Morgunblaðið - 25.03.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.03.1994, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 UM HELGINA Á lokaæfingu nemenda á Kópaskeri. Eitt verka Helgu Signrðardóttur. V erundarmyndir Helgu Sigurðar- dóttur í Söng- smiðjunni Síðasta sýningarhelgi Helgu Sigurð- ardóttur í sölum Söngsmiðjunnar, Skip- holti 25, er á morgun, laugardag, og sunnudag. Myndirnar eru unnar með krít á mjúkan pappír. í kvöld og annað kvöld heldur Helga námskeiðið „Litir ljóss, hugar og handa“. Það byggir á litahugleiðslum um notkun lita á pappír. Markmiðið með námskeiðinu er að efla vitund þátttakenda um mikilvægi lita í um- hverfinu og hvernig þeir geta haft áhrif á okkur. Sýningin er opin kl. 13-18 báða dag- ana og lýkur sunnudaginn 27. mars. Steingrímur Eyfjörð sýnir á Mokka Sýning á verkum Steingríms Eyijörð Kristmundssonar á Mokkakaffi verður opnuð mánudaginn 22. mars. Sýningin ber yfirskriftina „Pílagrímsferð Stefaníu Georgs- dóttur í gegnum Biblíuna". Sýningin samanstendur af sýnishomum af litljósrituðum minni- smiðum sem liggja milli síðna á þeirri bibliu sem fylgdi Stefaníu Georgsdóttúr frá Seyðisfirði í gegnum lffið sem og opnunum sjálfum sem miðamir vísa í leynt og ljóst, segir í kynningu. Sýningin er sölusýning og rennur allur ágóði til ABC-hjálparstarfs. Henni lýkur 14. apríl. Síðasta sýningarhelgi Rutar Rebekku Um helgina verður síðasta sýningar- helgi Rutar Rebekku í Portinu, Strand- götu 50, Hafnarfirði. Á sýningunni eru teikningar unnar með tússi, þurrpensli og kolum. „Hugleiðing á föstu“ í Hafnarborg Ásdís Sigurþórsdóttir opnar sýningu í Sverrissal á morgun, laugardaginn 26. mars, kl. 14. Á sýningunni verða málverk unnin með akrýl á pappír, tré og striga. Myndefnið eru krossar og tengist yfirskrift sýningarinnar. Síðasta sýningarhelgi Gunnars Guðsteins Sýningu Gunnars Guðsteins Gunn- arssonar í Portinu lýkur sunnudaginn 27. mai-s. Á sýningunni, sem er þriðja einkasýning Gunnars, sýnir hann olíu- myndir. Sýningarsalir Portsins eru opnir alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14-18. Sýningu Lu Hon lýkur í Galleríi Fold Sýningu kínversku listakonunnar Lu Hong í Galleríi Fold, Austurstræti 3, lýkur um helgina. Þar sýnir hún túss- og vatnslitamyndir. Myndefnið er ís- lenskt landslag. Opið er í Galleríi Fold daglega frá kl. 10-18, laugardaginn 26. mars frá kl. 10-16 og á sunnudag frá kl. 14-17. Henrik Vagn Jensen sýnir í Hafnarborg Henrik Vagn Jensen opnar yfirlits- sýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, laugardag- inn 26. mars kl. 14. Henrik hefur oft sótt ísland heim, fyrsta sýning hér á landi var árið 1960. Sýningin verður opin daglega frá kl. 12-18 nema þriðjudaga. Sýningunni „ísland í augum Hvít-Rússa“ að ljúka Sýningunni „ísland í augum Hvít- -Rússa“ í sýningarsölum MIR, Vatns- stíg 10, lýkur sunnudaginn 27. mars. Á sýningunni eru m.a. 26 teikningar, andlitsmyndir af fslendingum sem hvít- rússneski listamaðurinn Arlen Kash- kúrevitsj teiknaði meðan hann dvaldist hér á landi í fyrrasumar í boði MÍR. Sýningin er opin virka daga frá kl. 17-18 en um helgina, laugardag og sunnudag, kl. 15-18. Sigurbjörn sýnir í Þingi á Akureyri Sigurbjöm Jónsson opnar sýningu í Listhúsinu Þingi, Hólabraut 13, Akur- eyri, laugardaginn 26. mars kl. 16-18. Myndirnar á sýninguni eru nýlega unnar. Við opnunina munu hljóðfæra- leikararnir Gunnar Gunnarsson, Jón Rafnsson og Árni Friðriksson skemmta gestum. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18 en henni lýkur 4. apríl. Síðasta sýningarhelgi Áslaugar í Stöðlakoti Sýningu Áslaugar Höskuldsdóttur í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg lýkur sunnudaginn 27. mars. Á sýningu Áslaugar, en þetta er hennar fyrsta einkasýning, eru m.a. vasar, kertastjakar og leirmyndir. Sýningin er opin frá kl. 2-6 alla daga. Olíumyndir eftir Sig- urð í Götugrillinu Nú stendur yfir sýning á verkum eftir listamannin Sigurð Vilhjálmsson í Götugrillinu í Borgarkringlunni. Sig- urður sýnir 6 málverk unnin í olíu á striga. Sýninguna tileinkar listamaður- inn syni sínum, Sigurði Inga. Tvær sýningar opnað- ar í Norræna húsinu Tvær sýningar verða opnaðar í Nor- ræna húsinu á morgun, laugardaginn 26. mars. Annars vegar er sýning á teikningum eftir norska listamanninn Olav Chrístopher Jenssen og er þetta farandsýning sem kemur hingað til lands í samvinnu við Norrænu listamið- stöðina á Sveaborg við Helsingfors, en hún kemur hingað til lands frá Tallin í Eistlandi, þar sem hún var til sýnis í janúar og febrúar sl. Sýningin verður opnuð í sýningarsölum Noiræna húss- ins kl. 15. I anddyri Norræna hússins verður opnuð sýning á Biblíumyndum Bodil Kaalund kl. 16. Þetta eru vatnslita- myndir og gerði Bodil myndirnar að beiðni Det Danske Bibelselskap og kom ný myndskreytt útgáfa af biblíunni út f Danmörku 1992. Bodil Kaalund vann að þessu verki í rúm fimm ár og það eru 160 myndir sem prýða biblíuna. í Norræna húsinu verða um 30 myndir til sýnis, allt frumgerðir, sem eru í eigu Museet for religios kunst í Lemvig. Bodil mun fjalla um myndirnar í fyrir- lestri sem hún heldur í fundarsal að lokinni formlegri opnun#á sýningunni. Bodil sýnir einnig nokkrar litógraf- íur/vatnslitamyndir •! anddyri Hall- grímskirkju í boði Listvinafélags Hall- grímskirkju og Hins íslenska biblíufé- lags. Hún heldur fyrirlestur í samkomu- sal kirkjunnar á pálmasunnudag, 27. mars, kl. 10. Allir velkomnir. Lágmyndir og mál- verk í Galleríi Sólon Islandus Guðrún Krist- jánsdóttir opnar myndlistarsýningu í Galleríi Sólon Ís- landus við Banka- stræti á morgun, laugardaginn 26. mars, kl. 14. Á sýningunni verða lágmyndir úr tré og málverk. Við- fangsefni verkanna er íslenskur sjóndeildarhringur. Sýningin á Galleríi Sólon íslandus stendur til þriðjudagsins 12. aprí! og er opm alla daga frá kl.-11-18. Olafur Már sýnir í Slunkaríki á ísafirði. Ólafur Már opnar sína aðra einka- sýningu í Slunkaríki á ísafirði miðviku- daginn 30. mars nk. og stendur hún til 17. apríl. Ólafur sýnir þar myndverk unnin með akrýllitum á striga unnin á undanfömum mánuðum. Ósk Vilhjálmsdóttir sýnir í Gerðubergi Ósk Vilhjálms- dóttir opuar mynd- listarsýningu í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi á morgun, laugar- daginn 26. mars, kl. 15. Sýningin í Gerðubergi er önn- ur einkasýning Óskar hér á landi, en hún hefur haldið þrjár sýningar á verkum sínum í Berlín á undanförnum árum, auk þess að taka þátt í samsýn- ingum hér heima og erlendis. Á sýningunni verða ljósmyndaverk og einnig innísetning með þremum sjónvarpsskjám, hljóðverki og mynd- bandi. Menningarmiðstöðin er opin mánu- daga til fimmtudaga frá kl. 10-22 og föstudaga til sunnudaga frá kl. 13-16. Síðasta sýningarhelgi Önnu Gunnlaugsdóttur Sýningu Önnu Gunnlaugsdóttur í Listasafni ASÍ lýkur sunnudaginn 27. mars nk. Á sýningunni er 31 verk málað með akrýl á masónít og striga og eru verkin unnin á síðustu þrem árum. Sýningin er opin kl. 14-19. Tónlist Vox Feminae heldur páskatónleika Vox Feminae er hópur 24 kvenna úr kvennakór Reykjavíkur sem leggnr áherslu á flutning eldri kórverka. Laug- ardagiunn 26. mars halda konurnar sína fyrstu opinberu tónleika og hafa fengið til liðs við sig sópransöngkonuna Ingu J. Backman. Yfirskrift tónleik- anna er „Agnus dei“ eða „Ó þú Guðs lamb“ og á efnisskránni eru eingöngu trúarlegar aríur og kórverk frá ýmsum tímum. Undirleik annast Svana Vík- ingsdóttir sem jafnframt er píanóleik- ari Kvennakórs Reykjavíkur. Stjórn- andi á tónleikunum er Margrét J. Pálmadóttir. Karlakórinn Stefnir með tónleika Nú líður að vetrartónleikum Karla- kórsins Stefnis. I þessari lotu verða haldnir Jirennir tónleikar. Þeir fyrstu verða í Árbtejarkirkju laugardaginn 26. mars kl. 16., í Bæjarleikhúsinu við Þverholt, Mosfellsbæ, mánudaginn 28. mars kl. 20.30. og í Bústaðakirkju miðvikudaginn 30. mars kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Lárus Sveinsson trompetleikari, en píanóleik annast Sig- urður Marteinsson. Ingibjörg Marteins- dóttir óperusöngkona syngur einsöng með kórnum á þessum tónleikum. Á efnisskránni eru bæði íslensk og erlend lög, auk tveggja kóra úr óperum Wagn- ers, einnig verður flutt syrpa af rúss- neskum þjóðlögum, þar sem harmoníu- leikarar úr Félagi harmoníkuunnenda í Reykjavík og slagverksleikarar úr Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leika með. Sönghópurinn Smá- vinir í Árbæjarkirkju Sönghópurinn Smávinir heldur tón- leika í Árbæjarkirkju mánudaginn 28. mars kl. 20.30. Sönghópurinn saman- stendur af 10 einstaklingum á aldrinum 19-24 ára. Hópurinn hefur starfað í rúm tvö ár og sungið víða. Á dagskrá verða lög úr ýmsum áttum, svo sem negrasálmar og þjóðlög. Tónleikar SÍSL Úrvalssveit Sambands ísienskra skólalúðrasveita leikur í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 27. mars kl. 16. Stjómandi er Kjartan Óskarsson. Úrvalssveit SÍSL hefur starfað frá árinu 1989 og eru félagar um 70 og koma úr röðum barna- og unglinga- lúðrasveitanna, en þær eru nú 40 tals- ins vítt og breitt um landið. Á efnisskránni verða verk eftir m.a. R.V. Williams, H.V. Lijnschooten, Pál P. Pálsson og fleiri. Kvikmyndir Kvikmyndasýning í Norræna húsinu Kvikmyndin Per Pysslin verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 27. mars kl. 14. Þetta ævintýri er byggt á sögu eftir Astrid Lindgren. Bertil er lítill strákur sem á ekki marga vini, en einn dag kynnist hann öðrum dreng sem leynist undir rúminu hans. Kvikmyndin er rúm klukkustund að lengd og er með norsku tali. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Fyrir börn 10 fingur frumsýnir „Englaspil“ Nýlega stofnaði Helga Arnalds bráðuleikhúsið 10 fingur sem framsýn- ir fyrsta verkefni sitt, leikritið Engla- spil, sunnudaginn 27. mars kl. 14. Höfundur er Helga Arnalds sem jafnframt hefur búið til brúður og leik- mynd og leikur hún öll hlutverkin. Leik- stjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir. Sýn- ingin er ætluð börnum á öllum aldri og verður flutt í leikhúsi Frá Emilíu, Héðinshúsinu við Tryggvagötu. í fréttatilkynningu segir: „Brúðu- leikhúsið 10 fingur er einsmanns ferða- leikhús sem ferðast milli skóla og leik- skóla. Fytsta sýning leikhússins heitir Englaspil og fjallar um Veru, sem er svolítið einmana og leikur sér í þvotta- húsi ömmu sinnar. Hún hefur mikið hugmyndaflug og úr þvottinum býr hún til heilt ævintýri. Englaspil tekur um 50 mínútur i flutningi með hléi þar sem börnin fara fram og syngja. Sýningin er ætluð börnum á aldrinum 2-8 ára. Hægt er að setja sýninguna upp nánast hvar sem er á stuttum tíma (bókasöfnum, leikskólum o.s.frv.). Kópaskcri. „Stóri klunnalegi blór- inn með uppsnúnu uggana eða töfrateppi þrumuguðsins“ „Stóri klunnalegi blórinn með upp- snúnu uggana, eða töfrateppi þramu- guðsins" er nafnið á verki sem nemend- ur Grunnskólans á Kópaskeri fram- sýndu miðvikudaginn 23. mars sl. í leikstjórn Margrétar Óskarsdóttur, eins kennara skólans. Höfundur er danskur, Borge Han- sen, en þýðingu gerði Emil Emilsson. Allir nemendur skólans, 30 börn á aldr- inum 6-12 ára, taka þátt í sýningunni og athyglisvert er að þau leika öll á hljóðfæri í sýningunni. Fyrirhugað er að sýna verkið þrisvar. — Marinó Steingrímur Ey- fjörð Ósk Vilhjálms- dóttir Óperufrumsýning í Tjarnarbíói í kvöld Töfraflautan í uppfærslu Nýja tónlistarskólans NEMENDUR Nýja tónlistarskólans hafa að undaförnu unnið að upp- færslu Töfraflautunnar eftir Mozart. Frumsýnt verður í Tjamarbíói í kvöld klukkan 20. Næstu sýningar verða svo miðvikudaginn 30. mars, þriðjudaginn 5. apríl og föstudaginn 8. apríl. Miðar fást í bíóinu virka daga milli 17 og 19 og sýningardaga til klukkan 20. Fólk úr söngdeild skólans flytur öll söngatriði óperunnar en 24 manna hljómsveit skipa nemendur og kennarar auk nemenda Tónlistarskólans í Reykjavík. Ragn- ar Bjömsson skólastjóri Nýja tónlistarskólans sljórnar. Hann fékk þau Erling Gíslason og Brynju Benediktsdóttur til að leikstýra ópemnni og segir að þar sé kannski komin ný og skjótvirk aðferð. Tveir leikstjórar sameinist um skoðanir á sviðssetningu og skipti með sér verkum. Uppfærsla Nýja tónlistarskólans á prestar á tímum tónskáldsins karl- þessari vinsælu óperu er óhefðbundin um sumt. Konur syngja til dæmis í frægum prestakór óperunnar. Hann er yfirleitt skipaður körlum, enda kyns, en nú er öldin önnur. Það er að vísu ekki ástæðan, heldur hitt, að skólinn hefur ekki nógu marga karla í söngdeildinni til að mynda kórinn. Konurnar syngja áttund neðar að sögn Ragnars og það gefur kórnum sérkennilegan lit. Bakgrunnur óper- unnar vekur einnig athygli, litskyggn- ur úr þekktu safni Ágústs Jónssonar af steina- og náttúrumyndum. Ragnar segir ætlunina að undirstrika töfra- og ævintýraheim óperunnar. Staðsetning hljómsveitarinnar er einnig óvenjuleg, framan við sviðið fyrir allra augum. „Það hefur bæði kosti og galla,“ segir Ragnar, „hljóð- ið er ekki lokað ofan í gryfju eins og oftast er, en söngvararnir þurfa að ná gegnum vissan hljóðmúr. Best væri líklega að hljómsveitin sæti aftan Hópurinn sem setur upp Töfraflautuna í Tjarnarbíói. og ofan við söngvarana, þannig myndi ég byggja óperuhús ef ég hefði nóga peninga. Hafa hana á palli aftan við sviðið. En hvert hús kallar á sínar lausnir og nú förum við þessa leið.“ Aðrir þættir í sýningunni eru liefð- bundnari en það sem þegar er getið, búningar til dæmis eru fengnir að láni úr lslensku óperunni og Þjóðleik- húsinu. Sunna María Magnúsdóttir valdi þá í samráði við leikstjórana og hún útbjó dreka sem leikinn er af þrem ungum nemendum tónlistar- skólans. En hlutverkaskipan er þannig: Davíð Ólafsson syngur Sarastro, Bryndís Blöndal Paminu, Hjörtur Hreinsson Tamino, Birna Ragnars- dóttir Næturdrottninguna og þjón- ustur hennar þær Jónína Kristinsdótt- ir, Valgerður Ólafsdóttir, Elín Helga Jóhannsdóttir og Ásthildur Bern- harðsdóttir. Sigurður Sævarsson og Garðar H. Friðjónsson skipta með sér hlutverki Papageno, Katla Rannvers- dóttir er Papagena og Óskar Sigurðs- son Monostato. Þrjá presta syngja þeir Þorvaldur Þorvaldsson, Ólafur Sveinsson og Hafsteinn Már Einars- son.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.