Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 ERLEINIT INNLENT Deiltum breyting- ar á bú- vörulögum Þingflokkur Alþýðuflokksins hafnaði á miðvikudag breyting- artillögum Egils Jónssonar for- manns landbúnaðamefndar Al- þingis á búvörulagafrumvarpi ríkisstjómarinnar sem er til meðferðar í nefndinni. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra vill einnig gera á þeim breyting- ar. Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir margt í þeim til bóta. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir að búvöru- deilan hafí skaðað stjómarsam- starfíð. Þrýst á Frakka Fulltrúar íslands reyna að þrýsta á stjómvöld í Frakklandi og Evrópusambandið um að Frakkar láti af innflutnings- hindranum gagnvart íslenskum físki í Frakklandi. Ástandið hef- ur versnað eftir því sem liðið hefur á vikuna og er nú illmögu- legt að komast hjá sýnatöku, að sögn Lúðvíks Jónssonar framkvæmdastjóra dótturfyrir- tækis SH í Frakklandi. Á þriðju- dag verða innflutningshindran- imar ræddar á sérstökum auka- fundi EES-nefndarinnar. Bjargaðist giftusamlega Ungur maður komst lífs af ERLENT Jeltsín heitir baráttu gegn verðbólgu BORÍS Jeltsín, Rússlandsfor- seti hélt á fímmtudag fyrstu stefnu- ræðu sína á nýju þingi landsins. Lofaði hann að hvika i engu fá efna- hagslegri umbótastefnu sinni og kvaðst ætla að standa vörð um lífskjör almennings. Hann lagði áherslu á að draga úr verðbólgu en bankastjórar í Moskvu hafa litla trú á því að það takist. Jelts- ín minntist ekki á samþykkt dúmunnar frá deginum áður, en þingmenn samþykktu með mikl- um meirihluta að veita uppreisn- armönnum sakarappgjöf í trássi við vilja forsetans. Bragðust stuðningsmenn Jeltsíns ókvæða við samþykktinni, sem veitir þeim sem stóðu að valdaránstil- raununum í ágúst 1991 og októ- ber 1993 frelsi. Sögðu þeir hana geta leitt til harðra átaka. Vih’a að NATO hóti loftárásum á fleiri svæðum SERBAR létu undan kröfum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og fluttu stærstan hluta þungavopna sinna á brott frá Sarajevo í Bosníu en frestur sá sem NATO setti Serbum, rann út aðfararnótt mánudags. Yfír- maður friðargæslusveita Sam- einuðu þjóðanna og ráðherrar nokkurra Vestur-Evrópuríkja kváðust vongóðir um að hægt yrði að koma á friði á öðram svæðum í Bosníu, með sama hætti og í Sarajevo. Rússa vör- uðu hins vegar við þvi, sökum sérstöðu Sarajevo, og Bill Clint- þegar bíll sem hann ók fór út af veginum í Kyrravíkurskriðum í Fáskrúðsfírði á þriðjudag. Bfll- inn valt niður snarbratta hlíð og hafnaði liðlega 100 metram frá veginum. Maðurinn kastaðist út á miðri leið en tókst stórslösuð- um að skríða aftur upp á veginn og gera vegfaranda viðvart. Færeyingar til Hríseyjar Þrettán Færeyingar frá Fuglafírði era að flytjast búferl- um til Hríseyjar þar sem fólkið hefur fengið vinnu hjá Fisk- vinnslu KEA. Fyrirtækinu hefur ekki tekist að fá nægjanlega margt fiskvérkafólk til vinnu, þrátt fýrir mikið atvinnuleysi á Eyjafjarðarsvæðinu. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, segir óeðlilegt að sækja vinnuafl til Færeyja á meðan mikið atvinnu- leysi sé í Eyjafírði. Skráning flutt i einn dag vegna kvótafærslu Bátur frá Hafnarfírði var skráður með heimahöfn í Grinda- vík í einn dag til þess að hægt yrði að flytja til hans kvóta af heimabát án þess að Grindvíking- ar fengju neytt forkaupsréttar. Grunur um íkveikju Miklar skemmdir urðu á hverfísstöð Reykjavíkurborgar í Árbæ á fímmtudagskvöld af völdum elds. Granur leikur á að um íkveikju hafí verið að ræða. Bætur vegna læknamistaka Sjúkrahús Keflavíkur hefur verið dæmt í Hæstarétti til að greiða 19 ára stúlku 1.280 þús- und kr. í bætur vegna mistaka við læknismeðferð vegna skurð- ar á hendi fyrir tíu áram. on, Bandaríkjaforseti, lýsti efa- semdum sínum um að hægt væri að útfæra Sarajevo-aðferð- ina annars staðar. Fjöldamorð á Vesturbakkanum ÍSRAELSKUR landnemi myrti að minnsta kosti 56 Palestínu- menn á föstudag, er hann hóf skothríð á mennina er þeir vora við bænahald. Hundruð manna særðust í árásinni, sem vakti mikla reiði Palestínumanna. Skutu ísraelskir hermenn tólf Palestínumenn er þeir mót- mæltu drápunum. CLA-maður sakaður um njósnir HÁTTSETTUR yfírmaður hjá gagnnjósna- deild Banda- rísku leyniþjón- ustunnar (CLA), Aldrich Ámes, er sak- aður um að hafa stundað njósnir fyrir Sovétmenn og síðar Rússa frá 1985. Ames og kona hans, sem einnig er sökuð um njósnir, vora handtekin á sunnu- dag. Sögðu talsmenn dómsmála- ráðuneytisins njósnamálið eitt hið stærsta sem upp hefði kom- ið. Bandaríkjamenn líta málið mjög alvarlegum augum og mun sendinefnd frá CLA halda til Mosku til viðræðna við Rússa vegna málsins. Banna ferðir flutningabíla SAMÞYKKT var ? þjóðarat- kvæðagreiðslu í Sviss um helg- ina, að banna ferðir vöraflutn- ingabíla í gegnum landið eftir tíu ár. Gagnrýndu utanríkisráð- herrar Evrópusambandsins sam- þykktina harðlega en niðurstaða hennar kom nokkuð á óvart, þar sem ríkisstjómin og allir stjórn- málaflokkar, utan einn, vora á móti henni. Reuter Vopnahlé rofið í Mostar SPÆNSKUR friðargæsluliði talar við múslimskan dreng í gær í Washington til að ræða um eitt ríki þjóðanna í borginni Mostar, sem Króatar og múslimar hafa barist og héldu viðræðum áfram í dag. Michael Rose, yfirmað- um mánuðum saman. Bardagar héldu áfram í gær og ur friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, sagði fyrradag, þrátt fyrir að þjóðimar hefðu samið um vopna- á föstudagskvöld að fjölga þyrfti friðargæsluliðum veru- hlé. Áætíað var að fulltrúar Króata og múslima hittust lega á svæðinu til að viðhalda vopnahléinu. N-Kórea samþykkir eftirlit IAEA án tafar New York. Seoul. Reuter. NORÐUR-Kórea samþykkti seint á föstudagskvöld að eftirlitsmenn Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) skoðuðu lqarnorku- vopnaverksmiðjur í landinu. Sagði einn samningamanna Bandaríkj- anna að samkomulag hefði náðst um eftirlit, sem hæfist á þriðju- dag, 1. mars. Gert er ráð fyrir að þriðja um- ferð viðræðna Bandaríkjamanna og N-Kóreu heíjist í Genf þann 21. mars og að Bandaríkjamenn hætti við heræfíngar sínar og Suður- Kóreu, sem halda átti síðar á árinu. Þá er búist við að Norður- og Suð- ur-Kórea hefji viðræður. N-Kóreumenn veittu IAEA leyfí til eftirlits í síðustu viku, en þegar á reyndi, fengu eftirlitsmenn stofnunarinnar ekki vegabréfsárit- un. Hafði IAEA gefíð Norður- Kóreumönnum frest til mánudags Innbrot hjá Karli prins Lundúnum. Reuter. BROTIST var fyrir skömmu inn á heimili Karls Bretaprins og stolið ýmsum persónulegum munum. Upp komst um innbrotið á föstudag en prinsinn er á skíða- ferðalagi í Sviss. Er þetta þriðja brotalömin á öryggisgæslu kon- ungsfjölskyldunnar sem komið hefur í ljós það sem af er ári. Prinsinn býr í St. James Palace, eins og fleiri með- limir konungsfjöl- skyldunnar. Við- gerðir standa nú yfír á byggingunni og era vinnupallar reistir upp við hana. Telur lög- regla að það eigi þátt í innbrotinu, svo og fjarvera prinsins. Æsifréttablöðin réðust í gær- morgun harkalega á þá sem gæta eiga öryggis konungsfjölskyldunn- ar, sagði Daily Mail að innbrotið sýndi fram á ótrúlegar brotalamir í öryggisgæslu fjölskyldunnar. Þess er skemmst að minnast er ungur Víetnami réðst að Karli prinsi í Astralíu, vopnaður startbyssu og þegar háifnakinn Bandaríkjamaður lenti í fallhlíf á þaki Busckingham- hallar. til að leyfa eftirlitj ella myndi stofn- unin snúa sér til Oryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna, og krefjast við- skiptaþvingana. N-Kóreumenn samþykktu að Árið 1992 féngu norskir hvalveiði- menn leyfí til að veiða 15 hrefnur undan ströndum Kólaskagans, en engar veiðiheimildir í fyrra. Þá vfsuðu Rússar til þess að einungis væri hægt að veita slíka heimild með starfsmenn IAEA fengju vegabréfs- áritun nú þegar, svo að þeir kæm- ust á áfangastað í tíma. Þeir fá leyfí til að skoða sjö verksmiðjur, flestar ? Yongbyon, norður af höfuð- borginni Pyongyang. Þeir hafa hins vegar ekki fengið leyfí til að skoða tvær stöðvar, sem sérfræðingar segja nauðsynlegt til að fá næga vitneskju um yfír hvaða vopnum Norður-Kórea býr. samþykki Alþjóða hvalveiðiráðsins. Norskir vísindamenn hyggjast rannsaka matarvenjur hrefnunnar og til þess að fá heildarmynd af þeim, telja þeir nauðsynlegt að veiða nokkur dýr við Kólaskaga. Karl Bretapríns Ein tunga fyrir 100.000 árum San Francisco. Reuter. SAMEIGINLEGUR forfaðir allra tungumála virðist vera að minnsta kosti 100.000 ára gamall. Er þetta niðurstaða rann- sókna Johanna Nichols, prófessors i slavneskum tungumálum við Kaliforníuháskóla, en hún komst að henni eftir mesta saman- burð á málfræðilegri uppbyggingu tungumála, sem um getur. Nichols telur, að tungumálið hafí orðið til löngu áður en menn- imir tóku að dreifast um jörðina eða þegar búseta þeirra var tak- mörkuð við hitabeltissvæði í Afr- íku, Asíu og Austurlöndum nær. Nú era töluð um 300 tungumál en við rannsóknirnar vora kannaðar og bornar saman um 200 málaættir, til- dæmis indó- germönsk mál. Við rannsóknina var stuðst við samanburðarupplýsingar til að reikna út aldur stórra málaætta og fékk Nichols það út, að það hefði tekið frummálið að minnsta kosti 100.000 ár að greinast og ná þeim fjölbreytileika, sem nú er. Þá hefur hennj tekist með alveg nýjum aðferðum í saman- burðarmálfræði að rekja slóð tungumálanna frá Afríku tii Suð- austur-Asíu og þaðan út um heiminn fyrir um 50.000 áram. Nichols hefur til dæmis komist að því, að menn hafi sest að í Nýja heiminum eða í Ameríku um sama leyti og Krómagnon- maðurinn eða nútímamaðurinn var að koma sér fyrir í Vestur- Evrópu en það var fyrir um 35- 40.000 áram. Hingað til hefur verið talið, að menn hafí komið miklu síðar til Vesturheims. Vilja hrefnu við Kólaskaga Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunhlaðsins. NORÐMENN hafa beðið Rússa um heimild til að veiða 37 hrefnur í vísindaskyni innan landhelgi Rússa. Norðmenn áætla að veiða 137 hrefnur í vísindaskyni á þessu ári, samkvæmt upplýsingum norska utanríkisráðuneytisins. Gefi Rússar jáyrði sitt við þessari ósk Norð- manna, þýðir þar verulega aukningu veiðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.