helskis, útheiji Manchester United og Viktor Onopko, miðvallarspilari Spar- tak Moskvu. „Fyrir Úkraínu em þess- ir leikmenn glataðir. Við getum ekki endurheimt þá,“ segir Viktor Bann- Sergej Kirjakow, miðheiji Karlsrahe í Þýskalandi, neitar að leika með lands- liði Rússlands í HM. STAÐA Tottenham í ensku úr- valsdeildinni er allt annað en góð og horfir félagið fram á þrjá erfiða mánuði. Þráttfyrir að hafa greitt 4,5 millj. pund (tæplega 500 millj. kr.) fyrir nýja leikmenn á tímabilinu er Mðið nálægt fallsæti, en Totten- ham hefur aðeins einu sinni fallið úr efstu deild á síðustu 44 árum. Osvaldo Ardiles, stjóri Spurs, segir að framundan sé erfið- asta tímabil sitt sem stjórnandi liðs. Hann átti fund með leikmönnunum í gær, þar sem fram kom að staðan væri mun verri en fjármálavand- ræði félagsins undanfarin misseri. „Ég hef rætt við þjálfarana og allir eru meðvitaðir um ástandið," sagði Ardiles. „Sjálfstraust leikmanna hefur ekki verið til staðar í undan- förnum leikjum, en ég skelli ekki skuldinni á einstaklinga sem slíka. Allt hefur verið gegn okkur og jafn- vel sjálfstraust mitt er ekki eins og það á að vera, en ég verð að sýna fordæmi. Það er ekki gaman að standa í svona, en aldrei hefur hvarflað að mér að segja upp.“ Ardiles átti ekki von á þessari Eftlr að Paul Gascolgne fór frá Tottenham til Lazíó á Ítalíu, hefur hallað jafnt og þétt undan fæti hjá Lundúnarfélaginu. Martröð hjá Tottenham

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.