Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994
13
„Varnarsigurinn^ í deilunni um sjómannaafsláttinn
Sjómenn fá hærri sjómannaaf-
slátt eftir breytingamar 1992
Markvissari reglur, meiri skilvirkni og sérstaða sjómanna varin
eftir Árna Johnsen
Nú liggur það fyrir svart á hvítu
samkvæmt niðurstöðutölum úr
fjármálaráðuneytinu að breyting-
arnar sem gerðar voru á reglum
um sjómannaafsláttinn í harðri
rimmu á Alþingi haustið 1992
leiddu til þess að sjómannaafslátt-
urinn hefur hækkað hjá sjómönn-
um, öfugt við það sem stefnt var
að hjá ráðuneytinu. Þessi hækkun
kemur til fyrst og fremst vegna
þess að nýjú reglurnar skila betur
réttinum á afslættinum til sjó-
manna, því þótt búið sé að vinsa
úr hundruð manna, sem höfðu
fengið sjómannaafslátt án eðlilegs
réttar, þá hefur heildartalan í út-
borguðum sjómannaafslætti ekki
lækkað.
Við vorum nokkrir stjórnarþing-
menn sem börðumst af alefli gegn
því að hreyft yrði við þessum hlunn-
indum sjómanna og kjörum en frek-
ar en að láta keyra yfir okkur, eins
og afl virtist til hjá meirihluta Al-
þingis, þá sömdum við um ákveðn-
ar breytingar innan stjórnarflokk-
anna, m.a. til þess að láta aðeins
sjómenn njóta þessa réttar, en
hundruð dæmi voru um það að
sannanlegir landkrabbar nytu sjó-
mannaafsláttar í ríkum mæli.
Þannig stóðum við vörð um sér-
stöðu sjómanna og eyddum tor-
tryggni vegna misnotkunar á sjó-
mannaafslætti.
Eg hef orðið var við það að
margir sjómenn hafa ekki áttað sig
á því að sjómenn hafa haldið öllum
rétti sínum og gott betur, því skil-
virknin er betri. Ég hef líka heyrt
suma sjómenn halda því fram að
þeirra réttur hafi klárlega verið
skertur, en þeir hafa einfaldlega
ekki kynnt sér niðurstöður málsins
og fullt samræmi er nú milli sjó-
sóknar og sjómannaafsláttar.
Ég orðaði það svo þegar þessum
slag lauk í þinginu rétt fyrir jólin
1992 með því að Davíð Oddsson
forsætisráðherra tók af skarið, með
vilja okkar sem vörðum sérstaklega
sjómenn, að það hefði unnist
„varnarsigur fyrir sjómenn“ í mál-
inu. Margir tortryggðu það, að nú
er komin reynsla á heilt ár og niður-
staðan Ijós, sjómenn hafa meira
út úr sjómannaafslættinum en
áður. Við þingmenn, sem börðumst
fyrir sjómannaafslættinum og ber-
um ef til vill fremur hag sjómanna
fyrir btjósti en ýmsir aðrir, fengum
bágt fyrir baráttu okkar í ræðu og
riti. Nú getum við glaðst yfir því
að áhættan sem við tókum skilaði
árangri.
Fjármálaráðuneytið stefndi að
því með breytingum á sjómannaaf-
slættinum að lækka hanr. úr liðlega
1.500 milljónum króna í um 1.000
milljónir króna en því er ekki að
neita að um árabil hafa verið hug-
myndir um það hjá ráðuneytis-
mönnum og ýmsum stjórnmála-
mönnum að leggja þennan afslátt
niður, en hann nemur liðlega 600
kr. á dag á sjómann. Eftir harðvít-
ug átök um málið haustið 1992
töldum við talsmenn sjómanna í
málinu að því væri borgið með
niðurstöðunni sem náðist fram, en
ráðuneytismenn gerðu sér vonir um
að það næðist a.m.k. 200 millj. kr.
sparnaður á ári með nýju reglunum.
Vonir þeirra gengu ekki eftir. Sjó-
menn fá nú meira út úr sjó-
mannaafslættinum en fyrir breyt-
ingarnar. Með nýju reglunum
fækkaði þeim sem fengu sjómanna-
afslátt greiddan um 500 talsins,
eða úr 9.600 einstaklingum 1992
í rétt liðlega 9.000 árið 1993. Árinu
er skipt í tvö tímabil og á fyrri
hluta ársins 1993 fækkaði þeim
sem nutu sjómannaafsláttar úr
9.600 í rétt liðlega 9.000 og á seinni
hluta ársins úr 9.400 í rétt liðlega
9.000 þannig að meðaltalið er um
500 sjómenn. Samt sem áður er
niðurstöðutalan frá 1992 og 1993
í útborguðum sjómannaafslætti
nánast óbreytt, eða 1 milljarður og
560 milljónir árið 1992 og 1 millj-
arður og 550 milljónir árið 1993.
Á árinu 1992 var greiddur sjó-
mannaafsláttur fyrir 2 milljónir og
358 þúsund daga, en á árinu 1993
var greitt fyrir 2 milljónir og 322
„Á árinu 1992 var
greiddur sjómannaaf-
sláttur fyrir 2 milljónir
og 358 þúsund daga, en
á árinu 1993 var greitt
fyrir 2 milljónir og 322
þúsund daga.“
þúsund daga. Niðurstaðan er því
einföld. Hlutfallið til sjómanna hef-
ur hækkað miðað við heildartöluna
og þann fjölda sem nýtur afsláttar-
ins. Út úr þessum slag kom enginn
sparnaður, en hreinna og skilvirk-
ara kerfi fyrir sjómenn, því afslátt-
urinn á eingöngu að vera fyrir þá
sem stíga ölduna í starfi sínu.
Ég ætla ekki að fjalla hér um
rökin fyrir sjómannaafslættinum,
en þau eru óbreytt og óhrekjanleg
á vettvangi mannréttinda- og
kjaramála sjómanna, þótt það sé á
hinn bóginn enn mikið áhyggjuefni
hve kjör fiskverkafólks eru skamm-
arleg í okkar landi, en það er ann-
að mál. Rík ástæða er til að óska
sjómönnum til hamingju með niður-
stöðuna.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í
Suðurlandskjördæmi.
Árni Johnsen
FLUG & BILL
MEÐ OPEL V
VECTRA
CORSA
ASTRA
Nú bjóðum við með hverjum nýjum Opel bíl sem pantaður er íyrir
páskahátíðina ferð íyrir tvo með Flugleiðum til einnar af heimsborgum
Evrópu, Amsterdam^Kaupmannahafnar eða Hamborgar.
Verðið á Opel bílunum er jafn hagstætt og það var áður.
Henti þér ekki að fá sumarleyfisferð í kaupbæti með nýjum bíl hafa
sölumenn okkar aðra spennandi páskapakka að bjóða þér.
OPEL - ÞÝSK GÆÐI Á GÓÐU VERÐI.
Opið mánudaga - föstudaga 9-18
laugardag 12-17 sunnudag 14-17
BÍLHEIMAR
Fosshálsi 1 Reykjavík
Sími 634000