Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 25. MARZ 1994
37
Minning
Sigríður Guðborg
Lárusdóttir
Fædd 14. október 1922
Dáin 13. mars 1994
Mig langar að minnast hennar
ömmu minnar með örfáum orðum
fyrir hönd okkar systkinanna. Eg
man eftir mér fyrst í pössun hjá
ömmu, þar sem að hún var að vinna
við að sauma og ég fékk að leika
mér að töluboxinu hennar og
þræða tölur á band.
Ég fór snemma að fara vestur
í dali með ömmu á bílnum hennar
„Litlu gulu hænunni". Á leiðinni
sungum við og trölluðum alla
söngva sem við kunnum, og gott
betur. Eitt sumarið tók hún mig
Minning
með sér í „Jógadalinn“ þar sem
við tíndum grös, borðuðum hris-
grjón og drukkum fjallate. Það var
okkur systkinunum mikið tilhlökk-
unarefni að fá að fara til Diddu
ömmu og gista. Við fórum í felu-
leiki, púsluðum og hún las sögur
fyrir okkur. Á kvöldin fengum við
alltaf ís. Hin seinni ár hefur ekki
verið eins mikill samgangur á milli
okkar, ég búin að stofna mína eig-
in íjölskyldu, amma búin að kaupa
sér þessa fínu íbúð í húsi fyrir aldr-
aða, hætt að vinna og farin að
spila brids af fullum krafti með
vinkonum sínum. Hún var byrjuð
aftur í jóga, farin að læra meira í
ensku og lifa lífinu. Þá kemur kall-
ið, svo óvænt og skyndilega og
ekkert okkar viðbúið því.
Elsku amma mín, við trúum því
að eitthvað mikilvægara bíði þín
þar sem þú ert nú. Við sem eftir
sitjum hefðum viljað njóta þin leng-
ur, en fáum í staðrnn að eiga allar
þessar góðu minningar um þig,
þökk sé þér. Hvíl þú í friði.
Draumur
Mig bar í draumi burt frá móður jörð
og barst um loftsins straum um vegi nýja,
brostið var allt, sem batt við dal og fjörð
blómailm eg greindi og veröld hlýja.
Hve sæl ég var og söng um þessa dýrð
að svífa um og vera ekki í böndum
sú unaðskennd hún verður varla skýrð
Ég var í himins sólardrauma löndum.
(Guðríður Brynjólfsdóttir)
Lára Björnsdóttir,
Kjartan Gísli Björnsson,
Pétur Ingj Björnsson.
Stretsbuxur
kr. 2.900
Mikift úrval af
allskonar buxum
Opid ó laugardögum
kl. 11-16
I
i 12, sími 44433.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
Thor Jón
Petersen
Fæddur 24. febrúar 1945
Dáinn 17. mars 1994
Mig langar í örfáum orðum að
minnast mágs míns Thors Peter-
sen sem lést hér úti í Danmörku
17. þessa mánaðar.
Mín fyrstu kynni af Thor voru
fyrir fjórum árum, er við fjölskyld-
an fluttumst hingað til Danmerk-
ur, og örlögin höguðu því þannig
til að við festum rætur hér í Soro,
aðeins 20 km frá Dianalund þar
sem Thor hafði þá dvalið í tæplega
12 ár. Thor veiktist sem lítill
drengur, aðeins 9 ára gamall, og
getur enginn vitað sem ekki hefur
reynt, hvílíkt áfall það er fyrir
foreldra að standa frammi fyrir
þeirri staðreynd að engum bata
sé spáð og orsök ókunn.
Hvers vegna svo vel gefnum og
fallegum ungum dreng voru feng-
in þessi örlög veit enginn nema
guð einn.
Var það til þess að við hin sem
eigum falleg og heilbrigð börn,
lærðum að virða og njóta þess lífs
sem drottinn hefur gefið okkur,
og hættum að taka það sem sjálf-
sagðan hlut að við öll getum lifað
eðlilegu og heilbrigðu lífi?
Elsku Thor minn, þú gafst mér
mikið þann stutta tíma sem ég
fékk til að kynnast þér.
Minningarnar um heimsóknir
þínar til okkar munu einnig lifa
lengi, þú varst barnslega þakklát-
ur fyrir allt það sem okkur hinum
finnst sjálfsagður hlutur, og gleði-
stundirnar og hláturinn sem
glumdi í húsinu mun seint gleym-
ast.
Þitt hlýja bros til mín þegar þú
kvaddir og sagðir „kem fljótlega
aftur“ mun ég ávallt geyma sem
þitt innilegasta þakklæti. Það
verður tómlegra hér án þín, Thor
minn.
Kæru tengdaforeldrar, fátt er
eins sársaukafullt og það að missa
barn sitt, sorgin er þungbær, en
lífið heldur áfram og hvað er þá
yndislegra en að ylja sér við minn-
inguna um ástkæran son?
Þú hefur fengið friðinn bliða
fróun harms það getur veitt
þú þarft ekki lengur að líða
líf þitt er að fullu greitt.
Þín mágkona,
Berglind Ólafsdóttir.
Hjá okkur færðu allt sem á vantar - og meira til.
Raðgreiðslur • Póstsendum samdægurs.
-SK?iw rRAMÚK
Snorrabraul 60 • Sími 61 20 45