Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 15 Baldur. „í bytjun árs 1993 var um- sjón með framlögum til ferja færð til Vegagerðar ríkisins. Þetta var framfaraspor sem bæta mun úr tveimur meinbugum. Aður skorti virkt eftirlit með rekstrarstyrkjum af hálfu ríkisins. Rekstrarfyrirtæki viðkomandi feija fengu fjárframlög samkvæmt beiðni nánast með sjálf- virkum hætti af fjárlögum án grein- ingar á þörfum. Þegar Vegagerðin tók við þessu verkefni var tekið til við að skoða bókhaldsgögn ferjanna. Með einföldu og ódýru eftirliti var hægt að spara 30 milljónir. Hér er lifandi dæmi um bæði sjálfvirknina og sóunina í ríkisútgjöldum sem getur átt sér stað. Annar meinbugur hefur verið á ferli ákvarðana við mat á valkostum þegar komið hefur að því að endurnýja ferjurnar, hvaða forsendur hafa legið til grundvallar og hvernig staðið hefur verið að útboðum. Færð hafa verið góð rök fyrir því að hægt hefði verið að kaupa gamalt skip fyrir 300 milljón- ir króna með endurbótum til að taka við af gamla Herjólfi sem værí hag- kvæmara í rekstri en nýi Herjólfur. Sú pólitíska ákvörðun að smíða nýtt skip kostaði þjóðina 700 milljónir í aukastofnkostnað. Þar við bætast nauðsynlegar hafnarframkvæmdir vegna nýja skipsins upp á 250 millj- ónir króna.“ Skýrsluhöfundar leggja það við- horf til grundvallar að ríkið eigi ekki að leggja í kostnað við ferju- rekstur nema aðstæður séu þannig að öryggi eða bágar samgöngur kalli á það. Þannig er það gagnrýnt að ríkið veiji fjármunum til rekstrar Akraborgarinnar. Um sé að ræða „umframþjónustu“ við byggðirnar sem hún þjónar. Vakin er athygli á því að ekki þyrfti að hækka miða- verð mikið til þess að reksturinn stæði undir sér. Viss upphæð á nemanda Verslunarráðið setur fram hug- myndir um breyttan rekstur skóla. Ríkið semji við skólana um fasta greiðslu á hvem nemanda. Hvað framhaldsskóla snertir er lagt til að meðalstyrkur fyrir hvem nemanda verði 240.000 eða 10% lægri en nú er. Þessa upphæð megi vega og meta eftir eðli náms. „Ég tel að þetta myndi styrkja skólana og gera stjórnendur skólanna virkari og meðvitaðri um þá þjónustu sem þeir veita,“ segir Halldór Árnason. „Það myndi gera þjónustuna markvissari og efla vitund nemenda fyrir þeirri þjónustu sem þeir em að kaupa. Ég held að það eigi að ganga skrefi lengra og taka meira mið af árangri nemenda, til að mynda hversu mörg- um prófeiningum sé lokið eða hversu margir nemendur útskrifist." Vinnuhópur um mennta- og menningarmál spyr hvort það sé eðlilegt að ríkið veiji 1,7 milljörðum ti menningar-, æskulýðs- og íþrótt- mála. Hvort ekki væri nær að rýmka ákvæði skattalaga um skattafrá- drátt vegna framlaga til slíkrar starfsemi. Sem dæmi um aðgerðir í menningarmálum má nefna að lagt er til að hætt verði framlögum til áhugaleikfélaga, listskreytingasjóð- ur verði lagður niður og minnt er á ákvæði laga um Sinfóníuhljómsveit íslands þar sem segir að sem mest af útgjöldum hennar skuli greitt með sjálfsaflafé. Þrátt fyrir þetta ákvæði séu sértekjur ekki nema 13% af heildarútgjöldum. Verslunarráðið bendir á að í lögum um listasjóð sé sjálfvirkt ákvæði um að sjóðurinn bæti við sig 60 mánaðarlaunum næstu fimm árin frá setningu lag- anna (1992-1997) sem'ætti að af- nema nú þegar. Rekstur sjúkrastofnana boðinn út Verslunarráðið vill spara mest í heilbrigðisgeiranum en viðmælend- ur benda á að þær tillögur þarfnist kannski helst nánari útfærslu. Leggja á aukna áherslu á manneld- is- og forvarnastefnu. I lyfjamálun- um vill Verslunarráðið klípa af hlut- deild heildsala í lyfjaverði. Sá hlutur sé 6% að meðaltali á íslandi en það sé mun hærra en þekkist í Dan- mörku og Færeyjum. Trygginga- stofnun er ætlað að spara mikla fjármuni. Til þess að draga úr greiðslum til ellilífeyrisþega er lagt til að aukið tillit verði tekið til tekna og ríkið hafi eftirlit með því að ein- staklingar greiði í lífeyrissjóð á meðan þeir stunda atvinnu þannig Sigbjörn Gunnarsson: „Ekki viss um að verkefni íslenskra þingmanna séu minni en verkefni sænskra þing- manna.“ Birgir Þór Runólfsson: „Ekki boðið upp á patentlausnir, heldur leitað að raunhæfum leið- um til að spara.“ Halldfir Árnason: „Skýrslan sýnir að bara þessi niðurskurður er meiriháttar átak.“ að þörfin fyrir ríkisframlag minnki. Gert er ráð fyrir að rekstur sjúkra- stofnana verði boðinn út. Ríkið geti tryggt jafnrétti allra til heilbrigðis- þjónustu án þess að veita hana endi- lega sjálft. Gert er ráð fyrir að út- boð leiði til 25% fækkunar starfs- fólks sem myndi spara 1,8 milljarða. Samkeppnin í útboðum muni leiða til 30% lækkunar kostnaðar sam- kvæmt reynslu Ríkiskaupa, sem þýði 1,8 milljarðar til viðbótar til lengri tíma litið. Meiriháttar átak „Að stórum hluta hefur verið lögð allmikil vinna í þetta," segir Halldór Árnason. „Það kemur fram að þessi hópur hefur ekki unnið einangrað heldur fengið til sín fólk úr ráðuneyt- um og fengið hugmyndir þaðan líka. Þetta eru misjafnar tillögur eins og gengur en þær eru að mörgu leyti samskonar og þær sem hafa verið til umræðu hér í fjármálaráðuneyti og við fjárlagagerðina. Þessi um- ræða ætti að vera tilefni til að menn hugsi um þessi mál og þegar 10 miiljarða halli er á fjárlögum er bráð- nauðsyniegt að ná honum niður því að öðrum kosti erum við að greiða árlega og í vaxandi mæli vexti til útlanda. Vaxtagreiðslan hækkar kannski um milljarð á ári. Þá skipt- ir máli að beina sjónum að sóun- inni, hvar er hægt að hafa svipaða þjónustu með lægri tilkostnaði? Og það finnst mér vera meginmarkmið þessarar skýrslu." Halldór telur að skýrsluhöfundar hafi nokkuð góða tilfinningu fyrir því hvar helst sé von um að spara. „Þótt þetta séu ekki nema 12,5 milljarðar, einn tíundi af heildarútgjöldum, sýnir skýrslan það að bara sá niðurskurður er meiri- háttar átak.“ Halldór lítur svo á að meginstef skýrslunnar sé að menn hugsi til lengri tíma, taki ákvarðan- ir hér og nú og ætli sér tíma til að koma því í framkvæmd. Þetta sé rétt hugsun. En hvað með skuldfrnar? Sigbjörn Gunnarsson fagnar hug- myndum um niðurskurð ríkisút- gjalda og segir að það væri ánægju- legt ef fleiri samtök, eins og ASÍ og BSRB ynnu hugmyndir á þessum nótum. Þó séu það nokkur vonbrigði að fátt nýtt sé í skýrslunni. „Til dæmis fara tíu síður í að endurtaka skýrslu Ríkisendurskoðunar um feij- ur og flóabáta." Sigbjöm segir að meðal þingmanna sé mikill vilji til að stefna að hallalausum ríkis- rekstri. Þótt fjárlögin hafi verið af- greidd nú með 9,6 milljarða halla helgist það að miklu leyti af ár- ferði. En með batnandi tíð verði menn að sama skapi að gæta sín að allt fari ekki úr böndunum. Skýrsla Verslunarráðs heitir: Raunhæfur niðurskurður ríkisút- gjalda. Fyrsta orðið getur haft tvenns konar merkingu eins og Birg- ir Þór bendir á: Það sem er rétt að gera og það sem er hægt að gera. „Ef fyrri merkingin er lögð til grund- vallar má spyija hvers vegna ekki sé tekið á útgjöldum til landbúnaðar- mála, en ef byggt er á þeirri síðari þá vaknar sú spurning hvort tillög- urnar séu pólitískt framkvæmanleg- ar eins og til dæmis fækkun ráð- herra. Tekjutenging lífeyris og áform um að láta sjúklinga greiða fyrir mat yrðu seint vinsælar aðgerð- ir,“ segir Birgir Þór. Einnig má spyija hvort stjórnmálamenn gripu til aðgerða á atvinnuleysistímum sem myndu leiða til uppsagna opin- berra starfsmanna í stórum stíl. Um þetta efni segir Halldór Árnason: „Það hlýtur að gilda það sama um opinbera starfsmenn og aðra starfs- menn. Það er erfitt að fallast á það að opinberir starfsmenn hafi sér- stöðu umfram aðra launþega varð- andi vinnuöryggi. Með því að ná niður kostnaði, með því að hætta að sinna störfum sem skila litlu sem engu þá er verið að spara fé sem hægt er að nýta í annað og skapa kannski önnur störf þó að það sé annars staðar.“ Eins og fram hefur komið miða tillögurnar að því að ná jöfnuði í ríkisrekstri. Sumar eru þess eðlis að erfitt er að reikna út ávinning og sparnaður kynni því að verða meiri en 12,5 milljarðar ef farið væri að ráðum Verslunarráðs, aðrar nást ekki fram nema á löngum tíma. En þótt jöfnuður náist er eftir að taka á skuldum ríkissjóðs. Skuldir ríkis- sjóðs nema nú 236 milljörðum króna og eigið fé ríkissjóðs mun vera nei- kvætt um 150 milljarða. Ef endur- greiða ætti skuldirnar á 20 árum yrði ársgreiðslan 18,9 milljarðar miðað við 5% vexti. Ef íslendingar vilja grynnka á skuldunum þarf því ekki bara að fara í strangan megrun- arkúr heldur verður að herða sultar- ólina. Meiriháttar fermingaríatnaður í miklu úrvali Dæmi um verð: DÖMUDEILD Stuttir, útvíðir kjólar frá 4.900,- Sfðir blómakjólar frá 5.900,- Stuttir, köflóttir kjólar frá 3.900,- Síð undirpils frá 3.500,- Há stlgvél brún/svört kr. 7. Ljósir skór frá 4.200,- Hálsfestar - Heklaðar húfur - Gott verð - Mikið úrval Dæmi um verð: HERRADEILD Skyrtur frá 2.500,- Rúskinnsvesti 2.900,- Buxur frá 3.900,- Bindi frá 990, Slaufur frá 590,- Ullarjakkar frá 6.900,- Skór frá 3.900,- Laugavegi slmi 17440 Kringlunni slmi 689017 Sérsaumum Vönduð vinnubrögð - gott verð (Allar breytingar innifaldar I verði)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.