Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 19 fitubrenr ~' námskei Björgunar- og slysavama- starfsemi kynnt um allt land BJÖRGUNARDAGAR verða haldnir um allt land dagana 4.-6. mars nk. á vegum Landsbjargar og Slysavarnarfélags íslands, undir nafninu Björgun ’94. Ætlunin er kynna fyrir almenningi í landinu fjölhæfa björgunar- og slysavarnastarfsemi samtakanna og aðUdarsveita þeirra. Þetta verður viðamesti sameiginlegi atburð- ur þessara tveggja björgunarsamtaka í landinu og fyrsta skref í samstarfssamningi sem samtökin gerðu seint á siðasta ári. Hringamiðja Björgunar ’94 verður Perlan. Þar verður sýning á alls kyns útbúnaði tengdum björgun, ferðalögum og útivist. Stöðug dagskrá verður í gangi s.s. fyrirlestrar, fræðsla, björgunaræf- ingar, sýnikennsla o.s.frv. Há- punkturinn er svo „Risa björgunar- æfmg“ í ca. 1 km radíus Perlunnar á landi, lofti og sjó. Þar verður öllu til tjaldað; bílum, flugvélum, fallhlífastökkvurum, þyrlum, leit- arhundum, bátum o.fl. Björgunarsveitir um land allt og aðrir sem tengjast almannavama- kerfí landsins munu taka virkan þátt í Björgun ’94 með kynningu á búnaði og annarri almennri björgunar- og slysavamafræðslu. Aætlað er að sunnudaginn 6. mars nk. verði opin hús hjá öllum björg- unarsveitum í landinu og jafnvel fleiri aðilum sem tengjast al- manna- og slysavömum. Tilgangurinn með Björgun ’94 er að koma almenningi f landinu í snertingu við þetta mikilvæga starf og um leið að nýta þá miklu þekkingu sem björgunarsveitar- menn um land allt búa yfír til að fræða almenning um ýmis grand- vallaratriði s.s. skyndihjálpar, átta- vita, fjallamennsku, slysaforvöm- um o.fl. Björgun ’94 er samstarfsverk- efni björgunarþjónustunnar í land- inu sem öll fjölskyldan getur tekið virkan þátt í, hvort sem það er í sínu heimahéraði eða með því að mæta í Perluna og taka þátt í spennandi björgunarhátíð með áhugaverðri fræðslu í bland við department sem upplifði og tók þátt í björgunarstörfum við jarð- skjálftann í Los Angeles nú nýver- ið. Hann mun flytja fyrirlestur og sýna myndir frá atburðum þar. skemmtilega dagskrá. í tilefni Björgunar ’94 munu þrír erlendir gestir koma til lands- ins. Þar á meðal er Richard War- ford, Battalion chief, L.A. city fíre MARKVISS HmALFUN - ÖRUGGUR ÁRANGUR Þaö er ekki aö ástæöulausu aö námskeiöin okkar hafa verið fullbókuö frá upphafi! ^ Morgunhópur Daghópur Kvöldhópar Barnagæsla AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868 Innifalið í námskeiði: fitumæling og vigtun þjálfun 3-5x í viku uppskriftabæklingur m/léttu fæði mappa með fróðleik og upplýsingum matardagbók fræðsla og aðhald 5 heppnarog samviskusamar frá frítt þriggja mánaða kort Fyrirlestur um orkuj brautir lík- amans HALDINN verður fyrirlestur, þriðjudagskvöldið 1. mars, sem ber yfirskriftina: Orkubrautir líkamans — vegakort til vel- líðunar. Fyrirlesari er Úlfar Ragnarsson læknir. Úlfar lærði nálastungur í Þýska- landi árið 1981 hjá doktor Jochen Gleditsch og hefur stundað lækn- ingar með þeim hér á landi frá árinu 1984. Dr. Gleditsch hóf feril sinn sem læknir, bætti síðan við sig tannlækningum og sérgrein sem háls-, nef- og eyrnalæknir. í framhaldi af því fór hann til Kína til náms í nálastungulækningum og starfar við þær í Þýskalandi. Hann var um tíma formaður þýsku nálastungulækningasamtakanna og hefur bæði kennt og haldið fyrirlestra um efnið í Þýskalandi og víðar. Nálastungulækningar byggja á „acupuncture", hinum fomum nálastungumeðferðum Kínveija, en með þeim unnu þeir stórkostleg læknisafrek nokkur þúsund áram áður en vestræn læknisfræði kom til sögunnar. Kynntar verða helstu orkubrautir líkamans, lykilpunktar sýndir og fjallað um mikilvægi þess að um þessar orkubrautir sé jafnt orkuflæði, til að viðhalda heilbrigði líkamans. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður haldinn í sal SVFR á 2. hæð í Austurveri við Háaleitisbraut. Aðgangseyrir er 300 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.