Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 48
Reghibimdinn M/• s})arnaður Landsbanki fslands MORGVNKLADlD, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMKRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010/ AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 83 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Alfons Nemendur í steinbítsaðgerð Vel hefur veiðst af steinbít hjá línubátum sem gerðir eru út frá Snæfells- nesi. Stór hluti aflans hefur verið seldur til Reykjavíkur og hefur verið gripið til þess ráðs að fá fiskverkunina Hróa til að gera að steinbítnum. Slægingin er fremur seinleg og þar sem allt að 30 tonnum hefur borist á dag í Hróa hefur tilfinnanlega vantað starfsmenn til vinnu. Úlfar Víglundsson í Hróa fékk nemendur úr grunnskólanum til þess að vinna nokkra tíma og var það auðsótt mál hjá skólastjóranum, að gefa krökkunum frí einn eftir- miðdag til að bjarga verðmætum. 26 nemar létu hendur standa fram úr ermum og ætla þau að láta peningana renna í ferðasjóð. Var engu líkara en að steinbítsaðgerðin væri þeim meðfædd og var Úlfar ánægður. Fjármálaráðuneytið undirbýr frumvarp um breytingar á lögum um lífeyríssjóði Skiptum í búi Stál- félagsins lokið 4,8% for- gangs- krafna greiddar SKIPTUM í þrotabúi íslenska stál- félagsins hf., sem var úrskurðað gjaldþrota í nóvember 1991, lauk með formlegum hætti 14. febrúar sl. Allar veðsettar eignir búsins voru seldar á nauðungaruppboði á 50 millj. kr. í október 1992 en fjárhæð lýstra veðkrafna nam samtals 1.023.533.672 kr., auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta. Samtals var lýst kröfum í búið að upphæð rúmlega 1,8 milljarðar króna. Alls fengust 3.280.690 krónur greiddar upp í samþykktar forgangs- kröfur í búið eða 4,77%, en þær námu samtals 68.770.236 kr. auk áfallinna vaxta og kostnaðar. Ekki var tekin afstaða til almennra krafna sem lýst var í þrotabúið, en þær námu sam- tals 697,5 milljónum kr. Er þar með lokið skiptameðferð í einu stærsta gjaldþroti sem orðið hefur á íslandi. ♦ ♦ ♦- Astaí 21.sæti Frá Val B. Jónatanssyni, blaðamanni Morgunbladsins í Lillehammer. ÁSTA Halldórsdóttir varð í 21. Heimilar lífeyrissjóðunum að kaupa víkjandi skuldabréf Kveilgan er fyrirhuguð kaup 21 lífeyrissjóðs á skuldabréfum vegna Hvalfjarðarganga FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ und- irbýr nú lagafrumvarp sem mið- ar að því að veita lífeyrissjóðum heimild til að kaupa víkjandi Fékk höfuð- ^áverkaeftir ryskingar RÚMLEGA sextugur maður var fluttur með sjúkraflugvél - til Reykjavíkur frá Seyðisfirði eftir að hann hlaut höfuð- áverka eftir ryskingar á dans- leik í félagsheimilinu í bænum. Að sögn lögreglu á Seyðisfirði féll maðurinn í gólfið og fékk þá hofuðáverka eftir að hafa lent í minniháttar ryskingum við rúm- lega tvítugan mann. Maðurinn missti meðvitund eftir fallið og var flogið með hann til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð vegna höfuðáverka. Lögreglan á Seyðisfírði hefur málið til rannsóknar og á eftir að '^yfirheyra vitni. Sá sem maðurinn lenti í ryskingum við var ekki í haldi. skuldabréf, og hófst það starf sökum fyrirhugaðra kaupa 21 lífeyrissjóðs á slíkum bréfum vegna gerðar ganga undir Hval- íjörð. Sjóðimir þurfa ýmist að fá frávik frá lögum eða reglu- gerðum sem um þá gilda vegna kaupanna, en bundið er í lög hvemig nokkrir sjóðanna mega ráðstafa fjármunum sínum og fjárfesta en reglugerðir gilda um aðra sjóði. Magnús Pétusson, ráðuneytisstjóri, kveðst ætla að forstöðumönnum samtaka lífeyr- issjóða verði stefnt á fund eftir næstu viku til að ræða þessi mál við þá. Nú þegar hafi óformlegar viðræður átt sér stað, en málið sé ekki frágengið. Lagabreyting- ar sem gera þurfí séu í skoðun ásamt því hvernig haldið verður á reglugerðarbreytingum. „í ráðuneytinu liggur fyrir bréf frá Landsbréfum hf. sem unnið hafa að fjármögnun innanlands vegna Spalar hf. sem stendur að gerð ganganna. Þeir eru ekki rétti aðilinn til að biðja um breytingar á reglugerðum lífeyrissjóða en hafa þó vakið athygli okkar á þessu,“ segir Magnús. „Líklegast væri einfaldast að gera þetta með almennum hætti fyrir sjóðina, þ.e. þeir telja sig þurfa þessa breyt- ingu og fyrir liggur að við erum að athuga hvort ekki sé einfald- ast að breyta reglugerðunum með samræmdum hætti.“ Lög og reglugerðir kembdar „Ef Sjómannasjóður, Lífeyris- sjóður bænda, Söfnunarsjóður og Lífeyrissjóður opinberra starfs- manna, sem allir eru með sér lög, áforma að kaupa slík skuldabréf, verðum við að skoða hvaða laga- breytingu við getum gert á sem einfaldastan hátt. Það gæti t.d. verið hægt að setja þetta allt í ein lög sem segja að ákvæði tiltekinna greina í lögum tiltekins sjóðs breytast á þennan hátt eða hinn, og undirbúningurinn að frumvarp- inu felst aðallega í að kemba lög og reglugerðir til að fínna ákvæði sem hindra þessi kaup, til að hægt sé að fella þau úr textum til að koma til móts við sjóðina,“ segir Magnús. sæti í svigi á Vetrarólympíuleik- unum í Lillehammer í gær, laug- ardag. Hún fór fyrri ferðina á 1 mínútu 01,86 sek. og var þá í 23. sæti, en henni gekk betur í seinni ferðinni, fékk tímann 59,69 sek., og samanlagt 2.01,55. Vreni Schneider frá Sviss sigraði á 1.56,01 mín. og var Ásta 5,54 sekúndum á eftir sigurvegaran- um. Elfrieda Eder frá Austurríki varð í öðru sæti og Katja Koren frá Slóveníu, sem var fyrst eftir fyrri ferð, fékk bronsið. Ásta sagðist vera mjög ánægð með árangurinn, sagði þetta eitt af því besta, sem hún hefði gert á stórmóti. „Þetta er mikil uppörvun eftir frekar slakt gengi í stórsvig- inu.“ Hún rifjaði upp að á leikunum í Albertville fyrir tveimur árum hefði hún verið rúmum 10 sekúnd- um á eftir sigurvegaranum í svigi, „og þessi árangur sýnir að ég er á réttri leið.“ Afnumin heimild til lokun- ar vegna vanskila á símtæki FYRIRVARI söludeildar Pósts og síma um lokun á síma vegna vanskila á greiðslum af símtæki var felldur niður í gær. Að sögn Guðmundar Björnssonar aðstoðar póst- og símamálastjóra var gefið út umburðarbréf til allra sölustaða söludeildarinnar með þessum fyrirmælum og því megi gera ráð fyrir að frá og með mánudegi muni fyrirtækið nota sambærileg greiðslusamn- ingsform og samkeppnisaðilarnir. Fyrirtæki sem selja símtæki í samkeppni við Póst og síma gerðu athugasemdir til Verslunarráðs við það hægt væri að loka fyrir símtöl vegna vanskila á símtækj- um sem keypt höfðu verið hjá stofnuninni. Herbert Guðmunds- son félagsmálastjóri Verslunar- ráðs segir niðui'stöðuna í fullu samræmi við afstöðu Verslunar- ráðs að taka þurfi af öll tvímæli um samspil verndaðs reksturs Pósts og síma og þess hluta sem er í frjálsri samkeppni. Aðstoðar póst- og símamálastjóri, Guð- mundur Bjömsson, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Póstur og sími hefði notað aðferðir til innheimtu sem samkeppnisaðil- arnir gætu ekki beitt og stofnun- in vildi ekki liggja undir ámæli fyrir það að nota sér betri að- stöðu. Því hefði verið ákveðið í gær og tilkynnt til söluaðila að þess konar viðurlög við vanskilum væru óheimil eftirleiðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.