Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 Sigurður Karls- son — Minning Fæddur 24. mars 1915 Dáinn 19. febrúar 1994 Andlát Sigurðar, frænda míns, kom mér ekki algerlega á óvart, þegar Sveinbjörg kona hans hringdi og sagði mér að hann hefði dáið kvöldið áður. Hann var búinn að stríða við erfið- an sjúkdóm í nokkur ár og þegar ég kom til hans á sjúkrahúsið nú fyrir fáum dögum, sá ég að honum hafði —hrakað mikið uppá síðkastið. Sigurður ólst upp hjá foreldrum mínum, sem bjuggu þá í Kirkju- hvammi. Hann var þar sem einn af Qölskyldunni, enda var móðir mín föðursystir hans og leit á hann sem son sinn. Þegar Sigurður hafði aldur til, tók faðir hans, Karl Friðriksson brúar- smiður, hann til sín í brúarvinnu á sumrin. Fyrir tvítugsaldur fer Sigurður alfarinn frá heimili foreldra minna og til móður sinnar, sem bjó þá í Reykjavík. Þar var hann, þar til hann giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Sveinbjörgu Davíðsdóttur frá Þver- felli í Lundarreykjadal. Á fyrstu bú- skaparárum sínum fór Sigurður í Iðnskólann og lærði þar bifreiðasmíði og stundaði þá iðn eftir það meðan heilsan leyfði. Við systkinin eigum þessum hjón- um mikið að þakka, því þegar ég var í Samvinnuskólanum, bjó ég hjá þeim við gott atlæti. Einnig voru hjá þeim böm systur minnar um lengri eða skemmri tíma, er þau voru í námi í Reykjavík. Sigurður hafði sterkar taugar til átthaga sinna. Hann starfaði lengi í Húnvetningafélaginu hér í Reykja- vík. Til dæmis tók hann virkan þátt í skógræktarstarfi í Þórdísarlundi í Vatnsdal og endurreisn Borgarvirkis í Vesturhópi. Rétt er að nefna þá tryggð, sem Sigurður sýndi æskustöðvum sínum, þegar hann nú fyrir fáum árum stóð fyrir móti ættmenna sinna í Kirkju- hvammi. Þá skal ekki láta hjá líða að nefna fagurlega útskorið moldunarskrín sem þau hjónin gáfu Hvammstanga- kirkju, til minningar um fósturfor- eldra hans. Sigurður var glaðlegur og hlýr maður í viðmóti og hjálpsamur þeim, er til hans leituðu. Á heimili þeirra hjóna var alltaf ánægjulegt að koma. Við Debóra þökkum honum sam- fylgdina og vottum konu hans og bömum innilega samúð. Blessuð sé minning Sigurðar. Ásvaldur Bjarnason. Andlát frænda okkar Sigurður Karlssonar 78 ára að aldri kom okk- ur ekki á óvart. Fréttin um fráfall hans var samt yfirþyrmandi, þar sem við sáu af einum af okkar besta vini sem var sannur vinur vina sinna. Sigurður var stór maður, sterkur bæði í útliti og til vinnu. Hann var svipmikill og við handaband streymdi hjartahlýja og trúverðugleiki sem ekki gleymist. Lífssýn Sigurðar mótaðist af því sem hann var alinn upp við eins og gengur og gerist. Hún var þó miklu skýrari hjá honum en mörgum öðrum sem voru af sömu kynslóð. Hún grundvallaðist af heiðarleika, dreng- skap og samviskusemi. Hann var einstaklega vinrækinn og hafði oftar en ekki frumkvæði að að styrkja vin- áttu og fjölskyldubönd öllum til ánægju og gleði. Þó að við vissum að við ættum góðan frænda þar sem Sigurður var, þá tókst ekki vinátta með okkur fyrr en á efri árum hans. Við þekktum hann fyrst og fremst sem Sigga frænda sem rak sitt verkstæði, sí- vinnandi, hló dátt á góðum stundum, en gat verið annars brúnaþungur og alvörugefínn þegar svo bar undir. Það var ekki fyrr en við nánari kynni að við gerðum okkur grein fyrir því að Sigurður beitti sínum þunga augnasvip og sterklega andlitsfalli og fasi, þegar honum fannst réttlæt- ið ekki í hávegum haft. Sem böm og unglingar bámm við bamslegar tilfinningar og virðingu fyrir honum sem áttu eftir að þróast í kærleika og gagnkvæma vináttu þar sem bil kynslóðanna íjaraði út. Sigurður kom úr stómm systkina- hópi. Hann ólst upp við kröpp kjör en kærleika móður sinnar. Eins og fleiri systkinanna var Sigurði komið fyrir hjá fósturforeldmm sem bjuggu í Kirkjuhvammi við Hvammstanga en þar var honum gefið gott heimili á þeirra tíma vísu. Foreldrar Sigurð- ar skildu þegar hann var 18 ára en á unglingsáranum vann Sigurður undir handleiðslu pabba síns við brú- arsmíði. Við léleg kjör kom hann sjálfum sér til iðnmenntunar og starfaði lengst af hjá Agli Vilhjálms- syni en síðan sem sjálfstæður bif- reiðasmiður. Sigurður var mikill handverksmaður og handverkið var honum hugleikið. Hann vann að mörgum hlutum sem þess bera merki. í þessu sambandi ber hæst að nefna þá gagnsöfnun sem Sigurð- ur stundaði varðandi brúarsmíði hér á landi. Lýsingar hans á þeim vinnu- brögðum sem höfð vom við brúar- gerð frá upphafí fram undir okkar daga, verður gott innlegg í söguritun á vegaframkvæmdum hér á landi. Til vitnis um eljusemi Sigurðar þá var þetta einmitt til umræðu á okkar síðasta fundi fyrir rúmlega viku, þar sem hann talaði um að fá að lifa ár í viðbót, meðal annars til að geta klárað þetta verk sem hann hafði unnið að síðustu árin. Það var einstaklega skemmtilegt að heyra Sigurð segja frá þeim tíma ævi sinnar sem hann vann við brú- argerð við hlið afa. Hún var krydduð með kímni og fróðleik af samferða- mönnum hans og skyldmönnum okk- ar. Þessar sögur hafa fært okkur nær uppmnanum og víkkað skilning okk- ar á honum. Þegar maður lítur yfir farinn veg þá uppskar Sigurður eins og hann sáði. Sveinbjörg og Sigurður áttu fallegt heimili, þau eignuðust fjögur böm og þurfa þau nú ásamt tengda- börnum að sjá á eftir góðum og tryggum föður og vini. Sigurður sagði stundum í góðu tómi að versti eiginleiki ættarinnar væri hin ríka samviskusemi. Þessi eiginleiki meðal annarra skilaði honum þó miklu, því ekkert getur verið dýrmætara á þess- ari jörð en að hafa sinnt sínu og sín- um á þann hátt að góð ummæli fylgja þegar að leiðarlokum kemur. Sigurð- ur mætti sínum veikindum eins og hveiju öðru verkefni. Hann ætlaði ekki að gefast upp. Við sem fylgd- umst með baráttunni dáðumst af æðmleysi hans. Þessi síðustu tímar hafa verið Sveinu erfíðir þar sem hún stóð við hlið Sigurðar allt þar til yfír lauk. Það verður erfítt að hugsa sér að slíta í sundur nöfnin, Siggi og Sveina, þegar fram líða stundir. Við vottum Sveinu og bömum þeirra, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Karl Friðriksson og Sigríður Friðriksdóttir. Mig langar með þessum örfáu lín- um að minnast föðurbróður míns Sigurðar Karlssonar sem verður jarðsunginn á morgun. í seinni tíð kom Siggi oft vestur á Seltjamames til okkar pabba í prentsmiðjuna og sat hjá okkur yfir kaffibolla. Hann var mikill náttúm- unnandi, tók mikið af ljósmyndum og átti gífurlega mikið ljósmynda- safn. Seltjamamesið heillaði hann vegna þess mikla fugla- og náttúm- lífs sem þar er. Hann sló því fram einhvem tíma í léttum dúr að hann gæti alveg hugsað sér að búa þama síðustu árin innan um alla nátt- úmfegurðina. Siggi lærði bflasmíði og vann hann við hana alla sína ævi, fyrst hjá Agli Vilhjálmssyni og svo sjálfstætt. Hann var hörkuduglegur og ósérhlíf- inn. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég var sex ára gamall að Siggi kom á Háteigsveginn færandi hendi með lítill rauðan vömbíl handa mér sem hann hafði smíðað. í þá daga vom slík leikföng ekkert sjálfsögð. Eða þegar hann smíðaði sessumar fyrir okkur pabba til að fara með á Mela- völlinn í gamla daga, þær vom þann- ig að maður smeygði þeim ofan á bámjámið, settist og maður var eins og kominn í stúkuna. Og þegar pabbi og mamma vom að basla í Laugar- nesinu við að koma yfír sig þaki þá kom Siggi alltaf óumbeðinn til að hjálpa. En svona var Siggi, hann vildi gera öllum vel. Hann var mjög listfengur maður, stundaði mikið leikhús og las mikið. Einnig kunni hann ótrúlega mikið af stökum og ljóðum. Einu sinni kom hann sérstaklega til mín með barðastóran hatt og gaf mér. Ég spurði náttúrlega hver hefði átt þennan hatt. Hann sagði að pabbi sinn hefði átt hann og að ég væri stór og stæðilegur eins og hann var og sér þætti gaman að sjá mig ein- hvem tíma á leiksviðinu með hattinn og hló við. Ég hef staðið við það og leikið með hattinn. Siggi minnti mig mjög mikið á ömmu mína Guðrúnu, hann bar mjög sterkan svip af henni og þegar ég heimsótti hann á spítalann undir það síðasta þar sem hann lá í rúminu mjög veikur sá ég enn betur þennan sterka andlitssvip frá ömmu. Ég minnist Sigga með hlýju í hjarta og votta öllum aðstandendum hans samúð mína. Blessuð sé minn- ing hans. Magnús Ólafsson. Mínar fyrstu minningar um Sigga frænda em frá því að hann kom í fermingarveisluna mína. Þar var hann glaður og hress og tók myndir, en myndataka var hans áhugamál og átti hann safn góðra mynda sem hann hafði tekið. Síðar um sumarið kom þykkt umslag 5 pósti, en í því vom myndimar sem Siggi hafði tek- ið í veislunni. Þessar myndir glöddu mig mikið. Þegar ég heimsótti Sigga og Sveinu í Hvassaleitið var mér ævin- lega vel tekið og heimsóknimar vom ánægjulegar. Siggi var fróður um ýmislegt frá gömlum tíma og sagði mér meðal annars frá ýmsu er við- kom þeim árum er hann vann við brúarsmíðina. Hann hélt til haga minningum frá þeim tíma með bæði máli og myndum. Það var gaman að skoða myndimar með honum og hlusta á frásagnir hans af brúarvinn- unni og því sem snerti hana. Þegar hann var að rifja upp þessar gömlu minningar kom glöggt í ljós að hann átti rætur sínar að rekja í Húnavatns- sýsluna og að bernskustöðvamar vom honum ofarlega í huga. Þegar ég og unnusti minn vomm að stofna heimili kom fram bæði í orðum hans og gjörðum að hann bar hag okkar fyrir bijósti. Okkur þótti vænt um það. Siggi frændi gat alltaf litið til þess sem honum fannst gott. Hann var sterkur í sínum erfíðu veikindum. Á honum var enga uppgjöf að fínna og bjartsýnin virtist alltaf sitja í fyrir- rúmi. Honum var létt um að gera að gamni sínu og koma fólki til að hlæja. Siggi sýndi mér ávallt hlýju. Kynni mín af honum hafa gefíð mér mikið og er ég þakklát fyrir að hafa þekkt hann. Eg votta eiginkonu hans, böm- um, bamabörnum og bamabarna- bömum samúð mína. Guð blessi minningu hans. Eva Gunnlaugsdóttir. Tímans elfur hrífur án afláts á brott með sér einn af öðram af sam- ferðafólki okkar á ævibrautinni. Með söknuði hljótum við að skiljast við ástvini, félaga og vini og horfa á bak þeim út yfir móðuna miklu og tor- ræðu. Hinn 19. febrúar sl. andaðist vinur minn Sigurður Karlsson bifreiða- smiður. Með honum er genginn einn af þeim góðu félögum sem ég átti leið með þau 27 ár er ég starfaði hjá Agli Vilhálmssyni hf. Við kynnt- umst fljótiega eftir að ég hóf störf þar 1955 og fundum að við áttum skap saman, báðir nokkuð ákveðnir en félagslyndir og höfðum svipaðar skoðanir á þjóðmál.um. Sigurður var hrókur alls fagnaðar á vinnustaðnum. Hann var þá starf- andi formaður Félags bifreiðasmiða og einnig í forystu fyrir starfsmanna- félag fyrirtækisins. Stóð hann fyrir mörgum uppákomum á þess vegum, dansleikjum, spilakvöldum og ferða- lögum og alls staðar var hann glað- astur og kátastur. Oft var kátt í matar- og kaffitím- um, mikið rifist um þjóðmál og fé- lagsmál og skotið hver á annan. Einnig voru vísur kveðnar og allt látið fjúka, en allir skildu jafnheilir á eftir. Eins og áður sagði var Sigurður formaður Félags bifreiðasmiða á þessum ámm og auk baráttu fyrir bæfyum kjömm félaganna var eitt stórt mál sem tók hug hans fljótlega eftir að hann kom í félagið, það var að Félag bifreiðasmiða eignaðist merki og fána. Var samþykkt af fé- lagsmönnum árið 1950 að kjósa fánanefnd og lét nefndin fara fram hugmyndasamkeppni um merki sem síðan yrði notað í félagsfána. Ótal tillögur bámst, en flestar ónothæfar. Hugmynd þá sem síðan var nýtt átti Sigurður, mynd af hamri í krepptum hnefa á bláum feldi í gylltum hring, en það var síðan annar félagi sem teiknaði það og útfærði, Hjálmar t Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, BEGUÓT GUÐMUNDSDÓTTIR Kársnesbraut 66, Kópavogi, iést í Landspítalanum föstudaginn 25. febrúar. Guðni Jónsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Bergljót Steinsdóttir. t Elskuleg móðir okkar og amma GUÐRÚN ÞORKELSDÓTTIR, frá Ártúni, er látin. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudag- inn 2. mars kl. 13.30. Kristfn Jóna Guðmundsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðbjörnsson, Arna Björk Gunnarsdóttir, Sigurlfna H. Guðbjörnsdóttir, Bjarni M. Gunnarsson, Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir, Hallur örn Guðbjörnsson. Hafliðason. Auk þeirra tveggja var í fánanefnd Gunnar Stefánsson og var það hann sem átti hugmyndina af grunnlitnum sem varð rauður. Hönnun var lokið en ekki var það nóg, nú var að athuga verð á efni og saumaskap. Það reyndist vera um 50 þúsund krónur. Of mikið var það fyrir lítið og févana félag. Enn kom Sigurður með hugmynd. Hann þekkti vélstjóra í siglingum til New York, sem hann fékk til að kanna hvað kostaði að sauma svona fána þar. Svarið kom og reyndist vera 6 þús- und krónur. Samþykkt var á fundi að taka þessu boð,i en gjaldeyri vantaði. Gjaldeyrisnefnd neitaði, en það hafð- ist á svörtum. Fáinn var síðan saumaður úti en Ameríkumönnum leist ekki á að setja hann saman, reiddur hamar í hring á rauðum feldi féll ekki í kramið hjá þeim á þessum áram. Fáninn var síðan saumaður saman hér heima og bryddaður og er þetta með fallegustu fánum innan verka- lýðshreyfíngarinnar. Fyrir nokkrum árum var komið að því að endurnýja þurfti fánann. hann var orðinn slitinn og veðraður og tók þá Sigurður að sér að útvega efni í hann. Fékk hann dóttur sína til að saurpa hann og var það verk vel af hendi leyst eins og þeirra var von og vísa. Sigurður mun hafa verið fyrstur til að hreyfa því máli að Félag bif- reiðasmiða eignaðist sitt eigið hús- næði og var það á árinu 1959 sem hann kom fram með tillögu á fund- inum að félagið keypti húseign til eigin nota. Bauðst hann til að leggja upphæð úr eigin vasa í þann sjóð, en tillagan náði þá ekki fram að ganga. Það var svo ekki fyrr en 1970 að bifreiðasmiðir eignuðust sitt eigið húsnæði á Skólavörðustíg 16, en höfðu haft leiguaðstöðu með öðr- um hér og þar áður. Sigurður var kosinn í nefnd til að undirbúa ritun og útgáfu á sögu Félags bifreiðasmiða ásamt þeim Friðbirni Kristjánssyni, Jóhanni B. Jónssyni og undirrituðum. Þetta var árið 1985, en þar áður hafði starfað undirbúningsnefnd að þessu sama máli og safnað gögnum og undirbúið farveginn, en þáma var hnykkt á og ráðinn ritstjóri, Haukur Már Har- aldsson. Bókin átti að koma út á 50 ára afmæli félagsins 1988 en henni seinkaði og kom út fjórum ámm síð- ar. Bókin heitir Hugvit þarf við hag- leikssmíðar. Sigurður átti stóran hlut í söfnum gagna og mynda í bókina og í henni em myndir af hinum ýmsu verkfær- um sem hann átti í fórum sínum og tilheyrðu vinnu bifreiðasmiða á ámm áður. Sigurður hafði ákveðnar skoðanir á hinum ýmsu málum og fór ekki leynt með þær, stóð upp á fundum og sagði sínar meiningar en muldr- aði ekki í barm sér eins og margir gera. Hann vildi láta fara að fundar- sköpum og reglum og að menn kæmu í pontu og flyttu mál sitt þar. Eitt af þeim síðustu málum sem við unnum að í félaginu var samein- ingarmál allra greina bifreiðaiðna í eitt félag. Hann var ekki hrifínn af því og vildi að Félag bifreiðasmiða yrði áfram til og ræki sig eitt og sér en þróunin var ekki á þann veg og yngri menn að taka við og stærri einingar geta veitt betri þjónustu en lítið og févana félag. Sigurður var sæmdur gullmerki félagsins á 50 ára afmæli þess 1988 fyrir hin mörgu störf sem hann hafði leyst svo vel af hendi. Hann var for- maður Félags bifreiðasmiða 1954-55 og 56 og varaformaður í þrjú ár þar á undan og síðan í hinum ýmsu ráð- um og nefndum. Eitt annað félag vil ég nefna sem var honum mjög kært, það var félag- ið „Kátt fólk“, en markmið þess er að skemmta sér án áfengis og ann- arra vímuefna. Hann kom mér í þetta félag og er ég honum þakklátur fyr- ir það. Þetta félag er hópur 100 karlmanna sem heldur fjórar skemmtanir á ári, dans og leikir, og bjóða konum sínum að taka þátt í þessu með þeim. Þessi félagsskapur er að verða 50 ára og er ávallt síung- ur. Sigurður var ekki maður einsam- all. Hann var kvæntur Sveinbjörgu Davíðsdóttur, alveg frábærri konu, sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu fram á síðustu stundu. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og áttu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.