Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 21 Gervihnattasjónvarp Sjón varpshnettir of margir að mati Teds Turners Ted Turner — stjómarfor- maður CAW-fréttasjónvarpsins, kona hans Jane Fonda og Peter Woo, stjórnarformaður kapalsjón- varpsins Wharf Cable í Hong Kong, skála fyrir samvinnu um fréttir og fréttatengt efni á" ensku. Wharf Cable hóf útsensdingu frétta allan sólarhringinn fyrst allra stöðva í Asíu í fyrra. Samvinnan við CNN gerir stöðinni kleift að bjóða meira fréttaefni á ensku en aðrar rásir í Hong Kong. Hong Kong. Reuter. SJÓNVARPSHNATTAIÐNAÐURINN stendur frammi fyrir ofgnótt af sjónvarpshnöttum og mörg sjónvarpskerfi geta orðið gjaldþrota, segir kaplasjónvarpsjöfurinn Ted Turner, stofnandi fréttasjónvarps- ins CNN. „Nýtilkomin, starfræn þjöppun- artækni mun aðeins auka vandann og leiða til þess að meira efni fer um hvern gervihnött, að samkeppni mun harðna og hagnaður verður minni," sagði Turner á ráðstefnu sjónvarpshnatta- og kapalsjón: varpsiðnaðarins í Hong Kong. „í undirbúningi eru fleiri sjónvarps- kerfi en markaðurinn þolir og mikið fé mun fara í súginn." Turner lýsti því hve auðvelt væri fyrir fyrirtæki að fá aðgang að gervihnöttum, en sagði að eigendur sjónvarpskerfa mundu tapa miklu fé nema því aðeins að þeir ættu safn af sjónvarpsefni eða hefðu aðgang að ódýru sjónvarpsefni. Star TV, sem Rupert Murdoch á 63,6% hlut í og sjónvarpar til Asíu, kveðst munu tapa um 20 milljónum dollara 1994, en stöðin hefur að- gang að kvikmyndasafni News-fyr- irtækis Murdochs og búizt er við að hún komi slétt út á næsta ári. Turner Broadcasting System hef- ur aðgang að eigin teiknimynda- safni fyrir stöð sína TNT & Car- toon, sem mun taka til starfa í Asíu á þessu ári. Turner sagði að nýja gervihnattakerfið yrði rekið með tapi, en sagði að aðgangur að safni sjónvarpsefnis mundi draga ' úr áhættunni. Á ráðstefnunni kom fram að framtíðarmöguleikar greinarinnar væru í því fólgnir að gera dagskrár- efni staðbundnara og þjóna ólíkum menningar- og tungumálahópum, jafnvel þótt um alþjóðlegan sjón- varpsrekstur væri að ræða. Turner kvaðst telja að mikill meirihluti áhorfenda í öllum löndum mundi fylgjast með efni á stað- bundnum rásum. Hins vegar yrði alltaf markaður fyrir kvikmyndir, sérstaklega teiknimyndir. Cable News-netkerfi sitt reyndi að gera efni bundnara einstökum svæðum að vissu marki. WordPerfect á 1,4 milljarða dala Provo, Utah. Reuter. NOVELL-fyrirtækið í Provo, Utah í Bandaríkjunum, hefur sam- þykkt að kaupa fyrirtækið WordPerfect í Orem, sama ríki, fyrir um 1,4 miiyarða dollara í hlutabréfum. Þar með verður komið á fót einu stærsta tölvuhugbúnaðarfyrirtæki heims, sem mun keppa við „risann" á þessu sviði, Microsoft, sem hefur bækistöð í Redmond, Washingtonríki. Kaupin fara fram nokkrum dög- um eftir samruna hugbúnaðarfyrir- tækjanna Adobe Systems og Aldus, frumkvöðla á sviði borðtölvuútgáfu. Novell hefur einnig komizt að samkomulagi við fyrirtækið Bor- land Intemational um kaup á reiknivangsfyrirtæki þess, Quattro, í Scotts Valley í Kalifomíu fyrir um 145 milljónir dollara. Áður hafði verið orðasveimur um að Word- Perfect, sem er í einkaeign, og Borland mundu sameinast. WordPerfect, sem er víðfrægt fyrir ritvinnsluhugbúnað með sama nafni, verður sjálfseignar-dóttur- fyrirtæki Novells og kjarni nýrrar hugbúnaðardeildar Novells. Yfir- maður þeirrar deildar verður Ad Rietveld, núverandi forseti og aðal- framkvæmdastjóri WordPerfects. „Sammninn mun efla Novell fyár- hagslega,“ sagði forseti Novells, Raymond Noorda. „Þeir beina spjót- um sínum að Microsoft," sagði sér- fræðingur á sviði hugbúnaðar, Walter Winnitzki. Sérfræðingar segja að eftir kaupin á WordPerfect muni Novell geta boðið sérstaklega fjölbreytt úrval hugbúnaðar. Brjóstahaldarar með og án spanga, B, C og D skálar, samfella með spöngum og teygjubuxur. Söluaðilar: Olympía Laugavegi •Olympía Kringlunni• Embla Hafnarfirði* H búðin Garðabæ Perla Akranesi • Krisma ísafirði • Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Hvammstanga ísold Sauðárkróki •Amaro Akureyri Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. stmi 91- 24333 EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR LÍKA NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað . Þú setur frosið brauðið í bökunarpokanum í ofninn og lýkur bakstrinum á fimmtán mínútum. Afraksturinn er nýbakað, mjúkt og ilmandi hvítlauksbrauð. ORKIN1012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.