Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 13 Frá Listaklúbbi Leikhúskjallarans Blóð þessarar nætur LISTAMENN Þjóðleikhússins munu flytja dagskrá tileinkaða spænska leik/ljóð og tónskáld- inu Federico Garcia Lorca, mánudaginn 28. febrúar kl. 20.30. Ljóð eftir Lorca hafa verið þýdd á íslensku af a.m.k. 12 skáldum og munu leikarar úr sýningunni Blóðbrullaupi lesa ljóð sem þeir hafa sjálfir valið. Flutt verður tónlist eftir Lorca, Falla, Paco de Lucia, söngvar úr spænsku borgarastyijöldinni og spænskir alþýðusöngvar. Pétur Jónasson leikur einleik á gítar, en auk þess hefur hann feng- ið til liðs við sig hljóðfæraleikarana Einar Einarsson, Pétur Grétarsson og Bjarna Sveinbjörnsson og flutt verða leikhljóð eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Stiginn verður spænskur dans og leikin upptaka með flutningi spænskra leikara á tveimur af þekktustu Ijóðum Lorca. Elín Edda Árnadóttir höfundur leikmyndar í Blóðbrullaupi mun gæða Leikhús- kjallarann spænskri stemningu, en um þessar mundir stendur yfir í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg sýning hennar á búningateikningum og módeli leikmyndarinnar í Blóðbrul- laupi. Leikararnir sem fram koma eru Baltasar Kormákur, Bríet Héðins- dóttir, Bryndís Pétursdóttur, Edda Arnjóltsdóttir, Guðrún Þ. Stephen- sen, Ingvar E. Sigurðsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Rúrík Har- aldsson, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir og Vigdís Gunnarsdóttir. Þórunn Sigurðardóttir hefur tekið dagskrána saman og stjórnar henni. Aðgangseyrir er 500 kr. en 300 kr. fyrir félaga í Listaklúbbi Leik- húskjallarans og sk'ólafólk sem kemur í hópi í nafni skóla síns. Slíka komu þarf að tilkynnina fyr- irfram. Edda Arnljótsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir og Ingvar E. Sigurðsson að stíga spænskan dans. Atriði úr sýningu Þjóðleikhússins á Blóðbrullaupi eftir Lorca. Cristine Lecoin Franskur semballeikari í Hafnarborg FRANSKI semballeikarinn Crist- ine Lecoin heldur tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, í dag sunnudaginn 27. janúar kl. 20.30. Á tónleikunum mun hún leika tónlist eftir frönsku tónskáldin Rameau, Forqueray og Royer. Cristine Lecoin fæddist í Mars- eille í Frakklandi. Hún útskrifaðist frá Tónlistarháskólanum í Marseille með hæstu einkunn, en aðalkennar- ar hennar þar voru Pierre Barbizet á píanó og Brigitte Haudebourg á sembal. Framhaldsnám stundaði hún við „Conservatoire National Superieur" í Leon þar sem kennarar hennar voru Huguette Dreyfus og Francoise Lengelle. Síðar stundaði hún nám hjá Christophe Rousset í París og Gustav Leonhard í Utrecht, Hollandi. Cristine Lecoin hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn. Árið 1991 vann hún fyrstu verðlaun í Alþjóðlegu sembalkeppninni í Atl- anta sem leiddi til tónleikaferðalags um Bandaríkin og víða í Evrópu. Hún hefur hljóðritað mikið af tón- list fyrir franska útvarpið og sjón- varpið. í dag kennir hún við Tónlist- arháskólann í Marseille. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦------ vetur er gaman að kynnast stórborgarlífinu í Evrópu og njóta fjölbreytileikans og mann- lífsins sem þar er að finna. Skelltu þér með Flugleiðum og SAS til Evrópu! Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða Flugleiða eða ferðaskrifstofuna þína. Mánaðarverð Helgarverð Aþena 50.000 Hamborg 29.200 Róm 48.000 Frankfurt 29.200 TelAviv 54.000 París 29.200 Nice 50.000 Vín 33.190 Barselona 53.000 Munchen 33.190 Zurich 42.000 Zurich 33.190 Vín 42.000 Lágmarksdvöl aðfaramótt sunnudags, Budapest 42.000 hámarksdvöl 4 nætur. Istambúl 53.000 Afmælistón- leikar Kveld- úlfskórsins TÍU ára afmælistónleikar Kveld- úlfskórsins í Borgamesi verða í Borgarneskirkju í dag, sunnudag, kl. 21. Flutt verður tónlist frá Norður- og Suður-Ameríku þar sem aðaluppistaðan verður Kre- ólamessan eftir Ariel Ramirez. Tónleikarnir verða endurteknir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði sunnu- daginn 6. mars kl. 17. Hljómsveit og einsöngvarar koma fram með kómum. Stjórnandi er Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Lágmarksdvö! aðfaramótt sunnudags, hámarksdvöl 1 mánuður. Verð gildir til 31. mars 1994. Heimilt er að stoppa í Kaupmannahöfn. Innlendur flugvallarskattur 1.310 kr., griskur 1.610 kr., ítalskur 620 kr., ísraelskur 1.100 kr., tyrkneskur 880 kr., þýskur 280 kr., franskur 220 kr. og austurrískur 240 kr. SAS, sími 622211. Flugleiðir, sími 690300. FLUGLEIDIR YDDA F42.70/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.