Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 Minning Baldur Guðmunds- son frá Syðra-Lóni Fæddur 26. apríl 1924 Dáinn 19. mars 1994 Ég hitti hann fyrst fyrir sautján árum. Hann var þá í afmæliskaffi hjá syni sínum, skólabróður mínum. En þar sem þetta var ekki stóraf- mæli, var aðeins fjölskyldan saman komin. Ég kom því þarna með öðr- um syni hans, verðandi eiginmanni mínum. Og hann virtist lítið eldri en synir hans í útliti og háttum. Næst hitti ég hann nokkru síðar heima hjá honum. Þar beið mín vin- gjamlegur maður og okkur varð strax vel til vina. Hann var búinn að steikja fulla pönnu af ýsu. Þá vissi ég ekki að þannig yrði það alltaf þegar ég kæmi í heimsókn á Brekkubrautina. Þar er alltaf fullt hús matar og nóg rúm fyrir alla. Ég vissi það heldur ekki þá að þessi maður myndi reynast mér svo vel á næstu ámm og kenna mér svo margt sem ég áður kunni ekki. Og nú hefur hann, Baldur Guð- mundsson, verið kallaður úr þessum heimi. Og ég skynja það svo mjög að ekkert verður eins eftir fráfall hans. Ég minnist margra dýrmætra stunda með honum. Ég minnist þess hvemig hann studdi mig með ráðum og dáð í ákvörðunum mínum. Minnist margra stunda í kirkjunni, t.d. þegar hann hélt á nafna sínum undir skím, svo stoltur og glaður. Og ég minnist þess þegar hann sat á kirkjubekk með börnunum mín- um, sonarbömum sínum, þegar ég Vandað efni. Gott verð. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BlLDSHÖFÐA 16 SlMI 672444 • FAX 672580 var í -mínu prestlega hlutverki og faðir þeirra að spila. En ég er ekki viss um að honum hafí líkað það mjög vel þegar nafni hans „slapp frá“ honum og gerði sig heimakom- inn í kirkjunni. Ég minnist þess þegar spáð var aftakaveðri og hann tók það ekki í mál að ég færi ein upp í Borgar- fjörð til að sinna mínum prestlegu skyldum. Og heppin máttum við teljast að komast ósködduð til pró- fastshjónanna í Saurbæ, áður en vindurinn feykti okkur út í busk- ann. Þar var vel tekið á móti okkur að vanda. Bömunum mínum reyndist hann frábær afi. Skúrinn hans afa breytt- ist í ævintýraveröld, þar sem hlutir urðu til, róla var sett upp og öllu bjargað við, sem laga þurfti. Á vorin var farið í eggjaleit og farið í búltúr niður á bryggju. Og þegar hann og amma komu í heim- sókn til okkar í sveitina var hátíð í bæ. Hvert sem ég lít í kringum mig innan dyra sem utan sé ég verkin hans. í fyrra ætlaði hann að vera nokkra daga hjá okkur. Fyrsta morguninn horfði hann á hurðimar, strauk þær og virti fyrir sér. Já, þær vora orðnar svolítið illa útlít- andi. Og þegar ég kom heim nokkra síðar, stóð þar maður í málningar- galla og hamaðist við að undirbúa hurðimar fyrir málninguna. Og áður en vikan var liðin var allt orð- ið skínandi bjart, enda kunni mað- urinn vel til verka, hafði unnið við málningu í mörg ár. Utan dyra má sjá nýjar girðing- ar, sem hann setti upp, og viðgerð- ar girðingar, sem hann lagfærði. Og þannig var það með Baldur, hann var sívinnandi og kunni því best. Og svo duglegur var hann að eftir honum var sóst til vinnu. Það var því sárt, en lærdómsríkt að fylgjast með sjúkrastríði þessa hrausta og duglega manns. Hann hafði aldrei áður kennt sér meins, en bar harm sinn í hljóði og tók því sem að höndum bar með æðru- leysi. Ástvinum sínum var hann styrkur, því aldrei heyrðist hann kvarta, þó hann viðurkenndi þegar rætt var við hann að erfiðasta reynsla hans í lífinu hafi verið lækn- ismeðferðin. Samt hafði hann kynnst ýmsu, m.a. óblíðum öflum náttúrannar, þegar hann var á sjón- um. Og hann hefði svo sannarlega ekki verið í vandræðum með að nota tímann ef honum hefði enst aldur til að hætta að vinna. Hann var alltaf að gera eitthvað og ber hús hans og heimili því glöggt vitni. Fá heimili þekki ég þar sem allt er í besta standi og allt í röð og reglu. Og fáa skúra hef ég séð sem bera eiganda sínum svo glöggt vitni um SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA flytur Mozart Raquiem í Kristskirkju, Landakoti, sunnudag 27. mars 1994, kl. 17.00, mánudag 28. mars 1994, kl. 21.00, þriðjudag 29. mars 1994, kl. 21.00. Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýsdólttir.sópran Alina Dubik.alt Garðar Cortes, tenór Guðjón Óskarsson, bassi Stjórnandi: Úlrik Ólason Konsertmeistari: Szymon Kuran Aðgöngumiðar seldir í Bókabúðinni Kilju, Háaleitisbraut 58-60, og við innganginn. snyrtimennsku. Við höfum það stundum að orði á mínu heimili, þegar við lítum inn í geymsluna, að ljóst sé að afí í Kefló hafí ekki komið í heimsókn nýlega. Hann lét sér ekki nægja að taka til í sínum skúr, heldur nutum við krafta hans þar eins og á öðram sviðum. En einu sinni sagðist hann þó ekki hafa lagt í háaloftið og vissum við þá bæði hvað það þýddi og hlóg- um við saman, en það gerðum við svo oft. Og nú þegar komið er að skilnað- arstundu, kveð ég hann með virð- ingu og þökk og bið honum Guðs friðar. Megi Hans eilífa Ijós lýsa honum. Agnes. Mig langar til að minnast afa í fáeinum orðum. Við vorum oft saman úti í skúr að malla eða að dytta eitthvað að. Afí vildi helst alltaf vera vinnandi og þannig man ég eftir honum. Hann kenndi mér margt í sambandi við smíðar og þess háttar. Við fór- um líka oft saman út í heiði og tínd- um egg. Hann var alltaf að gefa okkur eitthvað. Við fóram líka oft saman út á bryggju og fylgdumst með skipunum og af því hafði hann gaman, enda gamall sjómaður. En í lok ársins 1991 bárust mér þau tíðindi að hann hefði orðið veik- ur. Það var mikið áfall. Nokkram mánuðum seinna frétti ég að hann væri með krabbamein. Hann fór í læknismeðferð sem honum fannst vera það versta. Hann varð mjög hress eftir meðferðina og ég hélt að allt stefndi upp á við. Ekki mátti þá sjá á honum að hann væri veikur. Hann kom mjög oft í heimsókn til okkar upp í Borgarfjörð. Þar var hann mjög ánægður að vera. Hann stoppaði aldrei, heldur var hann að dytta að eða taka til í skúmum eða eitthvað þess háttar. Hann setti niður girðingu ásamt pabba og ef annar var duglegri, þá var það afí. Hann stoppaði varla allan liðlangan daginn, heldur vann, því honum fannst best að hafa eitthvað fyrir stafni. En í ágúst var meinið orðið svo útbreitt að hann þurfti að fara í meðferðina aftur. Það dró smám saman af honum og hann varð allt- af linari og linari eins og hann kall- aði það. Hinn 19. þ.m. lauk kvalafullu stríði. Hann vildi ekki deyja, en hann sætti sig samt við það að lok- um. Hann var mjög sterkur í barátt- unni og ég skynjaði það aldrei fyrr en rétt í síðustu vikunni, hvað hann var veikur. Hann var mjög duglegur í vinn- unni. Hann vann af sér gamlársdag ’93 til að geta verið með okkur. Síðasti dagur hans í vinnunni var Þegar ég frétti að hann Ólafur væri dáinn, setti mig hljóðan. Þetta var óvænt. Þegar ég frétti andlát vinar fínnst mér viðkomandi deyja ungur. Olafur Sveinsson var fæddur á Sléttu í Fljótum. Hann var sonur hjónanna Kristínar Þorbergsdóttur, sem býr á Dalbraut 27, og Sveins Pálssonar, en Sveinn lést á síðasta ári. ÓJafur á fimm eftirlifandi systk- ini; Ástu, sem er gift og búsett fyrir vestan, Pál, sem er kvæntur og búsettur hér í Reykjavík, Braga, en hann er kvæntur og búsettur í Hveragerði, Karl, sem er kvæntur og búsettur í Reykjavík, og svo Þorberg Rúnar, sem er kvæntur og búsettur í Reykjavík. Ólafur hafði mjög gaman af að ferðast um landið og skoða sig um og notaði til þess margar frístund- ir. Hann var mjög fróður um þá staði sem hann hafði ferðast til og hafði gaman af að miðla þeim fróð- leik að aflokinni för. Hann var ákveðinn í skoðunum og maður bjartsýni og frjálshyggju. Hann var tryggur vinur sínum og átti marga vini, bæði í Fljótunum sem og hérna sunnanlands. Alls 2. janúar ’94, en þá var hann orð- inn svo „linur“ að hann gat ekki unnið meira. Vinnuveitendur hans og vinnufélagar vora alveg sérstak- lega almennilegir við hann og leyfðu honum að vinna eins og hann gat. Þeir eiga mikið þakklæti skilið. Hann sagði að þegar hann hætti að vinna þá væri þetta búið. Það reyndist vera satt. Ég vona að honum líði vel og hann sé laus við allar þjáningamar. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, afí. Ég vona að við hittumst einhvemtíma. Hvíl í friði. Sigurður. Látinn er mágur minn Baldur Guðmundsson, Keflavík. Baldur var fæddur á Syðra-Lóni í Norður-Þingeyjarsýslu, 26. apríl 1924. Var hann einn af 12 bömum þeirra stórmerku hjóna Guðmundar Vilhjálmssonar, bónda, oddvita og kaupfélagsstjóra á Syðra-Lóni á Þórshöfn, og konu hans, Herborgar Friðriksdóttur frá Syðri-Bakka í Kelduhverfí. Af þessum stóra systkinahópi var Baldur níundi í röðinni. Baldur átti glaða og góða æsku á Syðra-Lóni með foreldram sínum og systkinum, tók þátt í daglegum störfum heimil- isins af lífí og sál. Hann byijaði sem unglingur að stunda sjóróðra á sumram ásamt Vilhjálmi, eista bróður sínum. Árið 1939 hóf Baldur nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og var þar næstu tvo vetuma. Baldur hætti ekki námi við svo búið og innritaðist í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi á tveim vetram með góðum vitnis- burði. Síðan stundaði Baldur sjósókn staðar var hann aufúsugestur. Gott dæmi um hvers konar vinur hann var, var að ef hann frétti að mig vantaði eitthvað hringdi hann með það sama og bauð mér aðstoð sína. Ólafí kynntist ég er ég kom í Fljótin 1966 í gegnum konuna mína fyrrverandi, en hún var frænka Olafs. Vinabönd knýttust þó ekki fyrr en 1972 þegar Ólafur var á Reykjalundi og fluttist i Hátún 10A, þar sem hann bjó til dauðadags. Hann hafði veikst 1960 og var bundinn við hjólastól eftir það. En hann var sterkur og þetta braut hann ekki niður nema síður væri. Við töluðum oft saman í síma því Ólafi þótti það þægilegra þegar hann var kominn upp í rúm. Oft rifumst við, en það var búið að jafna sig í næsta símtali. Hann var ekki langrækinn, en mjög viðkvæmur og stoltur. Þegar við Óli vorum einir töluð- um við oft um dauðann. Hann óttað- ist hann ekki, hann taldi sig vita að eitthvað tæki við. Svo þegar hann hyrfi héðan ætlaði hann í nýjum líkama að ferðast um heim- inn allan. Hann þóttist ekkert vita um þessi mál nema þegar við voram aðallega frá Keflavík næstu 30 ár- in, lengst af sem skipstjóri. Þá starf- aði hann við útgerð og sem físk- matsmaður í Keflavík. Síðustu árin starfaði hann á Keflavíkurflugvelli við ýmis störf, síðast við verslunarstörf. Fyrir nokkram árum hóf Baldur nám í öldungadeild Fjölbrautaskól- ans í Keflavík. Var hann að auka við kunnáttu sína í tungumálum og stærðfræði. Fór hann létt með það því hann var alla tíð góður náms- maður. Hinn 20. nóvember 1948 giftist Baldur Margréti Friðriksdóttur, Friðriks Ámasonar hreppstjóra á Eskifírði, hinni ágætustu konu. Þau hafa búið allan sinn búskap í Kefla- vík. Þau hjónin, Margrét og Bald- ur, eiga fíögur mannvænleg börn. Elstur þeirra er séra Davíð, sóknar- prestur á Eskifirði, kona hans er Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifírði; Elínborg er gift David Riee kerfisfræðingi, era þau búsett í Kalifomíu. Elínborg er kennari að mennt og hefur lokið háskóla- prófí í Bandaríkjunum; Guðmundur, tæknifræðingur hjá Hveragerð- isbæ. Kona hans er Ingibjörg Árna- dóttir, skrifstofumaður; Hannés, skólastjóri og tónlistarmaður á Hvanneyri. Kona hans er séra Agn- es Sigurðardóttir, sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli. Bamabörn Margrétar og Baldurs era tíu. Kynni mín af Baldri vora í alla staði mjög góð. Hann var einkar ljúfur maður, glaðlyndur og gestris- inn. Baldur lét sér annt um hag heimilisins og fjölskyldunnar. Hann gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín og svo til annarra. Ég heimsótti Baldur á sjúkrahús- ið mánuði áður en hann andaðist. Var hann þá orðinn helsjúkur en hress í anda. Við ræddum margt og komum víða við. Lét hann að því liggja við mig að það færi að styttast í sínu jarðneska lífí en hann kviði engu, væri búinn að gera upp við sig hvað framundan væri. Fjölskylda sín hefði það gott og hann væri sáttur við lífið og tilbúinn að fara á fund Drottins síns. Ég kvaddi Baldur, þennan góða dreng, og bað honum Guðs blessun- ar. Var þessi síðasta stund mín með Baldri upplifun og til eftirbreytni. Ég vil enda þessa kveðju mína til Baldurs mágs míns með versi séra Hallgríms Péturssonar: Eg lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. Reynir Ármannsson. einir, en þá lét hann ýmislegt flaklia. Ólafur kvæntist aldrei en átti vinstúlkur. Já, ég á góðar minningar um fjöl- skylduna frá Sléttu í Fljótum. Ég bið Gup að styrkja eftirlifandi ætt- ingja Ólafs á þessari stundu. Far þú í Guðs friði, kæri vinur. Þinn vinur, Brynjar Þormóðsson. Minning Ólafur Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.