Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994
Framkvæmdastjóri Sæfangs hf.
Lækka þarf flutn-
ingsgjöld um 25%
„OKURVERÐ er á flutnmgum hjá skipafélögunum og þarf að
lækka flutningsgjöld um að minnsta kosti fjórðung til að þau
geti talist viðunandi,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Sæfangs í Grundarfirði. Sæfang greiddi rúmar
23 milljónir króna á seinasta ári í flutningskostnað vegna afurða-
og ísfisksútflutnings, þar af um 2,6 milljónir í útskipunar-og vöru-
gjald og 5,5 milljónir í innanlandsflutninga, sem rennur að sögn
Guðmundar mestmegnis til flutningstækja í eigu skipafélaganna.
Flutningskostnaður nam 6,6%
af veltu fyrirtækisins sem var 350
milljónir króna í fyrra, og kveðst
hann halda að þetta hlutfall sé
svipað eða eins hjá öðrum fisk-
vinnslustöðvum. Fyrirtækið
greiddi 154 milljónir í hráefnis-
kostnað og 52 milljónir króna í
laun á sama tíma. „Fyrirtæki eins
og Eimskip virðast fjármagna hin-
ar miklu fjárfestingar sínar á öðr-
um sviðum með háum flutnings-
gjöldum, þannig að á okkur bitnar
að greiða fyrir óskyldan rekstur
þess og tap Samskips vegna gjald-
þrota Sambandsfyrirtækja, þegar
við gætum notað féð til að greiða
niður skuldir eða á annan hátt,“
segir Guðmundur.
Aðgerðir koma til greina
munu ekki líða óbreytt ástand öllu
lengur, heldur bregðast við of
háum flutningsgjöldum með að-
gerðum af einhveijum toga. Fyrir-
tæki í frystiiðnaði flytji vöru sína
jafnt og þétt til viðskiptavina er-
lendis, og ekki líði sú vika allt
árið að freðfiskur fari ekki um
borð í skip. Þetta hljóti að vera
mjög hagkvæmir flutningar fyrir
skipafélögin og eðlilegt væri að
lækka flutningsgjöld um lágmark
fjórðung, sem væri skref í rétta
átt. „í öðrum flutningum, s.s. í
mjölflutningum, hafa skipafélögin
hins vegar barist blóðugri baráttu
og undirboðið hvert annað botn-
laust, því þar eru fleiri aðilar um
hituna,“ segir Guðmundur.
Morgunblaðið/ Kristinn
Brú yfir Hafnarstræti
ptL
BRÚ sem tengir aðalbanka Búnaðarbanka íslands
við Mjólkurfélagshúsið, Hafnarstræti 5, var sett upp
í gærkvöldi, en brúin sem er í um sex metra hæð
yfir Hafnarstræti er byggð úr áli, stáli og gleri og
vegur um 14 tonn. Búnaðarbankinn keypti Hafnar-
stræti 5 fyrir starfsemi sína fyrir um þrem árum
og undirgengst húsið nú gagngerar breytingar þar
sem skapað er vinnurými fyrir tugi manna. Auk
starfsemi bankans verða í húsnæðinu verslanir, veit-
ingahús, snyrtistofur og hárgreiðslufyrirtæki. Arki-
tektavinna við brúna var unnin á Arkitektastofu
Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Bjömssonar,
en smíði hennar annaðist Vélsmiðja Einars Guð-
brandssonar.
Hann kveðst telja að fyrirtæki
Norræn keppni ungra
hljómsveitarstj óra
Gunnsteinn
I 2. sæti
FINNINN Hannu Lintu bar sig-
urorð af Gunnsteini Ólafssyni í
úrslitakeppni ungra norrænna
hljómsveitarstjóra í gærkvöldi.
Úrslitakeppnin fór fram í Grieg-
höllinni í Björgvin og var sjónvarpað
um Noreg. Eftir hana tilkýnnti
Mstislav Rostropovitsj forseti dóm-
nefndarinnar að Hannu Lintu hefði
borið sigur úr býtum. Gunnsteinn
Ólafsson hafnar því í öðru sæti.
Fimm fulltrúar Norðurlandanna tókú
þátt í fyrri umferð keppninnar.
Guðný Guðmundsdóttir sat í dóm-
nefndinni fyrir íslands hönd.
í dag
Deila______________________
Enn er deilt við Breta um yfírráð
á Hat.ton-Rockall svæðinu 18
Mexíkó
Forsetaframbjóðandi stjórnar-
flokksins í Mexíkó skótinn til
bana 24
Árás
Jack Nicholson hefur verið
kærður fyrir líkamsárás 41
Leiðari_________________
Kostnaður atvinnuveganna 26
HflMIU
ÍHoieimWaMíi
► Viðhald húseigna - At-
vinnuleysi byggingarmanna -
Staða og horfur á fasteigna-
markaði - Smiðjan
► Herratískan - Dökkir ger-
ast ljósir - Páskar - Unglingar
- Klaustur á skörðóttu fjalli -
Fjölskylda á ferðalagi -
Interrail - Víkingar
íslandsbanki vann mál vegna bæjarábyrgðar á skuldabréfi
Seyðisfjarðarkaupstað gert
að greiða rúmar 24 milljónir
Upphæðin nemur meira en fjórðungi af áætluðum tekjum bæjarfélagsins í ár
Egilsstöðum.
HÉRAÐSDÓMUR Austurlands kvað upp þann dóm í gær að Seyðisfjarð-
arkaupstaður skuli greiða íslandsbanka rúmar 24 milljónir króna vegna
ábyrgðar er bærinn gekkst i á skuldabréfi útgefnu af hlutafélaginu
Hafsíld á Seyðisfirði. Bréfið, sem upphaflega var i eigu Alþýðubank-
ans hf., hljóðaði upp á 10 miHjónir og var gefið út 1988. I málinu var
deilt um það hvort starfsmaður bæjarskrifstofu Seyðisfjarðar hefði
verið bær til þess að skrifa undir einfalda ábyrgð fyrir hönd bæjarins
í fjarveru bæjarstjóra. Ekki náðist í Þorvald Jóhannsson bæjarstjóra
vegna þessa máls í gær, en að sögn starfsmanns á bæjarskrifstofunni
er verið að fara yfir stöðuna í ljósi þessarar niðurstöðu.
Hinn 12. september 1988 var sam-
þykkt á bæjarstjómarfundi á Seyðis-
firði að veita Hafsíld hf., einfalda
ábyrgð á láni, allt að 15 milljónir
króna, gegn ákveðnum skilyrðum.
Stuttu seinna ritaði bæjarstjóri lán-
veitandanum, Alþýðubankanum,
bréf þar sem greint var frá ákvörðun
bæjarráðsins. í bréfinu var í engu
getið um skilyrði bæjarins fyrir
ábyrgðinni. Vanefndir urðu á bréflnu
og var bú Hafsíldar hf. tekið til gjald-
þrotaskipta 13. september 1993. Var
þá innheimtunni formlega beint gegn
bænum. Aðalkrafa bankans var sú
að stefnda væri gert að greiða rúm-
ar 11 milljónir króna ásamt dráttar-
vöxtum frá því vanefndir hófust til
greiðsludags, auk málskostnaðar.
Varakrafan var sú að viðurkennd
yrði skaðabótaábyrgð bæjarins með
greiðslu upp á rúmar 24 milljónir
króna. Skaðabótakrafan er byggð
á því að bankinn hefði mátt treysta
því að starfsmaðurinn, skrifstofu-
stjóri bæjarins, er undirritaði ábyrgð-
ina, hafí stöðu sinnar vegna verið
bær til þess. Hafi hann hins vegar
farið út fyrir lagaheimildir sínar til
að veita einfalda ábyrgð hljóti að
vera um að ræða saknæma hátt-
semi. Bæjarsjóður byggir sýknukröfu
sína m.a. á því að viðkomandi starfs-
maður hafi farið út fyrir umboð sitt
er hann ritaði undir ábyrgðaryfírlýs-
inguna. Skrifstofustjóri bæjarins
kveðst með undirritun sinni hafa
verið að staðfesta ákvörðun bæjar-
stjórnar um að ganga í einfalda
ábyrgð, enda ber skjalið yfírskriftina
yfírlýsing um ábyrgð. Hann hafí hins
vegar ekki talið sig vera að undirrita
fullgilda ábyrgðaryfírlýsingu.
Ábyrgð bæjarins
I dómi segir að bæjaryfírvöldum
á Seyðisfírði hafi verið fullkunnugt
um efni ábyrgðaryfírlýsingarinnar,
enda hafí skuldbindingin verið færð
til bókar í reikningum bæjarins um
tveggja ára skeið. Hafi bærinn talið
yfírlýsinguna ógilda hefði það átt að
koma fyrr fram, en slík tilkynning
kom ekki fram fyrr en 18. október
1993.
Telja verði að samkvæmt sakar-
reglunni og reglum um húsbónda-
ábyrgð að bærinn beri ábyrgð á tjóni
bankans sem orsakast hefur af
ógildri yfirlýsingu um ábyrgð og eft-
Sigga syng-
ur í Dyflinni
FRIÐRIK
Karlsson, laga-
höfundur, hef-
ur ákveðið hóp
þann sem tek-
ur þátt í Ev-
rópusöngva-
keppninni fyr-
ir Islands hönd
í Dyflinni 30.
apríl. Sigríður Beinteinsdóttir,
söngkona, mun flytja lag Frið-
riks, Nætur. Þijár konur og
tveir karlar syngja bakraddir.
írinn Frank McManara hefur
tekið að sér að útsetja lagið fyrir
keppnina, en hann útsetti sigurlög
íra undanfarin tvö ár. Þá semur
hann einnig enskan texta lagsins
og stjómar hljómsveitinni úrslita-
kvöldið.
Sjá frétt á bls. Cl.
irfarandi athöfnum bæjaryfírvalda.
Því beri að dæma Seyðisfjarðarkaup-
stað til þess að greiða íslandsbanka
hf. 24.485.520 krónur auk dráttar-
vaxta frá 17. nóvember 1993 til
greiðsludags auk 700 hundruð þús-
und króna í málskostnað. Dóminn
kvað upp Bemhard Bogson fulltrúi
héraðsdómara.
Tekjur bæjarins 93 miHjónir
Tekjur bæjarins eru áætlaðar 93
milljónir á þessu ári. Útgjöld 83 millj-
ónir og 4 milljónir eru ætlaðar í
eignabreytingar. Ljóst er því að um
gífurlegt áfall er að ræða fyrir Seyð-
isfjarðarkaupstað.
- Ben.S
Kvennadeild Landspítalans
Heim innan sólar-
hrings eftir fæðingu
FIMMTÍU og þijár konur fóru
heim af Kvennadeild Landspít-
alans innan 24 tíma eftir að hafa
fætt börn sín á síðasta ári. Guð-
rún Björg Sigurbjörnsdóttir, yf-
irljósmóðir, segir að samningur
Ljósmæðrafélagsins og Trygg-
ingastofnunar í apríl í fyrra hafi
gert heilbrigðum mæðrum og
börnum þeirra kleift að ve\ja
þennan kost.
Guðrún Björg sagði að 3.129
konur hefðu fætt börn á deildinni
á síðasta ári. Þeim hefði frá því í
apríl, svo fremi sem allt hefði geng-
ið vel og aðstæður væri fyrir hendi
heima, staðið til boða að fara heim
af deildinni með böm sín innan
sólarhrings frá fæðingu þeirra.
Fimmtíu og þijár konur hefðu val-
ið þennan kost og hefðu þær í
óformlegri skoðanakönnun lýst yfir
ánægju með fyrirkomulagið. Þær
hefðu fengið góða fræðsiu. Hún
hefði nýst þeim afar vel og tengsl-
in við fjölskylduna hefðu verið
treyst.
Vel er fylgst með bömunum og
mæðrum og kemur ljósmóðir m.a.
í heimsókn sjö fyrstu dagana eftir
fæðinguna.
Erlend fyrirmynd
Hvað ástæður breytingarinnar
varðaði sagði Guðrún Björg að hún
V £ , • •
væri að erlendri fyrirmynd. Að
auki væri farið að óskum kvenna
sem vildu fara fyrr heim af sjúkra-
húsinu. Aðspurð neitaði hún því
ekki að húsnæðisskortur á Kvenna-
deildinni hefði haft einhver áhrif á
ákvörðunina. Með opnun læðing-
arheimilisins sér hins vegar fyrir
endann á þeim vanda. Hún sagði
að samningurinn við Trygginga-
stofnun hefði ekki verið sérstak-
lega auglýstur heldur hefði breyt-
ingin verið látin spyijast út.