Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 AF INNLENDUM VETTVANGI RAGNHILDUR SVERRISDÓTTIR Enn er deilt við Breta um yfirráð á Hatton-Rockall svæðinu Kröfur Mendinga byggðar á skýru ákvæði um landgrunn KRÖFUR íslendinga til réttinda á landgrunninu suður af íslandi hafa enn á ný komist í sviðsljósið og nú vegna veiða skipa í eigu íslendinga á svæðinu. Bretar virðast hins vegar ekki á þeim buxunum að gefa eftir og hafa hert eftirlit strandgæsluskipa í kjölfar þess að togarinn Rex, sem er í eigu Islendinga en skráður á Kýpur, var staðinn að veið- um 170 mílur vestur af Rockall. Það vekur því athygli að skoski dómar- inn, sem dæmdi skipstjóra Rex til greiðslu sektar vegna ólöglegra veiða, nefndi það sérstaklega þegar hann kvað upp dóminn, að málið væri óvenjulegt, því bresku lögin sem hann dæmdi eftir gengju gegn Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna, sem búist er við að taki gildi í nóvember. íslensk stjórnvöld virðast vera að taka við sér, því á mið- vikudag lýsti Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, því yfir að ís- lendingar hlytu að mótmæla afstöðu Breta til svæðisins. Þeir hefðu enga þjóðréttarlega stoð fyrir lögsögu, sem þeir í raun ákvörðuðu 400 mílur og slíkt ætti sér enga stoð í Hafréttarsamningnum. Hatton-Rockall svæðinu manna mest til sín taka, stendur hér við kort, sem sýnir hæðir og lægðir hafsbotnsins. Á GRUNDVELLI 76. greinar Hafréttarsamningsins hafa íslendingar afmarkað landgrunnið þannig að á milli íslands og Færeyja ræður miðlína, síðan lína sem liggur 200 mílur frá íslandi, Færeyjum og Bretlandi, þá tekur við lína 60 sjómílur frá fæti landgrunnsbrekkunn- ar, síðan lína sem liggur 350 sjómílur frá íslandi, þessu næst 200 sjómílna mörk Grænlands og loks miðlína milli íslands og Grænlands. Alþingi hefur allt frá árinu 1978 ályktað um réttindi íslands á land- grunninu suður af Islandi á grund- velli 76. greinar Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna. Með reglugerð utawíkisráðuneytisins hinn 9. maí 1985 var landgrunn íslands afmarkað til vesturs, í suður og til austurs og nær það m.a. yfir hið svonefnda Hat- ton-Rockall svæði, eða sléttu, \ suðri. I framhaldi a£ þessu óskuðu Islend- ingar eftir samvinnu við þær þjóðir, sem einnig gerðu kröfur til þessa svæðis, en það voru Danir fyrir hönd Færeyinga, Bretar og írar. Enn ligg- ur slíkt samkomulag ekki fyrir. 76. grein samningsins En hvers vegna telja Islendingar sig eiga allan rétt svo langt suður í hafi? Skýringanna er að Ieita í áður- nefndri 76. grein Hafréttarsamn- ingsins, sem ísland fullgilti árið 1985, en þess skal getið að það hafa Bretar ekki gert. Búist er við að samningurinn taki endanlega gildi í nóvember á þessu ári. 76. greinin kveður á um afmörkun landgrunnsins, en landgrunn tekur yfir hafsbotn og botnlög neðansjáv- arsvæðanna utan landhelginnar, þ.e. þess svæðis sem er eðlileg og óslitin framlenging á landsvæði strandríkis- ins, en miðað er við 2500 metra dýpi. Með því að einfalda málið má segja, að ísland sé í raun toppurinn á miklu neðansjávarfjalli og land- grunnið er hlíðar flallsins, „eðlileg og óslitin framlenging á landsvæði". Vegna þessa eiga Islendingar rétt út fyrir 200 mílna mörkin. 76. grein Hafréttarsamningsins kveður hins vegar einnig á um, að nái landgrunnið ekki að 200 mílum skuli ríki samt eiga 200 mílna lög- sögu. Slíkt á við um Bretland. Ef ísland er toppur á Ijalli er Bretland miklu fremur súla í sjónum, því land- grunn þess er mjög takmarkað og nær ekki að 200 mílna mörkunum. Á milli Bretlands og Roekall er djúp gjá, Rockall trogið, sem skilur klett- inn frá landgrunni Bretlands, en vegna reglunnar um að ríki eigi 200 mílna lögsögu þrátt fyrir takmarkað landgrunn fellur Rockall innan þeirra marka. Bretar eiga því klettinn, þó hann sé ekki á landgrunni þeirra. Þegar hér er komið sögu verður að líta til 121. greinar Hafréttar- samningsins. í 3. tölulið greinarinnar segir, að klettar, sem geti ekki borið mannabyggð eða eigið efnahagslíf, skuli ekki hafa nokkra sérefnahags- lögsögu né landgrunn. Þetta þýðir, að ekki er hægt að reikna 200 mílur út frá Rockall, en hins vegar eiga Bretar 12 mílna landhelgi við klett- inn. Bretar hafa hins vegar ekki lát- ið sér segjast, heldur vilja reikna sér 200 mílur út frá Rockall, eins og skýrt kom í ljós um síðustu helgi þegar breska strandgæslan stöðvaði veiðar togarans Rex um 170 mílur vestur af klettinum. Gæta verður íslenskra hagsmuna Að öðrum ólöstuðum hefur Eyjólf- ur Konráð Jónsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkis- málanefndar, verið ötulastur við að leita réttar íslendinga á þessu svæði. Nú liggur fyrir Alþingi tillaga hans til þingsályktunar um gæslu ís- lenskra hafsbotnsréttinda. í tillög- unni segir að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að fylgja fast eftir, á grundvelli ítrekaðra ályktana Alþing- is, réttmætum kröfum íslendinga til hafsbotnsréttinda á Reykjaneshrygg og Rockall-svæðinu í nær tvo ára- tugi. Bent er á að sérstaklega verði nú að gæta íslenskra hagsmuna vegna nýlegra fregna af athöfnum Breta og Færeyinga, en þar er átt við rannsóknir sem bentu til olíu á svæðinu, auk þess sem Bretar hafa stundað þar veiðar. í greinargerð með tillögunni telur Eyjólfur Konráð upp helstu rök ís- lendinga fyrir réttindum þeirra. Þau eru eftirfarandi: O Sanngirni er sú meginregla sem ríkja á samkvæmt orðum og anda hafréttarráðstefnu og hafréttarsátt- mála og sanngjarnt hlýtur það að teljast, að við eigum einhveija íhlut- un í þessum réttindum, a.m.k. ef írar eiga það. Og sanngjarnt hlýtur það líka að teljast, hvernig við höfum nálgast málið. O 1100 milljónir ára hafa sömu jarð- fræðilegu umbrotin sett einkenni sitt á jarðsögu Rockall-hásléttu, íslands og Færeyja. O Eftir Íslands-Færeyjahryggnum tengjumst við Hatton-banka beint, en hryggurinn er náttúrulegt fram- hald Islands. O Íslands-Færeyjahryggurinn er af sérstakri tegund úthafsskorpu sem kölluð er „Icelandic type crust“. O Dýpi frá íslandi til Hatton-banka er hvergi meira en 2500 metrar, sem er sú viðmiðun sem getið er í 76. grein. Allmikil setlög, sem myndast hafa af framburði íslenskra fljóta, eru meðfram Hatton-banka og allt suður í Biskaya-flóa. O Ef miðlínuregla væri látin gilda mundi svo til allur Hatton-banki falla í hlut íslendinga. O Á Íslands-Færeyjahrygg hafa fundist set mynduð á landi í bor- kjarna á 1300 metra dýpi frá sjávar- máli. O Jarðfræðisaga íslandssvæðisins allt frá Grænlandi, Jan Mayen og Færeyja- og Rockall-svæðinu er ein- stök á hnettinum. O Orðin eðlilegt framhald „natural prolongation" hafa ekki verið skil- greind á neinn afgerandi hátt, þann- ig að eðli máls á að ráða, enda til- brigðin óteljandi á heimshöfunum. O En sú regla, sem myndaðist með Jan Mayen-samkomulaginu á að vera vegvísir að lausn ágreiningsmála þessara íjögurra nágrannaþjóða. O Ef ekki næst samkomulag þeirra þjóða, sem gera tilkall til svæðisins, gæti svo farið að engin fengi neitt, en svæðið yrði alþjóðlegt. Eyjólfur Konráð segir að hvernig sem Bretar hagi sér sé Ijóst að þeir geti aldrei eignast neinn rétt á þessu svæði. „Við Islendingar eigum þenn- an mikla rétt vegna landgrunnsins og það á ekki aðeins við Hatton-Roc- kall, heldur til dæmis einnig stórt svæði á Reykjaneshrygg." Samningar sækjast seint Eins og áður segir kveður reglu- gerð utanríkisráðuneytisins á um að leita beri samkomulags milli Islands og annarra hlutaðeigandi landa um endanlega afmörkun landgrunnsins. En hvernig hafa tilraunir tii að ná samkomulagi gengið? Hér verður drepið á helstu atriði, frá árinu 1986. 1986 gerðu íslendingar og Danir fyrir hönd Færeyinga tilkall til Hatt- on-RockalI svæðisins hvor í sínu lagi, en með samkomulagi þjóðanna árið 1987 var ákveðið að þær skyldu standa saman að vísindarannsóknum til að afla frekari upplýsinga um jarð- fræði svæðisins með tilliti til hugsan- legrar nýtingar náttúruauðlinda. Einnig þótti nauðsynlegt að fá gögn um berggrunninn til að renna frek- ari stoðum undir það álit, að Hatton- Rockall svæðið væri jarðfræðilega náskyit íslandi og landgrunni þess. Rannsóknirnar fóru fram haustið 1987 og niðurstöður lágu fýrir árið 1988. Þær bentu til að olíu væri að fínna á svæðinu, en hins vegar væri hún á svo miklu dýpi að erfitt eða jafnvel ómögulegt væri að vinna hana, a.m.k. í nánustu framtíð. Þá var einnig ljóst að frekari rannsókn- ir þyrfti ef óyggjandi niðurstaða ætti að fást. Bretar sömdu við Ira Undir árslok 1988 dró næst til tíðinda, því þá sömdu Bretar og írar um skiptingu landgrunns milli land- anna. Það gerðu þeir með því að draga svokallaða jafnlengdarlínu. Hún var dregin jafnlangt frá strönd- um landanna og var lengd hennar ótakmörkuð. Þvi náði hún þvert yfír Hatton-Rockall svæðið og skipti því þannig milli landanna tvéggja. ís- lendingar og Danir mótmæltu þess- um samningi á þeim forsendum að hann skerti rétt þeirra á svæðinu og væri í algjöru ósamræmi við reglur Hafréttarsamningsins um aðferðir við afmörkun landgrunns. Enn skaut málinu upp árið 1989, þegar Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, ræddi það á fund- um með kollegum sínum á írlandi og í Bretlandi. Hann óskaði eftir fundum fulltrúa ríkjanna fjögurra, íslands, Danmerkur, Bretlands og írlands, sem gerðu kröfu til svæðisins. Áður hafði Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, gert slíka tillögu til forsætisráðherra Breta, Margretar Thatcher. Boð Breta um tvíhliða viðræður við íslendinga barst árið 1990 og virtist fremur sett fram af kurteisi en þvi að Bretar hefðu í einhveiju breytt afstöðu sinni. Þannig sagði til dæmis í bréfi Margretar Thatcher til Steingríms: „Eftir að hafa skoðað málið aftur er ég sannfærð um að norðurhluti Hatton-Rockall sléttunn- ar tilheyrir breska landgrunninu. ..“ Frúin benti á samkomulagið við íra um jafnlengdarlínuna og sagði að það yrði fljóflega fest í lög. „Und- ir þessum kringumstæðum eru nauð- synlegar forsendur fjórhliða við- ræðna til að nálgast spurninguna um skiptilínur ekki fyrir hendi. Þetta útilokar hins vegar ekki að skiptast á tvíhliða skoðunum. ..“ Þessi skoðanaskipti urðu svo í október 1990 og framhaldsfundur var í apríl 1991. Þar var ákveðið að stefna að gerð sameiginlegrar skýrslu um hafsbotnsmál á svæðinu. Sú skýrsla liggur enn ekki fyrir. Betur gekk með Dani Viðræður við Dani og Færeyinga voru mun áhrifaríkari en skoðana- skipti við Breta og þjóðirnar ákváðu að vinna áfram að málinu í samein- ingu. í árslok 1992 afsöluðu Danir sér rétti yfir hafsbotni í færeyskri lögsögu og í raun var því kominn nýr aðili að Hatton-Rockall málinu, Færeyingar í stað Dana. Fulltrúar danskra stjórnvalda hittu breska ráðamenn að máli sl. haust, til að ræða hvar draga ætti línu milli Bret- lands og Færeyja. Breskar rannsókn- ir höfðu þá sýnt að oliu væri að finna á svæðinu. Línur skýrast Svo virðist sem línur fari að skýr- ast á næstunni í deilum af þessu tagi, þar sem nú er verið áð vinna að endurskoðun Hafréttarsamnings- ins og reiknað er með að hann taki gildi í breyttri mynd í nóvember á þessu ári. Sameinuðu þjóðirnar halda nú samningafundi um hafréttarmál, til að koma endanlegri mynd samn- ingsins í höfn, en innan SÞ óttast menn ný þorskastríð og lögleysu á úthöfunum, því sú hætta sé fyrir hendi að ríkisstjórnir muni grípa til hervalds til að veija fiskimið sín ágangi erlendra sjómanna. í grein The New York Times fyrir skömmu er haft eftir Satya Nandan, stjórn- anda viðræðnanna, að um væri að ræða „fjölda sennilegra átaka- svæða.“ Þá segir: „Ef þjóðir fara að taka sér einhliða iögsögu á alþjóðleg- um hafsvæðum mun opnast [stór] brestur í Hafréttarsáttmálann." Þegar samningurinn gengur í gildi verður Bretum ekki stætt á því að krefjast þeirrar lögsögu sem þeir nú gera. Eins og áður segir hafa þeir ekki staðfest samninginn, en þeir eru nú, ásamt öðrum þjóðum, að vinna að því að fá breytt þeim kafla hans sem fjallar um málmvinnslu á úthafs- botni og líklegt að þeir gerist aðilar að samningnum þegar þær breyting- ar eru í höfn. Þá kemur til kasta 76. greinarinnar fyrir alvöru og verður ekki aftur snúið fyrir Breta, en e.t.v. má um það deila hvort greinin hafi núna algjörlega ótvírætt gildi að þjóðarétti. Óumdeilanlegt er hins vejgar, að Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt línurnar í þessu máli. Af hálfu íslenskra stjórnvalda hef- ur lítt verið aðhafst nýlega í þessu máli. Nú hafa hins vegar orðið ákveð- in þáttaskil, því Bretar virðast ætla að fylgja því fast eftir að strand- gæsla þeirra stuggi við þeim skipum, sem þeir telja að hafi ekki heimild til veiða á svæðinu. Þá hlýtur að mega búast við að þingmenn ræði málið og hvetji þannig ríkisstjórnina til að fylgja því eftir. Þessu yfirliti má því Ijúka með tilvitnun í niðurlag greinargerðar með tillögu Eyjólfs Konráðs Jónssonar, en þar segir: „Með hliðsjón af framansögðu má Ijóst vera að landhelgisbaráttu ís- lendinga er ekki lokið. Þvert á móti eigum við enn mikilla hagmuna að gæta.“ i á 1 < I c < i I i I i I i i i i i I < i i i t i < < < i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.