Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRUAR 1994 Morgunblaðið/RAX Framkvæmdamenn á Djúpavogi VERKFRÆÐINGARNIR Kjartan Garðarsson og Gunnlaugur Friðbjarnarson veita forstöðu Kraftlýsi hf. á Djúpavogi. Þeir hampa hér glös- um með hákarlalýsisperlum, en sú framleiðsla nýtur vaxandi vinsælda. eftir Guðno Einorsson vœsHPnfflvmmniF Á SUNNUDEGI ► Gunnlaugur Friðbjarnarson lauk dipl.ing.-prófi í efna- verkfræði í Karlsruhe í Þýskalandi 1986. Vann hjá Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins 1985-1988. ► Kjartan Garðarsson lauk prófi í vélaverkfræði frá Há- skóla íslands 1982. Prófi í rekstrarverkfræði frá háskólan- um í Linköping í Svíþjóð 1985. Starfaði hjá Búlandstindi hf. 1986-1990. Kraftlýsi hf. á Djúpavogi lætur ekki mikið yfir sér í hinu ytra. Það er til húsa í gamalli mjólkur- stöð og fyrir utan standa ekki gljáfægðar forstjórakerrur heldur gömul Lada. Morgunblaðsmenn hittu forsvarsmenn fyrirtækisins að máli og föluðust eftir viðtali. Það var komið að lokum vinnudags og þeir Gunnlaugur og Kjartan staddir í afgreiðslu fyrirtækisins sem einnig gegnir hlutverki kaffí- stofu og söludeildar. Gunnlaugur var nýkominn úr viðgerðastússi við gamlan bát, sem þeir gera út að gamni sínu til ígulkeraveiða, og sat í grútugum vinnugalla við aldr- aða tölvu. Kjartan var í léttu spjalli við bankaútibússtjórann á staðnum um lífsins gagn og nauðsynjar. Því miður var kvöldið upptekið, við yrðum að koma árla morgunir.n eftir. Verkfræðingamir voru að fara á meiraprófsnámskeið og að læra til vélavörslu. „Maður verður að mennta sig niður til að hafa vinnu,“ sögðu þeir hlæjandi. Langur aðdragandi Fyrirtækið Kraftlýsi hf. var stofnað í nóvember 1989. Það er í eigu 35 hluthafa og er stefnt að því að gera félagið að almennings- hlutafélagi. Stofnendurnir, þeir Gunnlaugur og Kjartan, höfðu báð- ir starfað í tengslum við sjávarút- veginn. Gunnlaugur var útibús- stjóri Rannsóknarstofnunar físk- iðnaðarins á Austurlandi með að- setur í Neskaupstað. Á rannsókna- stofunni starfa tveir til þrír starfs- menn og hlutverk hennar er að annast gæðaeftirlit og mæla efna- samsetningu fiskimjöls svo nokkuð sé nefnt. Kjartan vann á skrifstofu Búlandstinds hf. á Djúpavogi og kynntust þeir Gunnlaugur í gegn- um störf sín fyrir austan. Félagamir í Kraftlýsi hf. skipta með sér verkum þannig að tækni- mál og samskipti við útlönd eru meira á herðum Gunnlaugs en Kjartan sinnir daglegum rekstri og sölumálum. Kjartan segir að stofnun Kraftlýsis hf. hafi verið mörg ár í undirbúningi. Á 9. ára- tugnum, sérstaklega á árunum 1981 til 1987, var hátt verð á lýsi og markaðir góðir. Lítil lýsis- vinnsla var fyrir austan utan lifrar- bræðslu á Höfn og talsvert sem til féll af ónýttri lifur. Þegar ákvörðun hafði verið tek- in um stofnun lýsisvinnslu leituðu þeir félagar hófanna víða fyrir austan með aðstöðu fyrir rekstur- inn. Hlutu þeir mjög góðar viðtök- ur á Djúpavogi. Þar var gömul mjólkurstöð í góðu standi, sem hætt var starfsemi. Fengu þeir húsið keypt á góðu verði. Þeir segja einnig að Djúpavogingar hafi verið mjög jákvæðir fyrir því að fá ný- sköpunarfyrirtæki í plássið og hef- ur almenningur sýnt fyrirtækinu mikinn og jákvæðan áhuga frá upphafi. Breyttar aðstæður Frá því drög voru lögð að stofn- un Kraftlýsis hf. hafa aðstæður í íslenskum sjávarútvegi mikið breyst. Þorskkvótinn hefur minnk- að um helming og þar með fram- boðið af þorskalifur. Með tilkomu vinnsluskipa hefur verulegur hluti vinnslunnar flust út á sjó. Við það minnkaði enn framboð á lifur. Þeir Gunnlaugur og Kjartan telja mikla möguleika felast í því að skilja lif- ur frá fiskslóg með vélrænum hætti og segja tækni til að gera það, hvort sem er í landi eða í vinnsluskipum, innan seilingar. Ný tækni við lifrarsöfnun kann að vera svarið við hráefnisskortin- um. Lifur geymist þokkalega ísuð upp undir vikutíma, en með því að blanda í hana maurasýru í sér- stökum geymslutönkum er hægt að geyma lifur óskemmda í allt að átta vikur. Þessir söfnunar- geymar eru ekki stærri en svo að þeir geta rúmast í flestum stærri veiðiskipum á borð við togara. Maurasýran stöðvar gerlavöxt en hamlar ekki virkni efnahvata sem vinna að því að brjóta vefi lifrarinn- ar niður og losa um lýsið. Þessi tækni krefst meiri vandvirkni og nákvæmari vinnslu en hefðbundin lifrarbræðsla, en félagarnir í Kraft- lýsi hf. hafa náð tökum á þessari vinnsluaðferð. Gunnlaugur og Kjartan segja að þessi tækni ein og sér sé góð söluvara. Þeir benda á að til dæm- is eru gerðir út 200 togarar aðeins frá Murmansk og Rússar hafi til þessa ekki haft tök á að framleiða nógu gott lýsi. Tækni af þessu tagi gæti komið sér vel fyrir þá, svo dæmi sé nefnt. Það sem helst getur staðið markaðssetningu þessarar tækni fyrir þrifum er að heimsmarkaður fyrir lýsi er ekki óseðjandi og það gæti komið öllum aðilum í koll ef lýsisframleiðsla stórykist á skömmum tíma. Kraftlýsi hf. er nýsköpunarfyrir- tæki og hefur talsverðum tíma og fjármunum verið varið til rann- sókna- og tilraunastarfsemi. Árið í fyrra er hið fyrsta sem fyrirtæk- ið skilar hagnaði og segja þeir Gunnlaugur og Kjartan að það hafi verið orðið tímabært að vinna upp halla upphafsáranna. Þrátt fyrir erfið upphafsár er skuldastað- an fjarri því að vera erfið og veltufjárhlutfall mjög gott. Þeir félagar benda á að maður geti aldr- ei verið öruggur og ekki megi sofna á verðinum. Þeir segjast velta hverri krónu tvisvar áður en henni er eytt og benda á lúna tölvu fyrir- tækisins því til sönnunar. „Maður getur ekki keypt sér nýja tölvu, bara af því mann langar í hana,“ segir Gunnlaugur og horfir á gömlu Victor-tölvuna með disk- lingadrifunum sem stendur í „sölu- deildinni". Alla jafna eru þrír starfsmenn hjá Kraftlýsi hf., tveir verkfræð- ingar og verkakona. Helstu fram- leiðsluvörur fyrirtækisins eru þorskalýsi og hákarlalýsi. Árs- framleiðslan af þorskalýsi er um 100 tonn, sem ekki telst sérlega mikið. Þorskalýsið er selt til Nor- egs þar sem það er markaðssett undir norsku vörumerki sem með- alalýsi. Hákarlalýsið reyndist eftirsótt Hákarlalýsið er sú vara sem Kraftlýsi hf. er þekktast fyrir. Það var eiginlega fyrir tilviljun að vinnsla þess hófst. Gunnlaugur segir að áhöfn togarans Sunnut- inds hafí haft samband við þá fé- laga sumarið 1991 og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá hákarlslif- ur sem vó um 200 kíló. Þeir Kjart- an voru til í það og prófuðu að bræða lifrina og reynist koma úr henni hágæðalýsi. Á þessum tíma var mikil umræða um lækninga- mátt hákarlsafurða, meðal annars var því haldið fram að hákarla- brjósk og hákarlalýsi slægi á krabbamein. Fiskisagan flaug og þeir hjá Kraftlýsi hf. voru ekki fyrr búnir að bræða hákarlslifrina en fólk fór að hringja og spyija eftir hákarlalýsi. Það var auðfund- ið að markaður var fyrir þessa afurð 'og fóru Gunnlaugur og Kjartan að kanna hvort hægt væri að fá meira af hákarlslifur. Nú eiga þeir gott samstarf við áhafnir Ijölda togara sem gerðir eru út víða um land og fá sendar hákarls- lifrar til bræðslu. Hákarlalýsi var mikilvæg út- flutningsvara á síðustu öld og _var það mikið notað sem ljósmeti. Árið 1867 náði útflutningur hákarlalýsis hámarki og voru þá fluttar út 13.100 tunnur eða 812 þúsund lítr- ar af lýsi. Að sögn Gunnlaugs leggj- ast til á ári hverju milli 1.000 og 2.000 hákarlar hér við land, lang- flestir slæðast í veiðarfæri togara. Lifrin úr hveijum hákarli vegur 150 til 200 kíló og er mjög fiturík. Kraftlýsi hf. hefur boðist að fá hákarl frá Grænlandi, en þar hafa verið stundaðar miklar hákarla- veiðar til að friða lúðumið fyrir hákarli. Algengt er að bátar sem veiða lúðu á línu fái ekkert nema lúðuhausa upp á krókunum, því hákarlar eru búnir að gæða sér á lúðunni. Lýsið er mjög ríkt af A-vítamíni en hefur minna D-vítamín en þorskalifur, hjá Kraftlýsi hf. er bætt E-vítamíni í lýsið til að varna þránun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.