Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 47 Gárur eflir Elínu Pálmadóttur Konungskrúna fyrirhest Hest! hest! mín konungskrúna fyrir hest! hrópar Ríkharð- ur þriðji á vígvellinum, þegar hann örvæntir um konungdóm sinn og líf. „A horse, a horse! my kingdom for a horse,“ á máli Shakespears. Mikið liggur við hjá Ríkharði 3., „hestur hans drep- inn! hann berst einn og leitar jarlsins af Ríkmond djúpt í dauð- ans gini. Bjargið fljótt herra; ella tapast allt,“ eins og Katbæingur gerir leikhúsgest- um ljóst. Kon- ungsríki dugar ekki fyrir hesti, konungur berst og fellur að lok- um. Ekki veit ég hvort það breytti nokkru að ráði um afdrif bre- skrar þjóðar, en það skipti þennan kóng sjálfan máli. Það er svo miklu betra að vera lif- andi en dauður. Og mun skemmti- legra. Þessi frægu orð hafa a.m.k. lifað um aldir og þykja býsna brúkleg enn. Koma upp í hugann af margvíslegu tilefni. Er ekki franskur ráðherra þessa stundina að hrópa í vandræðum sínum: Evrópusamning fyrir fiskleysi! Og erum við ekki farin að heyra hér: Þorsk! þorsk! óveiddan þorsk fyrir þingsæti! Enda þrengir að í orustunni um fiskinn í sjónum við ísland og raunar víðar — og kosningar fara að nálgast. Það er hinn bráði veruleiki stundar- innar. Ekki hefur Shakespeare mikla samúð með hinum hestvana Rík- harði 3., sem í sögunni er ill- menni — kannski af því einu að hann tapaði. Nú er fátt um valda- mikla kónga. Tíminn fer óneitan- lega mun betur með þá sem um stjórnvölinn halda í lýðræðisriki á borð við okkar, hvert sem þeir svo stýra fleyinu. Setja þjóðar- skútuna út af kúrsinum eða sigla farsælan sjó. Ólygnir segja að í svona stjórnskipulagi beri menn ábyrgð á verkum sínum. En hve lengi? í fjögur ár? Styttra er líður á kjörtímabilið? Veit nokkur lengur hver ber ábyrgð á þeim liðnu ákvörðunum sem nú eru að hrella okkur? Hver tók t.d. ákvarðanir sem skiptu sköpum í fiskveiðum er fór að bera á ofveiði? Eða í fjármál- um og skuldasöfnuninni? Fylgir ábyrgðin þá ekki þeim hinum sama? Þegar komnar eru í ljós afleiðingamar af slíkum ákvörð- unum og skaða sem þær hafa valdið, ætti væntanlega ekki að láta hann sýsla meir á vettvang- inum þar sem hann sýndi dóm- greindarleysið og skort á fram- sýni? Eðá lét ýta sér út í það. Er honum það enginn fjötur um fót til áframhaldanndi trúnaðar- starfa eða nýrra á þeim vett- vangi að hafa ekki skilið mekan- ismann í fjármálunum hér og í alþjóðasamhengi. í umræðunni er sagt að ekki megi koma niður á starfsframa manna að þeir hafi verið stjórnmálamenn. Skárra væri það nú, í stjórnmál- um er margvísleg og fjölbreytt reynsla sem vel nýtist. En á þá ekki að meta hver er hæfur í starfið jákvætt eða neikvætt eftir því hvernig fyrri ákvarðanir hans og ráðstafanir hafa reynst? Sjálf- sagt er oft erfitt að greina í flókn- um málum liverjuni er um að kenna eða ber að lofa fyrir að hafa tekið rétt á málum. En ef er að marka leikreglur um vald með ábyrgð, þá hlýtur að liggja fyrir hver bar ábyrgðina á ákveðnum afdrifaríkum ákvörð- unum. Hann situr uppi með hana. Vandi fylgir vegsemd hverri. En er það svo í þessu tilfelli?1 Erum við ekki búin að steingleyma hver það var sem tók ákvörðunina um hveija af þessum þjóðardrepandi lántökum, í góðæri jafnt sem slæmu árferði? Líklega er þetta eftir allt bara fjögurra ára ábyrgðarskírteini. Samt er verið að taka afdrifarík- ar ákvarðanir sem varða hvem einstakling I landinu um langa framtið. Þá fer að verða skiljan- legt að menn vanti hest í snar- heitum til að forða sér f bili und- an hótunum. Að ekki sé talað um ef þeir era eins og sumir al- þingismenn í þeirri ómögulegu stöðu að fáir hótandi kjósendur á afmörkuðum stöðum hafa frama þeirra í hendi sér. Að falla með sæmd var víst bara á dag- skrá í íslendingasögunum. Við- búið er að gleymist hveijir stóðu af sér skammtímaþrýstinginn og björguðu málum til langframa, eins og fískinum í sjónum handa íslendingum framtíðarinnar. En ósköp er uppörvandi að koma auga á slíka kjarkmenn líka nú. Tvennt var það sem sló saman og ýtti þessum pistli af stað, umræðuþáttur í sjónvarpi um ábyrgð alþingismanna annars vegar og hins vegar ummæli út- gerðarmannsins fremur en skip- stjórans á togaranum Óttari Birt- ingi. Hann er auðvitað í þreng- ingum að reyna af mikilli útsjón- arsemi að bjarga sér í kvótaleysi og sækja á fjarlæg mið. Ég sperrti eyran þegar hann lýsti því að hann hefði farið til að leita fyrir sér um veiðar í Flæmska hattinum við Nýfundnaland, en veiddi ekki neitt „því þar var fisk- urinn bara blóðmæli", þorsktitt- irnir sem þar eru einir eftir orðn- ir svo litlir að ekki tekur því jafn- vel fyrir kvótalaust skip að veiða þá. Þarna er búið að blóðmjólka fiskimiðin. Með slíkt viti til vam- aðar í sjónmáli er hér nú farið að hóta þingmönnum og tala um neyðarrétt í trássi við skömmtun, til að veiða meiri þorsk en óhætt er talið svo byggja megi stofninn upp aftur hér við land — og fara í kjölfarið aftur að veiða. Lokaorð Shakespears í leikrit- inu um Ríkharð þriðja og ófarir hans, þrátt fyrir gylliboðin, eru lögð í munn sigurvegaranum, jarlinum af Ríkmond: „Lát engan níðing njóta landsins gæða, sem nyti þess að sjá þvi aftur blæða. I friði munu sárin gróa um síð, og sættir bindast vel á nýrri tíð.“ Alþjóðlegir pennavinir Félagsskapur okkar hefur nú 300.000 meðlimi í 210 löndum og við getum útvegað pennavini sem skrifa á ensku, frönsku, þýsku, spænsku og portúg- ölsku. Yngsti meðlimur okkar er 8 ára, elsti meðlimurinn er fæddur 1920. Við erum með eigin frímerkja-skiptimiðstöð og yfir 6.000 frímerkjasafnara á meðlimaskrá. Við bjóðum upp á einstakt prógram fyrir kennara, bekkjarfé- lög, skátafélög og unglingafélög á aldrinum 10-17 ára. Allar upplýsingar fást hjá International Pen Friends, P.O. Box 340, Dublin 12, írland. 1.345.000 h, vökva og veltistýri rafdrifnar rúður samlæsing rafdrifnir speglar > tölvustýrt útvarp og segulband 4 hátalarar HYunoni ...lil framtíðar ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 '94 árgerðin af Elantra er enn veglegri og öflugri en áður. Bfllinn er búinn 1,8 lítra og 126 hestafla vél sem skilar bflnum góðri snerpu hvort sem gírkassinn er beinskiptur eða sjálfskiptur. Elantra er 4,36 m á lengd og 1,7 m á breidd. ELANTRA glæsilegur bíll á góðu verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.