Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 33 Minning 00 Orn Skúlason Fæddur 19. ágúst 1975 Dáinn 18. mars 1994 Það var fyrsta helgin í júlí, fyrsta útihátíð sumarsins var haldin inni í Þjórsárdal, þangað streymdu ungl- ingarnir. Sunnudaginn 4. júlí hlustuðum við á fréttir í útvarpinu um morgun- inn. Þar var sagt frá hræðilegu slysi, rúta hafði keyrt yfir 17 ára unglingspilt. Við hugsuðum, getur það verið að það sé hann Óssi? Nei, við ýttum þeirri hugsun frá okkur. En svo var hringt. Jú, það var hann Örn okkar. Þá hófst' bar- áttan upp á líf og dauða. Það var hörð barátta. Örn fluttist til Svíþjóðar með móður sinni og sjúpföður og systr- um sínum, Vigdísi og Jóhönnu, fyr- ir nokkrum árum. Hann langaði að vera héma hjá pabba sínum í sumar eins og í fyrra- sumar og vinna, sem hann og gjörði. Það var mikil hamingja hjá Gunnu og Skúla þegar Örn fædd- ist, stór og myndarlegur strákur. Þau bjuggu lengst af á Akranesi og þar eignuðust þau dótturina Vigdísi. Gunna og Skúli slitu samvistir og Gunna giftist síðar Hinrik Gunn- arssyni. Þar eignuðust þau systkin- in góðan stjúpföður, hann Hinni hefur alltaf sýnt það en aldrei eins og þessa erfiðu mánuði eftir slysið. Örn var á gjörgæslu Borgarspítal- ans þangað til á 18 ára afmælisdeg- inum sínum, þá fór hann til Svíþjóð- ar á gjörgæslu þar. Vonin var svo mikil hjá okkur öllum, þetta gekk seint, en alltaf upp á við. Svo kom reiðarslagið, það var engin von lengur, hann lést 18. mars. Orn var stór myndarlegur og duglegur drengur, hann var mjög verklaginn, það sýndi árangur hans í skólanum, einnig var hann í hljóm- sveit skólans og var mikið upptek- inn af því. Missirinn er mikill hjá systmm hans, Vigdísi, Jóhönnu, Gígju, Brynju og Guðrúnu, sem allar dáðu hann. Það lýsti sér best í bréfi sem Vigdís skrifaði bróður sínum, eftir að hann slasaðist. Elsku Gunna, Hinni og Skúli, þegar sorgin ber að dyrum hjá okk- ur og endalaust tóm gagntekur okkur þá hrannast minningarnar upp í huga okkar, fallegar, ljúfar minningar um drenginn með fallega brúna liðaða hárið og fjólubláu aug- un, drenginn sem alltaf var tilbúinn að hjálpa öðrum. Á kveðjustund er hollt að minn- ast alls þess fagra og góða sem drengurinn okkar skilur eftir hjá okkur og biðjum Guð að blessa hann á nýjum stöðum. -Ásta amma, Rósa, Tryggvi og Bryiya. Össi, nú ertu farinn. Við hitt- umst þótt síðar verði. Guð gefi að þér líði nú vel. Þín frænka, Auður. í dag verður hann Össi frændi minn jarðsungin á Akranesi þar sem flestar mínar minningar um hann eiga heima. Þar bjó hann þar til hann fluttist til Svíþjóðar ásamt móður, fósturföður og tveimur systrum. Á Skaganum sýndi Össi okkur hvítu ströndina og þar lékum við okkur oft. Það þótti okkur mjög spennandi því ströndin var svo hvít að þetta var eiginlega eins og í útlöndum. Flest gamlárskvöld hitt- umst við ýmist á Skaganum eða í Reykjavík hjá foreldrum mínum og var þá ýmislegt brallað. Hin síðari ár höfum við ekki hist eins mikið og áður en þó höfum við alitaf feng- ið fréttir frá Svíþjóð. Einnig hafa Össi og Vigdís systir hans komið til föður síns hér á íslandi, bæði sumar og jól, og þá heimsótt okkur í leiðinni. Síðastliðið vor útskrifaðist Össi sem vélvirki úr skóla í Svíþjóð. Hann var mjög handlaginn. Nú fáum við því miður ekki að fylgjast með honum stunda þá vinnu sem hann lauk námi í. Össi lenti í hörmulegu slysi í júli síðastliðnum og er barátta hans fyrir lífinu búin að vera mjög erfið síðan. Upp úr öllum minningunum stendur þó minningin um góðan dreng sem öllum vildi vel. Elsku Skúli, Gunna, Hinni, systur og aðrir aðstandendur, megi guð veita ykkur allan þann styrk sem þið þurfíð á þessari stundu. Ég felli tár, en hví ég græt? Því heimskingi ég er! Þín minning hún er sæl og sæt og sömu leið ég fer. (K.J.) Ásta Kristný Árnadóttir. í dag verður Össi frændi eins og ég kallaði hann jarðsunginn uppi á Akranesi. Össi lést síðastliðinn föstudag í sjúkrahúsi í Svíþjóð eftir langa og erfíða baráttu fyrir lífinu eftir hið hörmulega slys sem hann varð fyrir. Það var 4. júlí í sumar sem ég frétti af slysinu. Ég hringdi heim til að láta mömmu vita að ég væri á leiðinni heim frá Þjórsárdal. Þá sagði mamma mér að Össi frændi hefði lent í alvarlegu slysi og væri í lífshættu. Mér brá ákaflega og vildi ekki trúa því að það hefði ver- ið Össi sem lent hefði í slysinu og að það hefði verið hann sem þyrlan sótti. Aðeins fáeinum klukkustundum áður hafði hann staðið við hliðina á mér og við talað saman. Þá sagði hann mér að hann hefði næstum misst af rútunni hingað. Bara að hann hefði nú misst af henni, hugs- aði ég þegar mamma sagði mér fréttirnar. Þegar ég hugsa til baka, þá er ekki ein einasta minning um Össa þar sem hann er ekki brosandi eða hlæjandi. Öll þessi ár man ég aldrei eftir honum í leiðu skapi. Flestar minningarnar eru frá þeim tíma þegar við vorum yngri og þau bjuggu uppi á Skaga. Þá fórum við oft til þeirra og þau komu oft til okkar. Á Skaganum var tekið vel á móti okkur og mér leið alltaf vel þar. Við krakkarnir að leika okkur í öllum mögulegum leikjum. Á gamlárskvöld voru fjölskyldurnar okkar alltaf saman. Þá reyndum við að finna sem flest flugeldaprik og annað lauslegt og héldum okkar eigin brennu. Þegar við urðum eldri hættum við að leika okkur, en samt var alltaf ágætt samband á milli þó að við hittumst sjaldnar eftir að þau fluttu til Svíþjóðar fyrir nokkr- um árum. Þegar ég var lítil leit ég alltaf upp til Össa. Þegar hann varð eldri byijaði hann að spila í hljómsveitum og hafði hann mikinn áhuga á því. Hann var aldrei méð neina stæla til að sýnast meiri. Hann gat alltaf Hans Otto Jet- zek — Minning Mig langar að minnast með örfá- um orðum Hans Otto Jetzek, tengdaföður míns og vinar. Hans lifði eins og svo margir Þjóðveijar í skugga stríðsins sem hann hafði engin áhrif á. Hann var ósérhlífínn í vinnu, hafði mörg brennandi áhugamál, var ástríðufullur tón- listarvinur, þægilegur í umgengni, en undir niðri réði hið rómantíska eðlisfar. Þeir sem hafa umgengist hann muna ráðvendni hans, skyldurækni og heiðarleika. Þegar ég hugsa um hann detta mér strax í hug þessar línur úr Hávamálum, sem hann hafði sjálfur haft á orði: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama, em orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Jacques Melot. Fallinn er frá Hans Ottó Jetzek, samstarfsmaður okkar hjá ís- lenzka álfélaginu frá því í desem- ber 1967 þar til í júní 1990, er hann varð frá að hverfa sökum veikinda. Hann fæddist í Herford í Þýska- landi. Þýskt uppeldi í dögum fyrri heimsstyijaldar, hörmungar stríðs- ins sjálfs, skorturinn sem fylgdi í kölfarið og loks háskólanámið höfðu mótað þennan mann, er hann fylgdi íslenskri unnustu sinni, Álfheiði Líndal, hingað til lands árið 1955. Hans starfaði hjá varnarliðnu frá 1956 til 1967 en hóf störf hjá íslenzka álfélaginu þann 1. desem- ber 1967 sem umsýslustjóri og gengdi því starfí allan sinn starfs- feril. Hann var m.a. ábyrgur fyrir almennri skrifstofuþjónustu, mötu- neyti, ræstingu, starfsmannabúð- um, hliðvörslu og þvottahúsi og gegndi hann starfi sínu af einstök- um skilningi, dugnaði og skyldu- rækni. Ekkert og enginn var hon- um óviðkomandi, ekkert var hon- um um megn. Oft á tíðum var vinnudagur hans langur og ótöld- um frídögum fórnaði hann fyrir fyrirtækið, sem átti hug hans all- an. Hann stjómaði starfsmönnum sínum með umhyggju og hafði skilning á þörfum þeirra. Aldrei heyrðust neikvæð ummæli um nokkurn samstarfsmanna hans. Ekki er að undra að menn hafí undantekningarlaust borið hlýhug til hans. Þar sem Hans var einnig ábyrgur fyrir gestamóttöku og sjálfur leiðsögumaður nutu þús- undir innlendra og erlendra gesta útskýringa og fræðslu hans á leið- inni í gegnum verksmiðjuna. Marg- ir útlendingar, sem unnu til lengri eða skemmri tíma hjá ÍSAL, héldu sambandi við hann þar til yfir lauk. Hans var lengi ritstjóri ÍSAL- tíðinda, fréttablaðs starfs- og áhugamanna um ÍSAL. Hann var góður greinahöfundur og þar kom glöggt í ljós víðtæk þekking hans á menningarmálum svo sem tón- list, myndlist, sígildum bókmennt- aim o.fl. Hans var mikill áhuga- maður um ljósmyndun og prýddu margar ljósmyndir hans ISÁL-tíð- indi. Einnig hafði hann áhuga á steinum og kristöllum í íslenskri náttúru. Hans var mjög félagslyndur og því einn af stoðum starfsmannafé- lags STÍS. Hann sýndi mikið frum- kvæði í ýmsum málefnum og klúbbarnir innan STÍS eru honum þakklátir fyrir margt. Upplýsingatækni tók hug hans allan á síðari árum, sérstaklega frá þeim tíma er einmenningstölvur hófu innreið sína hjá ÍSAL. Hann notfærði sér öll helstu skrifstofu- forrit og sá m.a. um myndræna uppsetningu ýmissa upplýsinga fyrir framkvæmdastjórn og aðra stjórnendur ÍSAL. Með Hans Jetzek er genginn gegn og góður maður. En hann mun lifa áfram í huga samstarfs- manna sinna, því vinsældir hans voru miklar. Hans verður sárt saknað. Fyrir hönd samstarfsmanna hjá íslenska álfélaginu þakka ég Hans sam- fylgdina og votta eiginkonu hans og fjölsyldu innilegustu samúð okkar allra. Peter Ellenberger. verið góður og skemmtilegur við okkur. Það fannst mér mjög merki- legt og varð til þess að ég mat hann ennþá meira. Hann var ekk- ert að þykjast. En þó hann hafi látið margt gott af sér leiða átti hann mikið eftir og um tíma hélt ég að hann myndi ná sér. Hann var á batavegi af og til og við orðin bjartsýn. En því miður hefur þetta átt að vera svona þó það sé erfitt að sætta sig við það núna. Og eftir sitja vin- ir og ættingjar og syrgja hann. En minningin lifir. Samúðarkveðjur til allra ástvina. Hildur Árnadóttir. Það er heldur óhugnanlegt að hugsa til þess að eitt af okkur „systkinunum" sé nú fallið frá. í blóma lífsins gerist hræðilegur at- burður sem verður þess valdandi að hann er ekki lengur meðal okk- ar, tekinn burtu frá fjölskyldu og vinum aðeins 18 ára gamall. Óhjá- kvæmilega veltum við fyrir okkur spurningunni: „Hvers vegna hann?“ en eins og allir vita eru vegir Guðs órannsakanlegir. Össi,. eins og hann var jafnan kallaður, var bekkjarfélagi okkar í níu ár eða allt þangað til hann og fjölskylda hans flutti til Svíþjóðar. Eftir það varð bekkurinn aldrei sá sami, en þrátt fyrir fjarlægðina héldum við alltaf sambandi. Einnig kom hann hingað og dvaldi yfír sumartímann þau ár sem hann bjó í Svíþjóð, bæði til að vinna og hitta vini sína hér. Það var alltaf jafn gaman að hitta Össa og ræða við hann um hitt og þetta. Össi var einn af fjör- kálfunum í bekknum, hann var skemmtilegur og alltaf hress. Hann kom sífellt skemmtilega á óvart og voru uppátæki hans og hugdettur engu lík. Hjá okkur „systkinunum", eins og við getum kallað okkur,' ríkir nú mikil sorg. Það er eins og það vanti smá bút í hvert og eitt okkar. Elsku Össi, við eigum alltaf eftir að sakna þín sárt, en mundu að þeir sem deyja ungir eru þeir sem kærastir eru Guði. Með þessum fáu orðum viljum við votta Gunnu, Skúla, Hinriki, Vigdísi og Jóhönnu okkar dýpstu samúð, sem og öðrum aðstandend- um. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhuga þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi. Og gæfa var það ölium sem fengu að kynnast þér. (L.S.) Bekkjarsystkinin. Guð hefur tekið Össa til sín og ég trúi að honum líði vel. Þetta er búin að vera löng barátta og Össi barðist hetjulega, en hvíldin er kom- in og ég er viss um að hann var henni feginn, eins og komið var. Ég hef spurt ótal sinnum af hveiju þetta þurfti að gerast, en á aldrei eftir að fá svar. Minningarn- ar hrannast upp, þær á ég alltaf og er rík af þeim þar sem Elli son- ur minn og Össi voru óaðskiljanleg- ir. Þótt Össi byggi uppi á Ákrnesi en Elli í Reykjavík virtist alltaf vera styttra fyrir þá að hittast en aðra að fara í annan bæjarhluta. Þeir voru saman í sumar-, jóla- og páskafríum og létu það ekki hindra sig að Össi flutti til Svíþjóðar. Elli lagði strax drög að því að komast út til hans um sumarið, sem tókst. Össi kom næstu tvö sumur á eftir og var því staddur hér á íslandi þegar þetta slys varð. Ekki fór út til hans í desmeber og var hjá hon- um þar til yfír lauk. Gunna og Hinni, þið hafíð ekki vikið frá honum einn einasta dag og er barátta ykkar aðdáunarverð. Missir ykkar er mikill og ég vona að Guð gefí ykkur þann styrk sem þið þurfíð til að læra að lifa með þessu. Elsku Össi, Guð varðveiti þig og gefí okkur öllum styrk á þessari erfíðu stundu. Gunna, Hinni, Vig- dís, Jóhanna, Skúli, afar og ömm- ur, þið eigið mína samúð alla. Ólöf (Lóa). Ég kynntist Össa fýrst þegar hann sem yndislegur lítill drengur kom inn á heimili mitt, en þá höfðu þau Guðrún móðir hans og Hinrik bróðir minn hafíð sambúð. Upp frá því fýlgdist ég með honum vaxa úr grasi og verða að myndarlegum ungum manni. Fyrir fjórum árum fluttist fjöl- skylda hans til Svíþjóðar 'og hefur búið þar síðan. Þar gekk hann í skóla og spilaði á gítar í hljómsveit með vinum sínum, og undi hag sín- um vel. í júní sl. sumar kom hann til íslands til sumarvinnu. Að morgni sunnudagsins 4. júlí dró ský fyrir sólu. Þá helgi hafði hann farið á útihátíð í Þjórsárdal. Þar lenti hann í alvarlegu slysi og blöstu blákaldar staðreyndir við, svo mikla áverka hafði hann hlotið. Síðan eru liðnir tæpir níu mánuðir og hef ég fylgst með baráttu hans þennan langa tíma. Ég hef líka fylgst með og dáðst að dugnaði fjölskyldu hans sem hefur verið meiri en orð fá lýst. Þau héldu í vonina um að hann ætti eftir að lifa þetta af og geta farið í endurþjálfun og þar með lif- að viðunandi lífí. Fyrir þrem vikum tjáðu læknar þeim að baráttan væri senn á enda. Össi lá á tveim sjúkrahúsum í Svíþjóð eftir að hann var fluttur héðan af gjörgæsludeild Borgar- spítalans á afmælisdegi sínum 19. ágúst sl. í nóvember heimsótti ég hann á spítalann í Helsingjaborg og er sá síðasti fundur okkar mér afar kær og nú ofarlega í huga. Starfsfólk deildarinnar tók sérstak- lega fram hversu þau Guðrún og Hinrik voru umhyggjusöm, enda gerðu þau allt sem í mannlegu valdi stóð til að hjálpa honum og gera honum baráttuna léttbærari. Frændi Össa, Elías Rúnar, jafn- aldri og vinur, hefur dvalist hjá þeim síðan í desember og eyddi mörgum stundum við sjúkrabeð hans. Skúli faðir hans var einnig hjá honum um tíma. í dag kveðjum við góðan dreng sem kvaddur var frá okkur í blóma lífsins. Ég og fjölskylda mín fínnum sárt til með Guðrúnu, Hinrik, Vig- dísi, Jóhönnu, Skúla, hans dætrum og öllum öðrum ættingum og vinum Össa. Við biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg og að hann gefí þeim einnig blessun til að læra að lifa með þessum mikla missi og taka því sem óhjákvæmilegt er. Guð blessi minningu Össa. Þórunn Ingólfsdóttir. Það er sárt að missa vin. Góðan vin. Söknuðurinn er mikill, meiri en orð fá lýst. í byijun sumarsins 1992 kynntist ég Össa. Þegar hausta tók lá leið hans til Svíþjóðar og slitnaði þá samband okkar, en vinskapurinn hélst. Elsku Skúli, Brynja, Gígja, Guð- rún Ýr og aðrir aðstandendur. Megi guð vera með ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Össi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín vinkona, Elsa Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.