Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRUAR 1994 21 Kraftlýsi hf. er nýsköpunarfyrirtæki og hefur talsverðum tíma og fjármun- um verið varið til rannsókna- og til- raunastarfsemi. Árið í fyrra er hið fyrsta sem fyrirtækið skilar hagnaði og segja þeir Gunnlaugur og Kjartan að það haf i verið orðið tímabært að vinna upp halla upphafsáranna. Morgunblaðið/RAX Perlupökkun BRYNDÍS Jóhannsdóttir pakkar lýsisperlunum eftir að þær koma úr perlugerðinni í Englandi. obyltingu ver Til sölu Mercedes Benz 280 SE, árg. '83, ekinn 130 þús. km, með flestöllum aukahlutum. Verð 1.450 þúsund. Upplýsingar í síma 91-625045. Örverufræðifélag íslands heldur málþing um: Sýklasmit til landsins með vörum, dýrum og fólki. í Norræna húsinu, fimmtudaginn 3. mars 1994 kl. 13.00-18.00 Dagskrá: Kl. 13.00 Skráning þátttakenda. Kl. 13.15 Setning málþingsins og fundarstjórn, Hjörieifur Einarssonj formaður Örverufræði félags Islands. Kl. 13.25 Sýklasmit með fólki. Haraldur Briem, læknir. Kl. 14.00 Sýklasmit með dýrum. Eggert Gunnarsson, dýralæknir. Kl. 14.30 Sýklasmit með fiskum. Sigurður Helgason, fisksjúkdómafræðingur. Kl. 15.00 Kaffi. Kl. 15.30 Sýklasmit með plöntum. Sigurgeir Ólafsson, plöntusjúkdómafræð- ingur. Kl. 16.00 Sýklasmit með matvörum. Franklín Georgsson, matvælaörverufræðingur. Kl. 16.30 Lög og reglur. Sigurður Örn Hansson, dýralæknir. Kl. 17.00 Pallborðsumræður. Þátttakendur verða, auk fyrirlesara: Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur Verslunarráði íslands. Auk fulltrúa frá fleiri aðilum. Þátttökugjald er kr. 600,- Er lýsið óhollt? Það vakti athygli er Hollustu- vernd og Lyfjaeftirlitið mæltu gegn sölu hákarlalýsis „í lausu“ og töldu þá hætt við að fólk tæki inn of mikið af A-vítamíni. Þeir Gunn- laugur og Kjartan vilja meina að deilan hafi ekki í sjálfu sér staðið um lýsið og innihald þess, heldur hvað teskeið væri stór. Þeir ráð- lögðu fólki að taka hálfa teskeið af lýsinu á dag og miðuðu við þær teskeiðar sem algengastar eru í eldhússkúffum fólks, en þær rúma milli tvo og þijá millilítra. Gallinn var sá að til mun vera stöðluð mæliteskeið sem rúmar helmingi meira, eða 5 millilítra. Hálf teskeið var því ekki endilega sama og hálf teskeið. Gunnlaugur og Kjartan benda í þessu sambandi á að ef menn leggja sér til munns hrogn og lifur, eins og algengt er á þessum árstíma, fari þeir líklega vel yfir ráðlagðan dagskammt af A-vítamíni. Vítamín- magn í slíkri máltíð jafnist líklega á við um þijár matskeiðar af há- karlalýsi. Ráðið gegn þessu var að setja lýsið í perlur og eiga tvær slíkar að vera innan daglegra marka opinberra staðla vítamín- notkunar. Margir unnendur há- karlalýsis kæra sig ekki um að taka það í perluformi heldur vilja finna lýsið renna ljúflega niður. Nú er leitað leiða með að útbúa lýsis- skammtara sem yfirvöld og tryggir neytendur geta sætt sig við. Lýsisperlurnar eru útbúnar í Englandi og þarf mikinn og flókinn vélbúnað til þeirrar vinnslu. Perl- urnar eru gerðar úr gelatíni, eða matarlími, og virkar það styrkjandi á hár og neglur. Perlugerðin er dýrasti hluti framleiðslunnar og dregur nokkuð úr arðsemi hennar. Hákarlalýsisperlur eru nú seldar bæði innanlands og utan. Mörg tækifæri ónotuð Gunnlaugur telur að margir möguleikar bíði ónotaðir í fram- leiðslu heilsuvöru af ýmsu tagi. Hann nefnir til dæmis íslensk fjallagrös, en eitthvað mun nú sent af þeim til vinnslu erlendis. Þessa vöru telur Gunnlaugur eins hægt að framleiða hér heima. Hvar sem borið er niður á er- lendum mörkuðum segja þeir að menn lendi í sama vanda. Stór fyrirtæki séu búin að hreiðra um sig á mörkuðunum og nýir aðilar, líkt og Kraftlýsi hf., lendi í flóknu og kostnaðarsömu umsóknaferli til að öðlast viðurkenningu. Þeir segja að umsóknagirðingarnar séu beint og óbeint reistar til að vernda inn- lend fyrirtæki í hinum ýmsu lönd- um. Gunnlaugur nefnir til dæmis að Þjóðveijar banni lyíjainnflutn- ing og margt sem við skilgreinum sem fæðubótarvörur flokki þeir sem lyf. Kannað hefur verið með vinnslu anna>ra hákarlsafurða og var okk- ur sýnt þurrkað og malað hákarls- bijósk sem mögulegt er að selja í töfluformi eða inntökuhylkjum. Hákarlsuggar eru mjög eftirsóttir víða í Asíu og hafa verið send sýnishorn af íslenskum hákarls- uggum á markaði. Uggar íslensku hákarlanna virðast vera eitthvað öðruvísi en Asíumenn eiga að venj- ast og er óvíst hvort markaður finnst fyrir þurrkaða ugga. Hjá Kraftlýsi hf. er sífellt unnið að tilraunum með nýjar fram- leiðsluvörur, meðal annars lýsis- gerð úr fisktegundum sem hingað til hafa ekki verið notaðar til slíkr- ar framleiðslu. Þeir Gunnlaugur og Kjartan vildu ekki fara nánar út í þá sálma meðan unnið er að frekari tilraunum. Dagur harmonikunnor Fyrirhuguóum tónleikum sem vera áttu í dag, sunnu- dag 27. febr., er aflýst vegna andláts félaga okkar Þorleifs Árna Reynissonar. Vorið er Ert þú örugglega búinn að fá sérstaka kynningarmöppu um þetta glæsilega tilboð frá Komatsu? Ef ekki hafðu þá samband strax, því hér er um takmarkaðan fjölda véla að ræða. Tilboðið gildir aðeins til 31. mars nk! KOMJVfSU ■ '-*ra*4* Vorið er framundan KRAFTVÉLAR HF - FUNAHÖFÐA 6-112 REYKJAVÍK SÍMI (91) 634500 - FAX (91) 634501 TÆKIÁ TRAUSTUM GRUNNI Nú er rétti tíminn að kynna sér einstakt tilboð Komatsu til íslenskra verktaka og framkvæmdaraðila. Tilboðið á sér enga hliðstæðu á markaðinum, og það greiðir götu þeirra sem áhuga hafa á nýjum traustum vinnuvélum - stórum sem smáum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.