Morgunblaðið - 25.03.1994, Page 17

Morgunblaðið - 25.03.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 17 Dæmdir fyrir að ætla að veiða rjúpu HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur dæmt feðga af Akranesi fyrir að æt!a til fuglaveiða í Geitlandi í Borgarfirði, sem er friðland. Ákvörðun um refsingu mannanna var frestað og fellur refsing niður haldi þeir skilorð I 2 ár. Brotið sem mönnunum var refsað fyrir var framið í október 1992. Mennirnir ætluðu að ganga til ijúpna í Hafrafelli og höfðu að engu ábendingar bónda og veiðieftirlitsmanns sem þeir hittu á leið sinni. Hafði hann tjáð þeim að Hafrafell væri hluti af Geit- landi, sem væri friðlýst svæði í eigu Hálsa- og Reykholtshreppa og skotveiðar væru bannaðar en heimilt væri að veita ákveðnar undanþágur til heimamanna. Eft- irlitsmaðurinn tjáði mönnunum að hann mundi tilkynna lögreglu um ferðir þeirra og kom lögregla á staðinn. Þá höfðu mennirnir ekki skot- ið á fugla, en gengið með byssu í átt að Hafrafelli og snúið við vegna veðurs. Lögregla ritaði kæru, málið var tekið til rannsókn- ar og síðan dómsmeðferðar sam- kvæmt ákæru sýslumannsins í Borgamesi. Náðu ekki að skjóta fugl í niðurstöðum Inga Tryggva- sonar dómarafulltrúa, sem dæmdi í málinu, segir að mennirnir hafí játað að ætla á ijúpnaveiðar á svæðinu og þótt þeir hafí ekki náð að skjóta fugl verði þeim refsað fyrir tilraun til brots á lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun þar sem fyrir liggi að Geitland sé landar- eign í eigu Hálsa- og Reykholts- hrepps. Hafnað var mótbárum um að takmarkanir væru á eignarrétti sveitarfélaganna yfir Geitlandinu, sem væriafréttur. Því hafí sveitar- félögin verið til þess bær að ákveða hveijum væri heimilt að stunda fuglaveiðar á svæðinu og auglýst bannið m.a. með áberandi skiltum sem blöstu við áður en komið var á landsvæðið og ráðið eftirlits- mann til að framfylgja banninu. Dómarinn taldi hæfílegt að fresta ákvörðun refsingar fýrir brot mannanna og verður þeim ekki gerð refsing haldi þeir al- mennt skilorð í 2 ár. Innilegt þakklœti sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig og heimsóttu á 90 ára afmœli mínu þann 8. mars sl. Skeyti og gjafirnar þakka ég af alhug, en ekki síst vináttu og drengskap, sem þiÖ hafið sýnt mér á undanförnum áratugum. Benedikt Kristjánsson fráÁlfsnesi. Rómantík, söngur, grfn oggleði fyrii' (h)eldri borgara! Hótel Saga slær upp ljúfri kvöldskemmtun fyrir (h)eldri borgara í Atthagasalnum, sunnudagskvöldið 27. mars kl. 20. 00. Glæsilegur matseðiU: Rjómalöguð sveppasúpa bætt sérríi | Lambahryggur gljáóur með rabarbarakompott | Möndlukarfa fyllt ávöxtum, framreidd, með 2 súkkulaðigóðgæti Fjörug skenuntidagskrá: Jónas Þórir leikur „dinnermúsik“ Jóhannes Kristjánsson gerir grín að öllu og öllum Módehamtökin sýna nýjustu vortískuna Danssýning á vegum Dansskóla Hermanns Ragnars Hljómsveitin Þöll leikurfyrir dansi til kl. 01.00 Veislustjóri er Hermann Ragnar Stefánsson. Miðaverð með mat er 2.700 kr. Borðapantanir í síma (91) 29900 HÓTELSAGA Athugið ab sérstakt tilboósveró er ágistingu hótelsins fyrir félagsmenn eldri borgara á landsbyggóinni. Þá ættir þú að kíkja til okkar og skoða urvaiiðl Vantar þig ekki bíl fyrir páska! Chrysler Saratoga V6 árg. 1991, ek. 51 þús., m/öllu. Verð kr. 1.580.000. Renault 19 TXE árg. 1991, ek. 42 þús., einn eigandi, fjarst. samlæs., rafmrúður. Verð kr. 920.000. Daihatsu Cuore árg. 1986, ek. aðeins56þús. Verð kr. 220.000. Jeep Cherokee Laredo árg. 1990, ek. 67 þús., hlaðinn auka- hlutum, 31" dekk, álfelgur. Verð kr. 1.990.000. Renault Nevada 4x4 árg. 1991, ek. 40 þús., fjarst. samlæs. o.fl. Verð kr. 1.300.000 - Einnig árg. 1992. Oldsmobile Calais árg. 1985, ek. 70 þús., ekta amerískur. Verð kr. 650.000. -Tilboð kr. 490.000. MMC Coltárg. 1988, ek. 80 þús. Verð kr. 530.000. -Tilboð kr. 420.000. Toyota Tercel 4x4 árg. 1986, ek. 163 þús. Verð kr. 450.000 -Tilboðkr. 360.000 BMW 316 árg. 1988, ek. aðeins 31 þús. Verð kr. 920.000. -Tilboð kr. 790.000. Bílaumboðið hf. Bílasalan, Krókhálsi. Beinn sími i söludeild notaðra bíla er 676833. Opið: virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16. TILB0ÐSLISTI ÁRGERÐ STGR- VERÐ TILBOÐS- VERÐ Renault 11A 1988 450.000 360.000 Daihatsu Charade 1990 650.000 590.000 Lada Sport 1989 400.000 330.000 BMW 323i 1985 700.000 550.000 BMW 325i 1987 1.150.000 900.000 MMC L-300 4x4 Minibus 1988 1.150.000 980.000 Ford Ranger 4x4 1987 850.000 690.000 Citroen Axel 1986 90.000 25.000 Lada Station 1991 410.000 310.000 Renault Express 1990 610.000 550.000 Suzuki Swift GA 1988 310.000 250.000 MMC Galant GLS 1987 640.000 490.000 Skuldabréf tii ailt að 36 mánaöa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.