Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 39 Guðlaug Klemens- dóttir - Minning Fædd 28. nóvember 1906 Dáin 16. mars 1994 Þegar einhver nákominn fellur frá verður það gjarnan til þess að maður hugleiðir hversu tíminn líður hratt. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn er sú minning um að liafa haft ömmu og afa sem hluta af stórri fjölskyldu. Undir sama þaki bjuggu tvær ijölskyldur og æska mín og systkina minna samofin þeirri minningu. Amma var mér sem önnur móð- ir. Hún sá alltaf til þess að við værum hrein og snyrtileg og alltaf var hún að safna saman í þvottavél og var allur þvottur þveginn sam- stundis, strauaður og settur á sinn stað. Allt var svo hreint og fínt. Það var alveg saman hvað hún amma tók sér fyrir hendur, það var gert skjótt og vel. Pönnukökur og randalínur voru alltaf til á borðum og í hvert sinn sem ég kom í heim- sókn á seinustu árum var maður alltaf klappaður og strokinn um vangann og látinn finna það að henni þótti vænt um mann. Amma stóð alltaf við hlið afa, hversu lítið sem tilefnið var. Afi var hrókur alls fagnaðar og laðaði til sín fólk á öllum aldri sökum þess hve veí hann fylgdist með því sem var að gerast í þjóðlífinu, og það sem hann heyrði, það mundi hann. Voru af þeim sökum margar ánægjulegar umræður og fróðelgar. Amma var ekki að flíka skoðunum sínum. Hún dáðist að manninum sínum og var hennar fyrsta hugsun að gera honum vel. Þessu tók ég eftir þegar gesti bar að garði, þá fór amma í eldhúsið, bar fram kaffi og kökur og sá til þess að allir fengju nóg. Afi sá um umræðuefnið en amma sá um að allir voru með nóg bakkelsi. Á þennan hátt sýndi hún honum þá virðingu'sem hún bar fyrir honum, það var hennar ánægja. Með þessum fátæklegu orðum vil ég sýna það þakklæti. og þá dýrmætu eign að hafa notið hjálpar- handar hennar frá fyrstu ævispor- unum mínum og út í lífið. Elskulegi afi, mamma, Kristín, Klemenz, Guðbjörg og Pétur. Minn- umst þess þegar náinn samferða- maður kveður að góðar minningar verða aldrei frá okkur teknar. Hermann og Halla. Það var miðvikudaginn 16. þ.m. að hringt var til mín og mér til- kynnt að Lauga frænka mín væri dáin. Hún andaðist eftir langa og oft stranga vegferð á lífsins ævi- . braut, á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, en þar hafði hún dvaldið ásamt eig- inmanni sínum, Hermanni Guð- mundssyni, frá árinu 1990. Fullu nafni hét þessi móðursystir mín Jónína Guðlaug, og var fædd í Fremri-Hundadal í Miðdölum 28. nóvember 1906. Á öðru ári fluttist hún með fjölskyldu sinni suður í Borgarfjörð að Hvassafelli í Norð- urárdal, þar bjuggu foreldrar henn- ar síðan miklu rausnarbúi til ársins 1929. Það ár seldi afi minn jörðina og flutti til Reykjavíkur og þar andaðist hann ári síðar. Klemens afi var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Dómhildur Gísladóttir. Þau hjón eignuðust sjö börn. Dómhildur amma lést ung að árum frá mörgum ungum börnum, það yngsta á fyrsta ári. Miklir erfiðleikar steðjuðu þá að Klemens afa, en hann lét aldrei bugast þótt oft muni hann hafa siglt krappan sjó á þessum erfiðu og hörðu árum fyrir síðustu aldamót. Það var honum mikil gæfa þegar Minning Haustið 1951 hittist hópur ungra stúlkna á húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði. Þessar stúlk- ur, 34 talsins, komu frá öllum lands- hlutum. Fæstar þeirra þekktust nokkuð og voru því væntingar til skólavistarinnar blandnar kvíða og eftirvæntingu. Ein þeirra var Lára Gunnarsdóttir frá Flatey á Skjálf- anda. Lára var stúlka með sterkan persónuleika, ákveðnar skoðanir, stolt og sjálfstæð. Þegar kom fram á skóíaárið og við skólasystur höfðum kynnst nán- ar höfðum við gaman af því að rifja upp, hvernig við hefðum komið hver annarri fyrir sjónir við fyrstu sýn. Okkur fannst í byrjun, að Lára væri dálítið settleg, en við nánari kynni kom í ljós að hún gat svo sannarlega tekið þátt í spaugi og gamansemi ekki síður en aðrar. Veran í skólanum var okkur lær- dómsrík og þar bundust sterk vin- áttubönd, enda samheldni árgangs- ins alveg sérstök. Komum við skóla- systur saman af og til til þess að treysta vináttuböndin. Sérstaklega minnisstæður var fagnaðurinn á 50 ára afmæli skólans 1987, þegar allir árgangar skólans komu saman í stóru íþróttaskemmunni á Akur- eyri. Var þá einnig farið fram að Laugalandi. Síðast komum við saraan á Flúð- um í ágúst 1992. Lára gat þá ekki verið með okkur vegna veikinda, en sagðist verða með okkur í hugan- um. Söknuðum við hennar mikið og var hugur okkar bundinn hinni fjarstöddu skólasystur. Við vissum að Lára háði, af kjarki og æðruleysi, baráttu við illvígan sjúkdóm. Nú þegar Lára er horfin af þessum heimi er hetja kvödd. Þótt veikindin buguðu að lokum lík- ama hennar var hún óbuguð and- lega allt til hinstu stundar. Við sendum eiginmanni hennar, börnum, aldraðri móður og öðrum Lára Gunnarsdóttir aðstandendum, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Við ljúkum þessum kveðjuorðum með ljóðlínum, sem Lára skrifaði í minningabók einnar skólasystur sinnar: Yndisstundum aldrei þeim eg gleymi, er eg fékk að vera nálægt þér. Minninguna í hug og hjarta geymi, hvert á land sem örlög vísa mér. (Höf. óþ.) Skólasystur. hann kvæntist síðari konu sinni, sem var Kristín Jónsdóttir, mikil myndar- og mannkostakona. Þau eignuðust þijár dætur og var Guð- laug þeirra elst. Næst í röðinni var Sveinbjörg, fædd 1908, og yngst Dómhildur, fædd 1912. Börn afa míns voru því alls tíu og er nú að- eins eitt þeirra á lífi, Sveinbjörg, sem dveldur á Elliheimilinu Grund. Það yngsta þeirra systkina, Dóm- hildur, lést í síðasta mánuði, en hún var búsett í Bolungarvík. Það varð því skammt milli þeirra systra. Árið 1930 gekk Guðlaug frænka mín að eiga Hermann Guðmunds- son, ættaðan úr Dalasýslu. Ungu hjónin festu þá strax kaup á jörð- inni Litla-Skarði í Stafholtstungum og hófu þar búskap það sama ár. Jörðin er ekki stór en talin með einum bestu laxveiðijörðum í Borg- arfirði og býr jafnframt yfir mikilli náttúrufegurð eins og flestum er kunnugt sem til þekkja. Ungu hjón- unum tókst með dugnaði og áræði á ótrúlega skömmum tíma að byggja vel upp og rækta jörðina í Litla-Skarði. Guðlaug og Hermann eignuðust fimm börn: Guðfríði, Kristínu, Klemenz, Guðbjörgu og Pétur. Árið 1939 sýktist Hermann af berklaveiki og það á mjög háu stigi. Hann barðist við þennan illvíga sjúkdóm næstu tuttugu árin eða allt til ársins 1959. Langdvölum varð hann að dvelja á Vífilsstöðum °g gekkst að lokum undir erfiða lungnaaðgerð. Að sjálfsögðu var það reiðarslag fyrir afkastamikinn athafnamann og ekki síður fyrir húsmóður með stóran barnahóp. En Guðlaugu frænku tókst að sigr- ast á öllum erfiðleikum með dugn- aði, þrautseigju og sínu létta lund- arfari. Vegna sjúkdóms húsbóndans brugðu þau hjón búi árið 1944 og festu kaup á húseigninni Miðtúni 6 hér í borg. Þessi dugmiklu hjón, sem trúðu á mátt gróðursællar moldar í borgfirskum dölum urðu að lúta í lægra haldi og flytjast á mölina. í Miðtúninu áttu þau heima þangað til kraftar þeirra voru á þrotum og fluttust þá á Skjól eins og fyrr segir. Hermann og Guðlaug áttu því láni að fagna að elsta barn þeirra Guðfríður og maður hennar Þórir Bjarnarson áttu íbúð í sama húsi og þau. Þórir og Fríða voru sérlega hjálpsöm við gömlu hjónin og önn- uðust um þau af stakri nærgætni í ellinni. Sú umönnun verður aldrei að fullu metin. Þórir lést á góðum aldri fyrir nákvæmlega einu ári. Var hann öllum mikill harmdauði og ekki hvað síst Hermanni og Guðlaugu. Margt er mér minnisstætt um þegsi mannkostahjón en þó fyrst og fremst ættrækni þeirra og tryggð við skyldmenni sín. Strax og þau fluttust til Reykjavíkur tóku þau upp þann sið að hafa fjölmennt fjölskylduboð á jóladag. Þessari venju héldu þau í nær þrjá áratugi eða meðan heilsa og kraftar leyfðu. Þangað voru jafnvel fjarskyldir boðnir og var þá oft þröng á þingi. Allar veitingar voru þar með mikl- um myndarbrag þótt efnin munu oft hafa verið af skornum skammti. Það sem einkenndi þessi jólaboð var hjartahlýja húsráðenda og glað- værð, sem jafnan var í fyrirrúmi. Guðlaug frænka mín var mjög nærfærin kona við þá_ sem voru sjúkir og ellihrumir. Ég minnist þess hvað mikla umönnun og alúð hún sýndi aldraðri móður sinni, en Kristín amma dvaldist til síðasta dags á heimili þeirra hjóna í Mið- túni 6. Lauga frænka hafði mjúkar og græðandi líknarhendur og skipti þá ekki máli hvort hún handlék jurtir í garðinum sínum eða mann- legar sálir. Ég og fjölskylda mín sendum Hermanni og öðrum nánum að- standendum hugheilar samúðar- kveðjur. Far þú í friði, frænka mín sæl. Blessuð sé minning þessarar mætu konu. Klemenz Jónsson. t Innilegar þakkir sendum við öilum þeim, sem auðsýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar og bróður, KJARTANS ÓLAFSSONAR hagfræðings, Barónsstíg 19, Reykjavik. Fyrir hönd vandamanna, Steinunn Kjartansdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir. t JÓN KR. ELÍASSON skipstjóri, sem lést í Sjúkrahúsi Bolungarvíkur 20. mars sl., verður jarðsunginn frá Hólskirkju laugardaginn 26. mars kl. 13.00. Sigríður E. Jónsdóttir, ElíasJ. Jónsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) í dag er til moldar borin elskuleg móðursystir mín, Guðlaug Klem- ensdóttir, eða Lauga eins og hún var ævinlega kölluð. Ég á þeim hjónum Laugu og Hermanni mikið að þakka, því mitt annað heimili var alla tíð hjá þeim. Lauga frænka var af þeirri kyn- slóð, sem alltaf vildi allt fyrir aðra gera, veita öðrum vel en hugsa minna um sjálfa sig. Hve oft dáðist ég af dugnaði hennar og ósérhlífni, þrátt fyrir mikið mótlæti í lífinu. Hefi ég þá í huga veikindi Her- manns, berklana sem hann veiktist af eftir aðeins níu ára búskap og htjáðu þeir hann síðan af og til með stuttum hléum. Styrkur Laugu og æðruleysi í erfiðleikunum var jafnan óbifanlegur. Þrátt fyrir fimmtíu ár sem þau hjón bjuggu í Reykjavík var Litla- Skarð í Borgarfirði þeim jafnan efst í huga, en þar hófu þau búskap sinn og byggðu upp staðinn af litl- um efnum, en allt svo myndarlega og fallega. Það segir sig sjálft hversu erfitt það hefur verið fyrir þessa ungu konu að flytjast frá heimili sínu með ijögur börn og aldraða móður og þurfa að takast á við lífið í Reykjavík með manninn sinn sjúkan á Vífilsstöðum. Baráttan var hörð hjá Laugu frænku, en alltaf tók húri brosandi og hlý á móti öllum sem komu í Miðtún 6, en þeir voru ófáir. í Mið- túni var alltaf nóg rými til gisting- ar og ekki síst hjartarými. Margs er að minnast og margt er þér að þakka, hafðu þökk fyrir allt. Ég bið góðan guð að blessa Her- mann og vona að ekki verði langt í ykkar endurfundi. Guð blessi minningu Laugu frænku. Kristín Erla. t Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNÍNA PÉTURSDÓTTIR, Brekastíg 12, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnudaginn 20. mars. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 26. mars kl. 11.00 f.h. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Ólafsdóttir, Sigmund Jóhannsson, Guðbjartur Guðmundsson. t Innilegar þakkir fyrir sýndan hlýhug og samúð við fráfall og útför eiginmanns míns, GEIRS GUÐMUNDSSONAR, Staðarhrauni 3, Grindavík. Jófríður Ólafsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og sonar, GUÐNA GUNNARSSONAR skólaprests, Framnesvegi 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landa- kotsspítala. Esther Gunnarsson, Gunnar Guðnason, Helgi Guðnason, Kristinn Guðnason, Guðbjörg Guðnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.