Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 32
JKtorgttttMgiSktö ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNUAUCf YSINGAR Háskólinn á Akureyri Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við Háskólann á Akureyri: Staða prófessors í rekstrarf ræði - gæðastjórnun Sérsvið skal vera rekstur fyrirtækja og stofn- ana með áherslu á gæðastjórnun. Til greina kemur að ráða í stöðu dósents eða lektors í stað prófessors. Starfsvettvangur er aðal- lega við rekstrardeild. Staða lektors fiðnrekstrarfræði - gæðastjórnun Æskilegt sérsvið skal vera í hagnýtri notkun gæðastjórnunar í iðnaði og þjónustu. Starfs- vettvangur er aðallega við rekstrardeild. Staða lektors í uppeldisgreinum Æskileg sérsvið eru kennslufræði, kennsla í fámennum skólum eða vitsmuna- og sið- ferðisþroski barna. Starfsvettvangur er aðal- lega við kennaradeild. Staða lektors í sögu Æskilegt sérsvið er íslandssaga eða íslensk skólasaga. Starfsvettvangur er aðallega við kennaradeild. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um námsferil sinn og störf, svo og vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir. Laun samkvæmt kjarasamningum Félags háskólakennara á Akureyri. Umsóknir um stöðurnar skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 30. mars nk. Upplýsingar um störfin gefa forstöðumenn við- komandi deilda eða rektor í síma 96-30900. Hlutastarf Áhugasamur starfskraftur óskast í sérversl- un með baðvörur og góðgæti. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf. FJÓROUNOSSLlÚKRAHÚSIO A AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Laus er til umsóknar afleysingastaða deild- arstjóra í Seli, 30 rúma hjúkrunar- og endur- hæfingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, tímabilið 1. júní-31. ágúst 1994. Umsóknarfrestur er til 20. mars 1994. Nánari upplýsingar veita deildarstjóri í Seli, Antonía Lýðsdóttir, í síma 96-30217 og Ólína Torfadóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 96-30271. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. MIÐSTÖÐ FOLKS I ATVINNULEIT Breiðholtskirkju, Mjódd, sími 870 880 Opið hús í Breiðholtskirkju, Mjódd, mónudaga kl. 12-15 og safnaðarheimili Dómkirkjunnar fimmtudoga kl. 12-15. Á DAGSKRÁ vikuna 21.-25. febrúar „Opið íþróttahús" hefst á morgun, mánudaginn 28. febrúar, með kynningu og stundatöflugerð. Eins og áður hefur verið auglýst hafa Miðstöðin og Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur ákveðið að hafa opið íþróttahús fyrir fólk í atvinnuleit, fjórum sinnum í viku, virka daga bæði fyrir og eftirhádegi. íþróttahúsið sem um ræður er Víkin í Stjörnugróf. Nú köllum við allt áhugafólk þangað á morg- un kl. 14.30, til þess að raða saman stunda- skrá eftir áhugasviði, þ.e. frjálsa tíma, blak- tíma, badminton óg boltaíþróttir. Nýtum þetta einstaka tækifæri og fjölmennum. (S.V.R. nr. 3, 6, 7 og 11 stansa skammtfrá. Gerð atvinnuumsókna Mikil aðsókn hefurverið á námskeiðÁrna Leóssonar frá V.R. í gerð atvinnuumsókna og framkomu í viðtölum. Næsta námskeið er n.k. miðvikudag í Miðstöðinni kl. 13-16. Innritun í síma 870 880. Áhugahópurinn um fornbókmenntir undir leiðsögn Jóns Torfasonar íslenskufræð- ings fer sístækkandi, enda bráðskemmtilegt viðfangsefni. Nýir þátttakendur boðnir vel- komnir á næstu samveru, nk. fimmtudag kl. 17, í Miðstöðinni. Innritun í síma 870 880. Ritstjóri Við leitum að hugmyndaríkum og drífandi ein- staklingi til að taka við ritstjórn á tímaritinu Heimsmynd. Ritstjóri fær verðugt verkefni til að takast á við. Hann mun hafa umsjón með útgáfu Heimsmyndar, einu útbreiddasta og virtasta tímariti sem gefið er út hér á landi. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi góða menntun, marktæka reynslu af sambærilegu, séu góðir stílistar og hafi gott myndauga! í boði er krefjandi og áhugavert starf í skap- andi og líflegu starfsumhverfi. Umsóknarfrestur er til og með 8. mars nk. - Ráðning verður skv. nánara samkomulagi. Vinsamlegast athugið áð fyrirspurnum varðandi ofangreint starf verður eingöngu svarað hjá Ráðningarþjónustu Lögþings. Unnið verður með allar umsóknir í fyllsta trúnaði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. RÁÐNINGARÞJÓNUSTA X>ÖGÞINGS Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hæð, 105 Reykjavik 8imi 91-628488 HEILSUGÆSLUSTÖeiN Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar - Ijósmæður Lausar stöður til umsóknar eru eftirfarandi: Staða Ijósmóður við mæðraeftirlit frá 1. maí nk. til eins árs. Stöður hjúkrunarfræðinga við heilsugæslu í skólum frá 1. september nk. Staða hjúkrunarfræðings við heimahjúkrun. Stöður hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra til afleysinga f sumar eru einnig lausar til umsóknar. Efnavara Sölumaður Stórt þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða sölumann sem fyrst. Hér er um fram- tíðarstarf að ræða. Starfssvið: Sjálfstæð sala til viðskiptavina, aðstoð við innkaup o.fl. Við leitum að duglegum og framsæknum manni sem hefur áhuga á að starfa sjálf- stætt og er tilbúinn að axla ábyrgð í starfi. Menntun í efnafræði/verkfræði eða sam- bærilegu námi er nauðsynleg. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar „61“ fyrir 8. mars nk. Hjúkrun unnin á heilsugæslustöð er sjálf- stætt, gefandi og þakklátt starf. Unnið er á dagvinnutíma. Hafðu samband fyrir 15. mars nk. og kynntu þér möguleika á starfshlutfalli og annað sem varðar störfin. Upplýsingar gefur Konny hjúkrunarforstjóri í síma 96-22311. Hagvaneur hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.