Morgunblaðið - 25.03.1994, Side 5

Morgunblaðið - 25.03.1994, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 5 Meindýraeyðir um rússnesku togarana Erfitt að eiga við rottugang ERFITT er að eiga við rottugang í rússneskum togurum, að sögn Guðmundar Björnssonar, meindýraeyðis hjá Hreinsunardeild Reykja- víkurborgar. Hingað koma alltaf öðru hvoru togarar með rottum og fara þeir í svokallaða rottueyðingu en þegar þeir leggjast að bryggju í heimalandi sínu koma rottur strax aftur um borð. Nú er rússneskt skip frá Múrmansk á ytri höfninni í Reykjavík sem hefur verið í rottu- eyðingu síðan á mánudag. Guðmundur starfar í umboði sótt- varnanefndar og fer um borð í skip að beiðni hennar. Guðmundur segir að skip hafi meðferðis svokailað rottuvottorð sem eigi að votta að þau séu rottufrí. Þegar um rússnesk fiskiskip sé að ræða séu þessi rottuvottorð yfír- leitt einskis virði, þau séu ónýtir pappírar og ekkert að marka þau. Það þyki því ástæða til að fara í öll rússnesk fískiskip sem hingað komi, Morgunblaðið/Þorkell Annað rottuskipið frá áramótum ÞETTA rússneska skip er gamall aflagður togari frá Múrmansk sem notaður er sem birgðaskip. Hann er hingað kominn til að ná í birgðir fyrir rússnesk skip sem eru að veiðum úti á hafi. Hann hefur verið í rottueyðingu síðan á mánudag en hjá skipaþjónustu Reykjavíkurhafnar fengust þær upplýsingar í gær að hann legðist sennilega að bryggju í dag. jafnvel þótt þau hafi rottuvottorð meðferðis. Af átta rússneskum skipum sem hingað hafa komið frá áramótum er skipið sem nú liggur á ytri höfninni annað rússneska skipið með rottum í. Rússar kvarta yfir skorti á rottueitri Guðmundur segir að í samtölum sinum við rússneska skipverja hafi komið fram að erfitt sé að fá eitur eða meindýraeyði í Rússlandi og því eigi þeir erfitt með að halda skipum sínum rottufríum. „Þótt þeir færu í eyðingu einhvers staðar með skip þá er rottugangur það mikill heima fyr- ir að þegar þeir koma þangað aftur og leggjast utan á skip eða höfn þá koma rottur strax aftur um borð. Það er ekki nema þeir færu að vinna á þessu heima fyrir sjálfir að einhver árangur næðist. Við hreinsum bara þessi einstöku skip sem hingað koma með rottur og það gerist alltaf annað slagið,“ sagði Guðmundur. Utboð og verðkann- anir borgarsjóðs Hlutur inn- lendra að- ila verði tryggður BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Árna Sigfússonar borgar- stjóra, um að við útboð og verð- kannanir hjá borgarsjóði og fyr- irtækjum borgarinnar verði tryggt, að hlutur innlendra fram- leiðenda og þjónustuaðila verði hvergi fyrir borð borinn. Jafn- framt að núgildandi fyrirmæli og starfshættir verði endurskoðaðir í samræmi við þetta markmið. „Ég hef óskað eftir fundum með fulltrúum sérgreinasambanda og hönnuða og annarra sem koma að byggingarframkvæmdum til þess að gera betur grein fyrir þeim möguleikum sem íslensk þekking og efni eiga á okkar markaði,“ sagði Árni. „Það er ljóst að hönnuðir hafa flestir lært sitt fag erlendis og þekkja þau efni sem þar eru notuð. Við útboð og verklýsingar kemur fram að óskað er eftir ákveðnum efnum sem þeir þekkja í stað þess að horft sé strax til þess hvaða möguleikar eru hér og hvaða íslenska efni væri hægt að nýta.“ Árni sagði að það sama ætti við um tækniþróun. „Við getum fyrr . hugað að því hvaða íslensku fyrir- tæki gætu komið inn og fengið að þróa áfram sína tækni við útboðs- verkefni," sagði hann og nefndi dæmi um hugsanleg verkefni fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Vatnsveitu- og Hitaveitu Reykja- víkur. „Þarna er verið að horfa til þeirra möguleika, sem eru innan allra lagaramma og skipta hundruð- um milljóna," sagði Árni. „Þetta er verkefni sem ég er formlega að setja af stað og mun fylgja eftir og kanna með hvaða hætti við get- um þróað þessar reglur.“ Bráðveikur ferðamaður í Laugum ÞYRLA Landhelgisgæslunn- ar sótti í fyrrinótt franskan ferðamann sem fengið hafði heiftarlegt nýrnakast í Land- mannalaugum. Haft var samband við lækni á Hellu sem taldi tilefni til að kalla til þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Þyrlan fór og lenti með manninn við Borgarspítalann klukkan rúmlega hálffjögur í gærmorgun. Fimmtudaginn 24. mars kl. 11.30 var Gullpotturinn 7,965,000 kr. Happdrættisvélar Gullnámunnar eru staösettar á 30 stöðum víös vegar um landiö. Hvenær dettur fyrsti Gullpotturinn? Nú er hann omr! Þeir sem spila í Gulinámunni þessa dagana þurfa aö vera viðbúnir að vinna stórt, því nú er Gullpotturinn kominn upp í 8 milljónir og getur dottið hvenær sem er. En þaö er fleira eftirsóknarvert, því vinningar í hverri viku eru yfir 40 milljónir króna. Þetta eru bæöi smærri vinningar og svo vinningar upp á tugi þúsunda aö ógleymdum SILFURPOTTINUM sem dettur aö jafnaði annan hvern dag og er aldrei lægri en 50.000 krónur. Haföu keppnisskapið með þér í Gullnámuna og láttu reyna á heppnina, - það er aldrei að vita. í H£pp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.