Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994
Kynningarátak heilbrigðisráðuneytis og Tryggingastofnunar
Læknar hvattir til
að merkja lyfseðla
Koma á fram hvort afgreiða eigi samheitalyf eða sérlyf
Heilbrigðisráðuneytið og Tryggingastofnun ríkisins standa sam-
eiginlega að kynningarátaki vegna merkinga á lyfseðlum. Samkvæmt
reglugerð sem tók gildi I. ágúst 1992 á að merkja alla lyfseðla ann-
jað hvort S- eða R-merkingu. S þýðir að lyfjafræðingi eða apóteki
beri að afgreiða ódýrasta lyfið af sömu tegund og R þýðir að af-
greiða beri lyfið sem tiltekið er á lyfseðli og ekkert annað.
Samkvæmt könnun sem heil-
brigðisráðuneytið hefur gert eru nú
um 48% allra lyfseðla merkt frá
hendi lækna og hefur hlutfallið
smám saman verið að aukast' frá
því reglugerðin tók gildi.
100 milljónir hafa sparast á ári
Að sögn Guðmundar Áma Stef-
ánssonar heilbrigðisráðherra er nú
farið í sérstakt kynningarátak til
að fylgja reglugerðinni eftir og þeim
árangri sem náðst hefur við að
lækka lyfjakostnað með því að leita
ævinlega að lyfjum sem eru lægst
í verði en hafa sömu virkni og
gæði. Guðmundur Árni segir að frá
því reglugerðin tók gildi hafi 100
milljónir króna sparast á ári í lyfja-
kostnaði en með því að hvetja lækna
til að merkja lyfseðla undantekn-
ingarlaust ætti að vera hægt að
spara enn meira. „Mat manna er
að hægt eigi að vera ná árangri til
viðbótar sem skiptir tugum og
hundmðum milljóna. Menn eru þar
jafnvel að tala um 200 milljónir,"
sagði Guðmundur Árni.
Hægt að spara án þess að
skerða gæði
Læknum hefur verið sent bréf
um málið þar sem farið er fram á
samstarf við þá í þessa veru. Guð-
mundur Árni bendir á að þetta
skipti ekki aðeins ríkissjóð máli
heldur einnig - og ekki síður - þá
einstaklinga sem era að borga lyf.
„Við verðum vör við að við höfum
náð að endurvekja skilning og
áhuga bæði lækna og almennings
á mikilvægi þessa. Það er með öðr-
um orðum hægt að spara þama í
lyfjakostnaði og þar með heilbrigð-
iskerfinu án þess að það þurfí að
nokkru leyti að koma niður á gæð-
um þjónustunnar," sagði Guðmund-
ur Árni.
Guðmundur Ámi sagðist binda
vonir við að kynningarátakið skilaði
árangri og að innan skamms verði
það algild regla að lyfseðlar verði
rétt merktir. Guðmundur sagði að
innan hóflegs tíma yrði gerð önnur
könnun á árangri, svipuð þeirri og
þegar hefur verið gerð.
Akvörðun um ráðniugu dýra-
læknis stendur óhögguð
HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra segist ekkert hafa við það
að athuga þótt þeir sem ekki fái stöðu sem þeir hafa sótt um uni
því misjafnlega, og ef þeir telji að hann hafi gerst brotlegur við lög
þá sé það sjálfgert að þeir hljóti að haga sér í samræmi við það.
Hann segir ákvörðun sína um að ráða Gunnar Gauta Gunnarsson
dýralækni í embætti héraðsdýralæknis Borgarfjarðarhéraðs standa
óhaggaða, en Guðbjörg Þorvarðardóttir héraðsdýralæknir í vestur-
umdæmi Þingeyjarsýslu hefur ákveðið að kæra til Jafnréttisráðs
veitingu landbúnaðarráðherra á embættinu.
Greint var frá því í Morgunblað- arhéraðs. Telur hún að með skipun
inu í gær að samkvæmt punkta-
kerfi sem embættisveitingar til
dýralækna hafa jafnan tekið mið
af síðari ár hafi Guðbjörg haft flesta
punkta 11 umsækjenda um emb-
ætti héraðsdýralæknis Borgarfjarð-
Gunnars Gauta í embættið hafi
verið brotinn á sér réttur sam-
kvæmt jafnréttislögum.
Staðnað kerfi
„Dýralæknisstöður era veittar á
mína ábyrgð og það lá ljóst fyrir
að Borgfirðingar höfðu mikla og
góða reynslu af Gunnari Gauta, og
höfðu komið þeim skilaboðum til
mín með mjög áþreifanlegum hætti
að þeir vildu njóta hans krafta. Það
er rétt að það gildir ákveðið punkta-
kerfí sem sett var upp af forvera
mínum, en í því felst ekki mat á
því hvaða dýralæknir sé best fallinn
til að gegna viðkomandi stöðu.
Þannig að það er nauðsynlegt að
endurskoða það ef það eru á annað
borð rök fyrir því að dýralæknar
gefi hvor öðram punkta eftir stöðn-
uðu kerfi,“ sagði Halldór Blöndal.
Samgönguráðherra um áætlunaflug til Vopnafjarðar
Engin áform um að hætta flugi
Samgönguráðherra segir engin
áform uppi af hálfu flugmálayfir-
valda um að leggja niður áætlun-
arflug til Vopnafjarðar. í skýrslu
flugmálanefndar um endurskoð-
aða flugmálaáætlun fyrir næstu
fjögur ár er varpað fram þeirri
spurningu hvort þörf sé fyrir alla
þá fjóra flugvelli sem eru á Norð-
austurlandi.
í skriflegu svari Halldórs Blön-
dals samgönguráðherra á Alþingi
við fyrirspum Hjörleifs Guttorms-
sonar alþingismanns kemur fram
að óheppileg ummæli sem höfð
hafi verið eftir umdæmisstjóra flug-
málastjómar á Norðurlandi í þá átt
að leggja eigi niður áætlunarflug
til Vopnafjarðar hafí við engin rök
að styðjast.
Þá segist ráðherrann ekki hafa
haft það í hyggju að beita sér fyrir
því að áætlunarflug til Vopnafjarð-
ar eða annarra staða á Norðaustur-
landi verði lagt niður. Ekki séu
uppi hugmyndir um að breyta þjón-
ustustigi á flugvöllum þar nyrðra
og unnið verði að flugvallargerð og
uppsetningu flugöryggisbúnaðar í
samræmi við flugmálaáætlun.
Þörf fyrir alla flugvellina?
í skýrslu flugmálanefndar um
endurskoðaða flugmálaáætlun
1994-1997, sem Alþingi á eftir að
Qalla um, kemur fram að á Norð-
austurlandi, sem sé tiltölulega lítið
og fámennt svæði, sé stundað áætl-
unarflug til fjögurra áfangastaða,
Kópaskers, Raufarhafnar, Þórs-
hafnar og Vopnafjarðar. Með bættu
þjóðvegakerfí innan svæðisins
vakni sú spurning hvort þörf sé
fyrir alla þessa flugvelli eða hvort
fullnægjandi sé að einn eða tveir
áætlunarflugvellir þjóni þessu
svæði í framtíðinni. Gert sé ráð
tíma.
Óskar sagði að þessi opnunartími
hefði mælst vel fyrir í'þeim verslun-
um sem þegar hefðu tekið hann
upp. „Við ákváðum að gera tilraun
með þennan tíma í Skeifunni og sjá
hvort hann hefði sömu áhrif og í
hinum verslununum," sagði hann.
„Það er viss samræming fólgin í
að hafa opnunartímann sem líkast-
an alls staðar hjá okkur og veldur
minni ruglingi fyrir viðskiptavin-
ina.“
Óskar sagði að verið væri að
athuga með verslunartíma Hag-
kaups í Kringlunni en þar væru
aðrar forsendur. Þó væri ekkert
útilokað í þeim efnum. Stundum
fyrir því í flugmálaáætlun að ljúka
gerð nýs flugvallar við Þórshöfn á
tímabilinu en hægja veralega á
uppbyggingu annarra flugvalla á
svæðinu, enda hafi töluverðar end-
urbætur verið gerðar á þeim á und-
anförnum árum.
hefði verslunartíminn þar verið ann-
ar en hjá öðrum verslunum í Kringl-
unni, eins og til dæmis fyrir páska.
„Þessi möguleiki er fyrir hendi án
þess að tekin hafí verið ákvörðun
um það,“ sagði hann.
Starfsfólki fjölgað
Sagði hann að mikið væri að
gera í versluninni um helgar og því
hefði verið ákveðið að reyna þetta.
Vegna lengri vei-slunartíma hefur
starfsfólki verið fjölgað nokkuð.
„Það er ekki verið að gera meiri
kröfur til fólksins þó svo verslunar-
tími lengist," sagði Óskar.
Hagkaup lengir versl-
unartíma 1 Skeifunni
VERSLUNARTÍMI Hagkaups í Skeifunni hefur verið lengdur og er
opið frá kl. 9 til kl. 21 alla virka daga, frá kl. 10 til 18 á laugardög-
um og frá kl. 13 til kl. 17 á sunnudögum. Að sögn Óskars Magnússon-
ar forstjóra, er þessi breyting fyrst og fremst gerð til að bæta þjón-
ustuna og sámræma opnunartímann við aðrar verslanir Hagkaups
í Grafarvogi, Hólagarði og við Eiðistorg, en þær eru opnar á sama
19
NOATUN
Góð matarkaup
fyrir ferminguna
Svínahryggur
m/ pöru
Lambahryggir
499:
pr.kj.
Kalkún
894
pr.kg.
Nauta file
995."
Nauta innralæri
(Roast Beef)
699:“
Uppskrift fylgir
Lamba-
Rauðvínslæri
798r
Peking önd
699."
Hamborgar
hryggur
885
pr.kg.
1.199
p,!Si
Svínakótilettur
798.-1*
ö
ICEFOOO
Reyktur og
grafinn lax
pr-kg.
Nautatungur
saltaðar
499r-
Svið,
óhreinsuð
AÐEINS
198.
pr.kg.
1.598
Hörpuskelfiskur
Ekta
Bayonne
skinka
pr.kg.
799899
ISQE3
Nóatun 17 - S. 617000. Rofabæ 39 - S. 671200, Laugavegi 116 - S. 23456.
Hamraborg 14. Kóp. • 43888. Furugruod 3. Kóp. - S.42062. Þverbolti 6. Mos • S 666656.
JL-húsinu vestur í bæ - S. 28511. Kleifarseli 18 - S. 670900