Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 í þessu húsi bjuggu Ames-hjónin í Arlington, úthverfi Washington D.C. Húsið keyptu þau fyrir 40 milljónir króna og staðgreiddu það auk þess sem þau vörðu um sjö milljónum í viðgerðir. peningunum en held þó nokkru eftir vegna eðlilegra útgjalda. Núna stend ég hins vegar frammi fyrir því að þurfa að losa um fé vegna þess að mig vantar peninga — heldur óskemmtileg staða,“ hélt Ames áfram í bréfinu. Á þessum tíma, í júní 1992, var Ames að vinna fyrir þá deild CIA, sem fæst við að hefta eiturlyfjasölu, en við leit á skrifstofu hans í aðal- stöðvum CIA fundust samt 144 leyni- leg njósnaskjöl varðandi Sovétríkin og Rússland. Talið er að hann hafi haft aðgang að skjölum um gagnn- jósnir í Sovétríkjunum og Austur- Evrópu frá 1983 til 1991. Moldrík á meðallaunum í sögunni finnast þess ekki mörg dæmi að réttnefndir stórnjósnarar hafi látið stjórnast einvörðungu af græðgi. Flóknari ástæður liggja því yfirleitt til grundvallar að menn ákveða að svíkja föðurland sitt og vinnuveitendur með þessum hætti (sjá rammagrein hér að neðan). Flest bendir þó til þess að græðgin hafi borið skynsemina ofurliði í tilfelli Ames-hjónanna. Lífshættir þeirra voru í engu sam- ræmi við tekjurnar en árslaun Ames voru um fimm milljónir króna, 70.000 Bandaríkjadalir, og eiginkona hans, María (skírnarnafn: María del Rosario Casas), var heimavinnandi. Hún er raunar af auðugum ættum í Kólombíu og var almennt talið að þannig mætti skýra hversu ríkmann- lega þau hjónin bjuggu. Þau áttu glæsilegt hús í Arlington í Virginíu, handan Potomac-árinnar við Was- hington, en í hverfínu býr mikið af uppgjafaembættismönnum og fyrr- verandi yfírmönnum í hemum. Þegar þau keyptu húsið borguðu þau út í hönd og í reiðufé, 40 milljónir kr. Fullyrt er í skýrslunni að ijármunim- ir sem runnu í húsið hafi komið frá Sovétríkjunum en peningarnir hafi verið lagðir inn á leynilega reikninga erlendis. Auk þessa eyddu þau tæp- um sjö milljónum króna í endurbætur á húsinu. Fjölskyldubílarnir voru ekki af verri endanum, hraðskreiður Jagú- ar, sem kostaði um tvær milljónir króna og Honda-bifreið sem kostaði um eina og hálfa milljón. Þá kemur fram í skýrslu FBI að krítarkorta- reikningur þeirra hafi hljóðað upp á tæpar fimm milljónir króna á ári. Eiginkonan var eyðslukló hin versta, á árunum 1985 til 1993 fóru um 30 milljónir króna í gegnum krítareikn- ing hennar. Hún sótti námskeið í Georgetown-háskóla í Washington og greiddi tæpar þijár milljónir króna fyrir á þremur árum. Símakostnaður þeiiTa var um milijón á ári. Að auki keyptu þau verðbréf fyrir um 14 milljónir króna. Ekki liggur fyrir hvort lífshættir þeirra vöktu sérstakar grunsemdir. Nágrannarnir í Randolph stræti töldu að Ames, þessi vingjarnlegi maður sem bjó á númer 2512, starfaði í utanríkisráðuneytinu og þeim fannst lofsvert að heimavinnandi húsmóðir skyldi finna hjá sér þörf til að sækja námskeið í háskóla. í Bogotá í Kólombíu var María del Rosaria Cas- as einkum þekkt sem afburða bók- menntakennari auk þess sem vitað var að hún væri góður vinur Nóbel- skáldsins Gabriel García Marquez. Hörð viðbrögð Stjórnvöld í Rússlandi hafa furðað sig á þeim hörðu viðbrögðum sem mál þetta hefur kallað fram í Banda- ríkjunum og hinir ýmsir talsmenn ráðamanna eystra hafa minnt á að það sé fráleitt að álykta sem svo að njósnir heyri sögunni til þó svo Kalda stríðinu sé lokið. Undir þetta sjónar- mið hafa bandarískir leyniþjónustu- menn raunar tekið og Robert Gates, fyrrum yfirmaður CIA, sagði t.a.m. í síðustu viku að umsvif leyniþjón- ustu rússneska hersins, GRU, hefðu farið vaxandi á undanförnum árum. Bandaríkjamenn hafa látið nægja að krefjast þess að stjórnendur Ames í Washington verði kallaðir heim til Rússlands. Hins vegar hafa Bill Clinton forseti og Warren Christop- her utanríkisráðherra verið ómyrkir í máli og ekki farið dult með reiði sína. Vera kann, á hinn bóginn, að þessi hörðu viðbrögð bandarískra stjórn- málamanna séu til marks um hversu sérlega alvarlegt mál Ames-hjón- anna er. Upp komst um mikinn ijölda njósnara á vegum CIA á þeim tíma sem Ames starfaði fyrir Sovétmenn. Oleg Kalugin, sem var í eina tíð yfir- maður gagnnjósnadeildar KGB, sagði í vikunni að hann teldi að Ames hefði látið sovésk stjómvöld fá nöfn fjölda fólks sem vann fyrir CIA í Moskvu. Árið 1985, árið sem Ames, gekk Sovétmönnum á hönd, tók KGB skyndilega að hafa upp á fjölda erlendra njósnara. Þetta var sama árið og Míkhaíl S. Gorbatsjov komst til valda í Sovétríkjunum og tók að heilla menn á Vesturlöndum. í blaði einu sem stjómvöld í Sovét- ríkjunum gáfu út og nefndist Pravíts- elsvenníj Vestník birtist eftirfarandi klausa árið 1991 en vakti ekki mikla athygli: „Á undanförnum fimm árum hefur KGB foringjum tekist að svipta hulunni af 30 njósnurum á vegum CIA. Það er engin tilviijun að fjöl- miðlar á Vesturlöndum skýri frá því að vestrænar leyniþjónustustofnanir hafi orðið fyrir mestum skakkaföllum í Sovétríkjunum." Sveik Ames Gordíjevskíj? Breski sagnfræðingurinn Chri- stopher Andrew (sjá rammagrein) sem ritað hefur bók um sögu KGB sagði í viðtali á miðvikudag að sú spurning vaknaði hvort Ames hefði komið upp um rússneska njósnarann Oleg Gordíjevskíj sem þá hafði geng- ið Vesturlöndum á hönd og er al- mennt talinn einn merkasti liðhlaupi njósnasögunnar. Gordíjevskíj var settur yfírmaður KGB í Lundúnum (á erlendum málum nefnist yfirmað- ur í tiltekinni borg jafnan „resident") snemma árs 1985. I maí 1985 voru stjórnendur KGB í Moskvu hins veg- ar teknir að gruna Gordíjevskíj um græsku. Því er nú komin fram hugs- anleg skýring á þessum sinnaskipt- um, sem urðu til þess að Gordíjevskíj ákvað að flýja Sovétríkin með ævin- týralegum hætti og komst þannig á dauðalista KGB. Ames-hjónin eru neðarlega á vin- sældalista almennings í Bandaríkj- unum nú um stundir. Verði þau fund- in sek um njósnir mun hefnd samfé- lagsins felast í ævilangri vist innan fangelsismúra. Líf í heimi lyga, pukurs og blekkinga „Ekkert er sem það sýnist" Leit James Jesus Angletons að njósnaranum „Sasha“ hafði alvarlegar afleiðingar innan CIA HEIMUR njósna einkennist af pukri og leyndarhyggju, sem oft á tíðum getur þróast upp í þráhyggju og ofsóknarbrjál- æði. Kannanir hafa sýnt að persónuleika- gallar einkenna oft á tíðum þá sem ger- ast njósnarar fyrir erlend ríki. Slíkir gall- ar birtast m.a. í ranghugmyndum um hlut- verk viðkomandi, oft í nafni mannkyns- frelsunar, græðgi, djúpstæðri þrá til að sanna eigið mikilvægi gagnvart umhverf- inu, siðferðisbresti, drykkjuskap og sjálf- stortímingarhvöt. Sagan sýnir einnig að það eru ekki einungis njósnararnir sjálfir sem lifa í tilbúnum heimi sjálfsdýrkunar og örvæntingar, þeir sem stjórna slíkri starfsemi lifa einnig í sífelldum ótta við svik og sjá hugsanlega óvini á hveiju strái. Hafi menn ástæðu til að treysta einhverj- um er jafnan önnur ástæða og jafngild til að vantreysta þeim hinum sama. + Evrópu hafa njósnamál oftlega haft víð- tækar afleiðingar ekki síst á pólitíska sviðinu en bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur ekki orðið fyrir stórbrotnum skakkaföllum, að minnsta kosti ekki í Banda- ríkjunum sjálfum. Upp hefur komist um fólk sem seldi, einkum Sovétmönnum, hemaðar- Ieyndarmál og starfsemin víða um heim hef- ur lamast þegar njósnarar hafa verið hand- teknir. Áhrifamesta dæmið um það síðar- nefnda er trúlega Líbanon en öfgamenn þar handtóku og myrtu árið 1984 yfirmann CIA í Beirút, William Buckley, sem gerði að verk- um að endurskoða varð ýmsa grunnþætti í njósnastarfseminni í Mið-Austurlöndum. Því hefur verið haldið fram að því endurreisnar- starfi sé hvergi nærri lokið og að þannig megi ef til vill skýra furðuleg mistök banda- rískra stjprnvalda í samskiptum við ríki á borð við írak. Straumurinn vestur Á Kaldastríðsárunum flúði fjöldi sovéskra njósnara til vesturs. Margir þeirra skrifuðu áhrifamiklar bækur þar sem þeir gerðu grein fyrir reynslu sinni og lýstu ógnarstjórninni og spillingunni sem ríkti þá austan járntalds- ins. Þessir menn veittu margir hveijir leyni- þjónustumönnum í Evrópu og Bandaríkjun- um ómetanlegar upplýsingar. Nokkrir þeirra öðluðust viðurkenningu sem fræðimenn á þessu sviði og er skemmst að minnast sov- éska njósnarans Olegs Gordíjevskíjs, sem var yfirmaður sovésku leyniþjónustunnar, KGB, í Lundúnum en ritaði eftir að hann flúði Sovétríkin gífurlega mikið verk um sögu KGB ásamt breska sagnfræðingnum Christopher Andrew. (Rit þetta nefnist „KGB:The Inside Story“ útg. Hodder & Stoughton, 1990). Skáldskapur og veruleiki Menn kann að greina á um hvort njósnir eða vopnasala sé önnur elsta atvinnugrein í heimi hér en um hitt verður tæpast deilt að vandfundið er það svið þar sem mörkin milli skáldskapar og veruleika eru jafn óljós. Njósnasögur hafa öðlast sérstakan sess á sviði spennubókmennta og margir virtir höf- undar hafa öðlast sérfræðiþekkingu á heimi njósna, svika og undirferlis. Árið 1982 gaf Almenna bókafélagið út bókina „Óhæft til birtingar," (á ensku nefnist þessi bók „The Spike“) eftir Arnaud de Borchgrave, sem þá var einkum þekktur sem dálkahöfundur viku- ritsins Newsweek og Robert Moss í þýðingu Hersteins Pálssonar. Þessi bók sem er hin besta lesning fjallar um blaðamann sem vinn- ur að rannsóknum á starfsemi KGB í Banda- ríkjunum en fær greinar sínar ekki birtar. Stjórnkerfið neitar sömuleiðis að taka mark á upplýsingum frá KGB foringja sem flýr til Bandaríkjanna og málið hefur víðtækar póli- tfskar afleiðingar. Um margt minnir „Óhæft til birtingar" á mál Aldrichs Hazen Ámes en hún er skrifuð mjög í þeim anda sem einkenndi málflutning margra í Bandaríkjunum á þessum tíma í þá veru að vestra væru menn furðulega blind- ir á vaxandi umsvif Sovétmanna. Talinn alvitur James Jesus Angleton, fyrrum yfirmað- ur gagnnjósnadeildar CIA. Ángleton taldi almennt að ástæða væri til að ef- ast um allt en leit hans að njósnara á vegum Sovétsljórnarinnar innan CIA, sem starfsmenn stofnunarinnar nefna jafnan „Fyrirtækið", hafði alvarlegar afleiðingar. Angleton hinn almáttugi „Óhæft til birtingar“ styðst hins vegar við raunverulega atburði og enginn vafi er á að tilurð bókarinnar má rekja til mikilla átaka innan CIA (og raunar víðar í stjórnkerfinu) á sjöunda og áttunda áratugnum. í desember árið 1961 flúði sovéskur KGB foringi í Finn- landi, Anatolíj Golytsin, land og gaf sig fram við CIA. Hann hafði undirbúið flótta sinn lengi og safnað saman miklum upplýsingum um sovéska njósnara og aðgerðir sovésku leyniþjónustunnar á Vesturlöndum. Fyrir þessar upplýsingar hugðist hann „kaupa sér“ nýtt líf í vestrinu. Yfirmaður gagnnjósna CIA þá var James Jesus Angleton, einn frægasti njósnaforingi sögunnar. Angleton þótti vægt til orða tekið sérlundaður og yfirsýn hans á sviði njósna var talin nánast yfirnáttúruleg. Hann varð goðsagnarpersóna innan CIA og margir töldu hann einfaldlega alvitran. „Ekk- ert er sem það sýnist," var hans helsta kenni- setning í mannlífinu. Angleton og undirsátar hans lögðu trúnað á upplýsingar þær sem Golytsin hafði fram að færa. Golytsin hélt því m.a. fram að njósn- ari Sovétmanna, „moldvarpa", væri starfandi innan CIA. Hann kvað njósnara þennan ganga undir dulnefninu „Sasha“. Sálfræðing- ar á vegum CIA töldu Golytsin ótrúverðugan og einnig þótti torkennilegt að hann skyldi halda því fram að nánast sérhver þeirra so- vésku njósnara sem gefið hefði sig CIA á vald væri í raun útsendari Sovétstjórnarinnar sem ætlað væri að dreifa röngum upplýsing- um til bandarísku leyniþjónustunnar (á er- lendum málum eru slíkir jafnan nefndir „ag- ent provocateur"). Ákafar deilur brutust út. Angleton hóf hins vegar skipulega leit að „Sasha“ innan CIA. Ofsóknarbijálæði greip um sig meðal starfsliðsins og ekki bætti úr skák þegar Golytsin rifjaði upp að fyrsti staf- urinn í nafni „Sasha“ væri „K“. Margt bend- ir til þess að Golytsin hafi ekki verið „agent provocateur" (um það geta áhugasamir lesið í bók John Ranelagh „The Agency, The Rise and Decline of the ClÁ“, útg. Sceptre 1988) en „Sasha“ fann Angleton aldrei. Yfirmenn hans snerust gegn honum og síðar fengu nokkrir fyrrum starfsmenn CIA greiddar bætur vegna aðgerða Angletons sem kostað höfðu þá starfið og æruna. Fórnarlamb eða móðursjúkur? Svo fór að lokum að Angleton neyddist til að segja af sér í desember 1974 eftir að blaða- menn höfðu ljóstrað upp um ólöglegar hleran- ir og persónunjósnir CIA í Bandaríkjunum. Margir töldu að Angleton hefði verið „fórn- að“ til að unnt reyndist að vernda aðra og háttsettari menn. Vangaveltur um hvort Angleton hafi haft á réttu á standa eða hvort hann hafi verið maður móðursjúkur hafa einkennt öll skrif um sögu CIA fram til þessa dags og segja má að stofnunin hafi aldrei losnað undan skugga „Sasha“. Vera kann að þessi saga verði endurskoðuð nú þegar Aldrich Ames hefur verið handtekinn. Þótt Ames sé ekki „Sasha“ kann hann að hafa upplýsingar um „moldvörpur" á vegum Rússa innan stofnun- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.